Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. des. 1961 MORGUIS 3LAÐIÐ 13 Ef velja á milli x „Ef við neyðumst til þess að velja á milli Elisabethville og Leopoldville, munum við velja Leopoldville" — sagði Paul Henri Spaak nýlega í ræðu, þar sem Ihann gerði öldungadeild belgíska iþingsins grein fyrir stefnu Íbelgísku stjórnarinnar í mólum Kongó og Katanga. Mennen Williams, hinn sérlegi ráðunaut- ur Kennedys Bandaríkjaforseta um Afríkumál iét svo um mælt fyrir nokkrum dögum, að enginn lagalegur grundvöllur væri fyrir aðskilnaði Katanga frá Kongó. Einnig hefur Home lávarður, utanríkisráðherra Bretlands, lýst því yfir að brezka stjórnin telji framtíðarlausn muni ekki fást í Kongómálinu nema Katanga sam einist öðrum hlutum landsins. Jafnvel Sir Roy Welensky hefur viðurkennt nauðsyn þess, að end ir sé bundinn á aðskilnað Kat- anga. Því er augljóslega fallin úr gildi'sú spurning, hvort Katanga .— sem er einskonar Ruhr hérað Kongó — eigi að vera sjálfstætt ríki. Það sem nú er öllu fremur til umræðu er, hvernig sameina eigi Katanga öðrum hlutum Kongóríkis. Þegar Tshombe lýsti yfir sjálf- stæði Katanga 11. júlí 1960 í allri ringulreiðinni, sem þá ríkti í land ingu — veitti þáverandi stjórn Belgíu undir forsæti Gastons Eysskens honum síuðning, sökum þess að hún óttaðist stjórn Lumumba heitiíis yfir landinu. Til þess tíma hafði belgíska stjórn in verið Tshombe andvíg Og hafði raunar bælt niður með hörku fyrri tilraunir hans til þess að skilja héraðið frá Kngóriki. Aðskilnaður Katanga féll Belg um aldrei í geð og hentaði hvorki stjórnmálalegum né fjárhagsleg- um hagsmunum þeirra. Og þeir gerðu einingu landsins að skil- Er annarsvegar átt við sjálfstæð ríki undir tiltölulega veikri mið- stjórn — hinsvegar við ríki er hafi í einstökum atriðum sjálfs- forræði en lúti sterkri sambands stjórn. Þessi stefna Tshombes hef ur valdið því, að hann er alltaf í andstöðu við aðra stjórnmála- leiðtoga Kongóríkis — átti í harðri andstöðu við Lumumba sem vildi gera Kongó að einu sjálf- stæðu ríki, er lyti einni sterkri stjórn, og er nú í jafn harðri andstöðu við þá, sem hlynntir eru því, að í landinu sé komið á ríkjasambandi, þar sem hvert ríki hafi að einhverju leyti sjálfs forræði en lúti sterkri miðstjórn í öllum meginmálum. Þessi greinarmunur á hugmynd um stjórnmálaleiðtoganna um ríkjasamband er afar mikilvæg- ur. SvO virðist, sem sumir sjái ekki þennan xnun — eða vilji ekki sjá hann og það verður til þess að vestrænum mönnum virðist oft og tíðum svo sem kong óskir stjórnmálaleiðtogar aðhyll- ist í grundivallaratriðum sömu skoðun. En svo er alls ekki og hef ur aldrei verið. Hvorki á ráðstefn unni í Tananarive eða Coquilhat- ville, né heldur í bréfum Sam- einuðu Þjóðanna hefur Tshombe hvikað þumlung frá sínum eigin skilningi á framtíðarskipulagi Moise Tshombe ! væntanlegs ríkjasambands Kongó. Markmið hans er nú og , . , . „ hefur alltaf verið, að koma á fót yrði fynr þvi að sjalfstæði yrði veitt. En þegar þeir höfðu veitt n°kkrum sjálfstæðum ríkjum, Tshombe stuðning fremur en sem hvert um sig njóti stjórn- Lumumba urðu þeir fangar hins málalegs og efnahagslegs sjálf- fyrrnefnda. Þetta kom skýrast í' stæðis — en. þau séu sameinuð semi Námafélagsins-Union Mini- ére. Innanríkismál landsins minna helzt á ástapdið í Alsír. Þar ,búa 25 þúsundir Evrópu- manna, sem koma fram á sania hátt og öfgafullir hægrisinnar í Alsír. Þeir fyrirlíta belgísku stjórnina fyrir linkind, úthúða Sameinuðu Þjóðunum, dá Sir Roy Welensky, dr. Verwoerd og Dr. Salazar. Og þeir trúa staðfastlega á sjálfstæði Katanga. Evrópskir yfirmenn í hernum, sem nú eru aðeins orðnir um 250 koma úr fjórum áttum: fyrrver- andi embættismenn nýlendu- stjórnarinnar, fyrrverandi bel- gískir liðsforingjar, fyrrverandi franskir fallhlífarhermenn frá Alísr — (starfsmenn O. A. S. hinnar frönsku leynihreyfingar Salans, hershofðingja) — og loks hreinir ævintýramenn. Sumir þessara manna starfa í hernum vegna launanna, sem eru um 2.500 sterlingspund á ári, eða að eins af hreinni ævintýraþrá — en aðrir vegna þess, að þeir hafa trú á málstað hinna hvítu öfga- manna í Afríku. Það er því ekki torvelt að sjá, hvers vegna flest hin nýju Afríkuríki líta á Kat anga sem dæmi um ný — ný- lendustefnu. Tshombe á sess sinn að þakka Srem staðreyndum. Hæfileik; hans til að telja stjórn námafé- lagsins á að láta honum Og stjórn inni fé í té — en þar beitir hann einkum hótunum um þjóðnýt- ingu; sjö þúsund manna her Kat- angastjórnar, sem áður var stjórq> að af um fimm hundruð evrópsk- Union Miniére, — sem á yfir hundrað milljón sterlingspunda eignir og er er einnig tengt fyrir tækjum í Tanganyika Union Miniére hefur jafnvel enn víð- tækara samband — m. a. við Anglo Atnerica Corporation, British South Afríca Company og Benguela járnbrautirnar, sem portúgalska stjórnin á í stóra hluti. En þessi fyrir.tæki hafa aldrei getað sameinazt um stefnu í Katangamálinu. Frá upphafi var stjórn Námafélagsins klofin í þessu máli. Áhrifamikilir menn í stjórninni í Katanga fylgdu skiln- aðarstefnunni gegn vilja yfir- stjórpar fyrirtækisins í Brússel. The Times skýrði frá því á sínum tíma, að í febrúar 1960 var svo komið, að menn úr stjórn Námafélagsins í Katanga leituðu hófanna við Ensk-Amerísk fyrir- tæki í Mið-Afríku um möguleik- ana á því, að Katanga sameinað- ist Mið-Afríkusambandinu. Þegar Sir Roy Welenzky skýrði Daily Express frá þessum umleitunum, sem voru gerðar í heimildarleysi við komandi aðila mótmæltu bæði Tshombe, Belgíustjórn og yfir- stjórn Union Minére harðlega. En þessar umleitanir sýndu af- stöðu áhrifamikilla manna í Kat- anga — og afstaða þeirra var alveg andstæð afstöðu ráðamann- anna í Belgíu og London. Þess ber einnig að gæta, að Union Miniére er ekki eini aðilinn, sem hagsmuna á að gæta í Kongó. Þar eru önnur öflug fyrirtæki, en mestur hluti eigna þeirra er utan landamæra Katanga. Þessi fyrir- Elisabetvilli og Leopoldville.. Jjós, þegar hin nýja stjórn Belgíu, sem kjörin var í apríl sl. ákvað að hefja brottflutning belgískra eigna frá Katanga. í júlí sl. var Charles Múller send- ur til Elisabethville sem sérstakur sendimaður stjórnarinnar og átti hann að búa hina belgísku áhrifamenn og Katangastjórn undir þær nýju aðgerðir. Stjórn Tshombes lét þá handtaka Múller og hótaði að reka hann og belgíska aðalræðismanninn úr landi. Þurfti að beita mikilli lagni til þess að koma í veg fyrir opinbera árekstra belgísku stjórnarinnar og stjórnar Tshomb es. En hvað, sem segja má Tshom- be til lasts, verður því ekki neit að að hann er sjálfum sér sam- kvæmur í stjórnmálastefnu sinni. Hann hefur alltaf verið hlynntur hugmyndinni um samband sjálf- stæðra Kongóríkja, og jafnframt heilshugar andvígur hugmynd- inni um sambandsríkið Kongó. F Y R I R nokkru var samþykkt hjá Samein- uðu Þjóðunum að veita framkvæmdastjóran- um, U Thant, lieimild til að gera allar þær ráðstafanir, sem hann teldi nauðsynlegar til þess að binda endi á aðskilnaðarstefnu Kat- angastjórnar. Þótt almenn virðist sú skoðun, að enginn grundvöllur sé lengur fyrir fram- tíðarlausn Kongómálsins án þess sameining Katanga og Kongó komi til, eru þó enn uppi einstöku raddir, sem telja aðskilnaðarstefnu Katangastjórnar réttlætanlega. I eftirfarandi grein ritar Colin Legun blaðamaður brezka stórblaðsins OBSERVER um stjórnmálaástandið í Katanga eins og það nú liggur fyrir og ræðir hverjir þeir séu, sem haldi upp vörnum fyrir aðskilnaðarstefnu Katangastjórnar. ÞAÐ skal tekið fram, að greinin er skrifuð fyrir um það bil tíu dögum — áður en Irinn Conor Cruise O’Brien lýsti því yfir, að Bretum væri að nokkru um að kenna, hvernig komið væri í Katanga og þá áður en yfirstandandi bardagar hófust þar. af valdalítilli miðstjórn. Það er aðeins með þessari skipan mála, sem hinn máttugi ættflokkur Tshombes, Lunda-ættflokkririnn og bandamenn hans geta gert sér vonir um, að fá yfirráð yfir auð- áefum héraðsins, sem námu — áður en landið fékk sjálfstæði — 40% heildartekna Kongólýðveld- Munongo og Kibwe Því fer fjarri, að Tshombe sé eini valdamikli ráðamaðurinn í Katangahéraði. Við hlið hans standa tveir valdamiklir menn, innanríkisráðherrann Munongo og fjármálaráðherrann Jean- Marie Kibwe, sem eru báðir öllu meiri hörkutól en Tshombe sjálf ur. Þeir eru líka með öllu lausir við þann vinarhug, sem Tshombe ber til Belgíumanna, — hafa enda báðir sýnt þeim fullan fjand skap á stundum. Bæði Munongo og Kibwe hafa haft af því beyg, að fyrrverandi belgískir liðsforingjar væru ráð- andi í öryggislögreglu Katanga- fylkis og því hafa þeir hallað sér meir og meir að frönskum öfgamönnum sem og svissneskum tæknifræðingum. Kibwe hefur hefur hvað eftir annað haft í hót unum um að þjóðnýta námurnar í Katanga. Samvinna þeirra Kibwe og MunongO kanri að verða öllu geigvænlegri en aðgerð ir Thsombes, enda hafa þeir hvað eftir annað í sameingu lamað að gerðir hans-, '-lítillækkað hann, þegar þeir töldu að völd hans væru að veikjast. Sú mynd, sem stundum hefur verið dregin upp af Katanga — sem landi friðar og öryggis, ein- drægni og jafnvægis milli kyn- þátta er með öllu ósönn. f þeim einu frjálsu kosningum, sem far- ið hafa fram í Katanga, vann Conakat flokkur Tshombes aðeins 25 þingsæti ’gegn átján þingsæt- um stærsta andstöðuflokksins Með samstöðu við aðra flokka jók hann fylgi sitt í 35 þingsæti en stjórnarandstaðan öll hafði þá 24 þingsæti. Nú ná ótvíræ’ð yfir- ráð hans í Katanga aðeins yfir rúman helming landsins. í norð urhluta landsins, þar sem Baluba ættflokkurinn hefst við hafa ver- ið unnin hin hroðalegustu hryðju verk sem um getur í Kongó. Fjórir fimmtu hlutar ríkistekna Katanga eiga rót að rekja til starf Cyrille Adoula um liðsforingjum og loks áhrifa- mikilla forsvarsmanna erlendis. Forsvarsmenn — og áhrif f jármálanna Þegar menn rita um þessa forsvarsmenn skilnaðar stefnu Tshombes og stjórnarinn- ar í Katanga þættir þeim við að gefa of einfalda mynd af áhrif- um alþjóðlegs fjármálalífs í Af- ríku. Allir hljóta að skilja — nema þeir, sem gleypa gagnrýn islaust við hinni marxisku sögu- skýringu — að fjármálamönnum má skipta í tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem eru haldnir úreltum hugmyndum um það hvernig þeir fái bezt gætt hags- .nuna sinna og tryggt þá. Hins vegar eyu menn, sem hafa nýtízku legri hugmyndir Og skilja að bezta von þeirra um að gæta þessara hagsmuna er í því fólgin, að komast að samkomulagi við stjórnir hinna nýju Afríkuríkja. Svo hefur vissulega verið um Kongó. Fjármálavaldið í Katanga er í höndum Námafélagsins — tæki eru sameinuð í Federation des Enterprises des Kongó. Hin- ar mifclu eignir í Unilever fyrir- tækjanna eru t.d. að mestu utan Katanga Og staðreynd er að bæði Bretar og Belgíumenn eiga meiri hagsmuna að gæta í öðrum fimm héruðum Kongóríkis en Katanga- héraði. Frá forráðamönnum þeirra kom Adoula forsætisráð- herra fljótlega styrkur. Á Eng- landi hafa raddir þessara manna, sem bæði eru hófsamir og skyn- samir, kafnað í háværum ræðum forsvarsmanna Katanga. Til þessara forsvarsmanna má telja Charles Waterhouse höfuðsmann, sem kom mjög við sögu í Súez-málinu, en hann er forstjóri Tanganyika fyrirtækj- anna. Robins lávarð, einn af helztu stuðningsmönnum Mið- Afríkusambandsins, en hann var áður f orstjóri British-Söuth- Africa Company — og lávarð- ana Selbourne og Clitheroe, sem hafa báðir lýst því yfir, að þeir eigi hagsmuna að gæta í fé- lögum, sem tengd eru Union Miniére. Þeir hafa aflað sér stuðn ings meðal þeirra þingmanna sem ákafast studdu aðgerðir brezku stjórnarinnar í Suezmál- inu og einnig hafa þeir fengið stuðning þingmanna, sem vilja viðhalda Mið-Afrikusambandinu óbreyttu. Loks má geta þess, að Salisbury lávarður hefur stutt þá ötullega. Allir þessir menn hafa mikil stjórnmálaleg áhrif í Bretlandi, Bandaríkjunum, Bel- gíu, Frakklandi og Portúgal — og hafa aldrei hikað við að beita þeim áhrifum. Þeir skrifa oft sendibréf til „The Times“ og greinar í brezk og bandarísk blöð. Þeir leitast við að hafa áhrif á ráðherra og þingmenn og taka virkan þátt í umræðum í brezka þinginu, einkum í lávarðadeild- inni. Ritum þeirra og ræðum er komið á framfæri um sérstakar upplýsingaskrifstofur sem reknar eru fyrir stjórn Katanga í New York, Brússel og París — en ekki í sjálfri London. Ekki er ljóst hverjir reka þessar skrífstofur. Rök þessara manna eru í aðalatr iðum eftirfarandi: — Kata'nga er hinn eini hluti Kongóríkis, þar sem stöðugleiki ríkir og þar sem forystumenn eru hlynntir vestur veldunum. Ef aðgerðir Kongó- manna o° Sameinuðu Þjóðanna Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.