Morgunblaðið - 26.11.1960, Side 13

Morgunblaðið - 26.11.1960, Side 13
Laugardagur 26. nóv. 1960 Moncvisnr 4 ði ð 13 Kanna ber til hlítar með hverjum kjör- um er hægt að leiða deiluna við Breta til lykta Fyrri ræða Bjarna Benediktssonar við ut- varpsumræðurnar í gærkvöldi jÞ A Ð er kunnara en frá þurfi að segja, að öllum ís- lendingum hefur bæði sárn- að og gramizt framferði Breta í landhelgisdeilunni við okkur undanfarin ár. Við teljum, að svo mikil þjóð hefði átt að sýna meiri skiln- ing og víðsýni en hún hefur gert. Því að hvað, sem öðru líður, þá hefur verið hér um að tefla hagsmuni, sem okk- ur eru ólíkt meira virði en Bretum. Lífshagsmunir okk- ar hafa verið í veði, þar sem ágreiningsefnið verður aldrei talið nema aukaatriði fyrir brezku þjóðarheildina. Reiði sjaldan réttsýn En þó að gremja okkar hafi við rík rök að styðjast, þá leysir hún ekki þann vanda, sem við er að etja. Sárindi og gremja eru ekki góðir ráðgjafar og sjaldan verður reiði réttsýn. Hér er um að ræða ágreining um efni al- þjóðalaga, auk hagsmunaárekst- urs. Að sjálfsögðu hljótum við að standa vörð um rétt okkar og hagsmuni. En sem sjálfstæð, full- valda og fullþroskuð þjóð verð- um við hverju sinni að meta hvað í húfi er og hver ráð eru lík- legust til þess að koma máli okk- ar fram áður en yfir lýkur. Okk- ur ber að gseta þeirra reglna, sem gilda um samskipti þjóða, á sama veg og við ætlumst til, að okk- ur sé sýnd sanngirni. Ágreiningur okkar við Breta um landlhelgismálið er orðinn ærið gamall og af honum lengri saga en hér er tími til að rekja. Aðalatriðið er að gera sér ljóst, að ágreiningsefnið er nú allt annað en það áður var. Ekki er enn liðinn einn áratugur frá því, að Bretar fiskuðu hér upp að þremiur mílum og inni á hinum stærri fjörðum og flóum. Og allt fram á Genfarráðstéfn- una á síðastliðnu vori neituðu Bretar með öllu að fallast á að a +^er\ veiðilögsögu og kröfu um eilífa fiskveiðikvöð. í stað þess leggja þeir nú áherzlu á að fá nokkurn tíma, 10 ár sem hámark, en mundu gagnvart okkur vera fús- ir til að samþykkja miklu skemmri frest, til þess að um- þótta sig, koma fiskveiðum sín- um í það horf, sem þær, að þeirra mati, þurfa að komast, eftir að veiðum þéirra á grurin- miðum hér og annarsstaðar er- lendis lýkur. Baráttunni fyrir 12 mílna fisk- veiðilögsögu er því nú þegar hægt að Ijúka með fullum sigri um alla framtíð, ef okkur tekst að leiða til lykta eða eyða deil- unni við Breta um einhvern um- þóttunartíma þeim til handa. Á meðan sú deila stoadur njótum við hinsvegar ekki nema að nokkru gagnsins af sigri okkar í aðaldeilumálinu um sjálfa 12 mílna fiskveiðilögsöguna. Deilan er okkur skaðleg Því er raunar haldið fram, að annmarkar á áframhaldandi deilu séu svo litlir, að ekki sé í þá horfandi. Betra sé að eiga þá yfir höfði sér en gera sig sekan um þá „lítilmennsku", eins og háttvirtur þingmaður Hermann Jónasson hefur komizt að orði, að semja við þá, sem hafa beitt okkur ofbeldi. Vérra veganesti getur ekkert ungt ríki valið sér, en ef það neitar að reyna að semja, hvað þá tala við önnur ríki um þau ágreiningsefni, sem fyrir hendi eru og leysa má án óbærilegra fórna. Þarf ekki að eyða orðum að því, hvert ástand muni ríkja í heiminum á milli einstakra manna og þjóða, ef sá hugsunar- háttur væri allsráðandi. Heimsku legri fullyrðing hefur ekki heyrzt en sú, að samningar séu svik. Að sjálfsögðu er það komið und- ir efni samninga, hvort þeir eru til góðs eða ekki. Fjarstæða er og að halda því fram, að deilan við Breta skaði okkur ekki. Enginn veit hvaða þróun hún tekur, ef ekki verður einhliða ákvörðun um 12 mílna fiskveiðilögsögu væri gild. Ófrá- víkjanleg skilyrði fyrir viður- kenningu þeirra á slíkri útfærslu var þangað til, að þeir héldu um alla eilífð fiskveiðirétti á þeim miðum, sem þeir þóttust hafa unnið sögulega hefð á. Með- an Bretar héldu fast við þessar kenningar var óbrúanlegur skoð- anamunur á milli okkar og þeirra. Þrátt fyrir langvarandi samningaumleitanir allt sumarið 1958 tókst ekki að komast að samkomulagi. Hvað sem líður á- greiningi um, hvort þá hafi verið að öllu rétt á haldið af okkur, er hitt ágreiningslaust að aldrei gat til mála komið, að við féll- umst á kenninguna um eilífa sögulega fiskveiðikvöð innan lög- sögu okkar, er gert hefði 12 mílna regluna lítils eða einskis virði. * Breytt afstaða Nú er þetta gerbreytt. Afstaða Breta á Genfarráðstefnunni s.l. vor og síðan, sýnir, að nú eru þeir fáanlegir til að falla frá andmælum gegn 12 mílna fisk- slíkar veiðar, þótt í smáum stíl .væri, hafa í för með sér, ekki einungis fyrir fiskistofninn, held- ur einnig um margháttaða á- rekstra á miðunum. Á s.l. sumri munaði t.d. ekki nema skips- Eg skal ekkert um það segja, hvort Bretar taka hér upp fisk- veiðar að nýju innan fiskveiði- lögsögunnar undir herskipa vernd, ef ekki tekst að eyða deil- unni. En þeir menn, sem nú segja, að slíkar veiðar baki okk- ur lítið sem ekkert tjón, ættu að gæta betur samræmis í mál- flutningi sínum. Ef þessar veiðar eru barnaleikur einn, af hverju sprettur þá öll gremjan við Breta fyrir þessar aðfarir? Og ef þess- ar veiðar halda áfram, þá velja Bretar veiðisvæðin og áreiðan- lega ekki hin lökustu að eigin geðþótta. Einu áhrifin, sem hinir virðulegu stjórnarandstæðingar geta haft með skrafi sínu er að benda Bretum á, að þeir gæti valið önnur fiskiríkari mið en þeir hingað til hafa haldið skip- um sínum á. Hitt hefur heyrzt, að Bretar muni hverfa frá beinni herskipa- vernd á miðunum en togarar þeirra þyrpast inn fyrir fiskveiði- mörkin í meira eða minna fast- bundnum samtökum og virða reglur okkax að vettugi. Við höfum þegar séð, hvílíkar hættur máii það fjárhagstjón, sem við Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra breidd að stórslys yrði af. Sízt var orðum aukið það, sem hátt- virtur þingmaður, Hermann Jón- asson, sagði í sumar, að þá virtist sem deilan væri að færast í al- varlegra horf en nokkru sinni fyrr. Brezkir togaramenn lýstu því þá, að þeir væru viti sínu fjær af gremju yfir því að vera hraktir úr íslenzkri fiskveiði- lögsögu; að því er þeir telja, gegn alþjóðalögum. Við sameinumst allir um að fordæma þá gremju- fuliu vitfirringu, en hún er ein þeirra staðreynda, sem við verð- um að hafa í huga og meta, þegar við gerum upp hug okkar í þessu máli. Nægar hættur vofa yfir sjómönnum okkar af völdum höfuðskepnanna hér við land, þó að þar á ofan bætist ekki beinn lífsháski af manna völdum. Ef slík ógæfa gerðist, yrði vandinn enn óviðráðanlegri en ella. Þá væri hér magnað enn eitt alþjóðavandamál til viðbótar þeim, er við sjáum, að býsna erfiðlega gengur að leysa, þótt stórveldin láti þau til sín taka en alltof oft sem einn þátt í sinni stöðugu valdastreitu. Með þeim atburðum og jafnvel hætt- unni einni á þeim yrði eitruð sambúð íslendinga við þær þjóð- ir, sem við vegna legu lands okkar komumst ekki hjá að hafa náin skipti við, hvort sem við viljum eða ekki. Afleiðingarnar af þeirri framvindu eru ófyrir- sjáanlegar, en þess eðlis, að eng inn góðviljaður maður má láta sitt eftir liggja til að koma í veg fyrir þær. Miðað við þetta skiptir minna óneitanlega höfum af nýju, varan legu löndunarbanni í Bretlandi. Sumir segja, að við getum vel verið án markaðar í Bretlandi, en víst er, að hagur þjóðarinnar er því öruggari sem hún hefur fleiri markaði fyrir vörur sínar. Hagur islenzkra togara og raunar mikils hluta bátaflotans af því að geta selt fisk í Englandi er og svo augljóst, að engum tjáir í móti að mæla. Hafa ber í huga, að við höfum fært fiskveiðilögsögu okkar út til þess að hagnast á því. Þess vegna er óhjákvæmilegt að metið sé, hvernig sá hagur verði mestur á hverjum tíma, þegar ekki er um það að ræða að fórnað sé neinum framtíðarhagsmunum heldur þvert á móti verið að tryggja þá. En svo er hér, þegar leitazt er við að ryðja úr vegi síðustu hindrunum á frambúðar- viðurkenningu 12 mílna fiskveiði- lögsögu með því að viss fiskveiði- hlunnindi séu veitt en einungis um mjög takmarkað árabil og gegn öðrum fiskveiðihlunnind- um. Hér verður að gæta þess, að fiskveiðideilan við Breta firri okkur ekki hagnum af framtíð- arviðurkenningu 12 mílna fisk- veiðilögsögu með meiri busifjum og í mun lengri tíma en takmörk uð tímabundin fiskveiðihlunnindi þeim til handa kynni að hafa í för með sér. Þetta er atriði, sem ekki er hægt að meta réttilega, nema málið sé kannað og vitað hvaða kjör eru í boði. Um það verður ekki sagt á þessu stigi málsins, hvort fáanleg eru þau kjör, sem geri okkur ráðlegt að eyða deilunni við Breta. Um hitt verður ekki deilt, að við höfum margvíslegan hag af því að leiða þessa deilu til lykta. Og hvaða ráð eru þá til þess? Kunna engin ráð Um þetta hefi ég spurt hátt- virta stjórnarandstæðinga hvað eftir annað í hinum löngu um- ræðum, sem orðið hafa á Alþingi um þetta mál að undanförnu. Hér er um meginatriði málsins að ræða. Nauðsynlegt er að allir íslendingar athugi gaumgæfilega þá möguleika sem fyrir hendi eru. Það var ekki sízt af þessum ástæðum sem ríkisstjórnin ósk- aði eftir því að þessum umræð- um yrði útvarpað, svo allur lands lýður gæti fylgzt með svörunum. Hnotabit á milli manna eins og hafa átt sér stað af hálfu þeirra háttvirtra þingmanna, sem hafa talað á undan mér, haía litla þýðingu. Úrræðin sem á er bent skipta öllu máli. En svör háttvirtra stjórnarand stæðinga um hvað þeir vilji til mála leggja, hvaða úrræði þeir bendi á, hafa verið í senn óljós og haldlítil. Hvorugur þeirra þingmanna, sem töluðu hér á undan mér viku að þessu einu orði í umræðunum nú. Hermann Jónasson svaraði fyrirspurnum í efri deild um þetta á þá leið, að tíminn mundi leiða málið til lykta. Hér er svipað svarað og Stanley Baldwin gerði forðum, þegar hann sagði: „We will muddle through", — við slömp- umst einhvern veginn í gegn. Eftirá þótti Bretum þetta lítil hollráð og hætt er við, að þau verði okkur einnig að litlu gagni. Enginn getur nú um það sagt, hversu miklu tjóni deilan mundi verða búin að valda áður en tím- inn eyddi henni, jafnvel þótt svo yrði einhverntíma, er enginn veit hversu skjótlega yrði. Sannast að segja er þetta svar alger upp- gjöf og ber vitni um fullkomið úrræðaleysi, skort á þeirri fyrir- hyggju, sem enginn er tekur að sér stjórn á málefnum þjóðar sinnar, má vera án. önnur ábending, sem háttvirt- ur þingmaður Hermann Jónas- son gaf — þó með tvíræðum orð- um, eftir að hann sá, að hin fyrri var varla lítilsvirði, var sú, að við ættum í skjóli varnarsamn ingsins frá 1951 að leita til Bandaríkjastjórnar og Krefjast vopnaðs liðsstyrks hennar tii að hrékja Breta út fyrir fiskveiði- takmörk okkar. Tillög'ur Þjóðviljans og Finnboga Áður en rætt er um, hvort lík- legt sé, að Bandaríkjastjórn veiti okkur slíkt liðsinni, er rétt að víkja aðeins að hinú, hvort valdbeiting af okkar hálfu, mundi ef til vill nægja til að reka Breta á brott. í Þjóðviljanum í sumar birtist grein, þar sem því var haldið fram, að vandinn væri ekki annar en só að vopna íslenzku gæzluflugvélina með vélbyssu og hefja síðan skothríð á brezka togara. Þeir mundu þá skjótlega hypja sig burt. Ekki hefur Þjóðviljinn síðan haldið þessari tillögu áberandi á lofti og málssvari kommúnista á Alþingi, háttv. þingmaður Finn- bogi Rútur Valdimarsson, sagði þvert á móti, að okkur mundi bezt gefast vopnlaus mótstaða. Bretar hefðu áður orðið að lúta í lægra haldi gegn þeirri aðferð. Þar var að vísu ólíkt saman að jafna og nánast var þetta sama ábendingin og er háttvirtur þing- maður Hermann Jónasson vitn- aði í úrræðaleysi sínu til þess, að tíminn myndi leysa málið fyrir okkur. En ég er sammála háttvirt um þingmanni um það, að mun væri sú aðferð skynsamlegri en hin, ef við ætluðum að láta úrslit deilunnar vera komna undir vopnavaldi. Hætt er við, að skjót lega kæmi vopn á móti vopn- um og þyrfti þá ekki að sökum að spyrja, hvernig slíkri viðureign milli máttarminnsta ríkis ver- aldar og þriðja mesta stórveldis heime mundi lykta. Styrkur okk- ar er fólginn í því að hafa rétt fyrir okkur en ekki beitingu valds, er við ráðum ekki yfir. En ráðum við ekki yfir valdi Bandaríkjastjórnar í skjóli varn- arsamningsins frá 1951 og At- landshafsríkjanna í skjóli At- lantshafssáttmálans frá 1949? Þessir aðilar hafa skuldbundið sig til að verja okkur, ef við verðum fyrir árás. Gallinn er sá, að hér er um réttarágreining að ræða. Áður en afskipti þess- ara eða annarra aðila koma til, verðum við þess vegna að vera við því búnir að þess sé krafizt, að úr réttarágreiningnum verði skorið. Þeir, sem óska afskipta þessara aðila, verða því ef þeir vilja að mark sé tekið á tillögum sínum, að segja til um, hvort þeir vilja láta skera úr deilunni með þeim hætti, sem um réttarágrein ing tíðkast á alþjóðadómstóli, þ.e.a.s. af alþjóðadómstóli, hvort sem það yrði alþjóðadómstóllinn í Haag eða gerðardómur. Svipuðu máli gegnir um þá til lögu, sem stundum hefur heyrzt, að við ættum að kæra Breta fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Mjög var athyglisvert, að hvorki Hermann Jónasson né Finnbogi Rútur Valdimarsson vitnuðu til þessa ráðs í umræð- unum í efri deild. Þögn þeirra um það hlýtur að koma af því, að þeir telji, að svo sem málum er háttað, sé engrar ásjár þar að leita fyrir okkur. Enda fer það eftir því, hvernig málið yrði upp tekið hjá Sameinuðu þjóðunum eða öryggisráði þess, hvort Bret- ar gætu þegar í stað eytt kæru- málinu með því einu að beita synjunarvaldi sínu, sem er al- menna reglan um málsmeðferð í öryggisráðinu. Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.