Alþýðublaðið - 07.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefiö át af Alþýðuflokknum. 1920 Miðvikuudaginn 7. júlí 152. tölubl. Steinolía. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Björns heitins Árnasonar gullsmiðs. Kona og börn hins Sátna. (Frh.) í síðasta blaði var því heitið að gerð skyldi grein fyrir hvernig útlit væri fyrir landið að taka einkasölu á steinoliu í sínar hend- ur. Til þess að afla oss sem beztra upplýsinga um það höfum vér átt Viðtal við cand. polit. Héðinn Yaldimarsson skrifstofustjóra Landsverzlunarinnar. Hafði Landsverzlunin eigi stein- olíuverzlunina í höndum um nokk- urt skeið á stríðsárunum? Landið hafði æði mikinn hluta af stemolíuverzluninni 1917—18. Steinolían var flutt inn á Wille- mees og þó nokkuð á Frances Hyde. Hún var keypt af tveim fél. í Ameríku, annað þeirra var Texas Oil Co., en hitt var Tide Water, sem reyndar mun vera angi af Standard Oil. Landið seldi olíuna svo ódýra, að Steinolíufé- 'agið (H. í. S ) seldi að jafnaði eigi sínar birgðir fyr en birgðir landsins voru þrotnar eða tekið að takmarka sölu. Olían var seld „frítt á höfn“ og flutt beint frá útlöndum með Willemoes á flestar hafnir á landinu. Lsndið hafði ol- íugeymslu á stærstu höfnunum og tók hálfan þátt í flutningsgjaldi ef olíunni var skipað upp í Reykja- vík, og flutt þaðan út um land, en þrátt fyrir allan þennan auka- kostnað og lægra verð bar verzl- unin sig mjög vel hjá landinu. Er brézku samningarnir gengu i gildi var eigi hægt að halda steinolíuverzlun landsins áfram, varð Hið íslenzka Steinolíufélag þá eitt um hituna, enda þótt það fengi á engan hátt einkasöluleyfl. Síðan hefir Landsverzlunin (land- ið) ekki haft neina olíuverzlun. Haldið þér að Landsverzlunin tnundi geta útvegað ódýrari stein- olfu en steinolíufélagið? Landsverzlunin hefir fengið til- i>oð frá amerísku félagi. Eftir því mundi útsöluverðið vera svipað verði Steinolíufélagsins, en verð sem mér er kunnugt um að aðrir hafa fengið fyr á árinu um sama leyti og Steinolíufélagið mun hafa keypt þá olíu er það nú er að selja á 138 lcr. tunnuna er svo lágt að með slíku innkaupi ætti að vera hægt að selja olíuna æði miklu ódýrara en Síeinolífélagið gerir. Mundi vera hægt. að útvega landinu olíu annarsstaðar en hjá Standard Oilc Þýzkaland reyndi fyrir stríðið að koma á hjá sér einkasölu án þess að verzla við Standard Oil félagið, en tókst ekki vegna þess að það gat ekki fengið nægiiega mikla olíu annarsstaðar. Þá er tvenns við þetta að gæta. 1. Að ísland á hægara aðstöðu en Þýzkaland, vegna þess að það þarf svo tiltölulega Htið. 2. Að síðan hafa atvik breyst mjög á olfumarkaðinum. Nýjar lindir, þær auðugustu í heimi, (Mosul í Mesopotamíu og Mexícó) hafa fundist og hið holllenzk-brezka félag 67íí’// fé!agið, sem áður skifti sér ekkert af Evrópumarkaðnum, rekur nú olfuverzlun með stuðning brezku stjórnarinnar og hefir vfða tekist að ná fótfestu í Vestur- og Norður-Ameríku. Þar á meðal hefir komið nýlega sú fregn, að félagið sé búið að setja upp stöðvar á Norð- urlöndum. Það sýndist því ekki fjarri að reynt væri að semja við Shell- félagið, og því frekar von um góðan árangur, sem ekki er ein- göngu um gróðafíkni auðmanna- hrings að ræða, heldur sjálfa brezku stjórnina. Mundi vera heppilegra að landið tæki einkasölu eða tæki að eins upp samkeppni við Steinolíufélagið? Það fyndist mér ástæðulaust, ef að landið tæki að sér verzlun með steinolu að láta Standard Oil hafa nokkurt svigrúm hér. Það mundi ekki horfa í sam- kepni, selja undir kostnaðarverði, en hins vegar hægt að hafa nægi- legt eftirlit með steinolfuverzlun landsins, að hún fari vel úr hendi (verð og annað): bæði þingið sjálft og auk þess ekki óeðlilegt að hafa með slíkum stofnunum eftirlits og ráðgjafanefnd, skipaða af fulltrúum neytendanna. Ætlar Landsverzlunin að taka að sér einkainnflutning á steinolíu?* Því get eg ekki svarað. Ákvörð- un um það liggur utan verkahrings Landsverzlunar-stjórnarinnar. Það heyrir undir Iandsstjórnina. €ríenð simskeyti. Khöfn, 6. júlf. Svíar og Finnar. Símað er frá Stokkhólmi, að Finnland hafi neitað að láta Álend- ingana lausa. Stjórnmálasambandið helzt enn- þá milli Svía og Finna. Suðurjótlandsinnlimunin. A föstudaginn fer endursamein- ingin fram. Á laugardaginn verða lögin um innlimunina og suður- jósku-lögin staðfest og þann dag fer konungur yfir landamærin. Ríkisdagurinn verður fluttur til Tönder á sunnudaginn. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.