Morgunblaðið - 19.11.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1960, Blaðsíða 20
íþróttir eru á bls. 18. Útsvörin Sjá bls. 11 266. tbl. — Laugardagur 19. nóvember 1960 Síldin komin á Selvogsbanka HAFNARFIRÐI — Þá virð- ist síldin vera komin á mið- in, eða svo gera sjómenn sér a.m.k. vonir um. í gær var eiginlega fyrsti dagurinn, sem almenn veiði var hjá bátunum, sérstaklega þeim, sem eru með hringnót. Þá kom Auðunn hingað með milli 500 og 600 tunnur, sem hann fékk í hringnót — og daginn áður var landað 503 tunnum úr Faxaborginni suð ur í Grindavík. Síldin er á Selvogsbank- anum og er allur bátaflot- inn þar úr nærliggjandi ver- stöðvum. Héðan munu vera gerðir út um 15 bátar og leggja margir þeirra upp í Grindavík á meðan síldin heldur sig á þessum slóð- um. Er síldinni ekið hingað inn í Fjörð og hún ýmist söltuð eða fryst. Segja sjómenn hana stóra og feita. 1 gær fengu reknetabátarnir yfirieitt frá 30 og upp í 70 tunn ur. Faxaborgin var þá með 150 tunnur. Flóaklettur, sem er með troll, var með 80 tunnur. — G.E. AKRANESX: — Bátarnir höfðu mokað upp síldinni suður á Sel- vogsbanka í nótt. Mikið af síld- inni er fremur smátt og tekið í bræðslu. Alls hafa borizt hing- að um 4000 tunnur. Aflahæstir voru þessir: Höfrungur II 1060 tunnur, Sveinn Guðmundsson 700, Sigurvon 650 og Sigurður 550 tunnur. — Oddur. , KEFLAVÍK: — Dagurinn í dag var fyrsti afladagurinn á síld- veiðunum og hann allgóður. — Veiddist síldin SV af Reykjanesi út undir Eldey. Alls komu 8 bát ar með um 3000 tunnur samtals. Var sá afli allur veiddur í herpi- nót. Mestan afla hafði Freyja 600 tunnur, þá Ólafur Magnússon 400 og Kristbjörg 400 tunnur. Sandgerðisbátar höfðu sæmi- legan afla og sömuleiðis Grinda- víkurbátar. í fyrradag komu tveir Hring- nótabátar til Reykjavíkur, Guð- mundur Þórðarson með 700 tunn ur og Heiðrún með 500 tunnur. Síldin var smá og fór í bræðslu. Síldveiðibátar við Vestmannaeyjar. (Ljósm. Sigurgeir Jónasson) Þrjú þúsund tunnur til Eyja VESTMANNAEYJUM, 18. nóv. — Yfir 40 bátar fóru héðan á síldveiðar í dag upp úr hádegi og voru að veiðum skammt und- an landi austan við eyjar. Tals- verð veiði varð en þó minni hjá bátum með grunnnætur, en mikill afli hjá bátum með stærri hringnætur. T. d. fengu Reynir og Huginn 6—700 tunnur hvor í einu kasti og nokkrir fengu 2—300 tunnur. Heildaraflinn, sem á land berst í dag mun vera um 3000 tunnur. Sérstaklega Fiskverkunarstöð og þrjú skip d 8 millj. króna Davíð Stefánsson Ný Ijóðabók eftir Davíð Stefánsson Landsbankinn kaupir þrotabúseignir Jóns Kr. Cunnarssonar HAFNARFIRÐI — Líklegast hafa ekki fyrr í sögu bæjarins verið seldar á opinberu uppboði jafnmargar stóreignir og gert var í gær. Fór þá fram nauðungaruppboð á eignum úr þrotabúi Jóns Kr. Gunnarssonar útgerðarmanns. Á þrem stöðum veður var og margt manna við- Uppboðið fór fram á þremur statt, en einkum voru það tveir stöðum: í fiskverkunarstöð þrota aðilar, sem buðu í eignirnar. búsins, sem er við Hvaleyrar- Uppboðið hófst kl. 10 árd. í braut, við hafnargarðinn og í fiskverkunarstöðinni. Landsbanki skipasmíðastöð Drafnar. Bezta íslands og fyrirtækið Lýsi & mjöl hér í bænum gerðu boð í stöð- ina. Hæsta boð hins síðarnefnda var 1,9 millj. kr. og hækkaði þá Landsbankinn sitt boð. upp í 2 milljónir, og á það verð seldist stöðin. 1 GÆR kom út ný ljóðabók eftir Davíð Stefánsson skáld irá Fagra skógi, og nefnist hún „í dögun“. Bókin er tæpar 200 bls. að stærð og kemur út á forlagi Helgafells. Síðasta ljóðabók skáldsins, Ljóð frá liðnu sumri, kom út fyrir fjór um árum. í þessari nýju ljóðabók Daviðs Stefánssonar er 61 Ijóð, og fjalla þau um ýmis efni, eins og sjá má ef litið er á nokkur ljóðaheiti: Óður til lífsins, Blómasaga, Fjalla vatn, Gamall sjómaður, Sykur, Þingeyrarbræður á leið til Hóla- staðar, Papar, Við Sinaifjall (í tveim köflum), Ómar Kajam, í Ódáðahrauni, Látrabjörg, Skip- tapar, íslenzku handritin, Efnis- VARÐARKAFFl i Valhöll i dag kl. 3—5 siðd. hyggja, Atlantis og Hans þögn er ljóð, sem ier hér á eftir: Hver sinnir því, sem út með fjörum fer, þó flæði yfir gamalt eyðisker? Og oft er myrkrið mest í kring- um þann, sem mælir fæst, en dýpst og heitast ann. Hans þögn er ljóð um það, sem eitt sinn var, um þráðan gest, sem hæst af öllum bar. Og margoft kom í morgunroða inn og mælti blítt við einkavininn sinn. Það minnast fáir manns, sem hvergi fer og myrkrið einn á herðum sín- um ber. Frágangur bókarinnar er hinn bezti. Hún ei prentuð í Víkings prenti h.f. Skipin boðin upp Eftir hádegi hélt uppboðið áfram og þá um borð í vélskip- Síldortorfur ú Skerjufirði? í GÆR sagði Ingvi Loftsson, múrarameistari blaðinu þau tíðindi að hann hefði undan- farna tvo daga orðið var við mikið líf á Skerjafirði, en þessiu veitti hann athygli er hann var að vínna að hús- byggingu vestur á Nesi. Virt- ist honum sem þar væri um að ræða vaðandi síldartorfur, en slíku er hann kunnugur sem síldveiðimaður á árum áður. Yfir torfunum var mik- ið af fugli, sem benti til þess að þarna væri síldar- eða fiski torfur undir. Virtist þetta vera á stóru svæði. inu Haförninni. Allmargt manna kom þar um borð, m. a. lögfræð- ingar, sem komnir voru til að gæta hagsmuna skuldaeigenda. Jón Finnsson og Jóhann Þórðar- son, fulltrúar hjá bæjarfógeta, stjórnuðu uppboðinu. — Guðjón Steingrímsson lögfræðingur bauð fyrst í skipið fyrir hönd sjó- veðshafa eina milljón króna. Það boð var strax hækkað af lög- fræðingi Landsbankans upp í 3 milljónir. Guðm. Guðmundsson, forstjóri Lýsi & mjöls bauð á móti bankanum 3% milljón. Bauð fyrirtækið og Landsbank- inn á víxl í skipið, sem er tæpra 200 tonna stálskip og byggt í Noregi fyrir nokkrum árum. Framhald á bls. 19. gekk bátum með grunnnætur erfiðlega að ná síldinni vegna þess hve stygg hún var. Síldin er sæmileg millisíld og mest landað í bræðslu, talsvert fer til frystingar og einnig er nokkuð í bát sem flytur sildina ísvarða út, sennilega til Þýzka- lands. — Fréttaritari. 4,6 millj. kr 1 •• í DAG hefir stjórn Kvenfé- lagsins Hringsins afhent ráðu- neytinu kr. 400.000,00 til við- byggingar Landsspítalans vegna væntanlegs barnaspít- ala. Hefir Hringurinn þá lagt samtals 4,6 milljónir króna til byggingarframkvæmdanna og hafa fjárframlög félagsins ver ið mjög mikilsverð fyrir fram gang byggingaframkvæmd- anna, en fjárframlög Hrings- ins nema meira en tíunda hluta heildarbyggingarkostn- aðar fram að þessu. (Fréttatilkynning frá Dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu). 20 óro ofmæli Akureyror- kirkju minnst d sunnudug AKUREYRI, 15. nóv.: — Næst- komandi sunnud. verður minnzt 20 ára afmælis Akureyrarkirkju með hátíðarguðsþjónustu í kirkj unni kl. 2. Sr. Benjamín Krist- jánsson prédikar, sr. Pétur Sig- urgeirsson flytur ávarp og hinn nýi sóknarprestur, sr. Birgir Snæbjönsson mun taka þátt í guðsþjónustunni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Um kvöldið kl. 8,30 veiður há- tíðarkvöld í kirkjunni. Þar flyt- ur Jón Júi. Þorsteinss m, form. sóknarnefndar, ávarp, kirkjukór Akureyrar syngur, Jóhann Kon- ráðsson, Kristinn Þorsteinsson og Sverrir Pálsson syngja ein- og tvisöng og sr. Friðrik A. Friðriksson, prófastur á Húsa- vík, flytur erindi um helgileik- ana í Oberammergau í Þyzka- landi, sem haldnir eru tíunda hvert ár. Sr. Friðrik var þar viðstaddur sh sumar. Þess má geta að nýbúið er að setja upp gluggamálverk í kórglugga kirkjunnar og gefst tækifæri til að sjá þá. Páll Sigurgeirsson, formaður orgelnefndar, gat þess að afhend ingu pípuorgelsins mundi seinka nokkuð, en þegar er búið að greiða þiðjung andvirðisins. Þá hefur stjórnin látið gera sér- staka minningargjafabók, er mun liggja frammi í kirkjunni. Geta menn þár skráð sig fyrir minn- ingargjöfum vegna ástvina sinna og ættingja. Kvenfélag Akureyrarkirkju mun hafa kaffisölu í kirkjunni þennan dag. —Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.