Alþýðublaðið - 07.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.s. Skjöldur fer aukaferð til Borgaraess föstud. 9. júlí 1920 kl. 11 árdegis. Reykjavík 6. júlí 1920. H.f. Bg'g’ert Ólafsson. ,, F A X I “ hleður í dag til Sig-luf jarðar og ^Lliiireyrar. — Vörur skilist sem fyrst. — Burtfarartími ákveðinn lil. X2 á morgun. Sig’urjón Pétursson. Sími 137. Hafnarstræti 16. Aðvörun. Benzin má hvergi geyma i bænum nema fengið sé samþykki slökkviliðsstjóra og gætt ákvæða laga og reglugerðar um brunamál um geymslu á eldfim- um vökvum og þeirra ítarlegri varúðarreglna, sem slökkviliðsstjóri setur í hvert sinn. í íbúðarhúsum og í kjöllurum undir íbúðarhús- um er algerlega bönnuð geymsla á benzíni, nema þar sem benzínmótorar eru með leyfi brunamálanefndar. í slíkum húsum getur slökkviliðsstjóri leyft að geyma alt að 40 lítrum af benzíni, ef gætt er þeirra varúð- arráðstafana, sem hann krefst í hvert sinn. Samkvæmt þessu aðvarast allir, sem hafa benzín undir höndum, að gera slökkviliðsstjóra aðvart þegar í stað um hve mikið benzín þeir hafi og hvernig það sé geymt. Brunamálanefndin 1 Reykjavík 6. júlí 1920. K. Zimsen. Xoli konungnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). »En sú hepni fyrir félagið!“ sagðí Percy hæðnislega. „En þú getur reyndar huggað þig við það, að rannsóknir mínar skulu líka ná til Werner-félags- ins“. „Þá veit eg ekki betra ráð, en að benda þér á, að koma með okkur, eg get skilið þig eftir hjá einhverri námu þess, sem við förum fram hjá“. « XX. Hallur hitti Jessie sitjandi við einn vagngluggann, og starði hún sorgbitin út um hann. Hún sagði honum hvað hún væri ó- hamingjusöm vegna þessa ástands, sem hann hafði komið henni í gagnvart honum sjálfum og gest- gjafa hennar og hvað sér hefði fallið það þungt, að finna hann hér og í þessum fötum! Einmitt þegar hún hélt að hann væri á geitaveiðum uppi í fjölluml Hallur gat ekki að því gert að hlægja, en Jessie stökk ekki bros. „Og svo, drógstu ást okkar inn í þetta — og það fyrir allra auguml" Jessie bar skrautsaumaða vasaklútinn sinn upp að aug- unum. „En, eískan mín“, sagði Hallur vandræðalega, „geturðu ekki hugs- að þér, eitt augnablik, að þú værir í mínum sporum? Hugsað til mannanna niðri í námunni!" „En, þú hefir heyrt, að þeir hefðu hvort sem var opnað nám- unal“ „Þér skjátlast hrapalega, Jessie, þeir ætluðu sér alls ekki að opna hana“. Hún leit steinhissa á hann tár- votum augunum. „Því segir þú það, Hallur? Percy sagði —“ „Eg get sagt þér það, af því að eg veit það. Heyrðu mér, Jessie, ef við eigum nokkurn tím- an að geta orðið hamingjusöm, verðurðu að hætta að vera barn, sem gerir sér enga hugmynd um tilveruna. Þess vegna gleður það mig, að þú ert hér — því nú getur þú orðið áhorfandi". „En, eg verð að fara, Hallur. Ekki get eg beðið Percy Harri- gan að verða hér kyrran og koma glundroða á ferðaáætlunina I “ „Getur þú ekki orðið hér eftir, án hans? Biddu einhverja konuna að verða hér eftir með þér!“ Hún starði mállaus á hann. „En, ertu búinn að steingleyma því, sem maður getur gert og getur ekki gert? Hugsaðu þér, hvernig það Iiti útl Hugsaðu þér, hvað hún mamma myndi segja •—“ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.