Morgunblaðið - 30.11.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1960, Blaðsíða 13
Mifivikudagur 30. nóv. 1960 MORGVNRLAÐIÐ 13 - BJÓRINN Framh. af Dls. 6. verði hafður á boðstólum áfeng- ur ojór. Slíkar kröfur eru svo sem ekki fram bornar til að auka á afeng- isneyzluna, nei, ekki aldeilis >ví að jafnvel bjórunnendur viður- kenna skaðsemi áfengis,_ þegar svo ber undir. Jafnvel .f G. Þ. í Alþýðublaðinu viðurkennir, að menn kunni að drepa sig á á- fengi, en slík sjálfsmorð séu bara „prívat“ málefni, sem eng- um öðrum komi við. Og sami maður hefir reyndar nýlega birt leynvopn þeirra bjórmanna í útvarpinu. Það átti að hæna að rika ferðamenn með sterkum bjór. Þá yrðu góð gistihús Hk_ legast óþörf og afskrifa mætti Gullfoss og Geysi!! V. Það væri mikið glapræði, að fara nú vitandi vits að innleiða sterkan bjór hér á landi. þar sem menn hafa verið svo bless- unarlega lausir við bjórsýkina. Ég veit að sumir sem dvaiið hafa lengi erlendis sakna bjórs-| ins, eins og gengur rneð nautna-, lyf, jafnvel þótt væg séu, og | jafnvel þótt um hófsmenn sé að ræða, sem telji sig örugga. En þessir verða að draga sig í h'é þegar um er að ræða hagsmur.a- mál almennings. Ö1 er einskisvirði til manneld- ís Það kann þó að hjálpa möun- um til að þola betur ofát, sam- anber bjórvambirnar svoköll- uðu. Það er einnig mikill mis- skilningur, að bjórinn muni koma í stað sterku drykkjanna. Reynsla annarra þjóða ætti að vera um það ólygnust, enda skapferli íslendingsins slíkt, að ekki er slíklegt, að hann láti sér nægja bjór þar sem hann áður notaði sterka drykki, frekar en Skotinn bjór í stað wiskís við tækifæri. Nei. — Reynslan verður sú, að bjórinn bætist ofan á pær /in- tegundir sem fyrir eru. Það verður drukkinn bjór dag lega á vinnustöðum, við höfnina, í byggingarvinnu og á skrifstof- um. Varla verður það til að bæta vinnuafköstin, né til að. drýgja lítil daglaun, og ekki er ég í vafa um, að ríkissjóður muni sjá sér leik á borði þegar biórinn er orðinn mönnum ómissandi. Það er deginum Ijósara, eða ætti að vera það. þeim sem ferð- ast með opin augun, að afköst verkamanna okkar eru meiri en starfsbræðra þeirra erlendis, og ég held, að það séu ekki ýkjur þótt ég segi, að íslenzkir verka- menn séu betur andlega vakandi en tíðkast víða annars staðar, enda mun ekki af veita í harð- býlu landi. Og ég er ekki i nokkr um vafa um að ástandið myndi breytast íslendingum mjög í óhag ef slóvgandi sídrvkkja bjórs yrði innleidd hér. Þá er einnig hætt við, að launamenn myndi skorta fjármuni, áhuga og þrek til að hefja byggingarvinnu eigin íbúðar að afloknu venju- legu dagsverki, eins og hér hefir tíðkazt, en mun nærri óbekkt fvrirbrigði þar sem við bekkjum til í nágrannalöndum okkar. VI. f STUTTU MÁLl Hér hafa verið leidd rök að því, að frjáls sala áfengs öls í | landinu myndi stórlega auka á áfengisneyzluna, Ieiða til dag- legrar áfengisneyzlu, sídrykk.iu bjórs, eins og annarsstaðar tíð. kast. Slíkt myndi hafa sljóvg- andi áhrif á þjóðina, bæði and- lega og líkamlega. Þannig myndi áfenga ölið draga úr vinnuaf- köstum og vera öllum almenn- ingi lúmskur peningaþjófur. Það væri mikið glapræði að leiða slíkt ástand yfir þjóðina, vitandi vits, ofan á erfiðleika þá sem fyrir eru, þrátt fyrir varn. aðarorð þeirra, sem til þekkja og ótvíæða reynslu ná.grannaþjóða, þar scm bjórinn er viðurkennt vandamál, sem engin viðunandi lausn finnst á. Rvk, 23 nóv. ,1960. Baldur Johnsen. — Sendibréf frá Vesturheimi Framh. af bls. 11. breiðslu og vöxt hinna ýmsu trjá tegunda langt upp um öll fjöll. Af því, sem ég hafði séð og að viðbættum upplýsingum Karls er ég ekki lengur í vafa um, að það er mögulegt að ná í fræ af svo harðgerðum stofnun Douglas- grenis, að unnt væri að rækta það hér á allmörgum stöðum. Annars er hvítgreni aðaltréð í skógunum, en víða vex bæði stafafura, Douglasgreni og fjalla þinur hvað innan um annað og ásamt hvítgreninu, og eru slíkir skógar langtum skemmtilegri en hinir, þar sem ein tegundin ræð- ur mestu eða öllu. Allur gróður verður miklu fjölbreytilegri þar sem trjátegundirnar eru margar saman. Fyrir norðan fjöllin sem við vorum í koma svo blágreni og lerki til sögunnar, en ég gaf mér ekki tíma til þess að fara á þá staði. Sunnar í Klettafjöll- um koma svo enn aðrar tegundir til, og minnir mig að í British Columbia séu alls 22 barrtrjá- tegundir, en eitthvað færri lauf- tré. Þegar ég hef litið yfir þessi norðlægu lönd, sem ég hef verið að ferðast um undanfarið, þá hef ég verið með hugann heima og borið þetta saman við hrjóstr in okkar. Þessi lönd eru gagn- auðug í samanburði við vesalings landið okkar. Nú eru víða síst betri gróðrarskilyrði hér en heima, og því liggur í augum uppi að við getum flutt mikið af þessum gróðri heim, ekki aðeins trén heldur líka runna og hvers- konar nytsamar plöntur aðrar. Ég vildi láta gera úr 2 — 3 manna leiðangur frá íslandi á þessar slóðir til þess að safna öllu því, sem að gagni mætti koma heima. Þessi leiðangur færi auð- vitað ekki að heiman fyrr en við værum búnir að athuga nákvæm lega, hvað æskilegt væri að taka, en svo þyrftu þeir að vera um 3 mánuði á ýmsum slóðum til þess að ná öllu, sem okkur van- hagar um. Ekki mundu líða mörg ár áður en slík ferð væri búin að margborga sig. Þá slæ ég botn í þetta. Á morgun flýg ég í einum áfanga til New York með stuttri við- stöðu í Vancouver. Á leið til New York aðfara- nótt 28. sept. 1960. Eftirmáli Aðeins fáein orð til viðbótar. Ég varð að dvelja í Vancouver í nærri 3 tíma. Hringdi ég til séra E-ríks Brynjóifssonar, sem áður var prestur á Útskálum, en þjón-„ ar nú litlum íslenzkum söfnuði í Vancouver. Hittumst við og röbb uðum saman i eina tvo tíma og meðal annars skauzt ég með hon- um í kirkju safnaðarins, sem er nýbyggt hús. Ég hef sjaldan kom- i« í jafn fallega kirkju. Húsið er einfalt og látlaust en vandað í hólf og gólf. öllu er smekklega fyrirkomið. En kirkjurnar í Vest- urheimi eru meira en guðshús, þær eru líka fyrir dauðlegt fólk, því að þær eru samkomustaður safnaðarins og miðstöð félagslífs- ins, enda bar húsið það með sér, að það var opið alla vikuna. Mest hissa varð ég á því, þegar séra Eiríkur sagði mér, að söfnuður- inn teldi ekki nema um 250 manns, eða um heiming af öllum íslendingum, sem búa í Vancouv- er, og að söfnuðurinn hefði byggt þessa kirkju af eigin ramleik og héldj henni við. Þar að auki laun- KAGNAR JÓNSSON hæstarettarlogmaóur Vonarstr 4 VR-húsið Sími 1775? ibglræðiscórl og eignaumsýsla Tapast hefur ballettbúningur ballettbúningur í síðastliðinni viku í miðbænum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 18259. aði söfnuðurinn prest sinn að öliu. Mér fannst þetta alit svo til fyrirmyndar, að ég varð að bæta þessu við. Við töluðum ýmislegt u n líf og starf fólksins þarna vestra. Sagði séra Eiríkur mér, að það fólk, sem kæmi að heiman og legði hart að sér fyrstu 2—3 árin kæm- ist yfirleitt áfram. Aftur á móti væru þeir til, og ekki fáir, er kæmu að heiman og héldu að þeir gætu gripið upp fjármuni með lítilli fyrirhöfn. En slíkum mönnum farnast yfirleitt þannig, að þeir hverfa til íslands aftur. Útleggingin af þessu er sú, að ef svo fer að fólk fari að tínast af íslandi til þess að fá betra lífs- viðurværi, þá misstum við dug- legasta fólkið en amlóðarnir sitja heima eða koma aftur. Útflutn- ingur fólks, og þó einkum fólks, sem eitthvað kann fyrir sér, er háski fyrir litla þjóð eins og okk- ur. Þess vegna verðum við að flytja skóg og annan gróður heim af vesturströnd Ameríku til þess að gefa þjóðinni sömu lífs- skilyrði hér og hún er að sækj- ast eftir þangað vestur. Og þá ekki meira í þetta sinn. Ferðinni er sama og lokið. Þinn einlægur, Hákon Bjarnason. BELGRAD, 28. nóv. — Tito upp lýsti í ræðu í dag, að eftir tvö ár yrði stjórnarskrá Júgóslavíu breytt og mundi þá stigið nýtt skref til uppbyggingar sósíal- ismans. Yrði það fólgið í meiri dreifingu yfirstjórnar atvinnu- veganna. Aðalfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn í Dómkirkjunni sunnudag- inn 4. des. 1960 og hefst kl. 5 s.d. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin Austfirðingafélagið í Reykjavík heldur félagsvist og dans í Breiðfirð- ingabúð annað kvöld, 1. desember, kl. 20,30. STJÖRNIN Húsmæður: ROYAL ávaxtahlaup (Gelatin) er ljúf- fengt og nærandi, inniheldur C bæti- efni. Einnig mjög fallegt til skreytingar á tertum. Margar bragðtegundir, auðvelt í notkun. E X A Topað — Fundið Fimmtudaginn 17. nóvember tapaðist gult umslag, ómerkt, með 10 þúsundkrónaseðlum. Finnandi vinsamlegast skili því til skrifstofu Leikhúskjall- arans, sími 19636, gegn fund- arlaunum. Loftpressur með krana, til ieigu. Gustur l,f. Simar 12424 og 23956. Fjölvirkasta myndavél í heimi. Söluumboð: Lítil ibúð Gleraugnaverzliinin OPTIK Hafnarstræti 18 2 herb. ásamt eldhúsi og baði ÓSKAST KEYPT, nú þegar eða á vori komanda. Mikii útborgun. Tilb, sendist Mbl. merkt: „1299“ G. Einkaumboðsmenn : Helgason Sl Melsled hf. Hafnarstræti 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.