Alþýðublaðið - 07.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1920, Blaðsíða 2
s Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml Auglýsingum sé skiiað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Einkasala=leyfil Morgunblaðið gefst ekki upp við að vaða elginn um steinolíu, verð á henni og annað er henni við kemur. Undanfarandi daga hefir Alþbl. rekið vitleysurnar í hinni frægu steinolíugrein þess um daginn öfugar ofan í það aftur, og hefir það eigi dirfst að taka þeirri ráðningu með öðru en þögninni, þangað til í gær. Raun- ar þorir það ekki að mótœæla réttmætum ásökunum vorum, en fer eins og hundi, sem er að reyna að krafsa yfir saurinn úr sér, en tekst eigi betur en svo, að það ber ennþá skarðari hlut frá borði, en áður. Það er sem sé búið að slá af einkasöluskrafinu (hér á landi mun enginn hafa »monópól« á neinu, nema ef vera skyldi ritstjórn Morgunblaðsins á framhleypni og almennri heimsku, en það hvorugt er nauðsynjavara). Það hefir grip- ið til þess örþrifaráðs, að mis- þyrma þannig íslenzkunni, að nota orðin einkasolu og leyfi yfir sama hugtakið. Og ætlar þar með að smokra sér úr hnappeldu þeirri er það hefti sig í með hinni fárán- legu framhleypni sinni, er það kvað Steinolíufélagið hafa einka- sölu. Vér viljum bera það undir mál- fróða menn, hvort nokkurt skyn- samlegt vit sé í því að blanda saman þessum tveimur hugtökum; en vér búumst við að þeirra svar falli á þá leið, að ekki sjái á svörtu f Morgunblaðinu. Flugið. í gær fór flugan 1500 m, i loft upp, og þótti mönnum er niðri á jörðinni voru það all- hátt. Þarna uppi var hitinn i° á Celcius, en á jörð niðri var hann io°. ALÞYÐUBLAÐIÐ Ógróin ]' örð. ----- (Niðurl.) Hún ketnur seinna. Rúm mitt er takmarkað í þessu litla blaði, og eg álít enda alt betur við það gert, en verja því til sundurrakn- ingar á þeirri sögu, er eg hygg lélegasta allra þeirra er prentaðar hafa verið á íslenzku máli. Sagan er hvorki fugl né fiskur, hvorki góð né vond, heldur hreinasta viðrini, of lítilfjörleg til að geta heitið synd gegn heilögum anda íslenzkrar sagnlistar, talandið vott- ur£hinnar|andlegu meðalmenskunn- ar, sem vér íslendingar hötum, en eigum að óttast eins og pestina, eða fjandann. Sagan á að vera rituð anda- trúnni til útbreiðslu, en hún básún- ar alt of mikið einfeldninginn, sem heldur að hann hafi vit alheimsins í koilinum og standi yfir lífsgát- unni leystri, og manni verður á, við lestur þessarar sögu, að ör- vænta um að höf. nokkurn tíma muni öðlast skilyrðið til að verða vitur maður: Sjá hve lítið hann veit. Sagan byrjar á að lýsa þönkum prests nokkurs, sem hefir „ensku sýkina“ og ætlar að fara að sannfæra sveitunga sína um gæði hennar og gildi. Hvenær sagan á að gerast er mér ekki fullkunnugt, en eftir þeim viðburði að dæma, að bændafólk kemur saman í stórhópum úti á víðavangi til að þræta um andatrú, þá skeð- ur hún sennilega kring um árið 3000, þegar íslenzka þjóðin er svo Iangt leidd orðin, að Reykja- vfk„isminn“ hefir eitrað hana alla, — stefnur og hugarfar þess bæjar, er eg get ímyndað mér ríkastan uppskafningsháttar, — þar sem menn jafnvel kasta trú sinni fyrir hans sakir og tízkunnar. Prestur- inn og læknirinn, sem leiða saman hesta sfna á fundinum, eru báðir fyrirtaks beinasnar, og annar hrak þar á ofan, og ekki nóg með að báðir tali rakalaust, eins og fávfs- ar konur, heldur rekst hver mót- sögnin á aðra í ræðum hvers fyrir sig, eins og naut sem stangast, og þó eru fleiri mótsagnir í ræðu prestsins (sem höf. þó auðséð reynir að gera gáfaðan), svo að ég hygg að óvíða á íslenzkri tungu finnist samanhrúgað eins miklu af órökréttri þvælu á jafn fáum blaðsíðum og þarna. Sögurnar Leikfóngin og Guðs- dýrkun eru varla þess verðar, að á þær sé minst, enda þótt merg- ur síðarnefndrar sé ánægjulegt við- fangsefni: Guðs vegir gegnum al- vöru eða gaman. í þessari sögu er holdið alt of lítið utan á beinunum, svo að maður að loknum lestri ekki hefir haft tilfinningu af að hafa lesið sögu, heldur almenna skraddara- þanka, framsetta í samtalsformi. — Þetta er fimta sagan, en hér skiftir. Mér er hreinasta unun að fara 1 lofsyrðum um það, sem eg hefi lofsvert fundið í þessari bók, og viðurkenna það, sem skarar frarn úr meðalmenskunni. Og eg fagna því, að finna fagra staði og ljósa bletti einmitt í þessari bók, fagna fyrir sakir þessarar agnar af ná- ungakærleik, sem eg á til f brjóst- inu. En hefði öll bókin líkst fimm fyrstu sögunum, þá hefði Jón Björnsson þegar kveðið upp yfir sjálfum sér harðastan ritdóminn L nýrri tíðar ritdómum vorum, og; það hefði mér þótt leitt, sakir um- talaðrar agnar. í fyrri hluta bókarinnar þekki eg blaðamannin Jón Björnsson með öllum hans mörgu ágöllum,. og vitnar sín syndin um hvern; Ijóðinn, — höfund, sem ritar meir fyrir ritmenskuna, en skáldkallið* heilagt. í seinni helmingnum er hann snögglega vaxinn upp úr kotröskni sinni; þar hitti eg skáldið, sem talar hjartans málið og hefir jafn- vel á stundum guðskraftian að baki, vininn, einlægan og hreinan, vissulega berandi listina á armi sér, barnið síungt og almáttugt, lítt þroskaðan, en efnilegan og með öllum skilyrðum til að geta brotist gegnum tildrið. — Og honum heiisa eg vörmu handtaki. Enda þótt í síðari helmingnum megi finna fjölda smágalla, þá leyfi eg mér að segja, að þeir hverfi sem ský fyrir sólu, og maður undrast hversu góða kosti höf. kemur niður á, eftir það sem á undan er gengið. Hér andar að manni einlægninni, hér finnur maður samúðina og lffið höfund- arins, í hverri lýsingu, fellir sam- úð og gleðst, jafnvel inn í hjarta- rætur, víða. Það væri fýsilegt að tilfæra sitfc af hverju úr þessum seinni hluta,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.