Morgunblaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 3
, Sunnudagur 7. maí 1961 MORG1JNBLAÐ1D 3 SÆLA Föstudagur, 14. apríl. Klukkan er 14.30. Áætlunarbifreið Norðurleið ar er komin talsvert upp með Norðurá á leið upp á Holta- vörðuheiði. Færð versnar, óg stöðugt skefur í hjólförin. Um talstöðina berast slæmar frétt ir frá bílalestinni, sem við erum að draga uppi. Það tekur heldur að sljákka í hinum bjartsýnustu, sem höfðu ætlað okkur 3 klukkutíma yfir heið- ina. Lagt hafði verið af stað kl. rúmlega 8 frá Reykjavík og ætlunin var að komast til Akureyrar fyrir kvöldið. Far þegar voru um 20, hvert sæti skipað. Þetta var nokkuð margbreytilegur hópur, karl- menn í miklum meiri hluta eða um 3/4. Stemningin var ágæt í bíln- um, talsvert um samræður og grín, enda veitti ekki af að hressa eitthvað upp á andann með krydduðum sögum, því að útlitið fór að verða skugga legt. Við náum nú öftustu bílun- um í bílalestinni, og eru þá bílarnir orðnir 28, mestmegnis flutningabílar, áætlunarbíll- inn og ein ,,drossía“, sem náð- arsamlegast fær að fylgjast með í eftirdragi. Þá er og rétt að geta þess, að bátur er með í lestinni á leið til Skaga- strandar. Haldið er nú áfram um stund, en ekki líður á löngu, þar til lestin verður að stanza. Ýtiumar 2 hafa sem sé ekki við að moka af veginum, þrátt fyrir hetjulega framgöngu ýtustjóranna. Akureyri er nú þegar strikuð úr áætlun dags ins. — — ,,Á eWki einhver nef- tóbak“, var kallað framan úr bíl. Jú, reyndar, einn var svo snjall að eiga neftóbak og bauð mönnum, hvað menn meðtóku feginsamlega. Prýði- leg hressing, að vísu varð sumum á að hnerra duglega, m. a. greinarhöfundi, en hvað gerði það til. Þetta fór nú að gerast allspennandi. Mað- ur fór að sjá fyrir hugskots- sjónum sér fyrirsagnirnár í blöðunum daginn eftir, en þær fóru alltaf stækkandi, eftir því sem á daginn leið. „Stoppin“ urðu stöðugt lengri og stöðugt var ekið skemur á milli. Fyrir kom að bíða þurfti 45 mínútur eftir að fara 300—400 metra, og alltaf jókst hríðarkófið og skafrenningurinn, svo að ýtu- mennirnir sáu vart til að moka. Er líða tekur að aftni fer lestin að nálgast sæluhúsið. sem er á háheiðinni, og um 8-leytið um kvöldið koma fyrstu bílarnir þangað. Þær fréttir berast, að kaffi og kex sé á boðstólum þar upp- frá, og nokkrir farþeganna drífa sig út í hríðina til að komast í kaffið. En leiðin reynist lengri en menn héldu í fyrstu og á móti veðri er að sækja. Flestir snúa við nema nokkrir harðjaxlar, sem kom- ast á leiðarenda. Um kl. 21,30 er áætlunar- bíllinn kominn upp að sælu- húsi, ekki er nú gangurinn meiri. Manni dettur í hug sag an af bóndanum, sem var að koma úr kaupstað ríðandi með kerruhest í taumi, all- mikið við skál. Er minnst var- ir veltur kerran og hesturinn með. Bóndi tekur ekkert eftir og heldur áfram að toga í tauminn. Kemur þá maður á móti honum og verður að -orði: ,,Hægt gengur hjá þér, lagsi“. „Já, en það mjakast samt“, sagði karl. Allmargt manna fékk sér kaffi og kex (sem var á þrot- um) í sæluhúsinu, bezt að vera vel undir nóttina búinn. ★ Kom nú dagskipun frá bíl- stjóranum að farþegar skyldu setjast upp í, því nú myndi haldið áfram. í seinni fréttum útvarpsins heyrðum við, hvar við vorum stödd fyrir hálf- Hópur manna fyrir utan sæluhúsið. Jón, ýtustjóri, Ólafsson Z. frá vinstri í fremstu röð. SÆLUHUSI tíma (á sama stað) og að við myndum komast á Blönduós um kl. 4 um nóttina. En allt kom fyrir ekki. Ýtu- mennirnir börðust eins og ljón, en veðurguðirnir voru ekki á því að láta undan síga og við ofurefli var að etja. Mjög hægt gekk að moka, enda snjór á 4. metra í brekk- unni undan sæluhúsinu. Er minnst varði bilaði hlið- ar-,,kúpplingin“ í annarri ýt- unni. Þessi válega frétt barst til okkar um talstöðina um kl. 22,30. Menn voru orðnir svo vanir, að fagrar vonir brygðust, að þeir tóku þessu karlmannlega. Þessi tíðindi voru send ráðandi mönnum hjá vegamálum fyrir sunnan og ráðstafanir gerðar til að fá kynt var upp í skyndi, en með því að það gat eigi rúm- að allt fólkið, var ákveðið að hafa áætlunarbílinn í gangi um nóttina og hita hann upp, þar gæti þriðjungur fólksins verið eða um 25. Fór nú að nálgast miðnætti, og var nú liðinn hálfur sólarhringur frá því er fólk hafði borðað og frá því lagt var af stað frá Fornahvammi. Tók menn að svengja. Uþpgötvuðu þá fundvísir menn einhvers staðar slatta af pylsum, sem voru á leið til Akureyrar (var sagt), og enn fremur kexkassa frá ein- hverju kaupfélaginu fyrir norðan. Var í skyndi sóttur snjór, hann bræddur, og pyls- urnar síðan soðnar og stýfðu menn þær úr hnefa. Brögðuðust þær prýðilega, þrátt fyrir það að þær voru teknar ófrjálsri hendi! Ef-tir þessa þörfu hressingu bjuggust menn nú til að ganga til náða, eftir því sem unnt var. í bílnum var ill- mögulegt að sofa fyrir þrengsl um, en ástandið í sæluhúsin-u var þannig, að þar var svo „þétt setinn (og staðinn) Svarfaðardalur", að við lá, að menn gætu sofið standandi. Kojurnar voru aðens 6, og lágu 2 í hverri. Var reynt að sjá svo um, að bílstjórarnir svæfu þar (eða reyndu það a.m.k.), enda voru þeir mest hvíldar þurfi. Yngsti farþeginn, 1(4 árs, ásamt móður sinni. Sú litla var hin sprækasta uppi á heið- inni. Aldursforsetar voru Lárus, bóndi, Björnsson frá Gríms- tungu og Vestur-íslendingur einn, kominn heim á vit ætt- jarðarinnar eftir 40 ára fjar- vist, báðir 71. árs. ýtu með mjólk frá Borðeyri. Búizt var við henni um 8- leytið, morguninn eftir. Ekki þótti ráðlegt að leggja upp með aðeins eina ýtu og lí'tið af hráolíu með svo margt fólk í grenjandi norðanstór- hríð. Sýnt var, að við yrðum að dveljast þessa nótt alla og lengur á þessum guðs yfir- gefna stað. „Það hlaut að fara svona", sagði karlinn, sem datt í ána. Bjuggust menn til að koma sér fyrir í sæluhúsinu og Stöðugt var hitað kaffi. — Hallur Jónasson, bílstjóri frá Varmahlíð, sá einkum um kyndingu og snjóbræðslu og af slíkum eldmóði og fitons- krafti, að menn höfðu vart við að ber-a inn snjó, og var þó þarna margt röskleika- manna. ,,Löng es nótt, langar ro tvær, hvé of þreyjak þrjár; opt mér mánaðr minni þótti en sjá half hýnótt". Og leið rrú að morgni. — Klukkan 6 kom Gunnar Jóns- son, bíls'tjóri hjá Norðurleið, inn í „rútu“ að hafa samband við „Gufunes-radíó“ í talstöð- inni. Afdrif ýtunnar að norð- an höfðu orðið þau, að hún sat föst í keldu skammt frá Borðeyri og var því úr sög- unni í bili. Hins vegar hafði verið sendur „trukkur" með stóra ýtu frá Reykjavík um nóttina ,og sþurðist nú, að hann væri aðeins kominn upp að Hvalveiðistöðinni í Hval- firði. Augljóst var nú, að við yrðum að dúsa þarna langt fram eftir degi. Hitað var kaffi um morg- uninn, og þá dreif frú Svava Halldórsdóttir, sem var með okkur í „rútunni", í því að hita hafraseyði. Var því síðan úthlutað hverjum og einum og sötruðu menn af undirskál um, úr bollum og jafnvel flöskum og átu kex með, og þótti allmikil hressing. Kaffi var hitað og drukkið í gríð og ergi dag þennan. Þótt böllar væru ekki nema 5—6 og ör- fáar undirskálar, gekk greið- lega kaffidrykkjan. Dag þennan lifðum við i bezta yfirlæti, einkum af kaffi, ,,exporti“, molasykri, kexi og hafraseyði en snjór- inn var undirstaða undir allri eldamennsku. Þarna var Lárus bóndi Björnsson frá Grímstungu, gangnaforingi í áratugi og alvanur hrakningum á heið- um. — Fékkst hann manna mest við ka-ffitilbúning og fórst vel úr hendi, sem hans var von og vísa, en aðalkyndari var Hallur frá Varmahlið, sem fyrr segir. Stöðugt var kapp- kynt og funheitt var inni. Strax og síminn var opnaður á Brú, fóru þeir Gunnar Jóns- son og Jón Ólafsson frá Hrúta tungu að tala við ráðandi raenn hjá vegamálum, norðan og sunnan heiðar. Síminn var — Guði sé lof og prís — í ágætu ástandi, svo ískyggi- legt, sem ástandið nú annars var. Menn hringdu til ætt- ingja að tjá þeim, að líðan sín uppi á heiði væri aldeilis prýðileg, já, þetta var, má segja, ókeypis páskaferðalag á jökli eins og Gunnar Bjarna son orðaði það. Frá því sím- inn var opnaður og þar til við yfirgáfum sæluhúsið, var ekki lát á símtölum og -hring- ingum. Nú var fréttastofa Ríkisútvarpsins komin i leik- inn sem og fréttamenn stór- blaðanna í höfuðstaðnum. — Fundum við, sem veðurteppt vorum í grenjandi norðanstór hríð, það glöggt, að allur íandslýður fylgdist af kvíða- blöndnum spenningi með af- drifum okkar. Mun fólk hafa verið kvíðnara en ástæða var til, að vísu var þetta einstæð- ur atburður, að 28 bílar, 1 bát ur og 75—80 manns váeru veð urteppt á Holtavörðuheiði, en þess bar að gæta, að með okk ur voru menn þaulvanir vetr- arferðum á fjallvegum, bæði ráðagóðir og þrautgóðir. Mun sannast orða, sem einn far- þeginn sagði, að þessir bíl- og ýtustjórar myndu afspyrnu- vel fallnir til að vera herfor- ingjar eða háttsettir menn í herjum, þar sem þörf er skjótra ákvarðana og fram- kvæmda. Fólk var farið að hafa gam- an af þessu öllu saman. Það var þá einhvers að minnast og frá einhverju að segja. Þarna var fólk á öllum aldri, frá 1 til 71 árs og allt þar á milli, konur og karlar, bílstjórar og farþegar, bjart- sýnir og svartsýnir, leikir og lærðir og að auki ein rauð- hærð skvísa frá Eyjum. Ýmislegt var gert til að stytta sér stundirnar. Rætt var um allt milli himins og jarðar, allt frá Gagarín til ís- lenzkra fjallagarpa og frá ís- lenzkum stjórnmálamönnum til graðfola i Skagafirði. Lítið var sungið, en fyrir áeggjan Gunnars Bjarnasonar hóf Lárus frá Grímstungu að kveða fyrir okkur, enda kvæðamaður, og kvað hann við raust bæði hátt og snjallt tvær stökur, en með því að enginn fékkst til að kveða með honum, hætti Lárus kveð andinni. Menn tóku að kveðast á. Niðri í „rútu“ lék yngsti farþeginn við hvern sinn fing ur, en sú litla stóð sig alveg tvímælalaust langbezt eftir aldri, nema ef vera skyldi Lárus, kempan frá Gríms- tungu. I hádegisfréttum heyrðum við dramatíska lýsingu á ástandinu hjá okkur. Og leið nú sá dagur fljótt að kvöldi. Þær fréttir bárust, að ýtan frá Borðeyri væri komin upp úr keldunni, og væri beggja ýtanna von um 6-leytið um kvöldið. Það, sem eftir var dagsins, lifðu menn þarna uppi á heiðinni í glaumi og gleði. Stemningin var slík, að við hefðum jafn- vel verið í skapi til að taka á móti barni, eins og kempan frá Grímstungu sagði snilld- arlega. Svo fór eigi. Já, alveg rétt, það má ekki gieyma því, að við sendum Framhald á bls. 6'. ***** *****

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.