Morgunblaðið - 30.11.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 30.11.1960, Síða 12
12 MOnr.rMiLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nóv. 1960 Uppboð eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar, hrl. verður bif- reiðin G—1741 Austin sendiferðabifreið, árgerð 1946 seld á opinberu uppboði, sem haldið verður við Máln- ' ingastofuna Lækjargötu, Hafnarfirði í dag, mið- vikudaginn 30. nóv. kl. 11. f.h. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði HALLÓ ! HALLÓ ! Ódýrir sokkar Hnéháir mislitir kvensokkar á 16 kr., mjög hent- ugir og hlýir. Geta alveg komið í staðinn fyrir sokka- buxur. Herrasokkar 12—16 kr. Alls konar barna- sokkar. — Komið og sjáið allar ódýru vörurnar. NÆKFATAVEBKSMIÖJAN LILLA Smásalan — Víðimel 63 B.v. „Sigurður*4 er til sölu. Upplýsingar gefur EINAR SIGURÐSSON Jón Hermannsson fyrrverandi tollstjóri JÓN Hermannsson, fyrrum lög- reglustjóri og tollstjóri í Reykja- vík, andaðist að heimili sínu hér í bæ hinn 14. þ. m., rúmlega 87 ára að aldri, og var borinn til grafar hinn 21. þ. m. Hann var fæddur á Velli í Hvolhreppi 28. maí 1875, sonur Hermanníusar Elíasar Johnson, er sýslumaður var í Rangár- vallasýslu á árunum 1861— 1890. og konu hans, Ingunnar Halldórsdóttur. Eignuðust þau hjón fimm börn auk Jóns, Guð rúnu, er átti Eggert prófast Pálsson á Breiðabólstað í Fljóts hlíð, Guðbjörgu, er átti séra Jón Thorstensen á Þingvöllum, Krist ínu, er átti séra Halldór Jónsson á Reynivöllum, Halldór bóka- vörð og prófessor í Cornell í Ithaca, og Odd, skrifstofustjóra í atvinnumálaráðuneytinu. Þetta var fríður systkinahópur og voru þau orðlögð fyrir mann- kosti og gáfur. Lifði" Jón þau öll. Jón Hermannsson lauk stúd- entsprófi við lærða skólann í Reykjavík árið 1893. Lagaprófi við háskólann í Kaupmannahöfn lauk hann með hárri einkunn ár. ið 1899. Að því loknu var hann þegar í stað um nokkurra ára skeið skipaður aðstoðarmaður í islenzku stjórnardeildinni í Kaup mannahöfn. En þegar æðsta stjórn íslands var flutt inn í landið hinn 1. febrúar 1904, var hann þann sama dag settur skrifstofustjóri í II. skrifstofu stjórnarráðsins, sem svo var kölluð þá, (atvinnu- og sam- göngumálaráðuneyti), en siðan skipaður 2. marz sama ár. Þessu embætti gegndi hann fram til 1. april 1918. Hafði sérstakt lög- reglustjóraembætti í Reykjavík verið stofnað með lögum nr. 26 1917, og var hann þá skipaður fyrstur manna lögreglustjóri í Reykjavík. Auk þess hafði hann með höndum forstjórn toll. gæzlu og ýmiskonar skattheimtú, skipaafgreiðslur o. fl. Lögreglu- stjóraembættinu gegndi hann fram til 1. janúar 1929, en em- bættinu hafði verið skipt með lögum nr. 67 7. maí 1928 og toll- stjóraembættið í Reykjavík var stofnað. Var hann þá skipaður tollstjóri í Reykjavík og gegndi því embætti til 1. október 1943. Þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir og hafði þá verið um 44 ár embættismaður í þjón- ustu ríkisins. Hinn 7. febrúar 1907 kvæntist Jón Ástu, dóttur Péturs J. Thor- steinsson, kaupmanns á Bíldu- dal. Hún andaðist 30. ágúst 1950. Áttu þau fagurt heimili og voru annáluð fyrir rausn og gestrisni heima fyrir. Börn áttu þau þrjú, Gyðu, konu Lorenz Thors, for- stjóra, Hermann, fulltrúa toll- stjóra og hæstaréttarlögmann, kvæntan Auði Auðuns, og Ing- unni, konu Kristjáns G. Gísla- sonar, stórkaupmanns. Auk þeirra embætta, sem nú PHILCO Heimilistækin Kæliskápar Frystikistur Frystiskápar Þvottavélar 4.4 cub. ft. 5,6-------- 8.4 ------- 10,1--------- 10,5--------- 11,0--------- 12,2--------- 8,4 cub. ft. 13,0-------- 8 cub. ft. 11,6-------- margar gerðir GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN O. Johnsson & Kaaber h.f, Hafnarstræti 1 hafa verið nefnd hér að framan voru Jóni á langri ævi falin mörg og margvísleg trúnaðar- störf, sem hér verða ekki talin. Var oft leitað til hans og þótti þeim málum vel borgið, er nann tókst á hendur að vinna að. Allir sem til þekkja munu vera á einu máli um það, að hann var óvenjulega iðjusamur, samvizkusamur og réttsýnn em- bættismaður. Ég sem þessar lin- ur rita, get vel um það borið af eigin raun. Ég réðist til hans sem fulltrúi í lögreglumálum i nóv- ember 1927 og vann hjá honum ti 1. janúar 1929, er lögreglu- stjóraembættið var skilið frá tollstjóraembættinu, og fylgdist ég þá með lögreglustjóraembætt inu. Það var mikið happ fyrir ungan mann og óreyndan að byrja vinnu undir handleiðslu slíks embættismanns sem Jón var. Þar sá maður fyrir sér sam- vizkusemi og reglusemi um alla embættisfærslu sem vel mátti vera til fyrirmyndar. Hann var og alltaf boðinn og búinn til leiðbeiningar, fáskiptinn að jafn- aði en viðmótsþýður og hjarta- hlýr við nánari kynningu. Hann var hamhleypa til allrar vinnu og vinnudagur hans var oft æði langur. Þann tíma, sem ég vann hjá honum kom hann að jafnaði fyrstur til vinnu á morgnana. Fram eftir kvöldum var haqn löngum að vinnu og sást oft ljós á einkaskrifstofu lögreglustiór. ans, þegar starfsdagur annarra, sem hjá honum unnu, var löngu liðinn. Þótt samvinna okkar Jóns Hermannssonar hafi ekki verið löng, svo sem fyrr segir, og nú sé nær mannsaldur síðan henni lauk, mun ég ávallt minnast hans með þakklæti og virðingu. Hann var góður húsbóndi, góður og grandvar maður, sem í engu mátti vamm sitt vita. Með hon- um er fallinn í valin einn af síðustu embætiismönnum á ís- landi af gamla skólanum. Gústav A. Jónasson. EGGERT CLAEStiEN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögm en Þórshamrj við Templarasund. Atvinnurekendur Ungan og reglusaman mann vantar atvinnu nú þegar. Hef ur meira bíipróf og er vanur að aka bifreiðum. Tilb. sendist afgr. Mbl. sem fyrst merkt: „Atvinna — 1230“ Ráðskona Ráðskona óskast frá næstu ára mótum eða fyrr, í sveit á suð urlandi. Bætti hafa með sér barn. Tilb. leggist inn á afgr. Mbl. fyrir hádegi föstudag, __ merkt: „Áramót — 1301“ SI-SLETT P0PLIN (N0-IR0M) MINERVAcÆ*-te>» STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.