Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVISVLAÐIÐ Sunnudagur 26. nóv. 1961 Bréf til MorgunbEaðsfns: Lokasvar til Hann- esar Péturssonar Létt rennur GmSúú frá Gtisiirari B*aB Herra ritstjóri! ÉG GET ekki sagt að mér þyki kveðjusöngur Hannesar Péturs- sonar fagur hér í Morgunblað- inu, ekki heidur að siðasta ræða hans sé skáldi eða góðum dreng sæmandi. í þessari grein sinni leiðir Hannes umræður okkar út í fen persónuskætings og ill- yrða, eins og títt er um rök- þrota menn. En út í þetta fen tel ég mig ekki geta fylgt hon- um. Hin taugaveiklaða afstaða hans til mín og það sálarstríð, er hann telur sig þurfa að heyja í hvert sinn, sem hann „sér Gunnari Dal bregða fyrir á götu, „hiýtur að verða hans einkamál og mér og öðrum ó- viðkomandi. En af hverju staf- ar öll þessi minnimáttarkennd Hannesar, sem brýzt út í magn- vana löngun til að vinna öðrum sem mest mein? Persónuskætingi sínum lýkur Hannes t. d. með bæn um að „kaupgreiðendur Gunnars Dal“ taki það til „vinsamlegrar at- hugunar" að „Gunnar Dal kem- ur óorði á bindiridið." Aðþrengd ur hlýtur sá maður að vera sem grípur til slíkra vopna, og ekki get ég hugsað mér neinn annan rithöfund, er teldi það ekki fyrir neðan virðingu sína að beita jafn lágkúrulegum at- vinnurógi í ritdeilu um fjar- skylt efni. Málefnalega er Hannes kom- inn í algjör rökþrot með hið upphaflega mál sitt, árás hans á afmælisgreinina um Krist-. mann. Hannes hefur viður-1 kennt réttmæti hinna lofsam- iegu ritdóma erlendra bók- menntamanna er ég upphaflega vitnaði til, og segir: „Hvergi í grein minni gerði ég minnstu tilraun til að ómerkja þessa hjartfölgnu ritdóma". — En til að vega upp á móti áliti hinna 9 erlendu bókmenntamanna bætir hann við: — „Satt að segja, hef ég persónulega engan áhuga á skáldverkum Krist- manns Guðmundssonar.“ í síð- ustu grein sinni sér Hannes sennilega það broslega við þessa staðhæfingu og viðurkennir Kristmann sem „skemmtisagna- skáld." Hannes yfirgefur sitt fyrra vígi og segir: — „Heldur Gunnar, að skemmtisagnahöf- undur hafi ekki sina kosti? Hann getur haft „fölsom rytme i beretningen,“ hann getur „í höi grad levendegjört en situa- tion,“ hann getur haft „fantasi,“ og sitthvað fleira, sem ástæða er til að vekja athygli á.“ —Til vitnanir Hannesar eru frá Kristian Elster, eina vitni Hann esar gegn Kristmanni. En um- mæli Elsters eru að íangmestu leyti lof um Kristmann og und- ir þetta lof virðist Hannes nú farinn að taka. — Að vísu er það fölsun hjá Hannesi, er hann gefur í skyn að Kristmann sé í hinni norsku bókmenntasögu Elsters kallaður skemmtisagna- höfundur. Það orð leggur Hann- es Elster í munn. Elster segir orðrétt: „Han er særdeles und- erholdende. Han er et typisk forfattertalent en ekte roman- forteller." — „Hann (Kristmann Guðmundsson) skrifar frábæri- lega .skemmtilega, skáldgáfa hans er rakin og hann er ósvik- ið söguskáld." Þá- reynir Hannes einnig að stínga höfðinu í sand- inn og varast að minnast á þau ummæli Elsters um Kristmann, að hann sé íhugull, gáfaður og hafi djúpan lífskilning. Ástæð- an til að Hannes stingur þessu undir stól er sú, að hans síð- asta og eina vígi, eru þau um- mæli Elsters, að Kristmann sé ekki djúpur. Þetta virðist stang- ast á hjá Elster sjálfum. Mönn- um kann að vera ráðgáta, hvað Elster á við, er hann talar um, að fyrstu bækur Kristmanns skorti dýpt, fyrst þær lýsa gáf- um, íhygli og lífsskilningi höf- undar. Annað hvort er Elster hér sjálfum sér sundurþykkur eða hann notar orðið „dýpt“ í annari merkingu en Hannes. Ég hef getið um það áður, að á 4. tug aldarinnar var það tízka í Skandinavíu að kalla bölhyggju og ömurleikalýsingar „dýpt“ í skáldskap. Fylgi Elster þessari tízku er fullt samræmi í dómi hans um Kristmann, því bölhyggju er ekki að finna í sögum hans. Ef „dýpt“ þýddi hins vegar gáfur væri dómur- inn markleysa, þar sem eitt raéki sig á annars horn í um- sögn Elsters. Vona ég svo að þurfa ekki að ræða lengur um jafn sjálfsagða hluti sem þessa. — í „Die Weltlitteratur“, hinni þýzku heimsbókmenntasögu Frau wallner, Giebisch og Heinzel stendur: „Kristmann er meistari í sálfræði, sér í lagi æskunnar og ástarinnar." — Og í hinni heimsþekktu bókmenntasögu Giecomo Prampolini segir enn fremur: „Stöðug stendur tær skynjun, byggð á grunni raun- veruleikans, skarpt innsæi í mann lega breytni og þjáningar, hæfi- leikinn til að bregða blæ draums og skáldskapar yfir hversdags- leikann og lyfta honum á æðra og óbrotgjarnara svið“. Ætti þetta að sýna, að Hannes verð- ur einnig að hrökklast úr þessu síðasta vígi sínu. Staðhæfingar hans, að Kristmann sé í er- lendum bókmenntasögum talinn skorta dýpt og lífsskilning er eins og allir geta séð markleysa ein, er stangast á við staðreyndir. Vegna rökþrota sinna um hið upprunalega umræðuefni, reynir Hannes að hylja sig á flóttan- um, með því að þyrla upp sem mestu ryki persónuníðs og ill- yrða. Hann reynir að grafa upp allt, sem hann telur að helzt geti rýrt álit mitt hjá lesend- um Morgunblaðsins, sem var þó ekki mikið fyrir! — Hannes bendir mönnum á sem raunar er rétt, að ég hafi litla mennt- un og aldrei lokið háskólaprófi. Þetta álít ég, að sé mitt einka- mál. — Ég hef alltaf haft þá skoðun, að rithöfundur, en það mark setti ég mér snemma að verða, hefði ekki not fyrir há- skólapróf — aðeins þekkingu. Þau fjögur ár, sem ég varði til heimspekináms erlendis, reyndi ég að nota til að afla mér efniviðar í rit mín. Eftir fyrirfram gerðri áætlun afl- aði ég mér þessa efniviðar í Bretlandi, Grikklandi, Indlandi (þótt Hannes ef- ist um að ég hafi nokkurn tíma verið þar) og Ameríku. Þetta útilokaði próflestur um eitthvert lítið afmarkað efni við einn háskóla. Ég varð að velja, og ég tel val mitt eins og áður er sagt einkamál .Að vera löggiltur hugsuður, er jafn fráleitt og að vera löggilt skáld. Ég geri mér ljóst að þekking- mín er lítil og vafalaust orkar flest eða allt, sem ég hefi skrif- að um heimspeki tvímælis. Hitt veit ég, að ef ég hefði varið þessum árum til að taka háskóla próf væri þekking mín enn minni og rit mín óskrifuð. Prófritgerð mín eru bækur mínar og með þeim hlýt ég að standa eða falla. í hefndarskyni fyrir þá ó- svífni mína að vitna í eina fræga ljóðlínu eftir Hannes(!) „Hvað er svo gott, sem glaðra vina fundur,“ reynir Hannes að tæta sundur kvæði mitt, Skáld- ið, með kynlegum útúrsnúningi og misskilningi. Þennan mis- skilning hef ég þegar leiðrétt í síðustu grein minni, en Hann- es ber höfðinu við steininn og telur sig skilja það allt miklu betur en höfundur þess. Og rökin, sem hann færir fyrir því eru þau „að hans skilning- ur á kvæðinu sé upprunalegri" en minn. Þetta finnst mér full langt gengið. Ætla verður, að ég hafi haft minn skilning á kvæðinu, þegar ég orti það! Ef skilningur Hannesar er „upprunalegri", eins og hann fullyrðir, þá hlýtur Hannes að hafa verið búinn að mynda sér skoðun á kvæðinu, áður en ég orti það!!! Hannesi verður enn tíðrætt um einhvern ímyndaðan hóp rit- höfunda og listamanna, er hann velur nafnið „þjáningarbræð- ur“, og þykist góður. — En eru ekki allir listamenn þjáningar- bræður? — Á skáldið ekki að vera kvika og samvizka mann- fólksins? Hingað til hefur mér vitanlega enginn listamaður eða rithöfundur notað orðið þjáning sem skammaryrði. — Hannes Pé. kann að vera alsæll með sjálfan sig og list sína, en hætt er við að fáir kæri sig um að öðlast hlutdeild í þeim fögn- uði. — Ekki virðist Hannes telja að eigin vitsmunir nægi honum í þessari orustu. Hann grefur því upp þann hraklegasta ritdóm, sem um mig hefur verið skrif- aður og endurprentar úr hon- um verstu kaflana. Hannes býsnast yfir því, að ég skyldi ekki taka mark á þessum rit- dómi og hætta að skrifa, — kvartar undan því að síðan hafi ég skrifað „Sókrates“ og „gefi í óðaönn út smápésa um heim- spekileg efni.“ — Vonast Hann- es nú til að geta það sem Páli Árdal (höf. ritdómsins) mis- tókst: að fá mig til að hætta að skrifa. Grein sína kallar Hann- es „Gunnar Dal kvaddur", og telur sig greinilega vera að skrifa eftirmæli um mig! Þessi ritdómur Páls Árdal nú doktors í heimspeki, var um bók mína, „Þeir spáðu í stjörn- urnar“, og kom fyrir nokkrum árum í „Birtingi." Þessum ritdómi svaraði ég ekki fremur en öðrum ritdóm- um, þótt ég væri honum um flest ósammála. Á engin rit er jafn auðvelt að deila hart og deila um og heimspekirit. Þetta liggur í hlutarins eðli. Og það er langt frá því, að ég hafi nokkuð á móti hörðum ritdóm- um, ef þeir eru málefnalegir eins og ritdómur dr. Árdals var. — í hrifningu sinni telur Hann- es sjálfsagt, að dr. Árdal hafi alls staðar rétt fyrir sér og ég alls staðar rangt. — Auðvitað leggur Hannes hér ekkert sjáif- stætt mat á þessi mál, — trúir aðeins í blindni eins og sak- laust englabarn. Hámark þessara skamma er útaf þeim mistökum, að í bók- inni er birt skökk mynd af David Hume. Það er til marks um drenglyndi dr. Árdals, að hann svarar sjálfum sér í Birt- ingi til að benda á að ekki eigi ég alla sök á þessu. En um þetta getur Hannes vitanlega ekki. Mér finnst annars dr. Árdal (og Hannes) barnalega stórorðir útaf þessum mistök- um, en það kann að stafa af því, að Hume er eftirlætis filó- sóf dr. Árdals, og um hann mun doktorsritgerð hans skrifuð. I sambandi við þessa mynd vil ég taka þetta fram: 1) Sjálfur tel ég mig eingöngu bera ábyrgð á skrifum mínum, ekki þeim myndum, sem forlagið birtir með þeim. — 2) Hér er ekkert mannamyndasafn af heimspek- ingum. Þessar myndir verður því að taka úr erlendum bók- um. 3) Myndin af D. Hume var tekin úr bók eftir Tomlin „Frægir heimspekingar". Þar eru þessi mistök. Árdal skellir í síðari grein sinni skuldinni á Tomlin og er þungorður í hans garð. — Ekki er þetta þó full- komlega fræðimannlegar skamm ir hjá dr. Árdal, þar sem hann rannsakar ekki, hvort hið enska forlag eða höfundurinn bar ábyrgð á vali mynda og frá- gangi bókarinnar. Og ekki meira um það. Ályktunarorð Hannesar um myndina eru: „Það er þess vegna, eins og ég sagði, full ástæða til að taka orðum Gunn- ars Dal um hitt og annað með varúð, hann er sem sé alltaf að flagga röngum myndum.“ Hin heiðarlega „bókmenntagagn- rýni“ Hannesar lætur ekki á sér standa! Hér er vitanlega ekkert rúm til að ræða dóm dr. Árdals í heild. En fyrst Hannes hefur gert þennan ritdóm að umræðu- efni, leyfi ég mér að taka af honum smá sýnishorn. Og til að ég verði ekki sakaður um að velja það sýnishorn, sem er mér hagstæðást, tek ég þær málsgreinar úr bók minni, sem Árdal (og Hannes(!) ) telur „vitlausastar." Ég gef Hannesi orðið: — „Ein stutt málsgrein, sem höfndur ritdómsins (dr. Árdal) vitnar til „er morandi í vitleysum,“ segir hann, og leið- réttir þær eina eftir aðra.“ —■ Og hvernig er svo þessi „stutta málsgrein,“ sem dr. Ár- dal tekur í gegn og segir að sé „morandi í vitleysum?" — Hún er í kaflanum um Kant og er þannig: — „I fornöld var heimspekin andleg eign líkt og skáldgáfan. Heimspekingar 16. og 17. aldar eins og Descartes, Spinoza, Leibniz, Locke og Hume, litu á heimspekina, sem andlega íþrótt, sem ögraði getu mannsins til að ráða gátuna miklu um manninn og tilver- unna. Háskólaheimspeki, álitu þeir, yrði of hefðbundin og bók- stafleg, dræpi niður skapandi hugsun og gerði heimspekinginn steinrunninn í fornum jarðlög- um andans. Kant er fyrsti for- ystumaður heimspekinnar, sem gerðist prófessor við háskóla, og með honum heldur heimspekin innreið sína í háskólana — og verður atvinna“. — Ég er hræddur um að ég hafi hér óafvitandi hitt viðkvæman blett á dr. Árdal, þótt ég hefði hann sízt í huga við samning þess- arar ádrepu á háskólaheimspek- ina. „Vitleysurnar," sem dr. Ár- dal þykist leiðrétta í „máls- greininni“ eru fjórar: 1. leiðrétting: — „Heimspek- in hefur að sjálfsögðu aldrei verið gáfa, þótt menn hafi mis- munandi góðar gáfur til heim- spekilegrar hugsunar." Á þess- ari leiðréttingu finnst mér lít- ið að græða. Ég sagði raunar ekki „heimspekin er gáfa“, heldur: „í fornöld var heim- spekin, andleg eign líkt og skáldgáfan“. Eg sé ekkert at- hugavert við að tala um skáld- gáfuna sem andlega eign, og hvers virði er sá vísdómur sem ekki er andleg eign? — Ég hafði hér sérstaklega í huga skoðanir frægustu heimspekinga Grikkja. Hjá Plató t. d. er hin sanna heimspeki ekki skoðanir byggð- ar á ytri skynjun, heldur eilíf- ar óhagganlegar „Hugmyndir“ í ríki andans. Það var hlutverk heimspekingsins að uppgötva þennan yfirskilvitlega veruleika í sál sinni og losa þannig um þau bönd er binda hann jörð- inni. Það er þetta sem ég á við, er ég tala um, að til forna hafi heimspeki verið skoðuð sém andleg eign, líkt og skáldgáfan. Sama hugmynd liggur í orð- inu „innblástur“: — Maðurinn var talinn verða skáld, þegar hann var „yfirskyggður af hin- um yfirskilvitlega veruleika". 1 fornöld er bilið mjórra milli heimspekinga og skálda, en síð- ar varð. Heimspekingurinn tal- aði mál skáldsins og oft af andagift fremur en hversdags- legri skynsemi. 2. „leiðrétting" dr. Árdals er þessi: — „Hume sótti tvisvar um prófessorstöðu við háskóla." Þetta er eins og menn vita rétt, en það breytir ekki þeirri stað- reynd, að hann varð ekki há- skólaprófessor, einfaldlega vegna þess að hann fékk ekki stöðuna. Það er fyrst prófessorsembætti Kants, sem markar þáttaskil hvað þetta snertir. XJpp frá því verða helztu spámenn heim- spekinnar kennarar við háskóla. Þetta held ég, að standi óhagg- að. 3. „leiðrétting" dr. Árdals er þannig: — „Plató og Aristótel- es kenndu báðir heimspeki og Sófistarnir voru atvinnukenn- arar, þótt sumir væru ekki ómerkir heimspekingar. Kant var því ekki fyrsti atvinnu- heimspekingurinn.“ . A Ég ræddi aðeins um atvinnu- kennara við háskóla. Og eins og dr. Árdal veit manna bezt, voru engir háskólar í nútíma- merkingu þess orðs til á 4. öldinni f. Kr. — Allir heim- spekingar eru á vissan hátt kennarar í heimspeki. En það er ekki rétt, að Aristóteles hafi haft tekjur af heimspekikennslu við skóla sinn í Aþenu. Hann fékk eins og dr. Árdal hlýtur að vita fé sitt frá Makedoniu- konungum og eyddi því í heim- spekiiðkanir sínar, rannsóknir og skólahaldið í Áþenu. Svipuðu máli gegnir um Plató og Sókrates. Þeim var heim- spekin ekki tekjulind, þvert á móti varð Sókrates fátækur á að kenna heimspeki, og Plató virðist hafa lagt meira fé til Akademíu sinnar, en hann fékk frá henni. Sófistarnir aftur á móti voru atvinnukennarar og tóku fé fyr- ir fræðslu sína. Þeir voru hins vegar flestir fremur kennarar í mælskulist, en eiginlegir heim spekingar. Og þótt nokkrir telj- ist allmerkir hugsuðir, getur enginn þeirra talizt til þeirra „forustumanna heimspekinnar“ sem ég ræddi um í hinni „vit- lausu málsgrein.“ Þessi leiðrétt- ing er því nokkuð út í hött. Hins vegar hefur dr. Árdal mik ið til síns máls, er hann held- ur áfram og segir: „Mér þyk- ir sennilegt, að viðhorfið til „háskólaheimspeki,“ sem höf- undur eignar löngu liðnum hugs uðum, sé einungis persónuleg skoðun hans sjálfs". Að D. Hume e.t.v. undan- skyldum held ég þó að um- ræddir heimspekingar hefðu verið mér í aðalatriðum sam- mála! — En vitanlega skilur dr. Árdal að hinir gömlu heim- spekingar gátu ekki í ritum sínum tekið afstöðu til hug- taks, sem varð ekki til fyrr en eftir þeirra dag. Umrædda setningu ber því að skilja, sem hugleiðingu mína, en ekki sagn- fræðilega staðreynd. j 4. leiðrétting. — Það er eins og allir vita rétt hjá dr. Árdal, að Hume er 18. aldar maður, Ég nefndi hann þó í þessu sam- bandi með heimspekingum 16. og 17. aldar, aðeins vegna þess, að hann eins og þeir kenndi ekki við háskóla. Þetta er sem sagt „málsgrein- in“, sem sögð var „morandi í vit- leysum“. Ég hef rakið „leið- réttingar" dr. Árdals og ég fsa ekki séð, að það sé mikið á þeim að græða, eða að stóryrð- in styðjist við nægilega hald- góð rök. , Keynið að vera jákvæðir, herrar mínir. Það er röng leið að reyna að verða stór, á því að gera aðra smáa. Gunnar DaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.