Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUTSBLAÐIh Fimmtudagur 7. des. 1961 UIMGLIINIS vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FJÓLIGÖTU PlnrguíiiM^ííif Húsvörður Hlutafélagið Austurbrún" 4, vill ráða húsvörð nú þegar eða um næstu áramót. Húsvarðaríbúð á staðnum. Æskilegt að viðkomandi sé giftur og að hann geti annast ræstingu. Sem ýtarlegastar upp- lýsingar mjóg æskilegar. Tilboð merkt: „Húsvörður — 7558“, sendist afgr. Mbl. fyrir 16. des 1961. Stór verdlækkun GÚLFTEPPI margar stærðir GANGADREGLAR margar tegupdir og margar breiddir nýkomið. Munið stór verðlækkun GEYSIR H.F. Teppa- og Dregladeildin laurnbœr Veitingastaðurinn Glaumbær er opinn í hádeginu og á kvöldin alla daga vikunnar Hádegisverður frá kr. 25/— Kvöldverður frá kr. 25/— ^JJáetan er opin alla daga vikunnar nema miðviku- daga. ^iJceturLlúLL, unnn er opinn, fimmtudaga, föstudaga, laugar- daga, sunnudaga. Borðpantanir í síma 22643. Við hljótum aö geta það líka Á F U N D I sameinaðs þings í gær var til fyrri umræðu þings- ályktunartillaga frá fjórum þingmönnum Alþýðubandalags- ins þess efnis, að Alþingi kjósi fimm manna nefnd til að rann- saka, á hvern hátt verði með mestum árangri unnið að því að koma á 8 stunda vinnudegi. LANGUR VINNUDAGUR Björn Jónsson (K) fylgdi frumvarpinu úr hlaði og gat þess m. a., að ekki orki tví- mælis að hinn langi vinnutími, sem oft og víða viðgengst hér- lendis, sé þjóð- Eélagslegt vanda mál, sem krefst iöfnum höndum ftw,& ^ lausnar af hálfu Jjjfe, JjÆ itéttafélaga sem Sgjf’ > ^ " aH” atvinnurekenda >g löggjafar- 'aldsins, Óhæfi- ega langur únnudagur hafi í för með sér smánarlega sóun mannlegra verðmæta, brjóti niður vinnuþrek og ~ heilsu Stúkan Andvari nr. 265. Fundur í kvöld kl. 20.30. — Venjuleg dagskrá. Hagnefndar- atriði. Fjölmennið. Æt. Þingstúka Reykjavíkur Fundur annað kvöld föstudag kl. 8.30. Stigveiting. Lög Tólfta september verða flutt af segul- bandi, sungið af 14 söngvurum. Höfundur kynnir lögin. — Öllum templurum er heimill að- gangur. Kaffi. Þt. Hollenzkir loðfóðraðir | '*■:*'*■V> Kuldaskór á börn og unglinga stærðir: 24—34. Einnig dömustærðir Stærðir: 35—39. Teknir upp í dag. Skóhúsið Hverfisgötu 82. Sími 11788. verkafólks, stytti starfsævi þess og útiloki það frá mögufeikum til að njóta eðlilegs heimilis-, félags- og menningarlífs. Því fari fjarri að raunverulegum hagsmunum atvinnurekenda sé þjónað með því, afköstum hraki við það, jafnvel niður að lág- marki, starfsgleði hverfur, og stærri hluti vinnunnar verður að greiðast hærra kaupgjaldi, sem aftur eykur tregðu atvinnu rekenda til að greiða mann- særnandi laun fyrir hóflega vinnu. i Af þessum sökum verði því vafasamt, að heildarafköst og verðmætasköpun í þjóðfélaginu aukist, svo mi'klu nemi, vegna langs vinnudags verkafólks, a. m. k., þegar til lengdar lætur. Hitt sé svo aftur ijóst, að at- vinnuvegum okkar með sínum miklu árstíðarsveiflum í sam- bandi við aflabrögð sjávarút- vegsins er þannig háttað, að meiri þörf er hér á margháttuð- um ráðstöfunum varðandi rekstrarfyrirkomulag og hag- ræðingu í sumum atvinnugrein- um en með öðrum þjóðum, til þess að hér komist á hóflegur vinnudagur, án þess möguleikar til verðmætasköpunar skerðist og lækka þurfi heildarlaun vinnustéttanna af þeim sökum, en það eru að sjálfsögðu grund- vallarskilyrði, sem fullnægja verður. AUKIN AKVÆÐISVINNA Guðlaugur Gíslason (S) kvaðst telja, að í frumvarpinu væri gripið á mjög merkilegu máli, sem ástæða væri til að ræða nán ar, þótt þar með væri ekki sagt, að hann væri sammála því í öll- um atriðum, hins vegar væri mjög æskilegt, ef unnt yrði að stytta vinnudaginn þannig, að afkoma atvinnuveganna leyfði slíkt án þess lífskjör versnuðu. En það, sem sér þyki helzt að frumvarpinu, sé það að með því er gert ráð fyrir, að þingskipuð nefnd fjalli um málið. Til frjálsra samninga milli j atvinnurekenda og verkalýðsfé- m laganna verði að j koma, en allar i tilraunir í þá átt ./ hafa hingað til i strandað á tor- tryggni verka-'J lýðsfélaga-nna, þar sem þau hafa óttast, að um kjaraskerð- ingu yrði að ræða, ef ákvæðis- vinna yrði aukin. En ákvæðis- vinna við fiskframleiðslu hefur farið mjög vaxandi í nágranna- iöndunum. Norðmenn telji hana t. d. mjög hagkvæma, svo að ekki hvarflar að þeim að hverfa frá henni. Þá séu fslendingar mjög á eftir í nýtingu aflans, en úr slíku mætti bæta með ákvæð- Tilkynnmg Sökum tilmæla farpega verður frá 7/12, burtfarar- tíma frá Keflavík ti) Reykjavíkur breytt í kl. 23,45, svo sem áður var, einnig frá Keflavík til Garðs og Sandgerðis í kl. 22.45. álérleyfisstöð Steindórs. Sími 1-15-85. vor og verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðarfar^r. Hf. Kol og Salt isvinnu, sem yrði betur borguð með aukinni nýtingu. Enda mundi slíkt einnig hafa í för með sér bætta afkomu verka- fólks. Þá benti þingmaðurinn á, að atvinnuvegir íslendinga hefðu byggzt upp á svo skömmum tíma, að af þeim sökum er ekki unnt að greiða jafn hátt kaup og ella hefði verið. Sama máli gegni um bátaflot- ann, en þar komi einnig til, að óeðlileg sóun veiðarfæra hefur verið afleiðing þess, að áhöfn skipanna tekur ekki þátt í út- gerðarkostnaði, eins og tíðkast á Norðurlöndunum og gefst þar vel. En með því móti sé reynsla fyrir, að auka megi nettógróða bátanna, þótt aflabrögð standi í stað eða jafnvel minnki. En eins og nú hátti til, þá hafi það leitt til meiri veiðafæranotkunar, en eðíilegt sé, og einnig til verra hráefnis og hefur það farið versnandi. En með einlægum vilja beggja aðila megi leysa þetta mál þannig, að báðir að- ilar geti vel við unanð. MERKILEGT MAL Loks kvaddi Bjarni Benedikts son .forsætisráðherra, sér hljóða og kvaðst vilja taka undir, að hér væri um mjög merkilegt mál að ræða og lýsti ánægju sinni yfir, að tillagan skyldi koma fram og ekki sízt, að hún skuli flutt af þeim þingmönnum, sem að hennl standa. Hinsvegar sé sjálfsagt að athuga einstök atriði hennar í nefnd, eins og þingsköp gera ráð fyrir, en eftir sinni hyggju væri meginstefna tillögunnar rétt, þar sem vikið sé að merkilegustu og framkvæmanlegustu kjarabót, sem hægt er að fá fyrir verka- menn. Það sé sannfæring sín og raunar almenrxt viðurkennt, að afköst aukist ekki með langvar- andi og stöðugri framlengingu vinnutímans. Það s.é ijóst, eins og Björn Jónsson hafi réttilega sagt, og bert er af skattafram- tölum, að vinnutímj á íslandi er langur. Ýmsar þjóðir hafi stutt- an vinnutíma, 48 stundir á viku og sumar enn styttri raunveruleg an vinnutíma, enda hafi verið bent á, að aðalkjaramunur verka fólks á íslandi og á Norðurlönd- unum sé ekki verðmæti heildar- launa ,heldur hitt, hve íslenzka þjóðin þarf að vinna lengi fyrir sínum tekjum. En úr því aðrar þjóðir hafa getað náð svo góð- um árangri með stuttum vinnu- tíma, hljóti íslendingar að geta það líka. En yrði unnt að tryggja 8 stunda vinnudag með samsvar- andi árskaupi og nú er, þá er einnig tryggt, að verkamenn hefðu eins lífvænlegar tekjur og búast má við, án " ■ml ■ i þess að eyða lífs x-gb. kröftum sínum - ^ J með óhollustu og þrældómi, jVfí* % svo að það verði " hvorki þeim að gagni með aukn um afköstum né atvinnuveg- unum. En til að vinna að því - ,að svo megl verða, hefur ákvæðisvinna og bætt vinnutilhögun mikla þýð- ingu, og sjálfsagt getur aðstoS löggjafarvaldsins einnig ráðið miklu þar um. En þá yrði ákaf. lega mikið unnið, ef takast mætti að leysa þetta vandamál og hætt yrði þeim ófrjóu kaup- deilum, sem nú tíðkast. Svo virðist sem flutningsmenn frum- varpsins hafi skilning á þessu og vilji rétta fram hönd til lausn ar vandanum, sjálfur kvaðst ráðherrann vilja stuðla að því, að frumvarpið fái greiða af- greiðslu á þingi og það sen» fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.