Morgunblaðið - 09.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVlSrT 401 Ð Föstudagur 9. des. 1960 Hvað mega íslend- ingar drekka? ÞEGAR ég heyrði þess getið í útvarpinu, að hr. Pétur Sigurðs- son, erindreki góðtemplara, væri orðinn sjötugur, rifjuðust upp fyrir mér í einni sjónhendingu, slitrótt, en þægileg, viðkynni við þennan ötula talsmann bind- indismanna á íslandi, — og ég nota tækifærið til að óska hon- um gæfu og langlífis við góða heilsu. Hann var með fyrstu mönnum, er ég veitti nokkra at- hygli þegar ég kom til Reykja- víkur. Hann var snyrtimennskan sjálf, léttur í spori og glaðhlakk aralegur, gekk við hnúðprik og lét hattinn hallast út á hægri vangann, — og ég held, að hann hafi verið einn hinna fáu, sem ekki gekk á skældum skóhæl- um í öllu nágrenni Skólavörðu- holtsins, á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þannig kom mér Pétur fyrir sjónir, og á þann veg vildi ég helzt muna hann. Viðkynni okkar hafa aldrei ver- ið mikil, en ég hef hugboð um, að hann sé eðlisgreindur og vel- viljaður, og alls ekki eins þröng sýnn í áfengismálum og hann vill vera láta. En meðan ég hugsa um allt það góða, sem ég veit um þenn- an elskulega Pétur, suðar mér fyrir eyrum blaðagrein, sem ég las eftir hann nýlega gegn hug- myndinni um að brugga hér áfengt öl. Sú grein hófst á engri hógværð, fen gekk á bylgjum til loka. Mér er engin leið að skilja þennan hamagang og fitonsanda út af jafn sjálfsögðum hlut og áfengu öli. Og síðan þessi grem Péturs birtist hefir honum bætzt liðsmaður í Morgunblaðinu, sem að enskum sið krækir nokkrum upphafsstöfum aftan við nafnið sitt, svona til að undirstrika það, að hér sé það skólagangan en ekki skynsemin, sem hafi orðið. Og loks nýtt blað til að vera þeim báðum sammála! Liðsauki Péturs skiptir máli síbu í dálkstubba, sem hann tengir saman með rómverskum tölum. Þegar fyrstu einingarn- ar eru um garð gengnar, er komið að hástigsniðurstöðunni' Vandamál bjórdrykkjunnar í Danmörku og Englandi. En þetta eru bara skoðanir mannsins, ályktunarorð, þjálfuð fram út í loftið. Það eru nefnilega engin vandamál uppi um bjórdrykkju í hvorugu þessara landa. Þvert á móti er bjórdrykkja samein- ingartákn og þjóðlífsgleði beggja þessara gömlu menningarþjóða. En það er annað vandamál, sem þjóðirnar glíma við, — of- drykkja og drykkjusjúklingar. Því miður er þessi sjúkleiki nokkuð útbreiddur í okkar landi, og ekki verður þó áfengu öli kennt um það. Þar er þarft og nauðsynlegt og verðugt verk- efni fyrir góðtemplara að upp- ræta drykkjusjúkleika með þjóð inni og hjálpa þeim til manns og heilsu, sem harðast hafa orð- ið úti, og alls ekki þola að neyta neins áfengis, — en láta hina óáreitta, sem drekka af list og með hófi, sér til ánægju og e. t. v. nokkurs góðs. Nú vil ég tryggja mig gegn þeim misskilningi, að ég hafi’ af persónulegum óstæðum áhuga fyrir áfengu öli. Svo er alls ekki. Eg hef dvalið langtímum saman með bjórdrykkjuþjóðum, án þess að fá minnsta óhuga á þessum drykk, — Hitt finnst mér dekur við hégiljur, að venjulegt, heilbrigt fólk, sem fellur þessi drykkur vel, skuli vera látið gjalda þess, að í landinu eru nokkrir góðtempl- arar og fáeinir ofdrykkjusjúkl- ingar. Mér finnst það líka dálít- ið óviðfeldið, að íslendingar skuli annað hvort verða að smygla ófengu öli sér til drykkj ar, eða drekka ísl. öl, áfengt, í skjóli við erlend sendiráð, og aðra útlenda aðila, eins og mikið tíðkast hér. Er þess skemmst að minnast, að«Tékk- ar héldu hér vélasýningu og veittu þar af mikilli rausn, hverjum sem sýninguna sótti, „Egil sterka“, sem Islendingum er annars forboðið að drekka, — nema „að diplómatískura leiðum.“ Þetta er að halla hattinum fram yfir augun og ganga við kolluprik forheimskunnar! Nóg- ur bjór fyrir suma við óeðlileg skilyrði, enginn bjór fyrir aðra við eðlileg skilyrði, og á lög- legan hátt. — Afleiðingin er svo: síaukið smygl, eitr- að heimabrugg og almennur lög brotafaraldur til öflunar þeirra hluta, sem nágrannaþjóðirnar hafa öldum saman taiið jafn sjálfsagða og brauð og smjör. Eg sé ekkert athugavert við það, þó að góðtemplarar drekki ekki áfengi. Það er eftirbreytni- verð hugsjón, sem þeir geta ver ið stoltir af í sínum hóp. En að þeir séu dómbærir á það, hvað aðrir eiga að drekka, — þvi get ég ekki trúað. Mér finnst það álíka gáfulegt og að hann- yrðakona hefði sér til ráðuneyt- is blinda stúlku til að velja fyr- ir sig liti.Og meðan góðtempl- arar gefa sig aðallega að því að halda dansleiki, virðist ó- sanngjarnt að veita þeim fríð- indi og styrki af almannafé, fremur en öðrum sértrúarflokk- um í landinu. Það er óneitan- lega hjákátlegur atvinnuvegur að lifa af því að drekka ekki áfengi, sérstaklega þegar fram- færsluféð kemur beint úr vös- um þeirra, sem kaupa og neyta áfengis. Þetta gera einmitt sum- ir af okkar ástkæru góðtempl- urum, og látast ekki sjá annað en þetta sé gott og blessað. — Meira ball! — gaman, gaman! En mikið leiðindastarf hlýtur það að vera, að berja höfðinu við steininn, ævilangt, — og ná þó háum aldri! Eg vildi í einlægni óska þess, að hr. Pét- ur Sigurðsson, sem ég ber hlýj- an hug til, og skólamaðurinn, með stafrófið aftan í nafninu sínu, snúi sér heilshugar að raunhæfari viðfangsefnum en að amast við að íslendingar fái að drekka áfengan bjór eins og aðrar siðaðar þjóðir. Þeir geta tekið sér Bláa bands-menn til fyrirmyndar, sem með dæma- fárri ósérplægni hafa á fáum árum læknað fleiri ofdrykkju- sjúklinga en góðtemplarar hafa gert frá upphafi vega. Og svo þetta: Láta það fólk óáreitt, sem kann að neyta áfengis, og kann að velja sér vínföng. Þekking á vínum og smekkur fyrir vín- um er gamall menningararfur, að minnsta kosti jafngamall og yndi fólks af hljómlist. Þessa menningararfleifð höfum við ís- lendingar lagt litla rækt við (m. a. vegna áróðurs góðtempl- ara og óheillavænna áhrifa þeirra á áfengislöggjöfina). —. en vonandi stendur þetta til bóta eins og .svo margt annað í okkar unga og ómótaða þjóð- lífi. Svo gætu læknar, sem eru á móti áfengu öli, dundað við að athuga, hve margir týna hér lífinu fyrir aldur fram, eða verða óvinnufærir á miðri ævi af einskæru ofáti. Þeir , eru áreiðanlega töluvert margir. S. B. VEGGFÓÐUR Glæsilegt úrval Nýtízku amerískt og enskt — nýkomið. JVT/IMniNM svuaHýienctur ! Ath ugið Auglýsingar, sem birtast eiga í jólablaðinu, þurfa að hafa bor- izt auglýsingaskrifstofunni, sem allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir n.k. laugardag 10. bessa mán- aðar. Jl) i íi Sími 22480. BÆHEIMS GLER — ^TÖF GJAFANNA Nýtízku gerðir af öskubökk um og kertastjökum úr Bæ heims gleri. Kærkomnar tækifærisgjafir. CLASSEXPORT PRAHA — CZECHOSLOVAKIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.