Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 j > - «%*■ 1INNINGIN um ástarævintýr S. sem varð l>ess valdandi að Tátvarður VIII. Englandskon mgur afsalaði sér völdum, hef ur dofnað smám saman. En 10. des. n.k. eru liðin nákvæm- lega 25 ár siðan. Hertoffahjón in eru ennþá sveipuð róman- tík off oft er safft frá því í blöðum, hvað þau taka sér fyrir hendur. Hertoffinn af Windsor var hér — hertoga- frúin af Windsor var þar . . . Gamla sagan er að falla „í ffleymsku. En skozka efnið, Prince of Wales, dregur nafn sitt af hertoganum og hertoga frúin er á listanum yfir 10 bezt klæddu konur lieims. — Þetta eru staðreyndir, sem hafa meiri áhrif. Almúgamað ur í Englandi ypptir öxlum og segir aðeins: — Það var ekki réttlátt hvernig farið var með „good old Ted“. Þetta sama sagði hann 1936, en þá var bara enginn. sem spurði hann. Yngri kynslóðin les hinar sögu legu staðreyndir áhugalaust í •kólanum og lætur sér á sama standa. 25 ár eru liðin GÖMUL SAGA Arið 1936, þegar allt snerist um hertogahjónin var aug- ljóst, að þau myndu verða um ræðuefni slúðurdálkanna. — Saga þeirra er gömul og hefur oft verið sögð, en hún er ævin- týraleg og skemmtileg, og er því ekki úr vegi að rifja hana upp að 25 árum liðnum. Það var 1936. Sami konung urinn hafði lengi ríkt yfir brezka heimsveldinu, og menn voru orðnir vanir hon- um. Hann var eins og konung ur átti að vera, íhaldssamur, varkár og vanafastur. Kon- ungurinn átti fjóra syni Ed- ward, sem íslendingar nefndu Játvarð, Berti, Harry og Ge- orge. Játvarður, krónprinsinn, var 41 árs. Hann var prins af Wales, vinsæll náungi með drengjalegt andlit, uppbrett nef og í víðum golfbuxuna. Hann var smekklega kiæddur og skapaði tízku. Allar konur elskuðu prinee of Wales köfl urnar. Hann ferðaðist um heimisveldið, skoðaði vérk- smiðjur og námur, hann var áhugasamur og spurði margra spurninga, átti auðvelt með að tala við fólk og sagðist spyrja af áhuga, en ekki kon unglegri kurteisi. Hann vissi, að það var óhjá- kvæmilegt, að hann yrði kon ungur, og sem krónprins fékk hann hugmyndir, sem h ann var ákveðinn að koma í fram- kvæmd* þegar hann settist í hásætið. A einum stað er hneykslið eins Ijóslifandi og í desemiber fyrir 25 árurn. Það er við brezku hirðina. Sýnt hefur verið umburðarlyndi, látið undan kröfum tím.ans og hin um gömlu fjandmönnum, Þjóð verjum og Japönum fyrirgef- ið og fulltrúar þeirra viður- kenndir eins og fulltrúar ann arra þjóða. En umburðarlynd ið nær ekki til hins útlæga kon ungs. Hann fær ekki að koma heim og starfa fyrir land sitt, sem hann elskar. Þetta er eitt af því, sem hinn óbreytti borg ari undrast og honum gremst, því hann man, að Prinsinn af Wales var maður þjóðarinnar. „BORGAR ALLTAF REIKNINGANA" Hin frægu hertogahjón ferð ast um heiminn og vekja enn þá athygli. Þau lifa á eftir- launum, sem hertoginn hefur fengið frá brezka ríkinu, síð an hann lét af embætti, og eign um, sem hertogafrúin átti. En hjónin, miðaldra og dálítið þreytt, viðurkenna þó, að end urminningar þeirra og grein- ar, ráðleggingar varðandi tízku og mataruppskriftir, láti þau frá sér fara vegna peninganna. Þau eiga tvö hús í Frakk- landi og búa tvo mánuði árs ins á Waldorf Astoria í New York, svo að ekki virðast þau hafa yfir neinu að kvarta. Þau völdu sjálf þetta hlutskipti. Af og til er líf hertogahjón- anna dregið fram í dagsljósið og hugmyndaríkir blaðamenn krydda sannleikan ýmist bitur leik eða rómantík. Hertogafrú in segist hafa vanið si'g snemma á að taka blaðaskrif ekki of alvarlega, og hjónin hafa ekki ennþá gert sér það ómak að höfða meiðyrðamál. í einni blaðagrein reyndi hertogafrúin þó að bera til baka ósvífnustu slúðursögurn ar og sagði: ■— Hertoginn og ég greiðum alltaf reikninga okkar. Hertogabjónin í París 1955. Þau hafa elzt, en tileyra enn- þá þeim hópi manna, sem dregur að sér athygli blaða- 1 incmvn<1o ....síðan Játvarður VIII, Englands- konungur afsalaði sér völdum og kvæntist Wallis Simpson VONBRIGÐI Ef til vill vissu bæði ríkis- stjórnin og hirðin, að prins- inn var líklegur til að koma ýmsum fastmótuðum siðum fyrir kattarnef. Að minnsta kosti tóku báðir þessir aðilar hart á hinum gáfaða pnnsi. þegar hilla tók undir nokkuð óvenjulegt. Það var Wallis Simpson, b'andarísk stúlka, sem gift var Englendingi. Hún var nýkomin frá Bandaríkj- unum og hvorki þekkti né hafði áhuga á lífinu við hirð- ina. Prinsinn hitti hana fyrst, þegar þau dvöldu yfir helgi hjá sameiginlegum vini við veiðar. Hann hefur sjálfur sagt frá því, að þegar hann átti að hefja samræður við þessa bandarísku konu, hafi hann spurt, hvort ekki væri erfitt fyrir hana að vera án rafmagnshitunar, sem tíðkað- ist í Bandaríkjunum. Hún svar aði: — Eg kann ágætlega við köldu ensku húsin. En þér hafið valdið mér vonbrigðum. Það spyrja mig allir hvort ég sakni ekki rafmagnsupphitun arinnar. Eg bjóst við að prins inn af Wales myndi spyrja um eitthvað frumlegra. ALVARA FÆRIST í LEIKINN Prinsinn gat ekki gleymt þessu svari. Það leið langur tími, áður en hann sá stúlk- una aftur, en þá hittust þau í veizlu og síðan í annarri. Smám saman gerði prinsinn það að venju, að heimsækja Simpson hjónin í íbúð þeirra í tíma og ótíma. Þar var allt af fólk, sem skemmtilegt var að tala við. Húsfreyjan var ekki hrædd við að opna munn inn. Þetta var í fyrsta skipti, sem prinsinn hitti stúlku, er mótmælti honum, spurði með áhuga og sagði sina skoðun á málunum. tlr umihverfi, þar sem allir svöruðu „já, yðar hátign“, „þér hafið rétt fyrir yður, yðar hátign“, var hann skyndilega kominn meðal fólks, sem svaraði honum á annan hátt og umgefckst hann eins og jafningja sinn. Eitt sinn kom hann í veizlu nýkominn úr heimsókn í nám ur á Norður-Englandi. Þar var tekið á móti honum eins og venjulega: — Skelfing hljótið þér að vera þreyttur, yðar há tign. Þá kom Wallis til hans og spurði, hvað hann hefði gert á ferðalaginu, hvað hann hefði séð, hvernig þarna væri um horfs og hvað honum fynd- ist um þetta. Það, sem eftir var kvöldsins, sagði hann henni frá skyldum krónprins- ins og því, sem hann ætlaði að gera, þegar hann tæki við völdium. Bæði nefna þau þetta samtal í endurminningum sín um, svo að ef til vill var það þetta kvöld, sem alvaran tók að færast í leikinn. FRÚ SIMPSON SAKLAUS Þegar Játvarður varð kon- ungur morguninn eftir lát föð ur síns, var hann fullur stolts og lotningar. En hann vissi, að upphefðin fjarlægði hann enn meir frá stúlkunni frá Baltimore. Hann var ákveð- inn að kvænast henni, en áð- ur en það gæti orðið, var nauð synlegt að breyta vissum laga ákvæðum. Sem konungur hlaut hann að geta breytt hinu óeðlilega áliti á fráskildu fólki. Um þessar mundir var Wallis að skilja við mann sinn, sem einfaldlega hafði orðið ást fanginn af annarri konu. Hún átti því enga sök á skilnað- inum. 1 Englandi hefur það mikla þýðingu, hver er sekur og hver saklaus, þegar um skilnaðarmál er að ræða. Hinn seki er útiiokaður frá frama og upphefð, en hinn saklausi fær náðarsamlegast að halda sínu. En sem höfuð ensku kirkj unnar var konungurinn haf- inn yfir þessa reglu. Hann varð að fyrirlíta báða aðila, bæði hinn seka og saklausa. Annars hefði hann veitt synd inni byr undir báða vængi. Játvarður VII. ætlaði að milda þessi ákvæði, hvað snerti hann sjálfan og fjölskyldu hans, en honum vannst ekki tími til þess. (Annars væri Margrét prinsessa nú frú Townsend). MYND, SEM VAKTI ALHEIMSATIIYGLI Það var ekki mikið, sem hann gat hrundið í fram- kvæmd á stjórnartíð sinni. Til þess var hún of stutt eða að- eins tæpt ár. En hann fékk forsmefck af konungstigninni. Hann var ákveðinn og starf- aði af mikilli atorbu. Honum gramdist, að hann mátti ekki ganga hinn stutta spöl til skrif stofu sinnar á morgnana, held ur varð hann að láta aka sér í konungsbifreiðinni. „Fólk er vant því, að bonungurinn komi akandi í bifreið sinni á hverjum morgni“. Og þannig varð það að vera. Þar til dag einn í hellirigningu, þegar kon ungurinn þurfti að fara á fund hinum megin við göt- una. Þá greip hann regnhlíf sína, harða hattinn og frakk ann og fór ásamt sjóliðsfor- ingja nokkrum gangandi yfir Mynd þessi var tekin af hertoffahjónunum í sumar á baðströnd í Ítalíu. götuna. Þetta hefði ekki sakað, ef blaðaljósmyndari hefði ekki legið í leyni við dyrnatr, tilbúinn til að grípa þetta ein stæða tækifæri. Hann náði frægustu mynd lífs síns af tveimur svartklæddum mönn um, sem brutust mcti veðri og vindi. Annar þessara manna var konungurinn. — Myndin birtist í blöðum um allan heim Og við ensku hirð- ina urðu menn mjög gramir. „Óviðeigandi, þegar bifreiðin er vð hendina“, var sagt. VONSVIKNAR STÚLKUR Eitt af verkefnunum, sem bonungur fékk á sinni stuttu stjórnartið, var að veita mót- töku 600 ungum stúlkum, sem voru að hefja þátttöku í hirð lífinu. Hinir 600 framgjörnu feður höfðu greitt offjár fyrir skrautklæði handa dætrum sínum. Móttakan fór fram í hallar- garðinum. Konungurinn sat undir hásætishimni fyrir end- anum á rauðum dregli. Með- fram dreglinium biðu eftir- væntingarfullir og taugaó- styrkir feður, en við hinn endann stóðu hinar skart- klæddu meyjar. En himinn var þungbúinn, og þegar 25 stúlk ur höfðu gengið fram eftir dreglinum og hneigt sig, skjálf andi af taugaóstyrk, fyrir kon unginum, byrjaði regnið að streyma niður. Konungurinn sneri sér að aðalsmönnunum, sem stóðu fyrir aftan hásætið og hvíslaði: — Það er leiðin- legt að þessir dýru kjólar eyðileggist, við shulum hætta núna. Því næst stóð hann upp, hneigði sig djúpt fyrir ungu stúllkunum og dró sig í hle. Skynsamlegt, já? Konungur- inn athugaði bara ekki, að ungu stúlkurnar hefðu miklu heldur viljað verða rennvotar, heldur en að fá ekki að hneigja sig fyrir konimginum. Það var nefnilega dregið í efa, að hinar 575 stúlkur, sem ekki heilsuðu konunginum persónu lega, hefðu verið kynntar á réttan hátt. Gat þetta komið sér illa fyrir þær síðar meir ef þær vildu fá eiginmann af góðum ættum. ] UMTALSEFNI Hinar hátíðlegu venjur við hirðina gerðu Játvarði VIII. gramt í geði, og hann var á- kveðinn í að afnema eitt- hvað af þeim. Hann umgekkst frú Simpson ennþá mikið, og var hún oft viðstödd sam- komur fyrir hina æðstu em- bættismenn og eiginkonur þeirra. Slúðrið fékk byr undir báða vængi, og blöðin, sem fram að þessu höfðu þagað, brunnu í skinninu af löngun til að birta slúðrið. Astir hefðarfólks þóttu þá eins og nú gott efni. Dag nokkurn heimsótti hinn íhaldssami forsætisráðherra, Baldwin, konunginn, og bað hann að fá frú Simpson oían af því að sækja skilnaðarmál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.