Morgunblaðið - 30.11.1960, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.1960, Side 1
20 síður 47. árgangur 275. tbl. — Miðvikudagur 30. nóvember 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsin* V • «««• <v '/VAYs ' W fXa&s ss -.■ \ sxp**' '••v^.vr' Alvarlegar óeirbir brjótast út í Caracas Caracas í Venezuela 29. nóv. — (Reuter). —. FJÖLMENNAR liðssveitir úr her og þjóðverði Venezuela fóru um götur höfuðborgar- innar í dag til að halda uppi lögum og reglu. Hafa róstur verið í borginni þrjú kvöld í röð og er talið að fylgis- menn Castro meðal stúdenta standi fyrir ólátunum. Er sagt að tala fallinna í róst- unum í gær hafi verið 3 en 25 manns hafi særzt. Áður hafði enginn fallið en um 80 særzt. Brunarústir geymsluskúrsins I og hinn stórskemmdi íbúöar- skúr. Vátrygging hans var fallin í gjalddaga, svo og inn- anstokksmuna heimilisins. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Richard Wright dáinn PARÍS, 29. nóv. (Reuter). —- Bandaríski rithöfundurinn Ric hard Wright andaöist hér í nótt 52 ára að aldri. Hann var svert- Ingi og varö frægastur fyrir bók sína „Native Son“, en efni flestra bóka hans var frá æskudögum hans, sem svertingjadrengs í Bandaríkjunum. Hann liaföi lengi veriö búsettur í París. Á laugardaginn veiktist hann og var lagður á sjúkrahús. Var tal- ið aö hann þjáöist af magasári, en taliö er aö hjartaslag hafi valdið dauða hans. Fyrsti haustsiormurinn: Húsbruni við Suðurlands- braut og jbor fauk strætisvagn FYRSTI stormurinn á haust- inu gekk yfir Reykjavík í fyrrinótt og gærmorgun. — Veðurhæðin mældist mest, á hinn sjálfritandi vindmæli Veðurstofunnar, 11 vindstig, en til jafnaðar voru 8 vind- stig hér í bænum. í óveðr- inu kom upp eldur í geymslu skúr, sem áfastur var við lítið íbúðarhús og skemmd- ist það mikið. Einn strætis- vagn fauk út af Suðurlands- brautinni, en slys varð ekki á mönnum. if Bruni Bruninn varð -að Suðurlands- braut 116. Þar býr, ásamt konu og þrem börnum, Geirharður Jónsson. Var heimilisfóik allt heima er eldurinn kom upp laust eftir klukkan 8. Stóð geymslu- skúrinn sem var úr timbri við austurgafl hins litla íbúðarhúss. Var hann orðinn alelda á svip- stundu og stóð í björtu báli er slökkviliðið kom á vettvang. Það var þá svo hvasst, að illstætt var fyrir brunaverði uppi á þaki íbúðarhússins. Urðu þeir að rjúfa það á tveim stöðum, því eldur hafði komist þar undir. Heimiliskötturinn fannst kafn- aður inni i íbúðinni, þegar eld- urinn hafði verið slökktur. if Verulegt tjón Skemmdist íbúðarhúsið svo af vatni, reyk og eldi að það verð- ur ekki haft til íbúðar unz all- umfangsmikil viðgerð hefur farið fram. Heimilisfólkið varð að brjótast út um glugga í vestur- gafli. Varð Geirharður fyrir veru legu tjóni. Auk þess sem húsið skemmdist mikið, og geymslu- skúrinn brann, hafði fatnaður eyðilagst og innanstokksmunir. Ekki er vitað um eldsupptök, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá olíukyndingu. Brann Framh. á bls. 2 Fjárhagsáætlun Reykjavíkur til umræðu í bæjarstjórn 24% útsvarslækkunin gildi ’61 Reksturskostnaði haldið niðri en megináherzla lógð á hita- veitu- og gatnagerðarfram* kvæmdir FJÁRHAGSÁÆTLUN bæj- arsjóðs Reykjavíkur fyrir ár- ið 1961 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Niður- stöður rekstraráætlunar eru kr. 288,503,000,00. Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, gat þess, er hann fylgdi fjárhags áætluninni úr hlaði, að meg- insjónarmið við samningu hennar hefði verið, að út- svarsgreiðandi greiddi ekki hærra útsvar á næsta ári en í ár, að óbreyttum tekjum, en í ár hefði útsvarslækkun- in almennt numið 24%. — Áherzla hefði verið lögð á að halda öllum stjórnar- og skrifstofukostnaði niðri, en lögboðin gjöld hækka hins Geir Hallgrímsson vegar sjálfkrafa. Framlög til gatna- og holræsagerðar eru nú meiri en nokkru sinni áð- ur, enda verður meginá- herzla lögð á að sjá borgur- unum fyrir byggingarlóðum og fullgera götur. Jafnframt verður hitaveituframkvæmd- um hraðað eins og áður hef- ur verið greint frá. Hér fer á eftir ræða borgar- stjóra á bæjarstjórnarfundinum í gær: Frumvarp að fjárhagsáætlun 1961 fyrir bæjarsjóð Reykjavík- ur og stofnanir hans liggur hér fyrir til fyrri umræðu. Frum- varpið er samið af Gunnlaugi Péturssyni, borgarrftara, Gutt- ormi Erlendssyni, aðalendurskoð anda og Guðmundi Vigni Jósefs- syni, skrifstofustjóra, í samráði við mig og forstöðumenn viðkom andi bæjarstofnana. Fylgir frum varpinu ítarleg greinargerð, þar sem hinum einstöku liðum eru gerð skil. Vil ég sérstaklega Framh. a bls. 8 Á þaki háskóla Síðastliðna nótt gerðist það aS 50 stúdentar, þeirra á meðal tvær stúlkur, klifruðu upp á þak háskólabyggingar og köst- uðu Molotov-kokkteeilum, þ.e. flöskum með benzíni að þjóð- varðarliðsmönnum, sem sóttu að þeim. Loks voru stúdentarnir yfirbugaðir með táragasi. Þetta sama kvöld réðust hóp- ar óeirðarmanna inn í opinberar byggingar og verzlanir í mið- hluta borgarinnar. Þeir tóku og upp á því að kveikja í strætis- vögnum og gereyðilögðust 12 strætisvagnar. Hernaöarástand Betancourt, forseti Venezuela, hefur lýst yfir hernaðarástandi borginni og var þá bönnuð útgáfa blaða kommúnista og annarra öfgaflokka. Betancourt hefur flutt ávarp í útvarp höf- uðborgarinnar. Þar segir hann að þjóðin eigi við efnahagsörð- ugleika að stríða og muni þeir eiga sinn þátt í þvi að óeirð- irnar brutust út. En hann skor- aði á fólk að sýna stillingu og lagði áherzlu á það að vanda- málin yrðu því aðeins leyst að friður ríkti í landinu. Flugvéla- smiBur flýr BERLÍN, 29. nóv. (Reuter). — Frægasti flugvélateiknari A,- Þýzkalands, Fritz Freytag hef ur flúið til Vestur-Þýzkalands og beöist hælis sem pólitískur flóttamaður. Er talið að flótti hans sé mikið áfall fyrir flug- vélasmíði Austur-Þjóðverja. Freytag stjórnaði meðal annars teikningu fyrstu far- þegaþo(<u landsins, hinni svo- nefndu „152“, en illa fór með frumgerö hennar, sem hrap- aði. — Hann var yfirmaður tæknideildar flugvélaverk- smiöju austur-þýzka rikisins í Dresden. Vestur-þýzka flóttamanna- skrifstofan hefur skýrt frá flótta Freytags og bætir því við að helzti reynsluflugmað- ur Ðresden verksmiðjunnar, Alfred Bormann hafi einnig flúiö vestur á bóginn nýiega. Tiros tekur þúsund myndir WASHINGTON, 29. nóv. _ Fram á hádegi í dag hefur veð- urathuguana-gervitunglið Tiros tekið og sent til jarðar 998 Ijós myndir af skýjamyndunum. Myndirnar eru teknar ýmist með víðum linsum ,eða þröngum lins- um. Af þeim myndum sem tekn ar eru með þröngri linsu hafa 85% komið að gagni við veður- athuganir en aðeins 20% af hin- um sem teknar eru með viðri linsu. Á myndum þeim sem gervi- tunglið hefur sent til jarðar í dag má sjá, hvernig snjókomu- ský eru að myndast yfir mið- hluta Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.