Morgunblaðið - 25.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1961, Blaðsíða 12
V 12 MORGUNBLAÐIÐ JLaugardagur 25. marz 196i. DÆTURNAR VITA BETUR SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN 16 — En þú getur nú samt ekki kennt þér neitt um þetta. Það var eins og hvert annað slys. Það var alls ekki þér að kenna. — En ég hef nú alltaf kennt sjálfri mér um það samt. Ég var yngri þá. Ég veit, að þrjú ár eru ekki langur tími í þínum augum, en ég var þá á eigingjarna aldr- inum. Heimtaði alltaf það, sem mig langaði í. Pabbi hafði verið að kvarta um höfuðverk og var hreint ekki vel hress, en ég vildi endilega láta aka mér í þetta tennismót, og rellaði svo mikið, að hann fór loksins með mig, og mamma fór líka, okkur til sam- lætis .... Hún þagnaði og hroll- ur fór um hana. — Ó, guð min’n góður, ég þoli bara ekki„að hugsa til þess. Þetta var svo tilgangs- laust og hefði alls ekkf þurft að verða. — Æ, elskan mín, það hefði þá bara orðið einhvernveginn öðru- vísi. Ef forlög manns eru ákveð- in .... — Ég veit. Það hafa svo marg- ir verið að reyna að telja mér trú um það, en ég get bara ekki skilið það. Stundum þegar ég sé mömmu, sem er bundin við legu- bekkinn ævilangt, og hugsa um, hve hún var kát og fjörug, dett- ur mér í hug, hvort hún hafi ekki sloppið verr frá þessu en pabbi. Hann svaraði engu. Þó að hann ætti lífið að leyaa, gat hann ekki vitað, hvað hann ætti að segja. Þð eitt vissi hann, að þrátt fyrir þetta allt myndi hann gera sitt bezta til þess að telja henni hug- hvarf. En hann rökræddi þetta ekki meira við hana þennan dag, heldur geymdi það þangað til síðasta daginn, sem þau voru saman, en þá átti hún að fara til Englands aftur, en hann ætl- aði að halda áfram gönguför sinni, því að hann átti enn eftir viku af leyfinu sínu. Þau höfðu tekið með sér nesti og farið á staðinn þar sem þau hittust fyrst og voru farin að telja sína eign. Þar sátu þau á steini og horfðu á fallegu blómin, sem uxu allt í kring. — Ég veit ég gleymi aldrei ströndinni hérna, sagði hún lágt. Hún teygði út armana, eins og hún vildi faðma landslagið. — Gleymdu þá ekki gráu ösn- unum okkar tveimur. Viltu sjá, þeir er mættir eins og þeir eru vanir. Þau voru alltaf vön að gefa ösnunum sykur, en í dag höfðu þau ekki séð þá alveg strax. — Eg vissi, að þeir’ mundu ALLT HEIMILIÐ SKÍNANDI FAGURT Aim nlimiimgs MEÐ ÞESSUM JOHNSON’S FÆGILÖGUM Notið PRIDE fyrir húsffögnin Pride — þessi frábæri vax vökvi, setur spegilgljáa á húsgögnin og málaða fleti án nokkurs núnings. Og Pride gljái varir mánuðum saman, verndar húsgögnin gegn fingraförum, slettum, ryki og óhreinindum. Fáið yður Pride — og losn- ið við allt nudd er þér fægið húsgögnin. Notið Glo-Coat á gólfin. Glo-Coat setur varan. legan g jáa á öll gólf án nokkurs núnings - gler- harða húð, sem kemur í veg fyrir spor og er var- anleg. Gerir hreinsun auðveldari! Fljótari! Notið Glo-Coat í dag — það gljáir um leið og það þornar! koma til að kveðja okkur. Hún leit á hann, eins og hún vildi taka mynd af andliti hans, til þess að hafa með sér. Æ, þetta „kveðja", er svo hræðilegt orð. Mér er svo illa við það. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana. — Þá skulum við ekki vera að segja það. Aldrei. Hvorki hvort við annað né þennan indæla stað, sem við höfum fundið í félagi. Hingað skulum við koma í brúðkaupsferðina okkar. Hlust- aðu nú á. Ég hef verið að hugsa um þetta. Mamma þín gæti verið hjá okkur. — Nei, elskan mín. Þú gætir aldrei þolað hana. — Verr þyldi ég ef við gætum aldrei fengið hvort annað. Hún hristi höfuðið. — Það gæti aldrei gengið. — Því ekki það. Þú skalt að minnsta kosti ekki fortaka það umhugsunarlaust. Athugaðu það að minnsta kosti. — Ég veit bara, að það gæti aldrei blessazt. Elsku Philip, ung hjón geta ekki byrjað sambúð sína með örkumla, miðaldra konu á höndunum. Mamma er afskaplega erfið. Ég vil ekki vera að tala illa um hana, en það verð ég að segja þér eins og það er. Hún er ekki ein af þess- um dásamlegu manneskjum, sem mýkjast við mótlætið. Hún er rellótt og aðfinningasöm .... — Þá er bara einni ástæðunni fleira til þess að þú ættir að fá hjálp við hana. — Ég gæti ekki horft á þig verða að hjálpa mér við það. — Það er nú ekki nema vit- leysa. — Nei, það er það ekki. Þáð er algjörlega raunhæft og skyn- samlegt. Hann tók upp vindlingabréf, gaf henni einn og fékk sér sjálf- ur annan. — Hvað er mamma þín gömul? spurði hann eftir nokkra þögn. — Fjörutíu og sex. Hann sagði blátt áfram: — Þá getur hún lifað lengi enn. — Já, auðvitað getur hún það. — Guð minn góður, Cynthia, alveg ertu frá þér! æpti hann loksins með óþolinmæði, sem ungum mönnum er töm, ef hald- ið er aftur af þeim. — Þú verð- ur eitthvað að hugsa um sjálfa þig. Jafnvel þó að mamma þín sé ekki eldri en þetta, hefur hún átt sína blómatíð. Hún giftist, hún eignaðist þig og hún hefur sennilega átt mörg hamingjusöm ár. Að minnsta kosti getur hún minnzt þeirra, en hvað verður um þig? — Ég ætla að sjá um hana eins lengi og hún þarfnast mín. — Og verða gömul og geð- vond piparkerling? — Ég reyni að forðast það, en vitanlega getur það orðið samt. Hann horfði hugsandi út á sjóinn, og reiðin kom upp í hon- um. Ef hún elskaði hann eins og hann elskaði hana, færi þetta alls ekki svona. Einhvernveginn myndu þau finna lausn á þessu vandamáli með móður hennar. En eins og var, vildi hún ekki einu sinni hjálpa til þess, heldur sagði blátt áfram, að hún vildi Nýkomið Sumarkjólaefni — Gardínuplast Þýzku drengja- og herranær- buxurnar komnar aftur. Asg. G. Gunnlaugssou & Co. Stórholt 1 — Sími 13102 Sendisveinn Röskan sendisvein vantar okkur strax. Vinnutími 6—12 f.h. JOHNSON/SIWAX PRODUCTS MÁLARINN H. F. Sími 11498 — Reykjavík JHtfVguttÞl&frife afgreiðslan — Sími 22480 f — Ég vorkenni þér Markús .... Og ég skyldi hjálpa þér, en ég óttast McClune! — Þú getur að minnsta kosti gefið mér upplýsingar .... Var hér nokkur, sem hundurinn hat- aði? — Ja, hann kataði lækninn .. Vegna þess að drengurinn grét þegar leeknirinn gaf honum sprautur! Og læknirinn var hér kvöldið sem barnið hvarf! — Það er athyglisvert ---------- Mjög athyglisvert! ekki giftast honum, og var sýni- lega reiðubúin til að láta það gott heita. — Ætli sannleikurinn sé ekki sá, að þú elskar mig ekki, hreytti hann út úr sér í gremju. — Nei, Philip! Þú veizt vel, að ástæðan er ekki sú. Sárindin i röddinni hefðu getað sagt hon- um, að hún sagði satt. — Ef svo er hversvegna viltu þá ekki einu sinni reyna að finna einhverja lausn á þessu vandamáli með hana mömmu þína? -— Ég hef reynt það, og ég veit, að það er engin lausn til á því máli önnur en þessi eina. — Það finnst mér óþarfa upp- gjöf og þér ólíkt. Þú hefur þó hugrekki á við hvern annan. Hún leit undan og hann sá, hve bágt hún átti með að verjast gráti. — Heldurðu, að það krefjist einungis hugrekkis að skilja við Þig? — Fyrirgefðu mér, elskan. Ég ætlaði ekki að græta þig. En ég er bara svo örvæntingarfullur. Ég veit, að við eigum að giftast, og ég finn það alveg á mér, að ef við gerum það ekki, iðrumst við þess til æviloka. Hún andvarpaði þreytulega. —» Það er sennilega ekki nema satt. En samt er ég ekki á þínu máli um þetta. Hún tók báðar hendur hans og hélt þeim fast. Heyrðu mig nú! Mig langar ekkert til að fara að tala í predikunartón, en það er setning í biblíunni, sem ég get ekki fengið úr huga mér í sambandi við mömmu. „Sá sem þekkir hið rétta og gerir það ekki, honum er það synd“. Þú skilur, elskan mín, að mér finnst að úr því að ég á að gæta mömmu og meta hana mest, þá væri það synd ef ég vanrækti það. — Já, en, Cynthia, ég er alls ekki að biðja þig að hætta að sjá um hana. — Ég veit það. En hitt skil* urðu ekki, að ég get ekki gert hvorttveggja: sjá um hana og giftast þér. Hann slökkti í vindlingnum sínum. — Kannske þú komist á aðra skoðun, þegar þú ert kom. in heim til Englands og ert búin að hugsa þig betur um. — Ég hef enga von um það. — Þú ert sauðþrá, finnst þér ekki? — Viljasterk, vildi ég nú held- ur kalla það. — Gott og vel. En ef út í þá sálma er farið, þá er ég það líka. Og ég ætla að halda áfram að biðja þín .... — Nei, gerðu það ekki. Hún kipptist við, eins og hún væri hrædd. — Þetta má ekki halda áfram svona. Þá yrði ég vit- skert. Við verðum að binda enda á þetta, og kveðjast í dag fyrir fullt og allt. — Þú ert grimm! — Hvernig geturðu sagt það. Þú veizt hverjar tilfinningar mínar eru! ailltvarpiö Laugardagur 25. marz 8.00 Morgunútv. — Bæn. Morgunleik* fimi: Valdimar Örnólfsson, leik-* fimikennari og Magnús Péturs« son píanóleikari. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (í>orkell Helga son). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla'* eftir Gunvor Fossum; I. (Sigurður Gunnarsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18#30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 0» 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Kökubúð Krane" eftir Coru Sandel og Helge Krog. t>ýð-» andi: Aslaug Arnadóttir, — Leik stjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (45). 22.20 Ur skemmtanalífinu (Jónas Jón« asson). 22.45 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.