Morgunblaðið - 30.11.1960, Page 20
íþróttir
eru á bls. 18.
KLETT AFJÖLL
Sjá bls. 11.
Flugfélaginu falið
ískúnnunarflug
við Grænland?
Félagið ræðir við Loftleiðir um
leigu á Heklu og frekari flug-
vélakaup í athuguti
ALLT bendir til þess, að
dönsk stjórnarvöld feli Flug-
félagi Islands að annast
könnunarflugið á siglinga-
leiðum meðfram sunnan-
verðri vesturströnd Græn-
lands og undan Hvarfi. Um-
ræður um þetta mál eru nú
að komast á lokastig og hef-
ur Flugfélag íslands leitað til
Loftleiða með það fyrir aug-
um að taka skymastervéiina
Heklu á leigu til Grænlands-
flugsins.
★
Könnunarflugið meðfram vest
urströnd Grænlands var tekið
upp eftir Hans Hedtoft-slysið og
er einkum fólgið í að fylgjast
með ísnum á siglingaleiðum. —
Danski herinn hefur annazt
þetta flug og hefur í því skyni
haft einn til tvo Katalínabáta
staðsetta á flugvellinum í Nars-
sarssuak við Eiríksfjörð.
Það mun fyrst og fremst hafa
Framh. á bls. 19.
(Imícrðarslys
á Sundlaugavegi
Á SJÖUNDA tímanum í gær-
kvöldi varð umferðarslys á móts
við Sundlaugaveg 12. Bjarni
Kolbeinsson, Kleppsvegi 22,
varð þar fyrir bifreiðinni VLE
1644 og hlaut nokkur meiðsl,
sem þó munu ekki alvarleg.
,,Sigurður
til sölu
* EINS og sjá má af auglýsingu
í blaðinu í dag er togarinn
„Sigurður“ til sölu. Blaðinu er
ókunnugt um verð togarans,
en hins vegar munu slík skip
hafa hækkað í verði um 10%
frá því samið var um smíði
„Sigurðar“ fyrir hálfu öðru
ári. — „Sigurður“, sem er 987
brúttólestir að stærð, kom til
Iandsins i september.
Hann hefur fiskað lítið, og
vegna aflaleysisins hefur hon-
um verið lagt síðustu vikurn-
ar. Að auki bætist við verð-
fall á lýsi og fiskimjöli. Eins
og segir í Mbl. 15. þm., var
„samið um smíði hans, þegar
hvað bezt aflaðist á Nýfundua
landsmiðum, enda er hann
stór og ætlaður til að veiða á
fjarlægum miðum. Sáralítil
veiði hefur verið þar vestra
á þessu ári, og verðfal) á iýsi
og fiskimjöli bitnar mest á
þeim, sem stunda karfaveið-
ar“. „Sigurður" fór í tvær 3ja
vikna veiðifevðir, fékk 93
tonn í annarri, en 117 í hinni.
Rósarunnur
í bldmu
t GÆR birtist mynd hér í
blaðinu af útsprunginni rós
í garði á Húsavík. Var hún
kölluð nóvemberrós og
þótti bera hinni eindæma
veðurblíðu og árgæzku fag-
urt og gott vitni. Reykja-
vík vildi náttúrlega ekki
láta sinn hlut eftir liggja
á þessu sviði, og fréttist
fljótlega um sönnun þess,
að veðurfarið hefði ekki
verið síðra hér syðra. —
Blaðið fregnaði nefnilega,
að í garði einum hér í bæ
væru fjórar útsprungnar
rósir á runni. Á höfuðborg-
in því metið að þessu leyti,
þangað til á morgun a.m.k.
Runnurinn er í garðinum
við Smáragötu 13 og hef-
ur staðið í blóma í u.þ.b.
tíu daga. Frostkaflinn hafði
ekki minnstu áhrif á rós-
irnar, en því miður slitnaði
eitt blómið af í rokinu í
fyrrinótt. Langa myndin
er af runninum öllum, en
stóra myndin af efsta hluta
hans og rósunum.
Hert ó innilutn'ngse'tirliti
vegna gin- og klnuiaveikihættu
VEGNA gin- og klaufaveikinn-
ar, sem herjar á bústofn Breta
um þessar mundir, hefur mjög
verið hert á eftirliti með inn-
flutningi af hálfu tollgæzlunnar.
Allir, sem til landsins koma, eru
spurðir nákvæmlega um dvalar-
staði sína síðustu þrjá mánuði.
Hafi þeir stungið niður staf sín-
um á pestarsvæðunum er farang
ur þeirra rannsakaður gaumgæfi
lega og fatnaður sótthreinsaður.
Þá er gersamlega tekið fyrir all-
an innflutning á hálmi, heyi,
strái, sefi, ull, hári, skinni, húð-
um, reyrtágum, notuðum pokum,
druslum eða fatnaði o. þ. u. 1. —
Stórgripahúðir, sem notaðar eru
við togveiðar, eru þó undanþegn-
ar þessu banni, ef sótthreinsunar-
vottorð fylgir þeim að utan, en
jafnframt verður að sótthreinsa
þær hér. Unnar vörur úr ýmsum
fyrrgreindum efnum fást þó inn-
fluttar sótthreinsaðar. Allar ó-
unnar búfjárafurðir eru í inn-
flutningsbanni, svo og dýr og
fuglar. Margt af þessu er bannað
að flytja inn hvort eð er, en at-
vinnumálaráðuneytið hefur oft
veitt undanþágu svo sem um dýr
og fugla. Meðan hætta er á,. að
veikin berist til landsins, verða
þó engar undanþágur veittar.
Austanrok í
Eyjum s,l, nótt
HELDUR hvessti hressilega
í Vestmannaeyjum í fyrri-
nótt, og komst vindhraðinn
upp í 15 stig, þegar mest
gekk á, en það var milli kl.
4 og 5 um morguninn.
★ Veðrinu spáð
Um kvöldmatarleytið í fyrra-
dag voru þegar komin 8—10 vind
stig, og smájókst stormurinn,
þegar líða tók á nótt. Þessu
veðri hafði verið spáð ,svo að
sjómenn höfðu bundið báta sína
tryggilega við bryggjur, en
annars eru eyjaskeggjar jafnan
viðbúnir stórviðrum og ganga
því vel frá bátum sínum. Eng-
inn bátur losnaði frá bryggju,
þótt endi og endi slitnaði. Ekki
urðu heidur nein'r skaðar á nús-
um og msnnvirkjum, enda þak-
járn fest rækdega í Eyj.rm
vegna veðurlags. Sjómenn voru
á vakki niður við höfn um nótt-
ina, og fáum varð svefnsamt á
heimilum. Urðu mörg sporin hús
feðranna við að huga að glugg-
um og lauslegu dóti úti við.
Á 2 bátar úr höfn
Ekki gekk sjór á land, þótt
mikið flóðfylli væri um nóttina.
Allir bátar — um 100 talsins —
voru komnir inn í höfn, áður
en veðrið skall á, nema 2 tog-
bátar, Lundi og Gull-Þórir. Voru
þeir í vari austur í Bugtum,
undan Bjarnarey. í gær tók veðr
ið að ganga niður og komu
Bíl hvolfir í Straumi
RAFMAGNSLAUST var á Sauð-
árkróki eins og víða nyrðra í vik
unni sem leið. Síðan á helgi hafa
Sauðkræklingar þó notið raf-
magns frá dieselvél síldarverk-
smiðjunnar á Skagaströnd.
KLUKKAN að verða þrjú í gær
vildi það slys til suður hjá
Straumi, að jeppabíll með þrem-
ur mönnum valt út af veginum
og slösuðust þeir allir eitthvað.
Suðurnesjavegur var blautur
um þetta leyti, og í brekkunni
ofan í Straumvikina var slæm-
ur hálkublettur. Þegar jeppinn,
R-7959, kom að hálkunni, heml-
aði ökumaðurinn, Árni Jónsson,
Karfavogi 41. Rann bíllinn þá
út í vegbrúnina og lenti með
bæði hjólin á sömu hlið út af,
steyptist síðan niður af vegin-
um og á gamla veginn, sem
liggur þarna í bugðu, og valt að
lokum niður að tjörn. Munaði
mjóu að hann lenti í henni. —
Árni og félagar hans, Sigurður
Einarsson, Akurgerði 19, og Guð
mundur Jónsson, Hringbraut
56, komust hjálparlaust út úr
bílflakinu. í sömu svifum bar
að Hallgrím Árnason, leigubíl-
stjóra i Hafnarfirði á G-245. —
Var hann að koma sunnan úr
Grindavik með sjómenn, en þeir
buðu hinum slösuðu mönnum
sæti sín. Var þeim ekið til Slysa
varðstofunnar í Reykjavík, þar
sem gert var að meiðslum
þeirra. Munu þau ekki hafa
verið mjög alvarleg. Guðmund-
ur var lagður inn á Landakot.
Líður honum vel, en verður
rannsakaður nánar í dag.
Bíllinn mun afar illa farinn;
þakið klesst niður að sætum t.d.
bátarnir inn um ellefu-leytið um
morguninn, annar með 14—15
lestir, en hinn eitthvað minna.
Þá voru þó enn 11 vindstig, og
sá ekki í Yztaklett fyrir særoki.
Brim var ekki mjög mikið.
Seinni hluta dags i gær var kom
ið bezta veður og sjö stiga hiti.
Vestmannaeyingar eru nú orðn
ir allfréttaþyrstir, þar eð póstur
hefur ekki komið þangað síðan
á föstudag.
Reyndis! vera
mænuveiki
Heilsufar yfir
höfuð gútt
í TILEFNI fréttar sem blaðið
birti sl. sunnudag um mænu-
veikitilfelli, sneri það sér á
ný til borgarlæknis í gær og
spurðist fyrir um rannsókn
sjúkdómsins. Komið er í ljós,
að hér er um mænuveiki að
ræða, en sjúklingurinn er
barn á þriðja ári og hafði ekki
verið bólusett.
Þá sagði borgarlæknir að
yfir höfuð mætti segja að
heilsiufar væri gott nú í haust.
Nokkuð hefði borið á iðra-
kvefi og inflúensu án þess að
um nokkurn faraldur væri að
ræða.
Friðrik
enn efstur
í GÆR fengust úrslit úr þrem
biðskákum á skákmótinu í Hol-
Iandi. Biðskák Lopez frá Spáni
Ojanen frá Finnlandi varð jafn-
tefli. Johanessen vann Schuster,
en Skjöld og Lopez skildu jafnir.
Röðin er þá þannig: Friðrik 5
vinninga, Teschner Wt og bið-
skák, Duckstein i'A, Barendregt
4, Larsen 3‘A, Johanesen 3,
Skjöld og Lopez 1 ‘A, Ojanen 1
og biðskák, Schuster 'A.