Morgunblaðið - 19.11.1960, Page 19

Morgunblaðið - 19.11.1960, Page 19
Laugardagur 19. nóv. 1960 MORGUISBLAÐIÐ 19 85 dra í dag í DAG eru liðin 85 ár írá stofnun Thorvaldsensfélags- ins hér í Reykjavík. Á þess vegum er nú verið að byggja vöggustofu inn við Sunnu- torg. — Standa vonir til að stofan verði komin upp eftir 2—3 ár. Teikningin hér að JÝ ofan er af suðurhlið stofunn- ar. Hún á að geta verið heim- ili fyrir 30 ungbörn í senn. Thorveldsensfélagið hefur, sem kunnugt er, rekið hinn víðkunna bazar sinn Thor- valdsensbazar, í mörg ár. — Það hefur jafnan stutt og styrkt fátækar mæður við ýmis tækifæri, og vinnur slík njálparstörf í kyrþey. Eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, er jólamerki félags- ins 1960, komið á markaðinn. Vantraust á frönsku stjórnina Meiri líkur til, að jboð verði samþykkt nú en fyrir þrem vikum París, 18. nóvember. — (NTB / Reuter / AFP) — 1 D A G var lögð fram í franska þinginu tillaga um vantraust á frönsku stjórn- ina í sambandi við áætlan- irnar um að búa franska her inn eigin kjarnorkuvopnum. Það voru 66 þingmenn stjórn arandstöðunnar, sem lögðu tillöguna fram — 25 sósíal- istar, 24 íhaldsmenn og 17 róttækir. — Debre forsætis- ráðherra hefir áður tilkynnt, að hann krefjist trausts í sambandi við afgreiðslu varn aráætlananna. Fyrir um þrem vikum var sams konar vantrauststillaga og nú er lögð fram,- felld með aðeins 70 atkv. meirihluta. ★ Verður það samþykkt? Talin er nokkur hætta á, að nú muni takast að fella stjórn- ina, er gengið verður til at- kvæða eftir helgina — þar sem ýmsir þingmenn, sem kannski séu ekki andvígir varnarmála- áætlunum stjórnarinnar bein- línis, muni samt sem áður greiða vantrauststillögunni atkvæði þar sem þeir vilji stjórnina feiga vegna Alsírmálsins. — Þannig álíta margir stjórnmála- fréttaritarar t. d., að hinir öfga- fyllstu þjóðernissinnar vilji allt til vinna að koma í veg fyrir áætlanir de Gaulles um þjóðar- atkvæðagreiðslu um stefnu hans í Alsírtnálinu. ★ Alræðisvald Hins vegar er einnig á það bcnt, að enda þótt tækist að fella stjórnina eftir helgina, sé alls ekki víst, að efnt yrði til nýrra kosninga. Liklegra sé, að de Gaulle myndi þá nota sér á- kvæði stjórnarskrárinnar til þess að taka sér alræðisvald, þar til Alsírmálið væri útkljáð. — Uppbob Frh. af bls. 20. Landsbankinn braut svo alla „mótspyrnu" á bak aftur og fékk skipið fyrir 4,2 milljónir króna ásamt tveimur síldamótum. Landsbankinn sá sterki Enn hélt hersingin á stað og nú í slipp Drafnar, þar sem tvö skip Jóns Gunnarssonar hafa staðið uppi. Þau stóðu hlið við hlið og fór uppboðið fram við stefni þeirra. Hið fyrra er Blíð- fari, 80 tonna stálskip, sem upp- haflega mun hafa verið byggt fyrir síðustu aldamót. — Eitt boð kom í skipið, 1,5 millj. kr., og enn var það Landsbankinn, sem það boð átti. Og hann fékk einnig hitt skipið, Harald, sem er 30 tonna skip. Kaupverðið var 340 þús. kr., en þá hafði Fisk- veiðisjóður boðið í skipið 330 þús. krónur. Eins og komið hefir fram af fréttum, var bú Jóns Kr. Gunn- arssonar tekið til skipta eftir kröfu Landsbankans, en það var vegna skulda hans, sem bank- inn kemur svo mjög við sögu við þessi uppboð. Hvað verður um eignirnar Ekki er mönnum hér í bæ fyllilega kunnugt hvað Lands- bankinn hyggst fyrir varðandi eignirnar, en talið er sennilegast að hann muni selja skipin og fiskverunarstöðina á frjálsum markaði. — G. E. - Fundur LÍU Frh. af bls. 1. Hafsteinn Bergþórsson, Reykja- vík. Ólafur H. Jónsson, Reykja- vík. Matthías Bjarnason, ísa- firði. Verðlagsráð L. í. Ú. Formaður: Sverrir Júlíusson, Reykjavík. Aðalráð: Baldur Guðmunds- son, Reykjavík. Valtýr Þorsteins son, Akureyri. Ól^Jur Tr. Einars son, Hafnarfirði. Hafsteinn Berg þórsson, Reykjavík. Vararáð: Jón Halldórsson, Hafn arfirði. Guðfinnur Einarsson, Bol ungarvík. Björn Guðmundsson, Vestmannaeyjum. Sæmundur Auðunsson, Reykjavík. Ragnar Thorsteinsson, Reykjavík. Að kosningu lokinni þakkaði formaður það traust, sem sér og meðstjórnendum sínum hefði ver ið sýnt með kosningunni. í þessu sambandi gat formað- ur þess að tveir menn, þeir Kjartan Thors og Asgeir G. Stef- ánsson, sem átt hefðu sæti í stjórn samtakanna, og hefði Kjartan verið formaður þeirra fyrstu 5 árin, hefðu nú eindreg- ið skorazt undan endurkosningu. — Þakkaði hann þeim báðum vel unnin störf í þágu samtak- anna. Þá þakkaði formaður fundar- mönnum fundarsetuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Að svo mæltu frestaði hann fundinum til 12. desember n.k. Um 100 fulltrúar sátu fundinn. - 'lbróttir Framh. af bts. 18. ar auknar kröfur til okkar um meiri hæfni, betri leik, betri árangur fyrir félög og fyrir þjóðina. Þessum kröfum getum við ekki fulnægt, nema að fá bættan að einhverju leyti allan frítíma okkar, sem í þetta fer. Blaðið hefur tal af einum leikmanni en leynir nafni hans að sjálfsögðu og spyr hann um kröfur knattspyrnumanna. Segir hann að hópar Ieik- manna í 1. deildinni dönsku hafi rætt málið og samkomu- lag hafi náðst um eftirfar- andi kröfur. 100 kr. (danskar) fyrir leik í deildakeppni eða bikar- keppni. 50 kr. (danskar) fyrir aðra leiki t. d. landsleiki. 25 kr. fyrir æfingaleiki. Varamenn fái helming „Iauna“, en engin uppbót verði greidd fyrir að vinna Ieik. Ekki kemur knattspyrnumönn unum saman um hvenær greiða eigi „launin“. Fram héfur kom- ið tillaga um að peningarnir séu settir inn í lokaðan reikning viðkomandi leikmanns og séu ekki útleysanlegir fyrr en hann hefur leikið sinn síðasta 1. deild ar leik. Leikmennirnir eru sam- mála um að ekki beri að greiða fyrir æfingar. Þar með verður áfram haldið keppn- inni um að komast í bezta lið félagsins — en þá fyrst sé leikmaður hlutgengur til áðurnefndra „launa“. Það virðist því ekki vera — ennþá að minnsta kosti — kröfur frá leikmönnum, sem miði að auðæfum fyrir knattspymuleikmenn. - L I. U. Framh. af bls. 8 við strendur landsins, að loka vissum hrygningasvæðum, fyrir öllum veiðum, einu og einu í senn, yfir ákveðin árabil á hrygn ingatíma þorsksins, eftir tillögu reyndra og sérfróðra manna. Starfsfræðsla sem skyldunám Landssamband íslenzkra út- vegsm,anna leyfir sér að benda á, að þrátt fyrir átta ára skyldu- nám er fjöldi íslenzkra unglinga rnjög illa á vegi staddur, að því er þekkingu á atvinnulífinu snertir. Landssambandið tekur þetta mjög varhugarvert og hættulegt allri eðlilegri framþróun í þjóð- félaginu. Vill L.Í.Ú. í því sambandi leyfa sér að benda á, að í nágranna- löndum vorum, þar sem efna- hagsleg velmegun stendur með mestum blóma hefur skólakerfið verið aðlagað nútímaaðstæðum og umfangsmikil starfsfræðsla tekin upp í öllum unglinga- og framhaldsskólum. Landssamband íslenzkra út- vegsmanna vill leyfa sér að beina þeirri áskorun til ríkis- stjórnarinnar, að hún geri nú þegar ráðstafanir til þess að starfsfræðsla verði gerð að skyldunámsgrein í unglinga- og framhaldsskólum og heitir fyrir sitt leyti fullu samstarfi um framkvæmdaatriði, sem varða út gerðina. Rakarastofur ATHYGLI skal vakin á því, að rakarastofur bæjarins eru opnar til kl. 4 á laugardögum. Bílaverksfœði Til sölu áhöld handa 7 mönnum, ásamt rennibekk, ventla- og sæta fræsivélum, rafsuðu og m. fl. — Ca. kr. 150.000. Útborgun eftir samkomulagL — Kaupandi getur fengið leigt húsnæði, sem tekur ca. 8—10 bíla. — Þeir, sem óska frekari upplýsinga, sendi nöfn sín til afgr. Mbl. sem fyrst merkt: „Bílaverkstæði — 1250“. Skattar starfsfólks Atvinnurekendur í Reykjavík, sem ekki hafa þegar gert fullnaðarskil á sköttum starfsmanna sinna, eru minntir á að gera það nú þegar að viðlagðri ábyrgð og aðför; — Lcgtök fara nú fram hjá atvinnurekend- um til lúkníngar vangreiddum sköttum starfsmanna þeirra. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Æviminningabók Menningar- og minningarsjóð kvenna H. hefti er komið út. — Fæst á skrifstofu Kvenrétt- indafélags Islands, Laufásvegi 3, opið þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 4—6 s.d. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. — Nýjar pantan- ir sendist til Svövu Þorleifsdóttur, Laugavegi 33 A. Dbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbböb Amerísku MÁLNINGARSPRAUTUR f jórar gerðir nýkomnar Ennfremur stakar sprautu- könnur. [yggingavörur h.f. Siml 35Ó97 Lougoveg 178 b b b b b b b b b t> b .fc Móðir mín JAKOBlNA JAKOBSDÓTTIB kennari lézt að Elliheimilinu Grund 18. þ.m. Hálfdán Eiríkssoo Ástkær eiginmaður minn ÞÓRARINN BJÖRNSSON Ljósvallagötu 12, andaðist í Landsspítalanum 18. þessa mánaðar. Pálína Þorsteinsdóttir. Útför JÓNS HERMANNSSONAR fyrrv. tollstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 21. þ.m. ki. 2 e.h. Börn hins látna Þökkum hjartaniega öllum fjær og nær, auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför PÉTURS SNÆLANDS Sigríður Snæland, börn, fósturbörn og tengdaböm Við þökkum auðsýnda samúð við andlát SVEINBJARNAR ARINBJARNAR Aðstandendur Þökkum öllum þeim, sem tjáð hafa okkur vináttu og samúð vegna atidláts eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og mágkonu SIGLKBORGAR HALLDÓRSDÓTTUR Jón Brynjólfsson, synir, tengdadætur, systkini og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.