Morgunblaðið - 19.11.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.11.1960, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Uaugardagur 19. nóv. 1960 Þotu-umferð minnkar enn á Kefiavíkurvelli Frobisher Bay verður viðkomusfaður í „Pólar-fluginu" L E Y S I R flugvöllurinn við Frobisher Bay í Kanada Keflavíkurflugvöll af hólmi hvað snertir Atlantshafsflug stóru þotanna? Allt bendir til þess að svo verði innan 1—2 ára. Allar bandarísku þoturnar, sem nú fljúga á N-Atlantshafs- leiðum, fara án viðkomu milli Evrópu og austurstrandar Banda rikjanna og Kanada. Comet-þot- an, sem BOAC hefur haft á þess- um ieiðum, er skammfleygari og hefur oftsinnis komið við í Kefla vík á vesturleið . En nú er BOAC búið að setja Boeing-707 í flugið yfir N-Atlants haf. Allt bendir til að félagið þurfi þvx lítið að notast við Kefla víkurflugvöll í framtíðinni, enda hefur starfslið BOAC, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli I mörg undanfarin ár, verið kvatt heim og hér eftir mun félagið að öllum líkindum ekki hafa starfslið þar syðra. Milli Evrópu og vesturstrandarinnar Enda þótt Keflavíkurflugvöll- ur sé þar með að töluverðu leyti úr sögunni sem viðkomustaður í ferðum milli stranda Atlants- hafsins, er hann nytsamur á flug leiðum milli N-Evrópu og vestur strandar Bandaríkjanna. Þotur Pan American á leið frá París og London til Seattle, Portland, Los Angeles og San Francisco koma t. d. við í Keflavík á vest- urleið fimm daga vikunnar. Vafalaust má telja, að beint farþegaflug milli övrópu og vest- urstrandar N-Ameríku fari vax- andi á næstu árum eins og flug á öðrum leiðum og mætti því ætla, að Keflavíkurflugvöllur öðlaðist þá þýðingu á þeirri leið. Grænland SAS vélar í ,,Pólar-fluginu“, eins og þessi nyrðri flugleið er kölluð, hafa þó ekki notað Kefla víkurvöll að staðaldri. Þær hafa komið við í Syðri Straum- firði á Grænlandi, sem er orðin miðstöð flugsamgangna milli Grænlands og Kaupmannahafn- ar. „Hótíð n Hellubæ“ og „Mílli tveggjn eldn“ — tvær nýjnr bæhur KOMNAR eru í bókaverzlanir tvær’ bækur, sem bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnarfirði gefur út og eru einkum ætlaðar kven- þjóðinni Eru það bækurnar Ský yfir Hellubæ eftir sænsku skáld- konuna Margit Söderholm og Milli tveggja elda eftir enska skáldsagnahöfundinn Theresa Charles. Hafa áður verið gefnar út nokkrar bækur hér á landi eftir þessa kvenrithöfunda og þær notið mikilla vinsælda. Eftir þá fyrrnefndu t. d. komið út: Við bleikan akur, Laun dyggð- arinnar, Hátíð á Hellubæ, Sum- ar á Hellubæ. Eftir hina Falinn eldur og Sárt er að unna. Bókin Ský yfir Hellubæ segir frá ungri stúlku, sem kemur til Hellubæjar nýtrúlofuð, og neyð- ist til að rannsaka leyndardóms- full örlög, sem mætt höfðu fyrir rennara hennar. Og áfram segir á kápu bókarinnar: „En hver er að reyna að fæla hana burtu frá Hellubæ? Er það hin löngu liðna Karólína, unnusti hennar, móðir hans eða systir, eða aðrir úr fjölskyldunni? Útávið virðist Hellubær dásamlega friðsæll, en innan veggja ríkir óttinn. Bókin er 240 bls., þýdd af Skúla Jenssyni og prentuð í prentverki Akraness. Hin bókin er, eins og fyrr segir, Milli tveggja elda (My enemy and I) þýdd af Andrési Kristjánssyni ritstjóra. Höfund- urinn, Theresa Charles, er vel þekktur í mörgum lönaum heims. Hafa tvær fyrri bækur hennar, sem þýddar hafa verið á íslenzku, notið mikilla vin- sælda og selzt mjög vel. Milli tveggja elda er saga um ástir, hatur og brennandi ástríð- ur. „Hann var eiginmaður henn- ar, en hún þekkti hann ekki .. “ Bókin er 239 bls. og prentuð í Alþýðuprentsmiðjunni. Pan American telur sér hins vegar ekki fært að nota flug- völlinn í Syðri Straumfirði, enda þótt hann sé stór. Völlurinn er í þröngum firði og þykir hinu bandaríska félagi ekki með öllu óhætt að hafa reglulegar viðkom- ur þar. Frobisher Bay á miðri leið Þess vegna hefur Keflavíkur- flugvöllur verið notaður. En það breytist væntanlega fljótlega að því er umboðsmaður Pan Am. í Keflavík, Donald Taylor hefur tjáð Mbl. Við Frobisher Bay á austurströnd Kanada er flugvöll- ur. Nú er unnið að stækkun hans svo að stærstu þotum verði unnt að athafna sig þar. „Þessi flug- völlur verður okkur mun hag- stæðari í „Polar-fluginu“, sagði Taylor. „Fyrst og fremst vegna þess að hann er nokkurn veginn miðja vegu milli Evrópuborg- anna London og Parísar — og vesturstrandar Bandaríkjanna. Það er hagkvæmara að skipta fluginu þannig í tvo nokkurn veginn jafnlanga spotta en að fara t. d. frá London til Kefla-. víkur, sem er tveggja stunda flug, og síðan frá Keflavík til Seattle á 8 stundum, eða til San Francisco á 9 stundum. Verða áfram í Keflavík „í öðru lagi er Frobisher Bay nákvæmlega í fluglínunni til San Francisco, en Keflavík tölu vert norðar. Munurinn er hins vegar ekki jafnmikill, þegar flog ið er til hinna borganna, norðar á vesturströndinni. Samt held ég að þá verði fyrra atriðið þyngra á metaskálunum“, sagði Taylor. „Ég veit ekki hversu langt verður þangað til völlurinn við Frobisher Bay verður fullbúinn, sennilega 1—2 ár. En ég geri ekki ráð fyrir að við flytjum okkur frá Keflavíkurflugvelli enda þótt umferð okkar véla minnki hér“, hélt Taylor áfram“. „Ferðunum milli New York og Norðurlanda með viðkomu hér verður haldið áfram. Ég vænti þess fyllilega, að við fáum þotur á þessa flug- leið á næsta ári, því nú eru að- eins tvær flugleiðir við Atlants- haf, sem Pan American hefur ekki þotur á. Það er þessi Norður landa-leið og suður strönd Vest- ur-Afríku“. Við þetta má bæta því, að SAS mun hafa í huga að beina sínum þotum frá Syðri Straumfirði, til Frobisher Bay eftir að sá völlur verður fullbúinn. Jón Helgason // Þriðja bindi af Islenzku mannlífi // KOMIÐ er á markaðinn þriðja bindi af þáttum Jóns Helga- sonar um íslenzk örlög og eftir- minnilega atburði, sem bera heildarnafnið „íslenzkt mann- líf“. Eru x bókinni ellefa þættir víðs vegar að af landinu, eins og í fyrri bókum höfundar. Fyrsti þáttur bókarinnar fjall- ar um kvonbænaraunir Bjarna Thorarensens amtmanns. Síðasti þátturinn nefnist Örlagasaga úr Önundarfirði og segir frá Frið- rik Svendsen kaupmanni, hin- um merkasta og ágætasta manni. Að auki er í bókinni sakamála- þátturinn Helludals-Gudda, þætt ir af Svani skáldi og Guðlausa- Brandi, gamansamur þáttur, er nefnist Guðrúnarraunir Þór- halla prests, þættir af Gunnu fótalausu og Sæunni, sem bjó sér til sitt eigið txmgumál og gat ekki mælt orð í íslenzku, þótt hún væri borin og barn- fædd á Vatnsnesi. Ennfremur þættirnir Giftingarsaga Lilju Lalílu, Draumur á Hofmanna- flöt og Leiðið á Hánefsstaða- eyrum. Halldór Pétursson hefur teikn að allmargar myndir í bókina, atxk kápumyndar . af Friðrik Svendsen. — IÐUNN gefur bók- ina út. Síld hóíuð upp ó Skugnfirði BÆ, Höfðaströnd, 17. nóv. — Skagafjörður er nú fullur af síld, og geta bátarnir háfað hana upp. Þetta er stór milli- síld, sem gengur svona í torf- um. Er hún ýmist fryst til beitu eða seld upp í sveitirn- ar í skepnufóður , Hér er rétt eins og sumartíð og menn muna ekki eftir öðru eins tíðarfari. Xlm daginn kom svolítið kuldakast og snjóaði þá vitund í f jöll, en síðan het- ir verið þýðviðri. Jörð er alveg frostlaus og hægt að vinna hvað sem er. Siglu- fjarðarskarð er autt og bílar fara keðjulausir yfir til Siglu fjarðar. Hér um slóðir eru bændur búnir að taka inn lömb, en fullorðna féð gengur alveg. —Björn. Vagnst|órinn B. S. skrifar: — Um framkomu barna og unglinga í almenninsvögnum, hefir margt verið rætt og rit- að, og ekki að ástæðulausu. Af sérstöku tilefni vil ég bæta nokkru þar við. Þriðjudags eftirmiðdaginn 15. þ. m. ók ég í Skerjafjarð- arvagninum. Fleira var j vagn inum en sæti leyfðu, svo að nokkrir urðu að standa, þar á meðal rosknar konur. Á með- al þeirra sem sátu, vorxi all- mörg börn á aldrinum 8 til 14 ára. Ekki kom .þeim til hugar að standa upp fyrir konunum. Aftast í vagninum sátu um 10 börn, sem höfðu í frammi mikil ólæti og virt- ist ekki skorta orðaforða, sem naumast er til þess fallinn að bæta fegurðarsmekkinn. Við Hringbraut staðnæmdist vagn inn. Vagnstjórinn fór aftur í hann og rak þau börn út, sern verst létu. Það er af þakklæti til þessa vagnstjóra, sem ég skrifa þetta. Mér er það ljóst, að ógjörlegt er fyrir vagn- stjóra strætisvagnanna að fylgjast með því, hvort börn og unglingar upptaka sæti fyrir fullorðnum, en séu börn með ólæti, vona ég að allir strætisvagnstjórar fylgi íor- dæmi umgetins vagnstjóra, og reki þau tafarlaust út. • ÓJiekljjeða^Jiæversljj Mikill hlýtur munurinn að vera á líðan barna þeirra, sem út voru rekin, og von- andi kunna að skammast sín, og svo hinna sem eftir voru í vagninum, og höfðu hæversk staðið upp fyrir fullorðnu fólki, og fyrir það hlotið (vonandi) vinsamlegt bros. Vonandi finna börnin þetta sjálf, en ekki væri úr vegi, að foreldrar barnanna og jafnvel kennarar þeirra gerðu þeim ljósan þennan regin- mismun á hegðun. Ég vil að lokum endurtaka þakklæti mitt til umgetins vagnstjóra (ég veit ekki hvað hann heitir), og honum má FERDIN ANR ☆ • n / V vera það ljóst, að hann er með þessu framtaki sínu að vinna að uppeldismálum, og að al- menningsvagnar geta verið mikil uppeldistæki. BS. • Við erum líka ]ireytt Þau mál, sem bréfritari drepur á hafa fyrr verið rædd hér í dálkunum, og venjulega frá sama sjónarmiði og fram kemur hjá BS. En nú vill svo til, að sama, daginn og okkur barst bréf BS. kom annað bréf ,sem einmitt fjallar um þetta sama vandamál, en frá öðru sjónarmiði. Bréfið er á þessa leið: Kópavogi 15.11. — Mér finnst fullorðna fólkið skrítið. Alltaf haldið þið að vxTJ krakkamir séum aldrei þreytt og haldið að við þurfum aldrei að sitja í strætó. En mér finnst ég geta staðið upp fyrir gömlum konum og kon- um sem eru með lítil börn, en ekki fyrir ungum konum, sem geta vel staðið. Það er alltaf verið að skamma okkur krakk ana, en þið hafið líka verið lítil, en þið eruð búin að gleyma því. — Átta ára telpa. Velvakandi skilur það vel, að börn geti verið þreytt engu síður en fullorðnir. En nú eru reglur strætisvagnanna þann- ig, að börn eiga ekki að calca upp sæti, ef fullorðnir standa og undir þær reglur vérður þessi átta ára vinkona að beygja sig eins og óll önnur böm. Það er svo gott fyrir mann síðar á ævinni ef mað- ur venur sig á að fara eítir settum reglum meðan maönfl er lítill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.