Morgunblaðið - 30.11.1960, Page 18
18
MORGTlNnr AÐ1»
Miðvik'udagur 30. nóv. 1960
Góður þjálfari er lykill að
meiri ágóða knattspyrnuleikja
Karl Guðmundsson segir þjálfara-
mál okkar i megnusfa ólagi — en
fáir vildu ræða málið með honum
ÞAÐ er ekkert launungar-
mál, að þjálfaramálin hjá
okkur eru í megnasta ólestri,
og það ástand, sem nú ríkir,
er óviðunandi. Það beinlínis
kemur í veg fyrir þroska
knattspyrnumanna okkar allt
frá því að þeir eru smástrák-
ar og það kemur í veg fyrir
að landslið okkar sé betra
en raun er á.
Á þessa leið fórust Karli
Guðmundssyni, knattspyrnuþjálf
ara og íþróttakennara, orð, er
hann einn manna rseddi þjalfara-
vandamálið á ársþingi KSÍ á dög
unum. Var furðulega deyfðarlega
tekið á þessum málum og eigin-
lega reynt að hespa af afgreiðslu
þeirra meira en góðu hófi gegndi.
Karl var eini maðurinn á þing-
inu sem ræddi málin gjörla og
kom fram með staðreyndir' og
ákveðnar tillögur.
★ GÓÐUR LEIKUR
SKAPAR AUKIÐ FÉ
„Þetta er alvarlegt mál“,
hélt Karl áfram. „Þetta er mál
málanna sem liggja fyrir
þessu þingi. Aukin knatt-
spyrnuleg geta 1. deildar lið-
anna skapar harðari keppni,
og dregur fleiri áhorfendur
að. Landsliðssigrar örva alla,
bæði knattspyrnumenn og að-
sókn fólks að leikum þeirra.
Þetta hefur því bein áhrif á
aðgang-.eyri, sem knattspyrnu
hreyfingin byggir afkomu sína
á. Samt er sofið á verðinum
varðandi þetta hagsmunamál
knattspyrnunnar".
bbbbbbbbbbbbbLLibbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
b
b
b
Amerískar
GL
málningarsprautur
fjórar gerðir fyrirliggjandi
Ennfremur stakar
sprautukönnur
ggingavörur h.f.
Simi 35697
Lougaveg 178
b
b
b
b
b
b
b
b
.b
LION
•etutme CfrcmM
WtTE pepper)
IHTCROM0!?
Serial No'jíf 1423
uniTtsH
(mmmmmmh
GVAMlANræES
NffUNO Of MONET OR RfPlACfMfNT
. *f NOI IN CONfORMIÍY WIIN iHf
^NSIITUIfS SIANDARDS
Pipar, Kanel, Karrí, núskat,
Negull, Engifer, Kumen,
Paprika og Allrahanda.
Húsmæður:—
LION kryddvörur eru
góðar og ódýrar.
BORÐLAM Pl
Bjart, þægilegt ljós
á augabragði.
Fallegur lampi.
Auðveldur í
notkun.
Brennur 13 stundir
á 1 líter af steinolíu.
ALADDIN Industries Limited,
Aladdin Building, Greenford, England.
Og Karl hélt áfram: „Okkur
skortir fleiri þjá.fara fyrir yngri
flokkana og við þörfnumst fleiri
og velmenntaðra þjálfara fyrir 1.
deildar liðin. Fullyrða má að
fyrir utan þjálfun og uppeldi í
yngri flokkunum þá er góð þjátf-
un meistaraflokksliðanna skil-
yrði fyrir því að hægt sé að tefia
fram sterku landsliði, sem á
hverjum tíma speglar knatt-
spyrnugetu hverrar þjóðar“.
★ LÉLEG SÁNING —
LÉLEG UPPSKERA
Þegar litið er til sl. sum-
ars og árangurs landsliðs okk-
ar — tap í Noregi, 4:0; tap i
trlandi, 2:1; tap í Reykjavík,
5:0 — þá má furðulegt teljast
hvert tómlæti og úrræðaleysi
hefur ríkt í þessum málum.
Það er sár staðreynd að 4 af
6 1. deildar liðum á íslandi
eru þjálfaralaus. Það er ekki
von að landsliðið geti sýnt
góða leiki.
* AÐ SKYLDA MENN
TIL ÞJÁLFARASTARFA
Karl sagði að frá því að
reynt hefði verið að hrinda fram
víðtækri áætlun um námskeið
fyrir knattspyrnuleiðbeinendur á
sl. sumri. Undirtektir aðilanna,
sem njóta áttu þjónustunnar
voru svo öaufar að lítið sem ekk-
ert varð úr framkvæmdum.
Hér haft margir brugðizt,
sagði Karl, Það verður að skylda
félögin íil að senda ákveðinn hóp
manna á þjálfaranámskeið. Þetta
er hægt alveg eins og félögin til-
nefna menn til að fara á dómara-
námskeið.
Menn, sem valdir eru til þjálf-
unarstarfa, verður síðan að
styðja og styrkja og örfa. Áhugi
þeirra verður að vera brennandi.
Þeir verða alltaf að viðhalda
þekkingu sinni og auka hana. —
Þeir verða að vera sívakandi,
annars eru þeir ekki til gagns.
Kyrrstaða í þessum málum er
sama og afturför. En kannski
þýðingarmest af öllu er upplag
mannsins sem fyrir valinu verð-
ur. Það er ekki hægt að gera
neinn mann að þjálfara — það
verður hann eiginlega að gera
sjálfur. En margvíslega aðstoð er
hægt að veita á þeirri braut og
það er skylda hreyfingarinnar í
heild og yfirstjórnar hennar sér-
staklega a& sjá um að slíkt sé
fyrir hendi.
Karl ræddi síðan um íþrótta-
kennaraskóla Islands og einnig
ítarlega um það hvernig aðrar
þjóðir haga sér í þessum efnum,
eu því hefur Karl kynnzt. Hin
ítarlega ræða Karls um þetta
er efni í fleiri greinar næstu
daga.
Hvað er hann að gera? Það vissi ljósmyndarinn ekki en
sagði að myndi væri góð. Myndina tók Sv. Þormóðsson.
Körfuknattleiksmótið ;
JT’
Armann vann
t 2. flokki karla
Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ
fór fram úrslitaleikur í II.
flokki, á Reykjavíkurmótinu
í körfuknattleik. — Ármann
sigraði í hröðum og skemmti
legum leik gegn ÍR. Birgir
Örn Birgis vann leikinn fyr-
Baráttan við körfu ÍR
Extska knattspyrnan
19. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar
fór fram sl. laugardag og urðu úrslit
leikanna þessi:
1. deild:
Arsenal — Everton ............. 3:2
Birmingham — Leicester ........ 0:2
Cardiff — Manchester U......... 3:0
Fulham — Wolverhamptpn ........ 1:3
Newcastle — Blackburn ......... 3:1
N. Forest — Chelsea ........... 2:1
Sheffield W. — Aston Villa .... 1:2
W.B.A. — Tottenham ............ 1:3
2. deild:
Brighton — Portsmouth ......... 2:2
Bristol Rovers — Charlton .... 3:1
Derby — Norwich ............... 0:0
Ipswich — Huddersfield ........ 4:2
Liverpool — Sheffield U........ 4:2
Middlesbrough — Stoke......... 0:0
Scunthorpe — Sunderland ....... 3:3
Southampton — Swansea ......... 5:0
Auk þess fór 2. umferð bikarkeppn-
innar fram sl. laugardag og uröu úrslit
leikjanna þessi:
Aldershot — Colchester ........ 3:1
Bangor — Southport ............ 1:1
Bournemouth — Yeovil .......... 3:1
Bradford — Barnsley ............ 1:2
Chesterfield — Oldham ......... 4:4
Chrystal Palace — Watford ...... 0:0
Darlington — Hull .............. 1:1
Gillingham — Southend .......... 3:2
King’s Lynn — Bristol City ..... 2:2
Oxford — Bridgewater ........... 2:1
Port Vale — Carlisle ........... 2:1
Q.P.R. — Coventry .............. 1:2
Reading — Kettering ............ 4:2
Romford — Northampton ......... 1:5
Stockport — Bishop Aucklland .... 2:0
Swindon — Shrewsbury............ 0:1
Torquay — Peterborough ......... 1:3
Þremur leikjum úr bikarkeppninni
var frestað vegna veðurs og verða þeir
leiknir nú í vikunni. Einnig munu leik
irnir, sem enduðu með jafntefli fara
fram í þessari viku. Þriðja umferð bik
arkeppninnar fer fram 7. janúar og
hefja þá liðin úr I. og II. deild þátt-
töku sína.
Að 19. umferðum loknum er Totten-
ham efst í I. deild með 35 stig eftir
19 leiki, en þrjú lið koma næst með
26 stig hvert, þ. e. Sheffield W, Ever-
ton og Wolverhampton. I II. deild er
Sheffield U. efst meí 31 stig eftir 20
leiki, en Liverpol er í öðru sæti með
26 stig eftír 19 leiki.
ir Ármann. Hann skoraði 32
stig og sýndi afburða knatt-
meðferð.
í meistaraflokki töpuðu
stúdentar fyrir KFR í frem-
ur þungum og leiðinlegum
leik. —
Ármann-A — ÍR-A, II. fl.
karla, 48:45 (29:19)
Leikurinn hófst með rólegu
spili beggja liða, sem virtust
vera að þreifa fyrir sér um
styrk mótherjanna. Birgir skor-
aði fyrstu körfuna, en Þor-
steinn kvittaði jafnskjótt fyrir
lR. Birgir skoraði aftur og Guð-
mundur Þorsteinsson jafnaði. —
Grímur, Á, krækir í tvö víti
hjá Guðmundi Þorsteinssyni og
staðan er 6:4. Nokkur óstyrkur
virðist koma í ljós hjá ÍR-ing-
um og hraðinn í leiknum fer
vaxandi. Bæði liðin skora, en
þegar staðan er 12:12 tekur
Birgir sprett og skorar 8 stig
án þess að ÍR-ingar fái rönd
við reist. Grímur og Árni mata
Birgir, sem lætur ekki á sér
standa að senda knöttinn í körf-
una. Hálfleiknum lauk 29:18 og
þar af skoraði Birgir 20 stig.
Guðmundur Þorsteinsson varð
að víkja af leikvelli skömmu
fyrir lok hálfleiksins, með 5
víti. Sumt voru hrein klaufa-
víti, en það afsakar ekki þá
framkomu hans að sparka knett
inum í burtu þegar hann hlaut
fimmta vítið.
iR-ingar sóttu mikið á í síðari
hálfleik. Liðið er gætt þeim
góða eiginleika að gefast ekki
upp en berjast til síðustu stund-
ar. Mótherjar þeirra mega aldrei
slaka á hversu mörg stig sem
þeir hafa yfir.
Leiknum lauk með naumum
sigri Armanns 48:45. Birgir átti
afburðaleik, en hann var líka
vel studdur af félögum sínum,
sem gáfu honum oft mjög góð-
ar sendingar. Lið Armanns í
heild átti sinn bezta leik i
mótinu og sigurvilji liðsins var
nú meiri, en oft áður.
Af ÍR-ingum var Þorsteinn
Hallgrímsson beztur að venju
og skoraði 20 stig. Þó er það
galli á Þorsteini að hann kemst
sjaldan verulega í gang fyrr
en í síðari hálfleik.
Leikurinn í heild var hraður
Framhald á bls. 19.