Morgunblaðið - 26.11.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 26.11.1960, Síða 1
24 sáður 47 árgangur 272. tbl. — Laugardagur 26. nóvember 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Látum sanngirni ráða í samskiptum við aðra svo að við séum virtir á vettvangi þjóðanna Óheilindi innan V.-stjórnarinnar i landhelgismálinu koma stjómarandstæðingum nu. í koll — SAMNINGSUMLEITAN- IR um að reyna að leysa deilu geta aldrei verið hættu legar. Efni samninganna kann aftur á móti að verða það. Það fer alveg eftir því, hvernig til tekst. Hér sem ella verður að bíða með úr- slitaákvarðanir þangað til endanleg kjör liggja fyrir. Að sjálfsögðu hefur nú- verandi ríkisstjórn aldrei komið til hugar að hverfa frá áframhaldandi sókn í landhelgismálinu. Samnings- gerð af hálfu íslands, án þess að þeirri leið sé hald- inni opinni í samræmi við alþjóðalög á hverjum tíma, kemur ekki til greina. Við Kongófulltrúar taka sæti hjá SÞ FRÁ SÞ, 25 .nóv. (Reuter). Full trúar Kongólýðveldisins tóku sæti á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í fyrsta skipti í dag, en sem kunnugt er hefur nú verið samþykkt, að sendi- nefnd, skipuð mönnum Kasavu- bus skuli fá sæti Kongó á þing- inu. Einn af nefndarmönnum, Jamuel Badibaga tók sæti í stjórnmálanefndinni, sem nú ræð ir málefni Mauritaníu. TORONTO, Kanada, 25. nóv. — Olga, stórhertogaynja af Rúss- landi lézt í dag á 80. aldursári. Hún var systir Nikulásar II., síð- asta keisara Rússaveldis. munum hvorki þola að rétti sé haldið fyrir okkur né sækja með ólögum eftir því að svipta aðra sínum rétti. Hamagangur stjórnarand- stæðinga nú stafar af því, að þeir vita, að hér er um örð- ugt mál að ræða og vona, að örðugleikarnir verði nú- verandi stjórn til óvinsælda. Auðvitað er ríkisstjórninni ljóst, að í bili hefði verið hægara í þessu sem öðru að hafast ekki að og láta reka á reiðanum. — Friðsamleg lausn deilumála er öllum þjóðum nauðsynleg, en | engum þó fremur en lítillí vopn- lausri þjóð. Stundum hefir verið sagt í sambandi við þetta mál, að sjálfstæði okkar sé í veði. Því er ekki stefnt í hættu af hálfu núverandi ríkisstjórnar. Hitt er rétt, að smáþjóð, sem heldur á fram að deila deilunnar vegna, er í bráðri hættu, ekki aðeins um að slá sigurinn úr hendi sér heldur og um að glata sjálfstæði sínu. Þess vegna er hér meira í húfi en sjá.lf fiskveiðideilan við Breta. Um það er að ræða, hvort við fslendingar erum nógu stór- ir til þess að skilja hvenær við höfum sigrað. Við lifum ekki til lengdar á því að við séum svo litlir, að ljótt þyki að við séum beittir valdi. Sá, sem ætlar að treysta á það, að geta att stór- veldum saman, lendir áður en varir í þeirri hættu, að aðrir sameinist á móti honum. Sú hætta hefur komið öflugri þjóð á kné en okkur íslendingum. Við skulum því hér sem ella fara með gát og kunna okkur hóf, sýna, að eins og við stöndum óhagganlegir á rétti okkar, þá látum við einnig sanngirni njóta sín i viðskiptum við aðra, svo að við verðum virtir í samfé- lagi þjóðanna. Á þessa leið meðal annars, komst Bjarni Benediktsson að orði í síðari ræðu sinni við út- varpsumræðuna um landhelgis- málið í gærkvöldi. Komu enn glöggt fram í þessum umræðum óheilindi V-stjórnarinnar í land- helgismálinu sumarið 1958, og kvörtuðu ræðumenn stjórnarand- stöðunnar undan því að eldri at- vik málsins skyldu dregin inn í þessar umræður, eins og þeir orðuðu það. Hermann Jónasson talaði fyrst ur. Ræddi hann í upphafi um mismunandi sjónarmið um land- helgismálið innan vinstri stjórn- arinnar og sagði, að Framsókn- arflokkurinn hefði haldið uppi málamiðlun um málið innan Framh. á bls. 2 Sjóherirm tekur við af flughernum á Keflavíkurvelli Þessi mynd er frá brunanum í Laugarnesbúðum í fyrrinótt og sést hér glugginn, sem fólkið bjargaðist út úm nauðulega á seinustu stundu. Slökkviliðsmaður er að rjúfa gat á þakið. Sjá nánar á þriðju síðu. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) Willy Brandt í framboð til kanzlaraembættis Hannover, 25. nóv. (Reuter-NTB). Á FLOICKSÞINGI vestur-þýzkra jafnaðarmannaflokksins, sem stendur yfir í Hanr.over um þess- ar mundir hefur Willy Brandt, Mbl. barst í gær eftirfar- andi tilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu: RÍKISSTJÓRNIR íslands og Bandaríkjanna hafa rætt um breytingar á skipulagi varn- arliðs Bandaríkjanna, og hefur samkomulag orðið um að sjóher Bandaríkjanna skuli taka að sér rekstur og gæzlu þeirra varnarstöðva, scm verið hafa á íslandi en flugherinn hefur annazt und- anfarið. Breyting þessi er talin æskileg vegna vaxandi þátttöku flota Bandaríkjanna í vörnum norð-vestur-hluta varnarsvæðis Atlantshafs- bandalagsins. Gert er ráð fyrir að skipu- lagsbreytingar þessar verði gerðar næsta sumar, og tek- ur þá flotaforingi um leið við stjórn varnarliðsins á íslandi., Pdfi ræðst gegn soronum PÁFAGARÐI, 24. nóv. (Reut- er). — Jóhannes páfi for- dæmdi í dag hið „gifurlega grugguga flóð lesefnis, út- varps- og myndaefnis um heim allan, sem spillir góðu hugarfari og eitrar það — og ræktar hina hættulegu sýkla upplausnar og eyðileggingar“. — Sagði páfi, að slík út- breiðslmtæki sem blöð, út- varp og hvers konar myndir bæri að nota til þess að „upp- ' hefja sálir mannanna". Jóhannes páfi sagði þetta í ávarpi til um 10.000 kirkjuim ar manna í Róm — og bað hann þá að hundsa hvert það „blað, tímarit eða bók, sem á einhvern hátt fer í bága við sannleika og anda Krists“. Skyldu menn rækja lestur Biblíunnar þeim mun betur. Jóhannes páfi verður 79 ára á morgun. borgarstjóri í Vestur-Berlín ver- ið einróma kjörinn frambjóðandi flokksins til kanzlaraembættis- ins í kosningum, sem fram fara í Vestur-Þýzkalandi á næsta ári. í ræðu, sem Willy Brandt hélt í dag, í tilefni kjörs hans, sagðist hann mundu gera allt sem í hans valdi stæði til þess að vinna jafn- aðarmönnum sigur í kosningtm- um. Hann kvaðst þá mundu vinna að því, að mynduð yrði ný öflug ríkisstjórn í Vestur-Þýzka- landi, sem veitt gæti þjóðinni nýja stefnu, en ætíð skyldi hann minnast þess, að sú ríkisstjóm yrði ábyrg gagnvart þinginu og þar með þjóðinni allri. NATO komi sér upp slökkvi-liði" rr Á ÞINGMANNAFUNDI Atlants- hafsbandalagsins í dag var bor in fram sú tillaga að bandalagið komi upp öflugu liði, nokkurs konar „slökkviliði“, sem unnt verði að senda hvert á land sem er með litlum sem engum fyrir- vara. Mætti þá senda það lið til staða þar sem átök yrðu og koma í veg fyrir að slík á'tök breiddust út Margir fulltrúa lýstu sig samþykka tillögu þess- ári en atkvæðagreiðsla um hana fer væntanlega fram á morgun. Tillagan var borin fram með skýrslu hermálanefndar þing- manna fundarins að frumkvæði hollenzka fulltrúans, J. H. Cozy. Annar hollenzkur fulltrúi lagði til að herliðið yrði nokkru fjöl- i mennara en kveðið er á í tillögu nefndarinnar. Sagði hann æski- legt, að sérhvert hinna 15 NATO landa legði fram eina herdeild. Formaður hermálanefndarinn- ar, Sir Otho Prior-Palmer talaði í dag gegn þeirri áætlun Norstad yfirhershöfðingja, að gera NATO að kjarnorkuveldi. Sagði Prior Palmer, að slíkt hefði geysilega hættu í för með sér. Hann hélt því fram, að Bandaríkjamenn hefðu meira en nægilega öflugan kjarnorkuvopnabúnað til þess að verja allt það svæði er þjóð- ir Atlantsafsbandalagsins hefðu yfir að ráða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.