Morgunblaðið - 02.11.1960, Síða 24
Abstraktlist
— Sjá bls. 10 —
251. tbl. — Miðvikudagur 2. nóvember 196C
íþróttir
eru á bls. 18.
J,6 milljón kr. fyrir oð
bjarga togaranum Keili
Gerðardómur í björgunarmáli togarans
Keilis trá Hafnarfirði
LOKIÐ er með gerðardómi
björgunarmáli togaranna
Keilis og Brimness, en sá
síðarnefndi dró Keili til
Reykjavíkur eftir að vélbil-
un hafði orðið vestur á Græn
landsmiðum á síðastl. vori.
Ásfjall h.f., sem er eigandi
Keilis, var gert að greiða
eigendum og umráðamönn •
um Brimness og áhöfn tog-
arans alls kr. 1,650,000, með
10% vöxtum.
Forsaga máls þessa er á þá
leið að 17. maí síðastl. var tog-
arinn Keilir á leið til Fylkismiða
við A-Grænland og átti ófarnar
þangað um 100 sjóm. er vél skips
ins stöðvaðist skyndilega. Eftir
að vélin stöðvaðist var hvorki
hægt að hreyfa skrúfu skipsins
né stýri. Töldu vélstjórarnir sýnt
að sveifarásinn væri brotinn.
Brimnesi var eftir fyrirskipun
frá útgerðarstjóra, en hann var
hinn sami fyrir bæði skipin snú-
ið Keili til hjálpar. Hingað til
Reykjavikur kom Brimnes með
togarann 24. maí.
★ Gerðardómur
Hinn 12. september síðastl.
komu aðilar málsins sér saman
um að fela einum manni, ísleifi
Árnasyni, borgardómarafulltrúa,
að skena úr um það hvort um
björgun eða aðstoð hafi verið að
xæða og hvaða þóknun útgerð og
áhöfn Brimness beri fyrir störf
sín o. fl. málinu viðvíkjandi.
Ný
framhaldssaga:
Of mikid
- of fljótt
Á MORGCN hefst hér í blað-
inu ný framhaldssaga. OF
MIKIÐ — OF FLJÓTT, sem
er sjálfsævisaga Diönu Barry-
more, en færð í letur af Ger-
old Frank. Sagan kom út fyr-
ir svo sem tveimur árum, en
aðalpersójoa hennar og höf-
undur, Diana Barrymore, lézt
J janúarmánuði þessa árs, eft-
ir skamma en órólega ævi, að-
eins 38 ára gömul. Þetta er
„Öskubuskusagan — öfug“ og
„bókin, sem hefur látið mill-
jónir manna gripa andaiyi á
lofti“, eins og hún er hressi-
lega auglýst í Ameríku.
Og ameríski hraðinn lætur
ekki sjálfan sig án vitnisburð
ar, því að, þótt ekki sé lengra
um liðið, hefur þegar verið
gerð kvikmynd upp úr þessari
ævisögu, og verður meira að
segja sýnd hér í Austurbæjar-
bíói alveg á næstunni. Þar leik
ur ung leikkona, Dorothy Mal-
one, aðalhlutverkið, en hún er
jafnframt fræg sundkona og
kemur það hentni að gagni í
þessari mynd. Errol Flyn leik-
ur hinn fræga föður Diönu,
John Barrymore, og auk þess
eru þekktir leikarar í öðrum
hlutverkum.
Sóknaraðilar málsins, eigendur
og umráðamenn Brimness, þ. e.
Seyðisfjarðarkaupstaður og rík-
issjóður annars vegar og áhöfn
Brimness hins vegar gerðu þær
kröfur fyrir dómnum að Ásfjalli
h.f. í Hafnarfirði eiganda Keilis,
yrði gert að greiða í lögmætum
hluföllum kr. 3,633,920,— í björg
unarlaun
★ Ótvíræð björgun
í gerðardómsforsendum seg-
ir dómarinn m. a.......,Það
verður að fallast á það að um
rædd hjálp bv. Brimness við
bv. Keili sé ótvíræð björgun
Fjölmenni á
Akureyrnriundi
í GÆRKVÖLDI héldu Sjálfstæð
isfélögin hér á Akureyri og í Eyja
firði fund i Borgarbíói, en aðal-
umræðuefnið var landhelgismál-
ið. Bjarni Benediktsson dómsmála
ráðherra var frummælandi og
flutti bráðsnjalla og fróðlega
ræðu og skýrði einkar vel frá
gangi þeirra mála. Einnig talaði
Jónas G. Rafnar alþm. og fleiri.
Fjölmenni mikið var á fundin-
um og létu fundarmenn óspart
í Ijós ánægju sína yfir hingað
komu ræðumannanna.
í merkingu siglingalaganna.
Svo sem áður er sagt var
skrúfuás skipsins brotinn og
skrúfan föst aftur við stýri,
þannig að hvorugt var hægt
að hreyfa. Skipið hafði engan
seglaútbúnað. Var það því á
reki algjörlega hjálparvana og
hafði enga möguleika til að
komast til hafnar af eigin
rammleik. Það er að vísu svo
að skipið var ekki í bráðri
hættu vegna þess hve veður
hafði verið og var gott þegar
Brimnes kom því tii hjálpar.
En það var á reki á opnu
hafi þar sem bæði er von ísa
og stórviðra og var því í hættu
statt . . . .“
Björgunarlaunin sem gerðar
maður ákvað að falla skyldu
i hlut eigenda og umráða-
manna Brimnes, nema kr.
1,050,000,00, en í hlut áhafnar
Brimness koma til skipa
600,000 króna björgunarverð-
laun, við bætast 10% vextir
frá 24 .maí til greiðsludags.
Slíkum dómi sem þessum- verð
ur ekki.áfrýjað
Bátarnir í vanskilum
með tryggingargjöld
Friðrik Ólafsson
MIKIL brögð eru nú að því
því að bátar hafi ekki getað
staðið í skilum með greiðsl-
ur á tryggingargjöldum sín-
um fyrir árið 1960. — Eru
greiðslurnar löngu fallnar í
gjalddaga. Ekki má skilja
það svo, að bátarnir séu ekki
tryggðir, því þeir eru í
skyldutryggingu. Tryggingar
félögin bíða enn átekta, en
þau eiga veðrétt í bátunum.
Blaðið spurðist fyrir um þetta
i gær hjá Páli Sigurðssyni, fram
kvæmdastjóra Samábyrgðar.
Kvað hann þetta rétt vera, fáir
bátar hefðu enn getað staðið í
skilum með greiðslur. Tryggingar
gjaldið fyrir 1960 hefði íallið í
gjalddaga 1. janúar, en útflutn-
ingsjóður greiddi janúariðgjald-
ið og hálft febrúariðgjaldið fyrir
þá báta sem þá hefðu verið á
veiðum. En þrem mánuðum eftir
að tryggingargjaldið er fallið í
gjalddaga er hægt að ganga að
bátunum. Sagði Páll að trygging-
arfélögin biðu átekta, vildu
halda að sér höndum í lengstu
lög. En væru komin í stórar skuld
ir með endurtryggingargjöld sín,
auk þess sem ýmislegt annað
kæmi til, eins og t. d. að nú
væru 5—6 bráðafúatryggðir bát-
ar í slipp og væri vinna við þá
kostnaðarsöm.
. — Þetta er allt sem sagt að
verða knappt hjá okkur, sagði
Páll að lokum. En við bíðum
átekta, LÍÚ heldur fund 10. nóv-
ember og þá gerist kennski eitt-
hvað.
JÓHANNES Gu,nnarsson Hóla
biskup, söng hámessu suður á
Keflavíkurflugv. fyrra mánu-
dag. Skrýddist biskup kór-
kápu og bar mítur á höfði.
Að lokinni messu ávarpaði
hann unga flugliða i varnar-
liðinu, veitti þeim fermi,ngar-
sakramenti. — Er myndin
tekin við þá athöfn.
(Ljósm.: Varnarliðið).
Þriðjudag
næstkomandi verður dregið i
skyndihappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins. Skammur tími er
til stefnu og því vissara að
tryggja sér miða strax. Hver
veit nema það verði einmitt
þér, sem eignist nýjan Volks-
wagen. Vinningarnir, tveir
Volkswagen, standa í Austur-
stræti — og þar verða miðar
seldir til þriðjudags. Lítið á
þessa glæsilegu vinninga —
og fáið yður miða í leiðinni.
Tel mig ekki „þjdðnýttari
i
— sagði Friðrik Ólafsson, vegna
árása í Þjóðviljanum
„B A R Á T T A N um heims-
meistaratitilinn er vitanlega
efst í huga allra skákmanna
— og úr því að ég á kost
á að taka þátt í þeim leik
finnst mér ekki nema eðli-
legt og sjálfsagt að mæta
þar“, sagði Friðrik Ólafsson,
skákmeistari, í gær, er frétta
maður Mbl. átti tal við hann
vegna harkalegrar árásar,
sem hann varð fyrir í Þjoð-
viljanum.
Ummæli Þjóðviljans
Þar var m.a. haft eftir Ásgeiri
Þór Ásgeirssyni, forseta Skák-
sambands íslands, að Friðrik
teldi sér ekki samiboðið að tefla
á Olympíumótinu í A-Þýzkalandi
vegna þess hve lið íslands á mót
inu væri veikt.
Þetta var í fréttabréfi frá Ingi-
mar nokkrurn Jónssyni í Leip
zig. Undir fyrirsögninni „Hvers
vegna tefla beztu skákmennirnir
ekki á Olympíuskákmótinu í
Leipzig?" spyr fyrrnefndur Ingi-
mar Ásgeir Þór:
— Hvað veldur því að Friðrik
skoraðist undan þátttöku?
— Það mætti ætla að Friðrik
teldi sér skylt að vera fulltrúi
íslands á Olympíuskákmótinu
eftir allt það, sem búið er að
gera fyrir hann, en því miður er
ekki svo. Skáksambandið reyndi
allt til þess að fá hann með, við
buðum honum m.a. að tefla aðal-
lega í undanrásum til þess að
tryggja sveitina í B-úrslitariðil.
Eftir það hefði hann getað haft
það ósköp rólegt og undirbúið
sig fyrir svæðamótið í Hollandi,
sem hefst 19. nóvember n.k., en
ekkert dugði. Mitt álit er það,
að hann telji sig of góðan til
þess að tefla með svona veiku
liði eins og keppir hér.
Mér skilst, að hann telji það
engan persónulegan ávinning að
taka þátt í Olympíuskákmótum",
sagði forseti Skáksambandsins.
Frh. á bls. 23
30 jbús. kr. stolið
í FYRRINÓTT var framið
innbrot í skrifstofu sælgætis-
gerðarinnar Opal við Skipholt
hér í bænum og framinn þar
stórþjófnaður.
Peningar, alls 30,000 krón-
ur, þar af nokkuð af gjald-
eyri, voru geymdir í pe.ninga-
skáp. 1 skrifstofunni var og
geymdur lykillinn að skápn-
um. Fann þjófurinn hann og
var því fyrirhafnariítið að
stela fjárfúlgu þessari. Hvers
konar verðbréf og ávisrjiir
hafði þjófurinn skilið eftir,
því vonlaust var að ætla sér
að koma þeim í peninga.