Morgunblaðið - 25.03.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.1961, Síða 1
16 siður og Lesbök A8. árgangur 2. — Laugardagur 25. marz 1961 Prentsmiðja M jrgunblaðsina Snarpar jarðhrær- ingar á Sikiley MESSINA, Sikiley, 24. marz -Beuter). — Allmargir mjög Bnarpir landskjálftakippir skutu i dag íbúum borganna Messina og Reggia Calabria mikinn skelk fi bringu, en 80 þúsund íbúar þess ara sömu borga, sem standa sin bvoru megin við Messinasundið, biðu bana i ofsalegum land- Bkjálfta, er gekk þar yfir árið 1908. Þjóðverjoi borga Bretum BONN, Þ-Þýzkalandi, 24. marz. (Reuter) — Vestur-þýzk stjórn- arvöld hafa fallizt á að greiða þegar í næstu viku skuldir við Bretland, er nema um 67,5 milljónum sterlingspunda, að því er upplýst var hér í dag, að loknum viðræðum Erhards, efnahagsmálaráðherra og Lloyds fjármálaráðherra Bretlands. Umræddar skuldir áttu, sam- kvæmt upphaflegum samningi, ekki að greiðast að fullu fyrr en árið 1973, en Þjóðverjar hafa nú fallizt á að flýta greiðsl um svo mjög til þess að létta txndir með Bretum, sem eiga við óhagstæðan greiðslujöfnuð að stríða. — Auk þess mimu Þjóð- verjar flýta greiðslum fyrir vopn, sem þeir kaupa af Bret- tim — og jafnvel auka vopna- kaupin frá því, sem ráðgert hef- ur verið. Krusjeff aftur til Hfoskvu MOSKVU, 24. marz. (Reuter) Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kom aftur til Moskvoi í dag, eftir langa reisu um lamdbúnaðarháruð Síberíu. — Undanfarna viku hefir hann tekið iþátt í landbúnaðarráðstefnu í Alma Ata í Kazahkstan. Þeir, sem búa í glerhúsi... JÓHANNESARBORG, S.-Af- ríku, 24. marz. (Reuter). ■— William Eastwood, samgöngu- málaráðherra Mið-Afríkuríkja sambandsins, ávarpaði kaup- sýslumenn hér í kvöldverðar- boði í gærkvöldi. Lét hann þá m.a. svo um mælt, að Kennedy Bandaríkjaforseti skyldi gæta til um innanlandsmál Afríku- sín að reyna ekki að hlutast ríkja. ★ í þessu sambandi sneri East- wood, kunnum talshætti (að þeir, sem búa í glerhúsi skuli ekki kasta steinum) upp á Bandaríkjastjórn — þannig: „Those who live in The White House should not throw little rocks“. (Little Rock, borg í Arkansas, þar sem mikil átök urðu út af skólagöngu svartra barna fyrir nokkru). -fir Óttazt, að meira fylgi Þúsundir manna þustu út á götur borganna, þegar fyrsta kippsins varð vart, en ekki er kunnugt um að nein slys hafi orðið á mönnum. Aftur á móti hafa orðið talsverðar skemmdir á byggingum í báðum borgunum, og eldar kviknuðu víða. Vitað er, að a. m. m. 50 fjölskyldur urðu að hverfa frá heimilum sínum, sem voru ekki íbúðarhæf eftir hamfarirnar. Átta mjög snarpir og margir minni gengu yfir Mess ina, og a. m. k. sex fundust í Reggio Cala'bria. — Óttast menn, að þessum náttúruhamförum sé ekki lokið. Á Undirgangur í Etnu Umræddar borgir eru eigi langt fró hinu fræga eldfjalli, Etnu, sem mikið hefir látð á sér kræla á undanförnum mánuðum. Þótt- ust menn haf heyrt drunur mikl- ar og sprengingar í iðrum eld- fjallsins rétt um það bil sem fyrstu hræringanna varð vart. Hin frækilega frammistaða ís- lenzku handknattleiksmann- anna á heimsmeistaramótinu á dögunum hefir vakið mik- inn áhuga á iþessari íþrótt, ekki sízt meðal ungra og hraustra stráka á skólaaldri. — Þessa mynd tók ljósmynd- ari blaðsins. Ól. K. M. í fri- mínútum í Austurbæjarskól- anum um dagnn. Þar voru allmargir strákar að æfa sig að skjóta á mark, en sá, sem var með boltann, þegar ljós- myndarann bar að, þóttist ekká nógu ,flinkur“ fyrir myndatöku — og var þá kall- að á „skyttu skólans“. Það er sem sagt „meistaraskot“, sem þið sjáið á myndinn. Urslitastund í nánd í Laos? Kennedy ráðgast við hernaðarleiðtoga — 7. Bandaríkjaflotinn sagður á verði — Nýitr herflokkar frá N.-Vietnam til Laos — Yfirvof- andi, að landið skiptist í tvennt — Ýmsar ríkisstjórnir hafa sanvráð um lausn vandans. AUGU ALLS heimsins beinast nú að ástandinu í Asíurík- inu Laos, enda hafa ýmsir helztu þjóðaleiðtogar miklar áhyggjur af framvindu mála þar og hafa samband sín á milli um möguleika til lausnar. Samkvæmt fréttastofuskeytum í gær frá Laos, Thailandi, Indlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, virðist mega ætla, að ástandið' í Laos sé komið á það stig, að nú dragi annaðhvort til úrslitaátaka um landið, eða að vænta megi lausnar á vandamálunum þar, á stjórnmálaleg- um grundvelli, alveg á næstunni, fyrir atbeina þjóðaleið- toga í austri og vestri. Laosstjórn hélt því fram í gær, að nýir herflokkar frá Norður-Vietnam, níu að tölu, hafi nú ruðzt inn í land- ið og taki þátt í hernaðaraðgerðum Pathet Lao-manna gegn stjórnarhernum. — I»á herma fréttir, sem reyndar hafa ekki fengizt staðfestar, en eru taldar nokkurn veginn ör- uggar, að T. floti Bandaríkjanna — eða a.m.k. allmörg skip úr honum — stefni nú til Laos, þar sem þau muni verða til taks í næsta nágrenni. Um borð í herskipunum munu vera um 1.400 sjóliðar. — Hernaðarsérfræðingar hinna 8 ríkja Suðaustur- Asíu bandalagsins (SÍEATO), sem setið hafa á fundi til að undirbúa ráðherrafund bandalagsins nk. mánudag, lýstu ástandinu í Laos í gær sem „hættulegu“. — Hins vegar hermdi frétt frá Lundúnum, að brezki utanríkisráðherrann, Home lávarður, teldi vonir til þess, að Sovétstjórnin muni fallast á tillögur Breta, sem miða að lausn Laos-málsins, og skýrt var frá í fréttum í gær. + KENNEDY EINBEITTUR Kennedy Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund 1 fyrrakvöld, þar sem hann skýrði stefnu stjórn ar sinnar í Laosmálinu. Kennedy lagði megináherzlu á það, að Laos yrði að halda sjálfstæðu sínu og að það skyldi vera hlutlaust — og kvaðst hann styðja tilraunir Breta til lausnar málinu af heil- um hug. Ilann lagði og ríka áherzlu á það, að Rússar og önn- ur kommúnistaríki yrðu að hætta vopnasendingum til uppreisnar- manna í Laos og annarri hernað- araðstoð við þá. Ef það yrði ekki gert, yrðu Bandaríkin og banda- lagsríki þeirra að endurskoða af stöðu sína og grípa til einhverra raunhæfra aðgerða. Enginn skyldi ætla að Bandarikin mundu hvika frá þeirri ákvörðun sinni, að sjálfstæðu og fullveldi Laos skuli varðveitt. En Bandaríkin vildu ekki stríð — þau vildu leysa málið við samningaborð. — • — í gær afhenti Harrimann, sér- legur sendiherra Kennedys, Nehrú forsætisráðherra Indlands persónulega orðsendingu forset- ans um Laos, þar sem hann fer fram á hjálp Nehrús við lausn vandamálsins. Harriman fer flug leiðis til Bandaríkjanna á morg- un og gefur Kennedy skýrslu um för sína. — Nehrú hafði fyrr um Frh. á bls. 2 101 árs — gift í 5. s/fin BUENOS AIRES, Argentínu, 24. marz. (NTB-AFP). — Hér í borg fór fram brúffkaup meff mikilli viffhöfn í dag. Gifting þessi þykir fyrst og fremst fréttnæm vegna þess, aff brúff- urin er 101 árs gömul — og er þetta fimmta hjónaband henn ar. Brúðguminn er hreinn ung lingur í samanburði við hana, aðeins 65 ára. Brúðurin, Vicenta Cavallara geislaffi af hamingjiu og virtist ekki hafa minnstu áhyggjur af J aldursmuninum. (Ekki er tek- iff fram í fréttinni hvort held- | ur hamingja eða áhyggjur | lýstu sér í svip brúðgumans). | Lög um ríkisábyrgðir FRUMVARP ríkisstjórnar innar til laga um ríkis- ábyrgðir var afgreitt sem lög frá Alþingi í gærdag. Með lögunum eru settar al mennar reglur um skilyrffi þau, sem uppfylla þarf til þess aff fá rikisábyrgff, og hversu aff skuli fara, ef van- skil verffa. Er ákveffiff, aff ábyrgðarheimild skuli ætið veitt í lögum, en hingað til hefur talsvert tíðkazt, aff Al- þingi hafi veitt slíkar heim- ildir meff þingsályktun, og hefur þaff jafnvel veriff gert, þótt um verulegar fjárhæffir hafi veriff aff ræffa. Þótti nauffsynlegt að setja slíkar reglur, ekki sízt þar sem raunin hefur orðiff sú undan- fariff, aff veruleg áhætta hef- ur fylgt slíkum ábyrgffar- heimildum. Þá er í lögunum ákvæði um þaff, aff ríkissjóður megi ekki ganga í ábyrgff, nema sett sé næg trygging aff dómi fjármálaráðherra, og aff hver sá, sem ríkissjóffur gengur í einfalda ábyrgff fyrir, skuli greiffa honum áhættugjald um leiff og ábyrgff er tekin, 1% af ábyrgðarupphæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.