Morgunblaðið - 09.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1960, Blaðsíða 3
FÖstudagur 9. des. 1960 W n » r r> *>r 4 r» i f) ★ ÞAÐ færist nú mjög í vöxt að Reykvíkingar hafi reiðhesta sér til skemmtunar. Hesta- mannafélagið Fákur er nú að taka í notkun nýtt hesthús fyrir 112 hesta á skeiðvelli sínum við Elliðaár og er hvert rúm skipað þar í vetur, auk þesS sem rúm er fyrir um 100 hesta í hesthúsi félagsins við Laugaland, Til samanburðar má geta þess að ekki er ára- tugur síðan tala hesta á veg um félagsins fór niður fyrir 30. í gser gafst fréttamönnum Hesthúsið' við Skeiðvöllinn. iVlvert rúm skipað í þessu vandaða hesthúsi tækifggri til að skoða hið nýja og myndarlega hesthús við skeiðvöllinn. Er verið að leggja þar síðustu hönd að verki, aðeins eftir að ganga frá utanhúss og innrétta hnakkageymslu. Hesthúsin eru fjögur sérstæð hús, byggð út frá sömu hlöðu og tekur hvert fyrir sig 28 hesta. Eru stíur fyrir hesta saman og ganga þeir lausír í stíunum, en einstakir hestamenn og dýralæknár telja af reynslu sinni það fyrirkomulag heppi legt. Hesthúsin eru samtals 560 ferm. að grunnfleti, vegg- ir klæddir timbri, járn á þök- um og grunnur úr steinsteýpu. Hlöðurnar tvær eru sambyggð ar 1500 rúmm. að stærð og taka um 2000 hesta af heyi. í þeirri sambyggingu miðri er hnakkgeymsla, þar sen? hver leigutaki getur fengið lökað- an skáp til að geyma í reið- tygi sín. Þar uppi yfir er fóð- urvöruloft. Milli húsanna myndast hlaupagarðar, svo hægt er að hleypa hestunum út til að viðra þá. Húsin eru björt og hlý og vel loftræst, tvöfalt gler er í öllum glugg- um, loft einangrað með plast- plötum og viður allur fúavar- inn. Stíurnar eru steyptar og bornir í þær tréspænir. Þar er mjúkt undir fæti, hestarn- ir geta velt sér og hafa frjálsa hreyfingu. Milligerðir eru úr rörum og járni, svo gott er að þrífa þær og sjálfbrynningar- tæki eru í hverri stíu. Teikn- inguna að húsunum gerði Sig- valdi Thordarson og verk- fræðiteikningar Sveinn K. Sveinsson. Happdrætti til fjároflunar Bygging þessara vönduðu húsa hefur kostað mikið fé. Áætlað verð bygginga fyrir hvern hest er 10—12 þús. kr. Til samanburðar má geta þess að Teiknistofa landbúnaðar- ins áætlár byggingu fyrir hvern nautgrip allt að 20 þús. kr. Margir félagsmenn í Fák hafa lagt fram sem svarar hálfu verði hvers hestrýmis, sem lán til félagsins, gegn forgangsrétti að básaleigu. Fé- lagið Verður hins vegar sjálft að leggja fram helming bygg- ingarkostnaðarins og skortir til þess handbært fé. Einnig ber brýna nauðsyn til að reisa aðra byggingu á skeiðvellin- um, þar sem starfsmenn geta haft aðsetur og hestaeigendur komið saman. Mundi þetta hús því verða vísir að félags- heimili. í fjáröflunarskyni hefur Fákur ráðizt í happdrætti um tveggja herbergja íbúð í há- hýsi í Laugarási, sem að mats verði er 140 þús. kr. og fer dráttur fram 31. des. Miðinn kostar 50 kr. og verður bíll staðsettur i miðbænum allari þennan mánuð, þar sem mið- ar verða seldir ,auk þess sem félagsmenn hafa miða og skrifstofan á Klapparstíg 21. Hestar þjálfaðir i stökkum í Fák er haldið uppi mik- illi félags9tarfsemi. Félags- menn eru tæpir 400 og eiga fjölda hesta. Kostnaður við hestahald á veguin félagsins pr áætlaður urn 4000 kr. á ári fyrir hvern hest og þá allt til keypt, .hagaganga, fóður, hirðing og járning. Lætur þannig nærri að maður sem reykir einn pakka á dag af sígarettum geti fyrir sama gjald haldið tvo hesta. Með tilkomu þessarar nýju byggingar er lagður grund- völlul' að mjög aukinni félags starfsemi. T. d. hefur Rose- marie Þorleifsdóttir, sem ver- ið hefur við nám í tamninga- stöð í Þýzkalandi, verið ráð- in hjá félaginu og mun hún í vetur þjálfa hesta að er- lendri fyrirmynd í stökkum o. fl. Einig eru uppi ráðagerð- ir um að þjálfa þæga hesta fyrir börn, svo að þau geti seinna i vetur fengið að bregða sér á bak fyrir vægt gjald. Stjórn félagsins telur þetta hafi mikið uppeldisgildi. Slíkt er vinsælt erlendis og munu kaupstaðabörnum vera hollusta og skemmtun að þeirri nýbreytni. Einnig hefur félagið áform um að koma í vetur upp venjulegri tamn- ingastöð við hesthúsin í Lauga landi og mun Höskuldur á Hofstöðum aðallega sjá um tamninguna þar. Stjórn Fáks skipa nú: Þor- lákur Ottesen, formaður, Har- aldur Sveinsson, varaform., Björn Halldórsson ritari, Jón Brynjólfsson, gjaldkeri og Ingólfur Guðmundsson. í vara stjórn eru Bergur Magnússon og Einar E. Sæmundsson. ST/VKSTEIM/VB * — Bækur AB Frh. af bls. 24 hendi er næst. Hann umgengst Sundurleitustu persónur, sjón- hverfingamann, ungan og efni- legan iðnaðarmann og fjölskyldu föður, unga konu, sem hefur Iokað sig inni yfir geðbiluð- um eiginmanni, gleðikonur og drykkjumenn. Bókin er 225 bls. að stærð, prentuð í pentsmiðju Jóns Helgasonar. Vatnajökull er fögur mynda- bók, sem Jón Eyþórsson hefur séð um, valið myndirnar og ritað ítarlegan og fróðlegan formála, sem er Vatnajökulslýsing og saga rannsókna þar. Myndirnar í bókinni eru 72 að tölu, margt heilsíðumyndir. Eru 30 þeirra í litum .Allt lesmál bókarinnar er bæði á ensku og íslenzku. Bókin er unnin að öllu leyti hér á landi. Hefur Offsetprentsmiðjan Lit- brá prentað litmyndirnar, prent- smiðjan Oddi lesmál og svart- hvitar myndir* en Litróf hefur gert mýndgmót svart-hvítu myndanna. Er bókin gullfalieg, hvar sem á hana er litið, 106 bls. að stærð og í sama broti og Eldur í Heklu. Gjafabókin er að þessu sinni islandsferð Mastiffs eftir brezlca rithöfundinn Anthony Trollope, en íslenzkað hefur Bjarni Guð- mundsson. Segir hún frá snöggri ferð höfundar og fleira fólks til íslands árið 1878. Var farið á skipi, er Mastiff nefndist, dval- izt í Reykjavík örfáa daga, en síðan haldið ríðandi til Þingvalla og Geysis undir leiðsögu Geirs Zoega. Er bókin einkar fjörlega og skemmtilega skrifuð. Með í ferðinrii var listasnjall teiknari, frú J. Blackburn að nafni. Prýða bókina tuttugu sérlega vel gerð- ar myndir, sem hún teiknaði x ferðalaginu. Bókin er 93 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Eddu. Skáldverk Gunnars Gunnars- sonar, 1. bindi. Almenna bóka- félagið og Helgafell hafa ákveð- ið að gefa út í félagi öll skáld- verk Gunnars Gunnarssonar í 7 bindum á næstu tveimur árum. . Er fyrsta bindið rétt ókomið á markaðinn, en í því eru Borgar- ættin og Ströndin. Ein litmynd, sem Gunnar Gunnarsson yngri hefur gert, fylgir hvorri sögu. Bókin er 584 bls. að stærð, prent- uð í Víkingsprenti. fslenzk þjóðlög. Hér er um að ræða 35 íslenzk þjóðlög í nótna- bók og sungin á plötu af Engel Lund, en hún er eins og kunnugt er, einhver frægasti þjóðlaga- söngvari heimsins. Hefur hún sjálf valið lögin og ritar greinar- gerð með hverju þeirra í nótna- bókina. Ferdinand Rauter, sam- starfsmaður hennar og undir- leikari um þrjá áratugi, hefur útsett lögin og leikur undir söng hennar. Er hér um mjög merkilegt verk að ræða. Svo kvað Tómas, — Matthías Johannessen ræddi við skáldið —, er samtalsbók þeirra Tómas- ar Guðmundssonar og Matthías- ar Johannessens. Er þetta mjög fjölbreytt bók að efni og lýsir skoðunum skáldsins á margvís- legustu hlutum. Prentsmiðjan Edda hefur annazt prentun. Anægjulegur bænda- fundur í Mánagarði Nesjum i UM síðastliðna helgi, dagana 26. og 27. nóv., var haldinn í Mána- garði í Nesjum. Hornafirði fulltrúafundur búnaðarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu. Slík- ir fundir eru hafðir snemma vetrar á hverju ári og hefir sú venja staðið nærfellt 2 áratugi. Fundinn sitja 5 kjörnir fulltrúar frá hverjum hi-eppi. Á fundinum mættu alþingismennirnir PáJl Þorsteinsson og Jónas PéturssOn og auk þess skógræktarstjóri Hákon Bjarnason, ásamt skóg- fræðingunum Hauki Ragnars- syni og Snorra Sigurðssýni. Verkefni fundarins var að taka til meðferðar og ályktunar fram- faramál héraðsfhs og almenn á- hugamál. Eru fram og rædd nefnda. En 3 nefndir störfuðu á þessara mála. Þá var hreyft þar áætlunarferðum bifreiða milli Homafjarðar og Fljótsdalshér- aðs. Er þar á ferð mikið fram- fara- og nauðsynjamál, sem nú loks er að skapast grundvöllur fyrir, þótt enn sé vegurinn á þess ari leið mjög seinfarinn á köfl- um. I landbúnaðarmálum voru gerðar ályktanir um kornrækt, græðslu sanda og aura, sem mik- ið er af í Skaftafellssýslum, o, skógrækt. Af öðrum málum er þar voru rædd má nefná útsvarsmál, prestskosninfar og hirðingu og varðveizlu kirkjugarða. Sam- þykkt var gei-ð í þessum málum. Fundurinn vildi halda rétti safn-1 málin fyrst lögð, aðanna til að velja sér prest og og síðan visað till var yfirgnæfandi meirihluti fund arins á því máli, en um það fundi, samgöngumálanefnd, land urðu þó allsnarpar umræður. í búaðarnefnd og allsherjarnefnd. j útsvarsmálum viidi fundurinn Voru gerðar margar ályktanir um samgöngumálin, einkum um brúargerðir, þar sem gerð er á- ætlun um í hverri röð slíkar framkvæmdir skuli unnar. A- Skaftafellssýsla er mesta vatna- sýsla landsins, enda í næsta á- býli við Vatnajökul. Engin tog- streita kom fram á fundinum um það í hverri röð þessar fram- kvæmdir væru æskile^astar. Er það í seun gleðilegur vottur framsýni og félagsþroska og mikill styrkur fyrir framgang halda í rétt sveitarfélaganna til að ráða sjálf álagningu útsvara. Stefán Jónsson bóndi á Hlíð í Lóni flutti kirkjugarðsmálið á fundinum. Reifaði hann það í at- hyglisverðu og bráðsnjöllu máli af þeim hlýleik og skarpskyggni, sem er einkenni mannsins. Kirkjugarðarnir væru helgireiti hvers héraðs, sem sýna ætti sóma og alúð. Þeir væru hvar- vetna bezti vottur um það hversu djúpstæð væri trúartilfinning Frh. á bls. “>3 Ljótt er ef satt er I ritstjórnargrein Tímans i gær segir svo: En McCarthyisminn er samt ekki iiðinn undir lok. Seinustu árin hefur hann gengið aftur öðru hverju í ýmsum löndum, þar sem afturhaldssamar stjórn- ir reyna að setja kommúnista- stimpilinn á umbótasinnaða and- stæðinga sina. Þannig kallaði Syngman Rhee alla andstæðinga sina kommún- ista. Sama gerði Menderes i Tyrklandi. Og nú er þessi söngur byrjað- ur > stjórnarblöðunum á íslandi, í Morgunblaðinu og Alþýðublað- inu. Allt kapp er nú lagt á það í þessum blöðum að koma komm- únistastimpli á Framsóknar- menn .... Vissulega á barátta Framsókn- arflokksins gegn stjórnarstefn- unni ekkert skylt við kommún- isma. Hún á jafnlítið skylt við kommúnisma og umbótastarf Roosevelts og Trumans í Banda- ríkjunum. McCarthy stimplaði þá kommúnista. Lærisveinar Mc- Carthys á íslandi telja sér þvi vel leyfilegt að setja kommún- istastimpilinn á Framsókr / - menn. Furðulegt mætti það vera ef menn létu blekkjast af Mc- Carthyismanium i Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. Hitt ætti að vera miklu líklegra, að það sann- aði enn betur, hve óverjandi stjórnarstefnan er, að talsmönn- um hennar finnst að þeir eigi ekki anars úrkosta ‘en að fara í slóð McCarthys“. Rhee, Menderes, Roose- velt og Truman Þeir Tímamenn hafa að undan- förnu haldið þvi fram, að Morg- unblaðið hafi komið kommúnista orðinu á Tímann, þó að við höf- um sýnt fram á að Tíminn hafi sjálfur komið á sig því orði. Nii mun Framsóknarmönnum hafa fundizt, að þeir undirstrikuðu rækilega áhrifamátt Morgun- Öttðsins, ef því yrði áfram haldið fram. að það eitt hefði fest komm únistaorðið á blaðinu og þess vegna er því nú haldið fram, að Alþýðublaðið hafi ekki vei-ið eft- irbátur Morgunblaðsins. Svo er Syngman gamli Rhee genginn aftur i Tímanum og líka Menderes. Þeir eiga að vera fyr- irmynd okkar stjórnarsinna á Morgunblaðinu og Alþýðublað- inu. Hins vegar er svo ritstjóri Tímans, Þórarinn Þórarinsson, sem telur sig helzt svipa til þeirra Roosevelts og Trumans Sakleysið sjálft Og til að lýsa eiginleikum sín- um segir þessi ritstjóri Tímans íslenzku „McCarthyistana“ feta í fótspor þeirra bandarisku á sinni tíð, og auðvitað velja þeir mig, því að þeir, sem ofsóttir eru „eru saklausir borgarar“, „menntaðir og gáfaðir borgarar méð sjálf- stæðar skoðanir" og þeir sem „láta í Ijós sjálfstæða skoðun'* og „óbifandi sannfæringm". Svona blygðunarlausir eru þeir á Morgunblaðinu og Alþýðublað- inu, að einmitt mig, sem þekktur er fyrir þessa eiginleika, velja þeir sem dæmigerðan „Framsókn arkommúnista" En hverng er það, Þórarinn, var ekki Tíminn í haust skrifað- ur i 3 eða 4 daga á jafn Mc- Carthyistkan hátt og Morgun- blaðið og Alþýðublaðið. Auðvitað er ekki ritstjórann um það að saka, því hann var þá i annarri heimsálfu, en hitt segja sögurnar, að aðferðunum, sem neitt var við þá ósvífnu dóna, sem skömmuðu kommúnista í fjarveru ritstjór- ans, hafi verið býsna niikið i ætt við starfsaðferðir McCarthys sál- n sa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.