Morgunblaðið - 07.12.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.12.1961, Qupperneq 6
6 MORCinSBLAÐlÐ Fimmtudagur 7. des. 1961 Önnur útgáfa af „ísland i máli og myndum' >6 HELGAFEIX hefur sent frá sér aðra bók í bókaflokknum „ísland í máli og myndum“. Er ráðgert að ein bók komi út árlega í 10 ár í þessum flokki. Jafnhliða kem- ur út ensk útgáfa af bókinni, þ.e. a.s. enskur myndatexti og grein ar um landið, þýddar á enska tungu. Bækurnar í þessum flokki hafa að geyima ritgerðir eftir þjóð- kunna menn úr ýrnsum landshlut um, sem skrifa endurminningar um æskustöðvar sínar eða upp- áhaldsstað, eða eftirminnilegan atburð, bundinn einhverjum stað á landinu. — Þessi bók, sem nú er komin út, er prýdd 30—40 lit myndasíðum frá ýmsum fegurstu stöðum landsins. Útkoma bókar innar tafðist um eina viku vegna greinar, sem Þórarinn Guðnason læknir, ritar um Öskjugosið, og vegna mynda sem -senda varð til útlanda til framköllunar, m.a. mynd sem nærri hafði kostað Sig urð Þórarinsson, jarðfræðing, líf ið. Hún er tekin við kjaftinn á gígnum, er hann jós eldinum 100 til 200 metra í loft upp. Margár aðrar myndir eru af gosinu, og er aðalmyndin prentuð yfir tvær síður í eðlilegum litum. — Greinar í þessari íslenzku útgáfu af bókinni hafa eftirtaldir menn skrifað: Arnór Sigurjóns- son, Ásta Sigurðardóttir, Guð- mundur Kjartansson, Haraldur Böðvarsson, Jón Eyþórsson" Njörður P. Njarðvík, Páll G. Kolka, Sveinbjörn Beinteinsson, Sverrir Kristjánsson, Úlfur Ragn arsson,, Þórarinn Guðnason, Þór arinn Helgason og Þorsteinn Jóns son frá Hamri. — Ljósmyndirnar eru teknar af ýmsum, en þó flest ar af Hermann Schlenker. Þess rrtá þó geta að Helgafell verð- laúnaði eina ritgerð. Verðlaunin Hlaut Njörður P. Njarðvík fyrir ritgerð sína: í flæðarmálinu. Þeir Kristján Karlsson og Jó- hann Hannesson, rektor, hafa þýtt greinarnar í ensku útgáfuna af bókinni. Þær greinar eru úr- val úr báðum" íslcnzku útgáfum bókarinnar, tíu að tölu. Þær eru eftir Davíð Stefánsson, Einar Ól. Sveinsson, Harald Böðvarsson, Jóhann Briem, Jón Eyþórsson, Kristján Karlsson, Pál ísólfsson, Sigurð Þórarinsson, Sverri Krist jánsson, Tómas Guðmundsson og Þórarin Guðnason. í þessari ensku útgáfu eru 50 litmyndir frá ýmsum fegurstu stöðum landsins. Aðrar bækur, sem væntanleg- ar eru frá Helgafelli fyrir jól, eru: Á Þingvelli 984, eftir dr. Sig urð Nordal, ný skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur, sögur eftir Jakob Thorarensen og Ástu Sig- urðardóttur, nýtt skáláverk eftir Thor Vilhjálmsson, en nýútkomn ar eru Sögur að norðan eftir Hannes Pétursson bg sjálfsævi- saga Pasternaks. ‘ • p . f | Bætt við húsmæðraskólann Jdlasöfnun mæörastyrks- nefndar hafin — ÞAÐ fólk, sem hefur hug á að gefa mæðrastyrksnefnd fatagjaf- ir, er vinsamlega beðið um að koma með þær tímalega, svo hægt sé að laga fötin ef þörf kref ur. Skrifstofa okkar á Njálsgötu 3 er opin frá 10,30 til 6 á degi hverjum. Það má einnig koma fram, að mikill ^kortur er á drengjafötum. Þessi orð mælti frú Jónína Guðmundsdóttir form. mæðra- styrktarnefndar, á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í gær í tiléfni , þess að jólastarfsemi mæðrastyrktarnefndar er að hefj ast. Hún sagði ennfremur, að þegar hefðu nefndinni borizt margar beiðnir, og að þessu sinni eins og í fyrra, úthlutuðu þær ekki nema eftir nýjum umsókn- um. Jónína Guðmundsdóttir sagði, að í fyrra hefðu peningagjafir til mæðrastyrktarnefndar fyrir jól- in numið kr. 170.614,00 en árið á undan kr. 175,930,00, auk fjölda fatagjafa, bæði nýjum fatnaði og notuðum. Hjálparbeiðnir í fyrra hefðu verið 730 talsins og hefði mæðrastyrksnefnd orðið við þeim öllum. Einstæðar mæður, ekkjur, fráskildar konur og fyrir vinnulaus heimili nytu aðstoðar nefndarinnar og í fyrra hefði hver aðili fengið milli 6—700 kr. í peningum, auk fatagjafa. Mæðrastyrksnefnd sendi fyrir skömmu eins og undanfarin ár, ýmsum fyrirtækjum í bænum söfnunarlista, þar sem þess er farið á leit við starfsmenn fyrir- tækjanna að þeir láti eitthvað af hendi rakna til starfseminnar. Sagði frú Jónína, að hún vonað- ist til að bæjarbúar tækju þeim vel, eins Og alltaf áður, og hjálp- uðu til að gleðja einmana og fé- vana fólk á jólunum. Var synjað LOFTLEIÐIR fengu nýlega leyfi flugmálayfirvalda til þess að lækka fargjöld námsmanna á milli Reykjavíkur og New York. Félagið sótti auk þess um að fá að lækka fargjöldin mjlli Reykjavíkur og Luxemborgar, en flugráð syrijaði þeirri beiðni þar eð ráðið taldi, að frekari lækkun á þessari flugleið hefði skaðleg áhrif á loftferðasamn- inga okkar við önnur lönd. Þessi mynd var tekin af skemmdunum, sem Reykja- foss olli á löndunarbryggjum Síldarverksmiðja ríkisins þar .í fárviðrinu 23. f. m. Vírar, sem héldu skut Reykjafoss, slitnuðu og braut hann hryggjuna, og laskaðist um leið. Langfleslir p;reiða sekt sma FRÁ því nýju reglurnar um sektargerðirnar gengu í gildi hjá lögreglunni þann 15. þessa mán- aðar, hafa 220 manns verið kærð ir. Ólafur Jónsson, lögreglustjóri tjáði blaðinu í gær að nú þegar væru 110 búnir að sættast á þetta og greiða sína sekt, og allmargir eiga rétt til að greiða fram á næstu helgi. Það verða því til- tölulega fáir sem kjósa að láta málin ganga áfram til dómara. Ólafur sagði að ekki hefði orð- ið n.einn ágreiningur við lög- regluþjónana í sambandi við þessar nýju sættargerðir. Þvert á móti, enda losnaði fólk þannig við að komast á sakarskrá fyrir umrædd umferðarbrot. á Varmalandi AKRANESI 28. nóv. — 1 byrjun júlí í sumar var hafin bygging á álmu við húsmæðraskólann á Varmalandi í Stafholtstungum. Þessi viðbótarbygging er 250 fer- metrar að flatarmáli, tvær hæð- ir og kjallari, og er nú orðin fokheld. Heita vatnið úr jörð- inni fyllir ofnakerfið og er kom inn ágætur hiti í húsið. Búið er að leggja rafmagnslögnina, og þegar hefur verið hafizt handa um að múrhúða húsið að innan. Því verður haldið áfram a. m. k. fram að áramótum. Yfirsmiður er Gunnlauur Jónsson trésmíða- meistari. frá Akranesi. Þessi við- bót mu- koma- sér vel í fram- tíðinni, því að fleiri sóttu um skólavist í haust, en hægt var að taka á móti. Námsmeyjar í vetur eru 41. Forstöðukona er Stein- •jnn Ingimundardóttir. — Oddur. • Kvörtun vegna skautafólks Kjartan Ólafsson brunavörð ur, sem alltaf ber lífið á Tjörn inni fyrir brjósti, hvort sem um er að ræða endur eða krakka, skrifar: Ég vil biðja Morgunblaðið að koma á framfæri fyrir mig kvörtunum vegna skautafólks ins og þá sérstaklega barn- anna, sem nota skautasvellið á Tjörninni. En þeir sem ég vil beina kvörtunum mínum til, og ég tel að úr eigi að bæta, eru forsvarsmenn Skautafélagsins, og ráðamenn leikvalla, með hjálp frá bæj- arfélaginu. Það sem vantar þarna, í sambandi við skauta- ferðir barna, sem mörg koma langt að, er varzla, þ. e. einn maður, sem hefði þarna skúr til afnota á heppilegum stað eða kannski yfirbyggðan bíl, og tæki á móti skóm og öðru, sem börn og fullorðnir verða að leggja frá sér, þegar á skauta er farið. • Skórnir tapast Eins og ástandið er nú, verða alhr að skilja dót sitt eftir hingað, og þangað, um- hirðulaust, og er ekki dæma- laust að allt sé horfið þegar grípa á til þess aftur. Er ekki langt síðan drengur kom vol- andi inn á Slökkvistöðina, eft- ir að hafa tapað nýjum skóm, sem kostuðu á fjórða hundrað krónur. Er þetta tilfinnanlegt tjón og leiðinlegur endir á skautaferð, sem átti að verða til skemmtunar. • Salerni vantar Annað er það svo sem ég vildi minnast á. Þarná í ná- grenninu þyrfti að vera stað- ur, þar sem börn gætu leitað afdreps og athafnað sig með þarfir sínar. Slík þægindi •fylgja öllum leikvöllum og þykja sjálfsögð. Og menn verða að athuga það, að Tjörn in er einn fjölsóttasti leikvöll- Ur bæjarins, þegar hún er ísi lögð og nokkur möguleiki er á því að nota svellið til skauta ferða. Slökkvistöðin hefur oft og lengi hjálpað í þessu efni, og veit ég ekki hvernig farið hefði oft og tíðum, ef hennar og hjálpsamra manna þar hefði ekki við notið. Eg set þessar kvartanir hér fram í fyllstu alvöru og vona að menn sjái, að þær hafa við rök að styðjast og réttir aðil- ar taki þær til greina. Kjartan Ólafsson. • Bækurnar sigra sjónvarpið Gísli Halldórsson, verkfræð ingur, sendir mér úrklippu úr dönsku blaði sem innlegg í Umræðurnar um sjónvarpsmál hér í dálkunum. Þar segir að rannsóknir í Englandi hafi sannað að sjón- varpið ógni ekki á nokkurn hátt bókmenntaáhuganum. Englendingar séu mikil bóka. þjóð, þó sjónvarp sé þar mjög útbreitt. Útlán bóka- safna hefur stigið þar um 50% á sl. 10 árum. Og barna- bókaútlán um 100%. Eftir- sóttastar eru bækur um nátt- úruna, ferðabækur og bækur um fornleifafræði. Sjónvarpið hefur ekki meiri möguleika til að drepa lestrarlönguna en útvarpið hafði á sínum tíma \ á að útrýma hljpmplötum, segja Englendingar. Sjónvarpsmálið er sýnilega mikið hitamál ®g hefi ég feng- ið þó nokkúð af bréfum um það, bæði með «g móti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.