Morgunblaðið - 25.03.1961, Side 9

Morgunblaðið - 25.03.1961, Side 9
MORGVISBLAÐ19 9 Laugardagur 25. marz 1961 Kennedy og de Gaulle gera út um framtið NATO LAND MITT Belgía, á nú við mjög alvarlega örðug- leika að stríða. Ég sný aft- ur heim til þess að taka að nýju þátt í stjórnmálabar- áttunni þar, en í henni hafði ég tekið þátt samfleytt í 40 ár, áður en ég kom til NATO. Það er eina ástæðan fyr- ir því, að ég læt nú af störf- um sem framkvæmdastjóri NATO. Ég hóf starf mitt hjá NATO Bkömmu eftir atburðina við Súez, atburði, sem höfðu snúið Frakklandi og Bretlandi gegn Bandaríkjunum, svo að samtök- unum stafaði hætta af því. Nú þegar ég hverf á brott frá NATO eru einnig tímamót. Kennedy er að taka við stjórnartaumunum í Bandaríkjunum. Dvöl mín hjá NATO myndar þannig sérstak- an kapitula í sögu samtakanna og því er tilvalið að líta yfir farinn veg og hyggja að því hvar við stöndum í dag. 1949 og nú. Við skulum þá fyrst gera sam- anburð á afstöðu okkar núna og árið 1949, þegar NATO var stofnað. Árið 1949 ógnuðu kommúnistar fyrst og fremst Evrópu. Ógnun þeirra var fyrst og fremst pólitísk. f dag ógna kommúnistar aðallega Afríku og þeir eru hættulegastir á efna- hagsmálasviðinu. Árið 1949 höfðu Bandaríkja- menn einókun á kjarnorkuvopn- ium, en nú standa Sovétríkin jþeim jafnfætis á því sviði. Árið 1949 voru kjarnorkuvopnin ein- göngu herfræðileg vopn (strate- gisk), en nú eru þau orðin her- tæknileg (taktisk). Evrópsku herflokkarnir sem höfðu engin kjarnorkuvopn 1949, geta nú alls ekki án þeirra verið, einfaldlega vegna þess að án þeirra er varn- armáttur þeirra enginn. Krúsjeff forsætisráðherra ger- Ir sér nú fulla grein fyrir því, hvernig atómvopnastyrjöld myndi fara. Hann hefur því endurskoðað erfðakenningar kommúnismans og segir nú að styrjaldir séu ekki lengur óhjá- kvæmiiegar. Hann er svo ákafur í þessari nýju sannfæringu sinni, að hann hikar ekki við að ganga í berhögg við kommúniska Kína i þessu atriði. Upplausn nýlendu stefnunnar var hafin þegar árið 1949 en sú þróun gengur nú æ hraðar. Sjálfstæðið, sem svo margar þjóðir hafa ýmist fengið eða tekið sér reynist þeim sum- um tvieggjað vopn, skapar mörg ný vandainál í Ásíu og kannski sérstaklega I Afriku og eykur hætturnar i þessum álfum. Efnahagsvandamál þessara *iýju sjálfstæðu þjóða verða mjög þýðingarmikil. — Hinn efnaði minnihluti mannkynsins getur ekki lengur horft aðgerða- laus á þá miklu neyð, sem jafn- vel eykst í mestum hluta heims- ins. Kommúnistarnir notfæra sér rækilega þá kosti sem fylgja á- ætlunarbúskap þeirra og þær Iframfarir sem þeir geta sýnt fram á að hafi orðið hjá þeim valda ruglingi á Vesturlöndum. Þrjú viðfangsefni " Aðlögunar tímabil er að hefj- est og á því verður aðallega við þrjú viðfangsefni að fást: Það fyrsta er kjamorkuvopnin, ann- að víðtækai'i pólitísk ráðaumleit- ^ BELGÍSKI stjórirmálamaffur inn Paul-Henri Spaak hefur) ^ nú um fjögurra á.ra skeið^ i gengt embætti sem fram-í ’ kvæmdastjóri NATO. Um þess-? i ar mundir .er hann að láta' \ af starfi og ritaði hann þá^ ^ grein þá sem hér birtist, sem^ / f jallar um stjórnmálaástandið/ dag og framtíð NATO. j un og þriðja efnahagslegt sam- félag. Hvort sem okkur geðjast að því eða ekki, þá er það stað- reynd, að hlutverk kjarnorku- vopna í vígbúnaði herjanna verður æ þýðingarmeira. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé al- gerlega tilgangslaust að byggja landvarnirnar eingöngu á venju- legum vopnum, þegar vitað er að hugsanlegur árásaraðili ræður yfir kjarnorkuvopnum, og jafn- framt er vitað, að hann muni eigi svífast þess að beita þeim. Nú er svo komið að það er al- gerlega þýðingarlaust að eyða milljörðum í landvarnir sem byggðar eru á gömlum, úreltum til varna eru kjarnorkuvopn. Þegar þessu hefur einu sinni verið slegið föstu koma upp mörg ný vandamál. Á þá hver þjóð að hafa sín kjarnorkuvopn? f hvaða tilfelli á að beita hinum áhrifaminni hertæknilegu kjarn- orkuvopnum? Er hægt að beita þeim án þess að af því spretti allsherjar kjarnorkustyrjöld, .— sjálfsmorðsstyrjöld? Væru Bandaríkin reiðubúin að beita atómvopnum til að verja Vestur Evrópu? Affvörun um kjarirorkuvopn. Það er nú komið að því, að Atlantshafsbandalagið verður að taka ákvarðanir í þessum efnum. Óhjákvæmilegt er að láta fram fara kaldrifjaða og óhlutdræga athugun á þessu máli. Ekki er auðvelt að finna lausn allra þess- ara vandamála'. Mér virðist samt, að nokkrar meginreglur séu þeg- ar farnar að myndast af sjálfu sér í þessum efmfm. Það er t. d. enginn hagur að því, að sérhver þjóð hafi sín eigin kjarnorku- vopn og taki sjálf ákvörðun um beitingu þeirra. Ef samstarf á nokkursstaðar rétt á sér, þá er það á sviði kjarnorkumálanna. Þar verður samstarfið mjög brýn nauðsyn, bæði af efnahagsmála- ástæðum og öryggisástæðu««. Ég teldi það skynsamlegt að koma upp birgðum kjarnorkuvopna á vegum Atlantshafsbandalagsins og yrði innan samtakanna komið á fót alþjóðlegu ráði, sem ætti að hafa umboð til að taka á- kvörðun um beitingu þeirra Viðkvæmasta vandamálið þessu er að ákveða hvaða borg- araleg yfirvöld eiga að bera ábyrgð á beitingu þessara vopna. Ef um er að ræða svar við kjarn- orkuárás er málið vandalítið. Þá er hægt að taka á stundinni á kvörðun um að beita kjarnorku- vopnum á móti. Hitt er erfiðara viðfangs, ef árásaraðilinn beitir í fyrstu aðeins venjulegum vopnum til innrásar, en hefur ofurefli liðs og virðist öruggur um sigur. Það er þá vissulega ábyrgðarhluti að taka ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna og menn eru í vafa um, hverjum eigi aff fela slíkt ákvörðunar- vald. Fimmtán lönd sem eiga að taka einróma ákvörðun? Það virðist hvorki raunhæft né fram- kvæmanlegt. En ef það væru fjögur eða fimm ríki sem ættu að taka ákvörðun fyrir hönd allra hinna? Ef til vill. Og þó, — eru ríkisstjórnirnar fúsar að fela öðrum ríkisstjórnum slíkt vald? Um það má lengi deila. Krúsjeff vill eiirangra Vesturiönd Hvort sem mönnum líkar bet- ur eða ver, þá verðum við að viðurkenna að flest og erfiðustu pólitisku vandamálin eru ekki lengur í Evrópu. Það er Asía og Afríka sem nú valda okkur mestum erfiðleikum. Er það við- unandi ástand, að við séum sam- herjar í einum heimshluta, en komum fram sem keppinautar, já jafnvel sem andstæðingar í öðrum hluta heims? Getum við haft sömu skoðnanir og sömu sjónarmið í NATO um evrópsk vandamál og síðan farið til þings í SÞ og verið á öndverðum Paul--Henri Spaak. Myndin tekin á fundi Atlantshafsbandalagsins Atlantshafsbandalagið komizt hjá því að fylgjast með rás at- burðanna og taka breytingum í samræmr við það? Ég held að það komist ekki hjá því. Ég held það sé rétt, að Krjúsj- eff hafi sem stendur gefist upp á því, að heyja styrjöld við okkur og að við getum reiknað með því að hann haldi þeirri skoðun meðan istyrjöld er of kostnaðarsöm og hættuleg. En Krúsjeff telur stráð vonlaust en reynir nð einantfra Vesturlön din meið hvor við annan í öðrum I vandamálum. Við verðum að viðurkenna að það er eðlilegt að sumar þátttökuþjóðirnar hiki við, þegar þær sjá, að samstarfið er þanið langt út fyrir þau svið isem eðlileg eða fyrirsjáanlegt var talið 1949. Og þó, — getur þar með er ekki sagt, að Kvúsj- eff hafi gefið upp allar vonir um að kommúnisminn muni sigra heiminn. Hann stefnir nú að þvi að einangra hina frjálsu Evrópu og Norður Ameríku. 'Ef ástandið breytist ekki á næstu 25 eða 50 árum, að við séum aðeins lítill minnihluti umkringdur af hundr- uðum milljóna manna af hlut- lausum og fjandsamlegum þjóð- um, þá er gert út um örlög okkar og þá geta fjandmenn okkar valið sjálfir tímann til að láta skríða til skara gegn okkur. Það er ekki mögulegt, og held- ur ekki skynsamlegt að einbeita sér að vandamálum Evrópu með- an kommúnisminn breiðist hratt vopnum. Einu vopnin sem duga út og leggur Asíu og Afríku undir sig. Ójöfn aðstaffa. Nú er einnig svo komið, að það eru efnahagsvandamálin sem eru mest knýjandi og örðugast að glíma við. Nú er orðið til- tölulega auðvelt að mynda sam- stöðu margra þjóða um land- varnamál, — en jafnskjótt og farið er að ræða efnahagsmál og viðskiptamál skjóta hinir þjóð- legu sérhagsmunir upp kollinum. Við erum oft neyddir til að gefa upp heilar áætlanir sem horfa til framfara og heilla aðeins til að vernda einhvern hagsmuna- minnihluta. Sú staðreynd, að kommúnist- ar notfæra sér áætlunarbúskap neyðir okkur til að endurskoða Frh. á bls. 15. Brynhildur dóttir — BRYNHILDUR Jóhannesdóttir andaðist þann 19. þ.m. í sjúkra- húsinu á Akureyri og er jarð- sett í dag frá Akureyrarkirkju. Hafði hún átt við erfiðan sjúk- dóm að etja hin síðari ár, sem að lokum hlaut að ná yfirhönd, þrátt fyrir þrek hennar og dugnað. Brynhildur var fædd á ísa- firði þann 29. júní 1898, yngst af séx börnum þeirra Jóhann- esar Guðmundssonar, verzlun- armanns, og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur. Ólst hún þar upp með foreldrum sínum og systkin- um á heimili, sem annálað var fyrir gestrisni og höfðingslund húsráðenda, enda ljóst hvílíkan menningarbrag hún bar með sér frá æskuheimili sínu. Ung að aldri hóf Brynhildur störf við símaþjónustu og vann Jóhannes- Minning við þau um hartnær þriggja áratuga skeið, fyrst á Akureyri, um 1917—1920, en síðan á ísa- firði, þar sem hún vann lengst af við ritsímann. í starfi sínu aflaði hún sér mikils trausts og vinsælda, enda fór saman hjá henni ágæt verkhæfni svo að segja má, að hvert verk léki í höndum hennar og eins frábær samvizkusemi í starfi, prúð- mennska og háttprýði í um- gengrii. Allmikið var til Brynhildar leitað til starfa að ýmsum fé- lagsmálum og vann hún þau störf sem önnur af þeirri ósér- plægni og dugnaði, sem henni var lagin. Þannig varð hún fyrsti formaður Kvennadeildar Slysavarnafélagsins á ísafirði, er stofnuð var 1934 og var hún síðar gerð heiðursfélagi þess fé- lags í viðurkenningarskyni fyr- ir störf hennar í þágu slysa- varnanna. Þegar móðir hennar lézt í hárri elli á ísafirði árið 1946 fluttist Brynhildur með systrum sínum, Soffiu og Svövu, til Ak- ureyrar þar sem hún hefur ann- azt heimili þeirra systra lengst af síðan að frátalinni dvöl henn ar vestan hafs árin 1946—1949. Áður hafði hún dvalizt um eins árs skeið við nám í Noregi og ferðazt nokkuð erlendis. Oft hafði hún átt þess kost að í- lengjast ytra en tryggð hennar við ættingja og átthaga varð þó jafnan sterkari ef hún átti tveggja kosta völ. Enda var tryggðin einn sterkasti þáttur I fari hennar. Annað það, sem mjög verður minnisstætt í fari Brynhildar, var æskuþróttur sá og gáska- full unglingslund, sem hún varðveitti löngum auk hinna mörgu ágætu hæfileika, sem hún var búin. Var hún listræn að eðlisfari, ágætlega músíkölsk, lék vel á hljóðfæri og hafði mikið yndi af söng. Listræn smekkvísi kom fram í hverju því, sem hún fór hönd- um um. Gróðurreitur sá, sem skápazt hefur við heimili þeirra systra á Akureyri, mun lengi bera vott umönnunar og handbragðs Brynhildar. Sá tími, sem hún átti seint og snemma við að fegra og skrýða þennan garð, var ekki veginn á hags- munavog. Mannleg hvöt til auk- innar fegrunar á umhverfi sínu og til vaxtarauka veiku ungviði er aflgjafi slíkra verka. Þá gætti listfengis hennar og fegurðarsmekks ekki síður í því, sem hún fór höndum um innan húss og munu þeir mörgu, sem notið hafa gestrisni þeirra systra fyrr og síðar hafa séð þess ljósasta vottinn með hve mikilli nosturssemi og fín- leika þar hefur verið fjallað um veglegar veitingar og það, sem gleðja mátti auga gestsins við fagurt veizluborð. Brynhildur var mjög bam- góð og hændust þau að henni, enda hafði hún ætíð á hrað- bergi margar skemmtilegar frá- sagnir, sem þau hlýddu á með mikilli athygli. Við kveðjum Brynhildi með hjartans þökk og mikilli eftir- sjá, en gott er að minnast þeirra, sem jafnan báru með sér birtu og yl. Guð blessi minningu hennar. Jón G. Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.