Morgunblaðið - 26.11.1960, Side 10
10
MORGlJNftf 4 fílÐ
Laugardagur 26. nóv. 1960
Samningum Rússa
og Finna lokið
„Allir ánœgðir", segir Tass-fréttastofan
Melar og moldarbörð eru lokastlg eyðileggingarinnar, þar sem misnotkun af völdum fjár-
beitar hefur átt sér stað. — Þeir, sem hagnast á ónauðsynlegri sóun landsgæða, gera það
venjulega á kostnað hinna, sem á eftir koma og aðeins geta kvartað, þegar í óefni er komið. munur er oft á fé eftir byggð-
Moskvu, 2Jf. nóv. (Reuter-NTBJ
VIÐSKIPTASAMNINGUM
Finna og Rússa, sem staðið
hafa yfir undanfarna daga,
lauk í dag. „Allt tókst vel,
»++00*000*>*00 0*0 0-'
urinn, sem eftir lifir og sem
það hefur ekki litið við áður,
því að það þykir svöngum
sætt, sem söddum þykir óætt.
Kannski er hérna skýringin
á því, hvers vegna svo mikill
í SÍÐUSTU grein var getið
nokkurra athugana á gróður-
lendi Mosfellsheiðinnar, m. a.
með tilliti til sauðfjárbeitar.
Kom þar í ljós, að í allri víð-
áttu þessarar heiði voru að-
eins þrjú tiltölulega skýrt af-
mörkuð gróðursvæði, sem
flest féð hélt sig að. Þá voru
þessi þrjú svæði aðeins mjög
lítill hluti af heildarvíðátt-
unni.
Niðurstaðan verður því sú.
að heildarvíðátta einhvers
landssvæðis, afréttar eða
hvað við viljum kalla það. er
lélegur mælikvarði á hið raun
verulega haglendi, þ. e. a s.
lélegur mælikvarði á þau
gróðursvæði og gróðurfélög,
sem féð leitar helzt í. Þess
vegna er alrangt það, sem
margir halda, að landssvæði
eins og 't. d. Mosfellsheiðin
geti borið mikinn fjölda fjár,
af því að víðáttan sé svo mik-
il. Þvert á móti, hið raun-
verulega beitiland er oft. ef
ekki oftast takmarkað bæði
að stærð og gæðum.
En af þessu leiðir, að eigi
skynsamleg notkun einhvers
haglendis að geta orðið í
framkvæmd, verður fyrst að
meta víðáttu gróðurlendisins
og hinna einstöku gróðurfé-
laga þess og hve þolin þau
eru gagnvart eyðingaráhrif-
um veðurs og vinda. Síðan
þarf að meta, hve mikið hin
sömu gróðurfélög geta gefið
Bjarni Helgason
Hagiendi sauöfjárins
af sér í beinni uppskeru og
loks þarf að meta, hvert er
fóður- og beitargildi þeirra á
þann veg, að þau rýrni ekki
við beit, heldur sé jafnvægi
milli uppskeru og beitar.
Verði beitin meiri en sem
svarar til uppskerunnar, hlýt-
ur hin versta rányrkja að
eiga sér stað. Það sem flutt
er burtu með beit, má ekki
einu sinni verða jafnmikið
uppskerunni, því að þá get-
ur engin endurnýjun orðið
hjá gróðrinum. Að vissu leyti
má líkja haglendunum við
tún, sem aldrei er borið á.
Fyrsta árið sprettur kannski
sæmilega, en svo minnkar
sprettan ár frá ári, unz alls
enginn nennir að hirða um
það. Með öðrum orðum, það
er ekki hægt að taka í sífellu
og láta aldrei neitt í staðinn.
Rétt er að benda á, að á
mörgum stöðum í landinu
virðist hinn upprunalegi gróð
ur, sem kalla mætti náttúru-
legan eða eðlilegan gróður,
hafa rýrnað eða breytzt svo
vegna misnotkunar, að ekki
getur talizt eðlilegt frá nátt-
úrunnar hendi. Það mætti
hugsa sér landssvæði, sem
upprunalega hefur verið gras
mói, þ. e. a. s. þýft mosakennt
graslendi, en við misnotkun,
t. d. af völdum fjárbeitar,
breytist það þannig, að eftir
verður mosaþemba, þ e. þýfð-
ir móar, þar sem grámosinn
er mest áberandi. Þetta
mundi vera ákaflega eðlilegt,
því að féð sækist fyrst og
fremst eftir grösunum en ó-
víða eftir mosanum, nema
um hungur sé að ræða og er
það önnur saga.
Haglendið er takmarkað og
víða miklu lélegra en vera
ætti. Þess vegna verða allir
sauðfjáreigendur og ráðunaut
ar þeirra að setja skynsemina
ofar kappinu og stundarhag,
því að hvað verður, ef hin
raunverulegu beitarlönd dags
ins í dag eyðileggjast umfram
það, sem þegar er orðið með
mörg þeirra. Eflaust verður
féð þá að láta sér nægja gróð-
arlögum og beitarlöndum, því
að landið er misgjöfult. En
það er skammarlegt að láta
lönd sín rýma að óþörfu
vegna stundargróða og vilja
þess vegna ekki gæta hag-
lendanna. — Það má ekki
berja hausnum við stein og
halda, að engin misnot-
kun eigi sér stað, að engin
hætta geti verið vegna ofbeit.
ar, að það sé ósköp eðlilegt,
að myndist melar og moldar-
börð. Slíkt ber vott um mikla
skammsýni og hryggilega van
þekkingu á eðli gróðurs og
jarðar.
En meðal annarra orða,
hvað skyldu margir vita, að
árið 1957 gáfu þrjátíu af
hverjum hundrað sláturlömb-
um í öllu landinu aðeins af
sér 2. og 3. flokks kjöt. Á síð-
astliðnu ári, árinu 1959, voru
þau orðin fjörtíu af hverjum
hundrað lömbum, sem féllu í
2. og 3. gæðaflokk. — Hér
verða framfarir að eiga sér
stað, og ræktun er framfara-
sporið.
0*0'0Í\010‘.0‘,0’*'1&1».0 I
ABvörun til þeirra, sem
eiga sitkagreni í görðum
1 VOR og haust hefur borið tals |
vert á lús á sitkagreni í görðum,
og hefur hún sumsstaðar valdið
nokkrum skemmaum. Lýsnar
sjúga barrnálarnar. og koma þar
fram gulleitir bletiir og verður
nálin öll gráfjólubiá er frá iíður.
Sitkalúsin er örsmá, græn eða
blágræn að lit, og getur verið
erfitt að sjá hana nema með
stækkunargleri. Þvi verður henn
ar oft eKki vart íyrr en mikið
er orðið um hana, og hefur hún
þá valdið talsverðu tjóni. Sjaldn
ast drepur sitkalúsin trén, en
dregið getur úr vexti þeirra fá-
ein ár, og eru trén ekki til mik-
illar prýði á meðan. Auðvelt er
að drepa sitkalúsir.a með iyfjum,
og hefur t. d. metasystox reynst
ágætlega. Ef tíðariar verður eins
og undanfarið, er sjálfsagt að úða
þar sem vart heiur orðið við
sitkalúsina. Ekki er sennilegt að
mikið verði um lusina að vori,
nema vetuiinn verði mildur. En
verði hennar vart pá, verður að
úða snemma, helzt áður en fer
að sjá á trjánum.
Af sitkalúsinni (Liosomaphis
abietia) hafa eingöngu fundizt
kvendýr. Allar kynslóðir hennar
eru vængjalausar nema ein, sem
fram kemur á vorin. Vængjalaus
ar lýs hreyfa sig lítið úr stað,
en hinar geta borizt víða. Lýsnar
fæða lifrur án æxlunar (parteno-
genetiskt. „Jómfrúfæðing").
Minnstar eru lifrurnar 0,55—0,80
mm. Fullvaxnar vængji-lausar
lýs eru 1,2—1,4 mm. að lengd, en
hinar vængjuðu allt að 1,8 mm.
Þroski lifranna fer eftir hita-
stigi. Við 16°C nær lifran full-
um þroska á 3 vikum og byrjar
þá að fæða lifrur. Vængjalaus
sitkalús fæðir að meðaltali 12
lirfur hver en vængjuð 4, og rek-
ur síðan hver kynslóðin aðra.
Meðan ekki er mikið um lús-
ina heldur hún sig mest á neðra
borði barrnálanna neðst og innst
í jtrónunni, en fjölgi henni mik-
ið fer hún um alla trjákrónuna.
Framan af sumri ræðst hún ein-
göngu á eldri nálar. Sitkalúsin
lifir af kulda og frost, en þolir
hinsvegar illa snöggar hitabreyt-
ingar, þegar frost og þíðviðri
skiptist á.
í Evrópu hefur ekki borið á
sitkalúsinni nema eitt ár í senn,
jafnan eftir sérstaklega mildan
vetur. Fjölgar henni þá ört á vor-
in en fækkar svo aftur á sumrin
á haustin fjölgar henni svo að
nýju og deyr hún svo út að
mestu um veturinn. Þetta hefur
verið skýrt þannig: Lúsin getur
aukið kyn sitt þegar vetur er
mildur, og undir eins og hlýnar
um vorið skapast skilyrði fyrir
mikilli fjölgun hennar. Þá eru
hinir náttúrulegu óvinir hennar
enn ekki vaknaðir af dvala vetr-
arins, en þegar þeim fer að fjölga
fækkar lúsinni. Á haustin leggj-
ast þeir í dvala að nýju, og þá
getur lúsinni fjölgað hindrunar-
laust. Sé veðurfarið þá hagstætt
lúsinni, getur fjöígunin orðið
mikil, en svo fer það eftir veð-
urfari vetrarins hvernig henni
reiðir af.
Marihuana kostar
55 kr. stk. í Höfn
KAUPMANNAHÖFN, 24. nóv.
(Reuter) — Lögregluyfirvöld
Kaupmannahafnar fyrirskipuðu
í dag, að bandaríski „blues“-
sögvarinn Nat Russel skyldi hafð
ur í haldi vikutíma í sambandi
við yfirheyrslur vegna grun-
semda um, að hann hafi selt
marihuana-vindlinga.
Russel, sem er vel þekktur í
skemmtanalífi Hafnar, var hand
tekinn í gærkvöldi. — Lögreglan
yfirheyrir nú forstöðumenn veit-
ingastaða þeirra, sem unglingar
helzt sækia, til þess að reyna að
komast til botns i þessu máli.
I Segja sumir veitingahúsaeigend-
j anna, að algengasta verðið á
j marihuana-vindlingum sé nú 10
krónur danskar, þ. e. um 55 kr.
I íslenzkar.
Heilsufar
TIL ÞESS að gefa fólki nokkra
hugmynd um heilsufar höfuð-
staðarbúa, skal hér birt yfirlit
um farsóttir í bænum, vikuna
6. til 12. þ.m., en þetta yfirlit
barst Mbl. í gærkvöldi frá skrif-
stofu borgarlæknis. Taldn innan
sviga er tilfella-tala frá vikunni
þar á undan. Yfirlit þetta er
byggt á skýrslum 50 starfandi
lækna í bænum. — Svona er
yfirlitið:
Hálsbólga 199 (158. Kvefsótt
140 (120). Iðrakvef 110 (52).
Influenza 54 (30). Gigtsótt 1 (0).
Kveflungnabólga 6 (10). Taksótt
1 (0). Rauðir hundar 3 (0) Munn
angur 3 (6). Hlaupabóla 7 (12).
Ristill 3 (2).
og allir voru ánægðir“, sagði
Tass-fréttastofan rússneska í
þessu sambandi. —• Þeir Nik-
ita Krúsjeff forsætisráðherra
og Kekkonen Finnlandsfor-
seti tóku þátt í síðustu við-
ræðunum í Kreml í morgun.
— ★ —
Samningar voru undirritaðir
um vöruskiptin milli landanna,
og aukast þau allverulega frá
síðasta ári, samkvæmt þeim. —
Einnig var undirritað samkomu-
lag í sambapdi við hina svo-
nefndu „beztu-kjara samninga“
í viðskiptum landanna, en það
samkomulag hefur þýðingu í
sambandi við væntanlega aðild
Finnlands að Fríverzlunarsvæði
ríkjanna sjö í Evrópu, með sér-
stökum samningum.
— ★ —
í yfirlýsingu, sem síðar var
gefin út um viðræðurnar, kem-
ur einnig fram, að Rússar hafa
lýst sig fúsa til að leigja og
halda við næstu 50 árin Sai-
maa-skipaskurðinum, sem ligg-
ur gegnum sovézkt land til
Finnlands, en skurðurinn hefur
verið ónothæfur síðan á stríðs-
árunum. Samkvæmt yfirlýsingu
þessari skal þetta gert til stuðn-
ings við finnskt atvinnulíf, og
sérstaklega til að flýta þróun-
inni í austurhluta landsins. —
Taka á upp samninga um þetta
Firmakeppni
HAFNARFIRÐI — Firmakeppni
J Bridgefélagsins stendur nú yfir
. og verða spilaðar þrjár umferð-
ir. — Á miðvikudag var spiluð
önnur umferð og eru efstu menn
þessir: Olíustöðin (Guðsveinn
Þorbjörnsson) 5914 stig, Prent-
smiðja Hafnarfj. (Sverrir Jóns-
son) 56%, Rafveitubúðin (Sæm-
undur Björnsson) 56 Ú2, Rafha
(Guðm. Finnbogason) 56, Bóka-
búð Böðvars. (Gunnlaugur Guð-
mundsson) 54, Sparisjóðurinn
(Stefán Hall'grímsson) 52% stig.
I Næsta umferð verður spiluð á
I miðvikudaginn.
Tregur afli
við Breiðafjörð
STYKKISHÓLMI, 24. nóv. —
Afli hefur verið tregur við
Breiðafjörð undanfarið. í Stykk-
ishólmi hefur mb. Arnfinnur
verið gerður út, og fiskar hann
ákaflega misjafnlega, frá einu
tonni og upp í 3—4 í róðri. Einn
ig hafa nokkrir trillubátar stund
að sjó, og afli þeirra verið mis-
jafn, frá 700 kg. til tveggja
tonna. Mb Svanur hefur verið
í slipp í haust til viðgerðar, en
henni er senn lokið, og mun bát-
urinn því taka að búast til ver-
tíðar, sem vonandi hefst þegar
upp úr áramótum. Sigurður
Ágústsson gerir bæði Arnfinn
og Svan út, og standa vonir til
þess að fleiri bátar verði gerðir
út á hans vegum í vetur og
leggi upp í fiskiðjuver hans.
Dettifoss lestaði hér í gær
fiskimjöl og skreið til útflutn-
ings. Var hann hér allan daeinn.
'Skreið var send hingað frá Ól-
afsvík til skipsins.
Snýr Nixon sér að
loffiræðinni a nv:
o j
Los Angeles, 24. nóv. (Reuter)
BLAÐIÐ „Los Angeles Times“
skýrði frá því í dag, að Richard
Nixon varaforseti Bandaríkjanna
hyggðist gerast aðili að lögfræði
fyrirtæki nokkru í Kaliforníu,
þegar hann lætur af embætti í
janúar n.k.
Blaðið segir í frétt frá Wash-
ington-skrifstofu sinni, að Nixon
hafi tekið þessa ákvörðun, er
hann dvaldist nýlega í Floriúa
og á Bahamaeyjum sér til hvíid-
ar og hressingar eftir forseta-
kosningarnar á dögunum, þar
sem hann beið ósigur fyrir Jonn
F. Kennedy, sem kunnugt er.
Nixon hafði lögfræðistörf að
atvinnu áður en hann sneri ser
að stjórnmálunum, eftir jok
I heimstyrjaldarinnar.