Morgunblaðið - 22.10.1961, Side 7
,-t Swnnudagur 22. okt. 1961
MORGVHBLAÐ1Ð
7
ÞAÐ, SEM einna mesta at-
(hygli vakti fyrst í stað á 22.
flokksþingi Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna. var
það, að deilumál Kínverja og
Rússa hafa í fyrsta skipti
komið fram í dagsljósið þar
eystra; opinberlega og skor-
inort. Þegar ChOu En Lai
álasar nú Krúsjeff fyrir að
hafa gert misiklíðina opinbera
og segir slíkt ekki vera í anda
hinna heilögu lærifeðra. þá
xná hann að vissu leyti sjálf-
um sér um kenna, því að hann
hefur sýnt Krúsjeff á'berandi
lítilsvirðingu, að ekki sé tai-
að um fyrirlitningu. á þing-
inu. Það atriði, að aLbanska
kommúnistaflokknum var
ekki boðið að senda fulltrúa
til Mos'kvu. meðan ámóta
ómerkilegir flokkar ein^ og
Þúsundimar klappa fyrir Krúsjeff í nrýja Stóra leikhúsinu í Kreml.
Frá 22. flokksþinginu i Moskvu:
Chou En Lai mdðgar Krúsjeff
t.d. íslenzki kommúnista-
flokkurinn fær að senda
é'heyrnarfulltrúa, hefur auð-
vitað „hleypt illu blóði í“
Kínverja. Meðferðin á Al-
hönum er e. t. v. eins konar
viðvörun um að þeir, sem
ekki hlíti forsjá Sovétríkj-
anna, geti ekki átt von á
góðu.
• Chou dónalegur.
Framkoma Chou En Lai á
sjálfu þinginu hefur sízt orðið
til þess að blíðka hug Krús-
jeffs í garð Kínverja.
M!eðan Krúsjeff talaði sam
fleytt í sex og hálfan tíma,
sat Chou En Lai álútur að
'baki hans meðal heiðursgesta
Hann leit aldrei upp. huldi
stundum höfuðið í hondum
sér, en annað veifið tók hann
að skrifa ákaflega á hné sér.
Þær sex þúsundir þingfull-
trúa og gesta, sem þingið
sátu. fengu að vita, að kapí*
talisminn væri að deyja út
af sjálfu sér og myndi stein-
dauður fyrir fullt og allt inn-
an 20 ára. einfaldlega vegna
þess að allir gætu séð, að
kommúnisminn hefði skapað
langtum betri lífsskilyrði í
löndum sósíalismans en þau,
sem þekktust í kapítalista-
löndunum! „Hinn öruggi sig-
ur yfri vestrinu“ myndi
verða á friðsamlegan hátt,
því að „leið friðsamlegrar
sambúðar“ væri sú eina
rétta.
• Eldur og brennisteinn.
Kínverjar eru sem kunnugt
er á öðru máli. Þótt þeir
fagni e. t. v. hótunum Krú-
sjeffs um að hann geti
sprengt 100 megatonn (100.
000.000 tonna jafngildi af
TNT) sprengju. þá eiga þeir
örðugt með að fyrirgefa hon-
um ummæli um „friðsam-
lega sambúð.“ Þeir vilja sigra
með orðunum „eldur og
'brennisteinn“. meðan Krú-
sjeff notar þau orð til skiptis
við orðin „friður og vinátta."
Þess vegna leit Chou En
Lai aldrei upp. Þingheimur
dottaði hvað eftir annað, þeg
ar leið á ræðu Krúsjeffs, sem
virðist hafa tileinkað sér
ræðulist Castros vinar síns.
Þó hrukku menn upp. þegar
klappliðið skellti saman lóf-
um. og að lokum var það lát-
ið trufla Krúsjeff á tíu mín-
útna fresti. Krúsjeff varð
hvíldinni feginn, því að hann
varð mjög hás, er á leið, og
einu sinni fékk hann nokk-
urra mínútna hóstakast. En
aldrei klappaði Ohou En Lai.
Jafnvei þegar þingheimur
klappaði hvað kröftugast við
ummælum Krúsjeffs um að
kommúnistiskt rí'ki yrði e. t.
v. komið á í Sovétríkjunum
fyrr en vænzt hefði verið, sat
Ohou grafkyrr. Þegar allir
hlógu að bröndurum Krú-
sjeffs. sat Chou eins og
drúlda.
• Hendur í vösum.
En ekki ncg með það. Þeg-
ar Krúsjeff hafði lokið við
maraþon-langloku sína, gekk
hann til heiðursgestanna og
tók í hönd þeirra helztu. Þeg
air röðin var komin að Go-
mul'ka, stóð Ohou En Lai
skyndilega upp og gekk hratt
að útgöngudyrunum með báð
ar hendur grafnar djúpt í
vösum. ____
Fyrrver-
andi forseti
fjölda-
morðingi
Það hefur einnig vakið at-
hygli, að kínversku kommún-
istablöðin minnast tæplega á
flokksþingið í Moskvu. Pek-
ingblöðin hafa sagt frá þing-
inu í 10 lína smáfrétt á bak-
síðu ,og blað ungkommúnista
faldi fréttina innan um alls
konar ómerkilegar fréttir
í ruslakistudálki. sem heitir:
„Stuttar fréttir11. Þar er
hvergi minnzt á hina nýju
stefnuskrá, þótt ihún sé sú
fyrsta síðan 1919. á fjarveru
Albana. né að 50 megatonna
sprengja verði sprengd fyrir
mánaðarlok, og mætti þó ætla,
að Kínverjum hafi þótt gaman
að þeirri frétt.
• Háttsettir hreinsaðir.
Nú eru hreinsanirnar byrj-
aðar, og sennilega beinist at-
hygli heimsins að því, hverj-
um verður nú rutt til hliðar.
Þegar hafa heimskunnir
menn eins og Malenkov,
Búlganín. Kaganovitsj. Yoro-
sjilov (fyrrv. forseti!), Per-
vúkín, Sabúrov og Sjepiloff
verið ákærðir fyrir ólöglegar
handtökur, pyndingar og
fjöldamorð á þúsundum sak-
lausra borgara. Það munar
ekki um það! En í kommún-
istaþjóðfélagi er það svo sem
ekki ný bóla. að fyrrverandi
forsetar og forsætisráðherr-
ar séu ákærðir og dæmdir
fyrir svo ferlegar sakir gegn
þegnum sínum.
• Áttræður fjölda-
morðingi.
Klim Vorosjilov er nú átt-
ræður. Því ætluðu margir. að
honum yrði hlíft við að kom-
ast á hinzta þrep „tröppu-
dauðans", en það nefna Rúss-
ar aðferð Krúsjeífs við að
losna við andstæðingana.
Hann notar að vísu þægilegri
aðferð en Stalín. sem lét
drepa andstæðingana innan
sólarhrings. ef hann þurfti þá
ekki að pynda þá fyrst til að
undirskrifa játningar. En að-
ferð Krúsjeffs er jafn virk.
Kvörn hans malar bara hæg-
ar (en e. t. v. önuggar) en
Stalíns. Hann „afhjúpar“
andstæðingana stig af stigi,
og í þriðja sinni er venju-
lega úti um þá.
• Fékk að kyssa og káfa á
Gagarín.
Vorosjilov er nú borinn til
grafar í þriðja sinn. í maí
1960 sagði hann af sér for-
setaembætti, í júlí hveirf hann
úr flokksráðinu. en þar hafði
hann setið í 34 ár, og nú er
hann stimplaður flokksfjand-
samlegur fjöldamorðingi og
pyndingameistari. Það studdi
hald manna, að sleppa ætti
Vorosjilov nú við frekari
hrellingar, að hann var einn
hinna útvöldu. sem fékk að
knúskyssa og káfa á Gagarín
á Moskvuflugvellí á dögun-
um.
• Viðstaddir útför
sjálfra sín.
Til þess að gera þessa tragi
kómedíu í Kreml-leikhúsinu
enn áhrifameiri og hrikalegri
voru Búlganín. Pervúkín og
Vorosjilov látrlir vera við-
staddir þingið, þar sem Krú-
sjeff húðfletti þá með tungu
sinni. Voroajilov var meira
segja valinn í forsæti þings-
ins fyrr sama daginn og Krú-
sjeff leysti frá skjóðunni- Og
hvers á Pervúkín veslingur-
inn að gjalda? Hann, sem að
allra dómi hefur staðið sig
svo vel sem sendiherra Krú-
sjeffs hjá Ulbrioht í Pankow
í A-Berlín.
Nei, það er víst okkur Vest
urlandabúum ofvaxið að
skilja þessa hálfbroslegu
harmleiki á sviðinu í Kreml-
lei'khúsinu.
Þegar þetta er skrifað. á
margt fróðlegt sjálfsagt eft-
ir að fréttast frá þessu flokks
þingi, þótt líklega verði þess
ar hroðalegu ásakanir og
þetta ægilega uppgjör há-
punktur þingsins.
• Uppljóstranir Morgun-
blaðsins
Þess má að lokum geta, að
árið 1959 var þess getið á
Æskulýðssíðu Morgunblaðs-
ins, að Vorosjilov bæri ábyrgð
á dauða fjölda saklausra karla
kvenna og barna. Sendiráð
Sovétrikjanna í Reykjavik
krafðist þess, að mál yrði höfð
að á hendur Morgunblaðinu
vegna ummælanna. Varð
Morgunblaðið að lokum að
greiða sekt vegna þeirra.
Nú hefur æðsti maður Sovét
ríkjanna staðfest opinberlega
ummæli Morgunblaðsins. —
Hafa þau e.t.v. orðið til þess,
að Krúsjeff hefur fyrirskipað
rannsókn á ferli forseta Sovét-
ríkjanna, sem þá var, og rann-
sóknarnefndin komizt að sömu
niðurstöðu og ritstjórar Æsku
lýðssíðunnar á sínum tíma.
• „Áður en það var um
seinan“
Frú Furtseva, menntamála-
ráðherra Sovétríkjanna, sagði
á föstudag, eftir at Skýrt hafði
verið frá glæpa- og hryðju-
verkum æðstu manna Ráð-
stjórnarríkjanna: „Hvílík ham
ingja var það fyrir flokkinn
og þjóðina, að miðstjórninni
undir forsæti N. S. Krúsjeffs
skyldi takast að svipta fals-
hulunni af þessum mönnum,
áður en það var um seinan".
Áður en hvað var um seinan?
Aður en snert var við skinni
frúarinnar sjálfrar? Var það
ekki um seinan, eftir að þús-
undir manna höfðu saklausir
verið pyndaðir og líflátnir?
Allar þessar uppljóstranir
sanna enn einu sinni, að orsök
slíkra glæpaverka liggur í
eðli þjóðskipulagsins sjálfs,
þar sem slíkir menn geta skip
að æðstu stöður, en ekki í
„skapgöllum sjálfspersónu-
dýrkenda", eins og réttlinu-
kommúnistar rembast við að
halda fram. M. Þ.
Krúsjeff setur 22. flokksþingið 17. október. Fyrir aftan hann
sitja tveir tryggir: Suslov og Mikojan.
Vantar tvo verkamenn Lýsi hf. Grandavegi 42. Sendisveinn Ungling vantar til sendiferða hálfan eða allan daginn. ÁLAFOSS H.F., Þingholtsstræti 2.