Morgunblaðið - 26.11.1960, Síða 23
Laugardagur 26. nóv. 1960
MOK CT’H PJ. AÐIÐ
23
Ammoniak-kúfum
stolið
I>JÓFNAÐUR hefur verið fram-
inn úti í Örfirisey. Þ«ar voru
geymdir 22 ammoniak kútar og
um síðustu helgi var þeim öll-
um stolið. Hver þessara kúta,
en þeir voru opnir og tómir, vega
um 100 kg. Þeir eru um 2 m á
hæð og þvermálið 10 þumlungar.
Eru slíkir kútar notaðir í frysti-
húsum. Ekki hefur tekizt að upp-
lýsa hverjir hér voru að verki.
Augljóst þykir að þjófarnir hafi
orðið að nota vörubíl við flutn-
ing þýfisins, þvi alls vega kút-
arnir rúmlega tvö tonn. Verð-
mæti þeirra til peninga er um
20.000 krónur.
Rannsóknarlögreglan hefur
fengið þjófnað þennan til með-
ferðar. Væntir hún þess fast-
lega að þeir sem kynnu að geta
gefið upplýsingar er á einn eða
annan hátt snerta þetta mál, gefi
sig fram hið fyrsta.
Fyrsti snjórinn
í Neskaupstað
Neskaupstað, 25, nóv.
í KVÖLD byrjaði að snjóa hér,
svo jörð er hvít orðin. Er þetta
fyrsti snjórinn sem fellur hér á
þessu hausti. Undanfarnar tvær
vikur hafa verið stöðugar rign-
ingar.
Gæftir hafa verið slæmar það
sem af er þessum mánuði og lítið
róið. I gær fór einn bátur og fékk
hann 19 tonn af fiski og var
mikið af grálúðu í aflanum, en
]>að er óvenjulegt hér um slóðir.
Afskipanir af sjávarafurðum
hafa farið fram nær því dag
hvern undanfarið. í dag er t. d.
Tröllafoss að taka 700 tonn af
síldarmjöli og Jökulfellið lestar
hraðfrystann fisk. — S.L.
Flúði yfir
BERLÍN, 25. nóv. (Reuter). Ein
af fremstu íþróttakonum Þýzka-
lands, spretthlauparinn Gisela
Henning, sem búsett hefur verið
í Austur Berlín hefur flúið það-
an yfir til Vestur Þýzkalands.
Hún hefur nú þegar hafið æfing
ar með vestur þýzku íþrótta-
félagi.
- Utan úr heimi
Framh. af bis. 12.
vægi verði komið á í stjórninni.
Mun það mál verða rætt á næsta
þingi stofnunarinnar.
, ★
1 stjórninni eiga nú sæti full-
trúar 23 aðildarríkja. Fulltrúar
Afriku o gnálægari Austurlanda
eru frá Suður-Afríku og frak.
Eitt Norðurlandanna, Finnland,
skipar nú sæti x stjórninni.
Þingið samþykkti íjárhagsáætl
un fyrir árið 1961. Niðurstöðu-
tölur eru 6.168.000 dollarar. Þá
var samþykkt upptaka fimm
nýrra ríkja: Chile, Colombiu,
Ghana, Malí og Senegal. Aðild-
•rriki Alþjóða kjarnorkumála-
stofnunarinnar eru því orðin 75.
— Bridge
Framhald af bls 22.
þv! næst út laufa 4 og kastar síð-
•sta spaðanum í og ætlaði þannig
•ð komast hjá því að Austur gæti
komið Vestur inn á spaða kóng.
Austur var þó vel á verði því
hann kastaði í laufa kónginn,
laufa gosa og þegar Suður létu
út laufa 4 þá komst Vestur inn
á laufa 10. Vestur lét þvinæst
út Tígul sem Austur trompaði
Og þannig tapaðist spilið.
Þess skal að lokum getið að
•pil þetta var spilað í sveita-
keppni og á hinu borðinu varð
lokasögnin sú sama eða 4 hjörtu,
en þar lét Vestur út í byrjun
•paða kóng og það þýddi að
hann komst aldrei inn til að spila
Tígli og spilið vannst þannig auð
veldlega.
Kennedy-hjónunum
fæddur sonur
— Washington, 25. nóv.
FRÚ Jaqueline Kennedy ól
son snemma í morgun. Dreng-
urinn sem vó rúmar 12 merk
ur var tekinn með keisara-
skurði. Að sögn föðurins og
einkaritara frúarinnar, er
hann hið fríðasta barn —
með brúnt hár. Dóttir þeirra
hjóna, sem nú er þriggja ára,
var einnig tekin með keisara-
skurði.
John F. Kennedy, kjörinn
forseti Bandaríkjanna, var
kynnti að mæðgininum heils-
aðist vel.
Þegar hefur verið ákveðið,
að drengurinn, sem er þeirra
fyrsti sonur, skuli bera nafn
föður síns, John Fitzgerald
Kennedy.
★
Mikill fjöldi heillaskeyta
hefur borizt þeim hjónum í
dag og voru meðal hinna
fyrstu skeyti frá Eisenhnwer
forseta og frú hans.
Væntanlegur varaforseti,
Lyndon Johnson var staddur
rétt kominn til Florida úr í París er fregnin um fæðing-
ferðalagi, er honum barst
fregn um að kona hans hefði
í skyndi verið flutt í sjúkra-
hús í Washington. Hann flaug
þegar til Washington, en er
hann kom þangað, var barnið
fætt. Hann hraðaði sér til
sjúkrahússins, þar sem hann
varð að ryðja sér braut gegn-
um fjölmennan hóp frétta-
manna. Kom hann út til
þeirra skömmu síðar og til-
una barst honum. Hann lét
fögnuð sinn í ljós við frétta-
menn og sagði m. a.: Sökum
þess að ég og John Kennedy
börðumst báðir í heimsstyrj-
öldinni megið þér vera pess
fullvissir, að hin nýja stjórn
Bandaríkjanna mun breyta á
þann veg að þess verði aldrei
krafizt af þessum litla dreng,
að hann hætti lífi sínu til
varnar frelsinu.
Vigfús Guðjónsson
— Helga sökk
Frh. af bls. 1
vönu sjómenn, voru fljótir að
átta sig á því að skipið ætti í
erfiðleikum með að rétta sig
aftur. Skipsmenn voru allir í
stakk og stígvélum, snöruðu sér
strax fram á til þess að reyna
að opna lensportin og rétta
skipið með þvi, en það tókst
ekki. Skipið hélt áfram að síga
og að 3—4 mín. liðnum lá Helga
alveg á hliðinni. Var sýnt að
skipið myndi sökkva.
Gúmmíbjörgunarbáturinn
Matsveinninn var kominn upp
fáklæddur úr koju. Það var
kuldanepja og dálítil ylgja, en
allsstaðar mátti sjá ljós á nær-
stöddum skipum. Þegar gúmmí-
björgunarbáturinn kom í sjóinn
sprengdi hann af sér öll bönd
og blés sig sjálfur upp.
Skipsmenn ösluðu að björgun-
arbátnum. Tókst öllum 10 tals-
ins að komast í hann ómeiddir,
en matsveinninn féll í sjóinn
við björgunarbátinn. Þegar skip
brotsmenn voru komnir í bátinn
lónaði hann hægt frá hinu 13
ára gamla happaskipi, sem seig
dýpra og dýpra. Vart munu
hafa liðið nema 10 minútur frá
því skipið tók að hallast fyrst,
unz það hvarf skipbrotsmönnum
í djúpið út af Grindavík.
Þýzkur togari bjargaði
Það var kalt í björgunarbátn-
um, en verst var biðin eftir
björgun fyrir hinn fáklædda
matsvein. Það leið nokkuð á
aðra klukkustund unz skipbrots
menn sáu að skipsljós nálguðust
þá í myrkrinU. Brátt var ljóst
að hér var rnn að ræða skip,
sem séð hafði neyðarljósin og
komið var til að bjarga. Þetta
var togarinn Weser frá Bremer-
haven, sem renndi að báti skip-
brotsmanna. Gekk björgunin
greiðlega um borð í togarann,
var skipbrotsmönnum frábær
lega vel tekið, þeim færð hlý
föt, gefin hressing og að þeim
hlúð á hinn bezta hátt. Sigldi
togarinn síðan á fullri ferð til
Reykjavíkur og var kominn á
ytri höfnina klukkan rúmlega 7
í gærmorgun. Þar tók tollbátur
við mönnunum.
Óvænt heimkoma
Á heimilum skipsmanna vissi
enginn hvernig komið var fyrr
en þeir komu heim snemma í
gærmorgun. Var heimkoman
tregablandin, er skipsmenn, sem
margir hverjir hafa verið með
„Armanni á Helgu“, eins og
skipstjórinn er í daglegu tali
nefndur, skýrðu ástvinum sínum
frá því að nú væri þetta happa-
skip ekki lengur í tölu hins ís-
lenzka vélskipaflota.
Orsök slyssins?
Skipsmenn eru sammála um,
að ástæðan til þess að skipið
fórst með svo snöggum hætti,
sé sú, að síldarfarmurinn hafi
kastazt til. Eitthvað hafi bilað
niðri í lestinni, þar sem, síldin
var í stíum, sem orsakað hafi
að hún seig öll yfir í stjórn-
borðshliðina.
Skipsmenn eru einnig sam-
mála um að þeir myndu vart
vera til frásagnar af því sem
gerðist, ef gúmmíbjörgunar-
báturinn hefSi ekki veriS á
skipinu. og hann verið aS
ötlu leyti í fullkomnasta lagi.
Eru skipsmenn á Helgu,
þriSja skipshöfnm héSan frá
Reykjavík a. m. k., sem bjarg
ast befur á þessu ári vegna
þess aS gúmmíbjörgunarbát-
ar voru á skipunum. —
Sfeemmst er aS minnast þess
er Straumey fórst og 7 menn
komust af í gúmmibáti skips-
ins, er Drangajökli hvolfdi
sfeyndilega í sumar björguS-
ust 19 menn í gúmmíbát skips
ius.
Ármann Friðriksson, skip-
stjóri, hefur fullan hug á að
eignast annað skip við fyrsta
tækifæri. Þeir, sem þekkja hann
vel, segja að það geti heldur
ekki öðru vísi farið en að hann
verði bráðlega kominn aftur á
sjóinn á eigin skipi. Með honum
voru í þessari hinztu ferð skips-
ins: Indriði Sigurðsson, stýri
maður, Melabraut 16, Hermann
Helgason, 1. vélstjóri, Sólheim-
um 32, Axel Sveinsson, 2. vél-
stjóri, Sólvallagötu 66, Vilhjálm
ur Oddsson, matsveinn, Knox-
búðum R-5, og hásetarnir eru
þeir: Haraldur Magnússon, Hofs
vallagötu 23, Jón Erlendsson,
Seljavegi 3A, Theodór Kristjáns-
son, Blómvallagötu 13, Hörður
Valdimarsson, Ljósheimum 8 og
Lúkas Kárason, Langagerði 86.
Vélskipið Helga var 110 lestir,
byggt 1947. Var skipið vátryggt
hjá Sjóvátryggingarfélagi ís
lands. —
sláturhús á Kirkjubæjarklaustri
nokkur síðustu haust og þar var
hann staddur þegar „kallið
kom“.
Vigfús mun hafa verið heilsu-
veill alla ævi, en hann bar það
eigi utan á sér og ókunnugir
urðu þess lítt eða ekki varir.
Hann virtist ætíð vera hress og
kátur. Hann var góður félagi,
hreinn og beinn og hrókur alls
fagnaðar á góðra vina fundi.
Hann var ætíð glaður og reifur.
Hafnarfjörður i
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor
boðinn heldur fund n.k.
mánudagskvöld 28. nóv. kl. 1
8,30 í Sjálfstæðishúsinu. —
Venjuleg fundarstörf.. —
Skemmtiatriði og kaffi. Sjálf
stæðiskonur eru beðnar um að
fjölmenna og taka með sér
gesti.
Minningarorð
VIGFÚS Guðjónsson á 'Syðri-
Fljótum var fæddur á Lyngum
í Meðallandi 3. júlí 1935. Hann
andaðist snögglega 27. sept sl.
Vigfús var einn af mörgum
börnum hjónanna á Lyngum,
Guðlaugar Oddsdóttur og Guð-
jóns Ásmundssonar bónda þar.
Vigfús ólst að mestu upp
hjá föðursystrum sínum, Svein-
björgu og Steinunni Ásmunds-
dætrum á Syðri-Fijótum og þar
ól hann allan sinn aldur. Vann
að mestu heima, en stundaði þó
vinnu innanhéraðs eftir því sem
hún bauðst. Hann vann við
Vigfús var góður og röskur
verkmaður, lagtækur og góð
skytta. Vér njótum nú ekki leng
ur rösklegra handtaka hans.
Hlátur hans er hljóðnaður. Hans
er sárt saknað af ástvinum, vin-
um og kunningjum. En minn-
umst hins fornkveðna, „að þeir
sem guðirnir elska deyja ungir“.
Blessuð sé minning hans.
S. B.
t
Fæddur 3. júlí 1935
Dáinn 27. sept. 1960
Skyndilega kallið kom,
kvaddur var á herrans fund
ungur maður, yndi og von,
annarra um sína stund. *
Hann var iðinn, hann var trúr,
hlutgengur til hvers sem var,
kominn er nú keppni úr,
krossinn sinn með sóma bar.
Hann kveður þetta ljúfa líf,
og leggur upp í hinstu för.
Hans veri drottinn vernd og hlí/
og veiti sína miskunn, ör.
Hann þakkar þeim af heilum hufc,
er honum sýndu ástarhót.
Hann vann sitt verk með dáð og dug
og drottins elsku tók á mót.
Það er sárt að sjá á bak,
sinna niður í kalda gröf.
Með bljúgum huga bið og valC
bæn er lífsins náðargjöf.
Lífið hefir ljúfa brá
en líka djúpa, sára und.
Hið góða kemur guði frá
gætum þess á hverri stund.
Til hans því lyftum huga nú
hann er oft í hverri raun.
Góði faðir gef oss trú
græddu lífsins bitru kaun.
Valgeir Helgason
Fengu lax í nótina
AKRANESI, 25. nóv.: — Þar bar
við í nótt er vélskipið Sigurður
var að háfa úr nótinni, að I
henni var stór og mikili fiskur,
sem ekfei átti skylt við síld. Þetta
reyndist vera lax, 80 cm langur
og 9 kg að þyngd. Var hann strax
færður matsveininum, sem mat-
reiddi laxinn handa skipshöfn-
inni. Báturinn var í Grindavíkur
sjó er hann fékk laxinn, sem var
frekar horaður. —Oddur
Reykjavíkurskátar!
Skemmtið ykkur í kvöld í Skátaheimilinu.
Fjölbreytt skemmtiatriði.
Góð hljómsveit.
JOTNAK.
Þakka innil.'ga öllum samstarfsmönnum mínum, yngri
sem eldri fyrir lan^a og góða samvinnu á undanförnum
árum. Einnig þakka ég þeim og öðrum fyrir skemmtilegt
samsæti, góðai veitingar og hlýleg orð til mín töluð
þann 12. þ. m.
Með góðum óskum og kærrí kveðju.
Kristján Snorrason.
Eiginmaður minn og faðir okkar
LOFTUR LOFTSSON
útgerðarmaður,
andaðist fimmtudaginn 24. nóvember.
Ingveldur Olafsdóttir og börn.
Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu samúð og virð-
ingu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns
HALLDORS FRIÐGEIRS SIGURÐSSONAR
skipstjóra.
Guð blessi alla, sem glöddu hann í veikindum hans.
Fyrir hönd vandamanna.
Svanfríður Albertsdóttir.