Morgunblaðið - 07.12.1961, Page 17

Morgunblaðið - 07.12.1961, Page 17
Fimmtudagur 7. des. 1961 MORGUISBLAÐIÐ 17 Kristín Þórðardóftir DÁIN, horfin. Það er ávallt harmafregn vinum og samferða- fólki, þegar einn úr hópnum er burt kallaður bak við dauðans Ihjúp. Svo vár með okkur hjónin, er við fréttum, að frú Kristín Þórðardóttir, Miðtúni, 28, hefði kvatt þennan heim sunnudaginn 26. nóvember eftir langvarandi og þjáningarfull veikindi. Sárast- ur er þó söknuðurinn hjá eigin- manni, háaldraðri móður, tveim- ur sonum og ungri fósturdóttur, tengdadóttur og barnabörnum, og vottum við þeim öllum okkar dýpstu samúð og virðingu. Frú Kristín Þórðardóttir var fædd 13. janúar 1902 í Reykja- vík og dvaldi þar allan sinn ald ur utan tvö ár, er hún var í Dan- mörku til náms og þroska, eins og svo margir fslendingar hafa gert fyrr og síðar. Er heim kom, giftist hún hin- um ágætasta manni, Einari Ara- syni, verkstjóra hjá H f. Kol og Salt, sem flestir Reykvíkingar kannast við. Frú Kristín var fögur kona, svo af bar, brosmild, kurteis og mjög vinsæl. Hún og maður henn ar voru mjög samhent og bæði á'hugasöm um að hlúa að og prýða heimili sitt sem smekkleg- ast utan húss og innan, enda góðir hæfileikar fyrir hendi hjá báðum. Leið þvi öllum vel, er dvöldu á heimili þeirra og nutu hinar góðu gestrisni þeirra. Allt var svo fágað og vel tilreitt, að fágætt má téljast, sökum hinna miklu hæfileika húsfreyju, og hafa þar margir að þakka, bæði venzlafólk og vinir. Minningin lifir. þó maðurinn deyi. Svo mun einnig um þessa góðu konu. Hún mun lifa í hug- um allra, er henni kynntust, með þakklæti fyrir samfylgdina. Sakn aðarkveðja. A. H. — Ef velja Frh. af bls. 13. yrðu til þess að draga Katanga inn í ringulreiðina, myndi hún breiðast út yfir landamæri hér- aðsins til Norður-Rodesíu og þar með til Mið-Afríkusambandsins Og jafnframt til Angola. Hags- munir Breta og annarra Vest- rænna þjóða krefjast því þess, að Katanga sé haldið utan við ringulreiðina í Kongó. Á yfirborðinu eru þetta sann- færandi rök — en í vissum atrið- um mjög veik. í fyrsta lagi leyna þau hinum mikla ugg vegna af- stöðu samstarfsmanna Tshombes, einkum hótana Kibwe um þjóð- nýtingu Námafélagsins. Þau ganga framhjá þeirri staðreynd, að Tshombe hefur reynt að gera samninga við Gizenga gegn Adoula — og að Katangastjórn hefur hótað að leita til Rússa um aðstoð ef vinirnir bregðist. Til áherzlu þeirri hótun hefur stjórnin sent nefnd manna til Tékkóslóvakíu til þess að kanna undirtektir Rússa. Alla vega eru þessi rök ekki gild síðan sterk miðstjórn var sett á laggirnar í Leopoldville undir forsæti Adoula, forsætis- ráðherra — sem er Belgum vin- veittur og ekki andvígur öðrum vestrænum ríkjum. Eftir mynd- un þeirrar stjórnar varð að velja — Elisabethville eða Leopold- ville? Jafnvel nú, þegar vestræn ríki hafa valið Leopoldville, halda fórsvarsmenn aðskilnaðarstefnu Katangastjórnar áfram starfi sínu og virðist sem brezka stjórnin ljái þeim eyru með því að hyggjast beita sér gegn því, að valdi sé beitt gegn Katanga —- ef svo fer að valdbeiting reyn ist nauðsynleg. Það er augljóslega í allra þágu að mál þetta leysist á friðsam- legan hátt. En hváð gerist ef það reynist ókleift? Og hve lengi er hægt að vænta þess að mið- stjórnin í Leopoldville haldi að sér höndum, meðan tilraunir eru gerðar til þess að telja Tshombe og hina vaidamiklu samstarfs- menn hans á friðsamlegt undan- hald. Þolinmæði miðstjórnarinnar virðist á þrotum. Meðan ein- stök fylki standa utan við, getur hún engar áætlanir gert um stjórn landsins og fær raunar vart staðizt sem miðstjórn. Það hefur til þessa mistekizt að telja um fyrir Tshombe, en af því leiðir hættu á vaxandi and- spyrnu Gizenga. Loks er þess að gæta, að með hverjum mánuði sem líður, aukast fjármálaerfið- leikarnir vegna hins óstöðuga stjórnmálaástands, kostnaðar við fjölmennt herlið og vangreiðslu skatta frá hinu auðuga fylki Kat an^a. Meðan svo fer fram getur sú Orðið þróun mála, að Leopold- villestjórnin klofni enh á ný, svo sem gerðist, er þeim Kasavubu forseta og Lumumba, forsætisráð herra varð sundurorða. Gizenga er kominn aftur til Stanleyville — albúinn þess að færa sér þar í nyt hinar mis- heppnuðu tilraunir miðstjórnar- innar til þess að ná völdum í Kat anga. Tilraunir hans nú fyrir skömmu til þess að taka fram fyrir hendur miðstjórnarinnar með því að senda hermenn inn í Norður-Katanga, sýna hvert hugur hans stefnir. — En Gizenga er enginn Tshom be. Hann hefur engin stjórnmála samtök að baki sér, hann hefur ekki fjármagn að styðjast við og þeir liðsmenn hans, sem áhrifa- mestir voru hafa haldið tryggð við- miðstjórnina eftir að hann fór frá Leopoldville. Þegar Kat- angadeilan ér úr sögunni ætti að vera unnt — í fljótu bragði, að ráða niðurlögum áhrifa Gizenga, þau eru eingöngu sprottin af bar áttu hans gegn aðskilnaði Kat- anga. Hættan, sem fylgir þessu ástandi er fyrst og fremst sú, að svo lengi sem herrarnir Tshombe, Munongo og Kibwe treysta því að valdi sé ekki beitt gegn þeim, munu, þeir halda til streitu við miðstjórnina kröfum sínum, sem hún getur ekki gengið að. Við kunnum þyí ef til vill að, komast að raun um, að i stað áhrifamikilla aðgerða Sameinuðu Þjóðanna til stuðnings miðstjórn- inni í Leopoldville leiðist Kongó enn á ný út í ringulreið — álíka skelfilega Og þá sem fór á undan hinu tilgangslausa morði á Pat- rice Lumumba. OBSERVER — öll réttindi áskilin. Til jólagjafa Regnhlífar SlæSur, Herðasjöl, Samkvæmistöskur, Skrautvörur, Undirtatnaður, Báby Doll, Náttkjólar stórar stærðir, Sioppar í úrvali, Svefntreyjur, Blússur, Pils, Peysur, Hanzkar, Hattar og húfur glæáilegt úrval. Verðlaíkkun — Póstsendum. HATTA og SKERMABÚÐIN Bankastræti 14. Iðnaðarpláss ca. 120 ferm. óskast til leigu. Upplýsingar í síma 15379. Keflavík TILKYNNING frá Sjúkrasamlagi Keflavíkur Þeir samlagsmeðlimir, sem óska að skipta um heim- ilislækni tilkynni það á skrifstofu samlagsins fyrir 15. þ.m. Eftirtaldir læknar munu starfa á vegum samlagsins frá næstu áramótum: Arnbjörn Ólafsson læknir, Björn Sigurðsson læknir, Guðjón Klemenzson læknir, Jón K. Jóhannsson sjúkrahúslæknir, Kjartan Ólafsson héraðslæknir. SJLKRASAMLAG KEFLAVÍKUR. Afvinna Stúlka óskast til starfa (á kassa) nú þegar. Hátt kaup. Upplýsingar í síma 11112 í kvöld milli kl. 6 og 7 og næstu kvöld. Verzlun Vefnaðarvara Kjólaefni popplín 47/80 m. Blússupoplín 47/80 m. flónel einlit 19/20 m. skyrtuflónel frá 47/40 Kakí hvítt 140 cm. 46/65 m. léreft mislit frá 16/10 m. lakaléreft 53/20 m. fiðurhelt léreft 45/65 m. Damansk 56/60 m. flónel m/vaðmálsvend 22/75 m tvistau frá 13/85 m. Sirsefni frá 14/00 m. RayOn efni frá 19/60 m. fóðurefni frá 40/50 m. viskustykkjadregill 22/10 m. Popplín einlitt frá 30/— m. Taft efni frá 65/— m. Handklæði frá 31/— Þvottapokar 8/20 skábönd, bendlabönd, hlírabönd, rúllibukk teygjubönd, margar gerðir •ilkibönd, blúndur, tvinni, tölur, krókapör smellur.'rennilásar í miklu úrvali stoppnálar, saumnálar maskínunálar, heklunálar prjónar. Fatnaður fyrir börn Jerseypeysur frá 32/— UUarpeysur frá 152/— Golftreyjur 163/85 Barnaföt 166/— telpubuxur frá 95/— Ásg. Þorlákssonar Efstasundi 11 Drengjabuxur frá 115/— telpna nærfatasett frá 47/65 náttföt 110/70 skyrtubolir 56/40 skjört 75/40 Bleyjubuxur 14/50 gammosíubuxur frá 96/— Drengjavesti 65/— sokkar, hosur, vettlingar, slæður, drengjabindi, belti, axlabönd, o. m. fleira. Fyrir dömur Skjört 100% nælon frá 67/85 Náttkjólar 113/— coctailsvuntur 130/— Nærföt settið 52/25 Buxur frá 23/35 Slæður mikið úrval verð frá 38/— treflar frá 45/— Hanzkar frá 30/— Sokkar nælon frá 40/— Leistar frá 14/50 og margt fleira. Fyrir herra Skyrtur 98/— náttföt 169/25 nærbolir frá 28/95 buxur frá 28/95 Vettlingar 76/50 Sokkar í miklu úrvali verð frá 14/50. belti, axlabönd inniskór frá 59/30 vasaklútar og fl. Glervara Ávaxtasett frá 125/— Skálasett frá 106/50 Bollapör frá 16/90 skálar margar stærðir, verð frá 6/50 sítrónupressur 11/— könnur margar gerðir, verð frá 41/30 kökudiskar margar gerðir, verð frá 20/70 vatnsglös frá 4/50 Matardiskar djúpir og - grunnir 22/25 fiskföt frá 49/40 skálar frá 36/15 sósukönnur 52/90 smjör kúpur 23/— og margt fleira. Plastvörur Skálar 5/25 Skálasett 3 í setti 70/— Fötur, uppþvottaföt frá 58/50 Hnífakassar 53/— Föt köntuð 51/80 Skálar fyrir ávexti 14/50 Hristarar 18/75 Vatnsglös frá 6/75. Salt og pipar-box 9/10 settið Mjólkurkönnur 48/85 - Eggjaskerar 14/50 Sápuskálar á baðker 46/— og margt fieira Búsáhöld Kökuform, sleifar, raspar, kartöflupressur, dósahnífar, sigti, kaffibox, skálar, ausur, fiskispaðar, þeytarar, rjómasprautur 14/50 eldhúshnífar, kleinujárn, brýnj, kartöflu flysjarar hnífar og gafflar, desilítramál, bollamál, kaffiskeiðar, kaffipokar og hringir, stál borðbúnaður sett fyrir 6 manns frá 355/50 Tertuspaðar 59/50 og m. fl. Leikföng Af mörg hundruð tégundum af leikföngum viljum vér aðeins nefna: Bíla frá 10/— Bátar frá 10/— Flugvélar frá 10/— mekkanó, hjólbörur, traktorar, jarðýtur, steypubílar, olíubílar, kranabílar, sendi- bílar, brunabílar, keiluspil, Tíu negrastráka spil 20/—, Lúdóspil 30/— Mattadorspil 137/20 Umhverfis jörðina á 80 dögum 69/— Kubbakassar, margar gerðir Brúður, margar gerðir frá 24/— Vagnar frá 14/5 Kérrur frá 18/— Baðker, brúðurúm 15/— stk. PÓSTSENDUM Bollasett, margar gerðir frá 37/75 Vigtar 8/— Gjafavörur Vasar, kertastjakar, veðurhús, burstasett, sígarettukveikjarar,, hulstur, penna sett, salt og pipar sett 3 gerðir, spiiabakkar 4 í kassa Töfl og taflborð, 3 gerðir verð frá 54/— stofu-hitamælar, glasabakkar í útskornu statívi o. m. fl. Skrautgripir Hálsmen, eyrnalokkar, perlufestar. hringir, nælur, armbönd og fleira. Jólavörur Jólakort i miklu úrvali, verð frá 1/— Jólapappír, jólamerki, jóla-' límbönd, jólabönd, jólatrés- skraut, stofuskraut, jóladiskar. og margt fleira. Svo höfum við ýmsar hreinlætisvörur, snyrtivörur, ljósaperúr, öryggi 10 og 20 amper, myndabækur, burstavörur í miklu úrvali y o. m. fl. Sími 36695 Verzlunin Efstasundi 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.