Morgunblaðið - 07.12.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 07.12.1961, Síða 20
20 MORGUISBL AÐIÐ Fimmtudagur 7. des. 1961 r Margaret Summerton HÚSfÐ VIÐ SJÖINN Skáldsaga 75 .J Oft sofnaði ég meðan hann var að leika. Og stundum núna, þeg- ar ég er vakandi, finnst mér ég heyra hann leika. í>á sofna ég . . . og þegar ég vakna aftur, finnst mér hann enn vera á lífi, og að dauði hans bafi ekki verið annað en vondur draumur. En svo breyttist skapið í henni og hún hallaði sér upp að mér, og tárin glitruðu á kinnunum, en augnaráðið var ákaft og rödd- in biðjandi. En nú. þegar þú ert komin hingað, Oharlotte, þá get- ur þú leikið á píanó fyrir mig, er það ekki? Því er nú verr og miður, sagði ég, þá kann ég ekki á píanó. Ó! Þessi játning varð mér til foráttu. Hvað geturðu þá gert? Hamingjan skal vita, að hún mamma þin er búin að hafa út úr mér nóga peninga til að geta alið þig almennilega upp. Hvað hefur hún gert við þá alla? Eytt þeim í sjálfa sig? Hún hefur notað þá til þess að sjá okkur báðum farborða, og útvega mér nokkra menntun. Hún horfði á mig með svo áber- andi tortryggni, að ég lauk máli mínu eins og grobbinn krakki: Að minnsta kosti kom hún því til leiðar, að ég lærði að tala þrjú tungumál viðstöðulaust. Hún veifaði stafnum sínum, hrokafull á svipinn: Þegar ég var að alast upp, gat hver veluppaiin stúlka talað fjögur. Það er bezt fyrir þig sjálfa, hvæsti ég. Hún barði stafnum í yfir'breiðsl una á gólfinu Ég vil ekki láta tala þannig við mig. Þarna stend- ur þú, ósvífinn stelpukrakki og heldur, að ég sé rétt að segja hrokkin upp af og þá fáir þú ánægjuna af að eyða peningun- um mínum. Víst hefurðu verið að hugsa um þetta. Láttu mig vita það. Innilegasta ósk bróður þíns var að standa yfir höfuðsvörðum mínum. f nok'krar sekúndur stóðum við þarna álíka bálvondar báð- ar, en svo hjaðnaði þessi reiði niður. Ég hafði fengið bending- una mina um að fara. Nú þurfti ég ekki lengur að gera mér að góðu, hvorki Edvinu né þetta andstyggilega hús, þar sem engir voru elskaðir nema þeir væru dauðir. Ég fói mér hægt áleiðis til dyranna. En rödd hennar stöðvaði mig. Hvert heldurðu, að þú sért að fara? Að láta niður dótið mitt, svar- aði ég rólega. Svona tala ekki nema vinnu- kindur. Snúðu þér við ........... strax. Komdu hingað til mín! Ég leit að vísu við, en hreyfði mig ekki úr sporunum. Hún horfði á mig með svip, sem var gramur og sorgbitinn og eins gamall og dauðinn sjálfur. Þú ert líklega að bíða eftir því, að ég biðji þig fyrirgefningar. Allt í einu fór kipringur um var ir hennar. Hún brosti, til mín og hún rétti fram höndina, klaufa- lega og ófimlega. Og það skal ég gera, ef þú óskar þess. En engu að síður var sumt af þessu satt. Ég á ekki langt eftir ólifað, og bráðum kemur sá dagur, að vonir þinar rætast. Ég gekk til hennar aftur. Ég vildi, að þú vildir ekki vera að tala svona. Vertu viss, mig lang- ar ekkert til þess, að þú deyir, — Úr því að þú ert ekki ánægður með minn akstur, þá geturðu sjálfur tekið við stýrinu. og sem meira er ég held engan langi neitt til þess. Fögur orð og vel mælt! Mér væri næst að halda, að þú hefðir líka hjartað hays afa þíns, auk andlitsins ...... En þð væri nú til ofmikils ætlazt, finnst þér ekki? Hún hristi höfuðið þreytu- lega. Ég er nógu greind til þess að vita, að það er heimska að trúa á kraftaverk. Þegar þú ert búin að ná hálf- um mínum aldri, hefurðu komizt að því, að varla nokkur maður er það, sem hann sýnist. Fólk brosir til manns, sver, að það elski mann og bíður á meðan eft- ir því með óþreyju, að maður hrökki upp af. En þannig var hann afi þinn ekki og heldur ekki Danny. Þá missti hún snögglega allan áhuga á mér, rétt eins og ég hefði verið Timmy, og skipaði mér að senda frú West til hennar. Og þar eð ég bjóst við, að ég væri ennþá þreyttari en hún sjálf, þá hlýddi ég. Þegar ég var komin út að dyr- um, kallaði hún á eftir mér: Þú verður hérna í viku, ein.s og um var talað og svö engin bjánalæti með að taka saman dótið þitt. Ég er búin að heyra nóg af slíku hjá eldabuskunni. Edvina hafði gengið með sigur af hólmi. Þegar ég gekk til her- bergisins til að laga mig til fyrir hádegivserðinn, var ég að harma linjuna í méi;, og sagði sjálfri mér, að betur hefði ég tekið mig upp og .farið. Ég vildi ekki finna til meðaumkunar með Edvinu og heldur ekkj flækjast inn í þetta stríð hennar við einmanaleik, elli og dauða. Ég var tilbúin til hádegisverð- arins og beið iðjulaus, þegar bar- ið var að dyrum og Lísa kom inn. Hún hafði lagað það, sem Timmy hafði aflagað og nú var allt í lagi á henni: málning, hár- greiðsla og framkoma. Um leið og hún tyllti sér á rúmstokkinn, sagði hún: Hefur verið gaman hjá þér í morgun? *Já, og hefði verið ennþá meira gaman ef ekki hefði verið allar þessar rykhlífar, sagði ég. Þær eru nú allstaðar í húsinu, nema þessum fáu hornhm af því, sem notuð eru. Fyrsta sumarið eftir að við komum heim, reyndi Esmond að fá Edvinu til að opna meira af húsinu og halda sam- kvæmi, en það bar nú lítinn ár- angur. Hún sat álút og var að laga á sér neglurnar. f þessari átellingu var hún raunverulega sorgbitin á svipinn, rétt eins og hún væri að hugsa um hamingjusamari liðna daga. Ég hafði eitthvert heimskulegt meðfætt hugboð um, að útlit eins og Lísa hafði til að bera, gæti varið hana öllu mót- læti og átt bágt með að trúa því, að þessi sorg hennar væri raun- veruleg. , Mér hafði líka orðið á önnur reikningsskekkja í sambandi við Lísu. Mér hafði dottið í hug, svona í allri vinsemd, að hún væri ekkert Ijós — ekki kannske beinlínis heimsk, en að tilfinn- ingar hennar og hugðarefni væri hversdagsleg, og snerust ein- göngu um hennar eigin persónu. Það var smár vöxtur hennar, sem hafði blekkt mig, og þessi hálf-aumlega barnsrödd, og svo undirlægjuhátturinn gagnyart Edvinu. Enda þótt ég sæi hana í öðrum ham, eimdi þó enn eft'ir af þess- um fyrsfu hugmyndum um hana, sem einhverja ævintýrapersónu, sem væri svo hæg og hógvær í allri framkomu. Þar hafði mér heldur betur skjátlazt. Hún reisti höfuðið svo snöggt, að ég hrökk við. Litlu vöðvarnir undir sléttu hörundinu voru spenntir, og næstu sekúnduna áður en hún ávarpaði mig, fannst mér eins og hún væri eitthvað óróleg. Talaði hún um okkur? Tm þig? svaraði ég til þess að fá tóm til að átta mig. Já. Okkur Esmond. Nei ....... Tunga mín vafðist eitthvað á þessari neitun, og bros hennar var svo ásakandi, að ég fann, að hún hafði séð, að ég var að ljúga. Ég flýtti mér að segja: Þegar ég fór frá Edvinu áðan, virtist hún vera þreytt. Eg vona, að ég hefi ekki gert hana alveg uppgefna. Hún leit við, og fór að laga spennúha á skónum sínum. O, þú skalt ekki vera að vorkenna henni, hún er seigari en allt, sem seigt er. Gengur nokkuð að hénrii annað en heltin? spurði ég. Ekkert tel/jandi. IMjöðmin á henni var aldrei almennilega sett saman. Hún brotnaði, eins og þú veizt, áður en við komum heim, og hún er alltaf með gigt í henni síðan. Farnes læknir er alltaf að vara hana við hjartanu, af því það sé ekki nægilega sterkt en það er nú vist varla tiltökumál hjá manneskju, sem komin er yfir áttrætt. Og hún hefur háan blóðþrýsting og ætti þess vegna ekki að vera að drekka. Hún reyndi að horfa í augun í mér og bætti svo við: En eins og þú hef- ur sjálfsagt þegar tekið eftir, þá drekkur hún talsvert. Gerir hún það? Það var auð- vitað engin ástæða til þess, að við Lísa værum með neitt pukur um gaila Edvinu, en ég lét nú samt eins og þetta kæmi mér á óvart. Hún svaraði með ákafa: Já, þú getur verið viss um, að hún gerir það og alveg sama hvað ég eða aðrir segja um það við hana. Það var þess vegna, sem hún datt niður stigann forðum. Hún var full! Þegar ég svaraði þessu engu, sýndi hún á sér fararsinið. Ég leit nú inn til þín af því að hann Ivor hringdi í morgun. Hann þarf að fara til Árborgar seinnipart- inn og hann bað mig spyrja, hvort þú vildir koma með hon- um .... það er að segja, ef þú getur farið i heimilisbílnum. Sjálf er ég bundin í báða skó í dag, svo að ég yildi gjarna gefa þér tækifæri til að skoða þig dálítið um. Hann er ágætis fylgdarmað- ur. Hvernig lízt þér á þetta? Ég sagðist gjarna vilja fara, svo fremi Edvina vildi leyfa mér það. O, hún leyfir þér það, vertu viss. Hún leggur sig alltaf seinni- partinn frá hádegisverði fram að tetíma, og hún vill víst gjarna X- >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f •— Hvernig vissi Metallikus að ég fæddist um borð í geimskipi. Eða að þú ert ekki frændi minn, Geisli? i— Gar læknir hefði getað fengið að vita fæðingarstað þinn með því að spyrja frú Colby eða frá mann- tali stjörnuheimsins og á margan annan háít. Á sama hátt gat hann fengið að vita að þú átt engan Rog- er frænda. Gar fóðraði rafeindaheil- ann með þessum upplýsingum. Hann svaraði ósjálfrátt! ! vita, hvar þú ert og með hverj» ] um. Hún vill alltaf halda bók yfir okkur öll. Ef svo er, þá er mér óskiljan- legt, hvernig þú hefur getað hald ið það út að vera hérna alian þennan tima, svaraði ég rólega. Timmy og ég eigum heimtingu á að vera hér! Eg hugsaði með mér, að aldrei mundi þessi stúlka leyfa reiði eða æsingi að af- mynda á sér svipinn, eða herða röddina, en nú lá við sjálft að svo yrði. Fyrirgefðu. Ég átti ekki við það. En sjálf vildi ég ekki eiga að dveija hér til langframa, og svo hélt ég nú líka, að þú værir með einhverjar ráðagerðir fyrir framtíðina ...... Já, en það er ýmislegt, sem enn er óráðstafað og er geysilega mikilvægt fyrir okkur Timmy. i Það ættirðu að geta skilið, sagði j hún og vottaði ofurlítið fyrir I gremju í röddinni. Vitanlega. ailltvarpiö Fimmtudagur 7. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — T^n leikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir Tónleikar. — 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Há kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20:20 Einsöngur: Adele Stolte syngur lög eftir Reichardt, Zelter og Mozart/ 20:35 Erindi: NATO-fundur og Berlín arför (Gísli Jónsson alþingismað ur). 21:00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Þjóðleikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einleikari á píanó: Ás- geir Beinteinsson. a) I>rjár myndir op. 44 eftir Jón Leifs (frumflutn.). b) Píanókonsert í Es-dúr op. 73 eftir Beethoven. 21:45 Af blöðum náttúrufræðinnar: — Elztu menjar um jarðlífið. (Örn ólfur Thorlacius fil. kand.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjaí upp liðna tíð; VI.: Syrpa frá Rússlandi (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). 22:30 Harmonikuþáttur (Högni Jóns- son og Henry J. Eyland). 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 8. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. —• Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón leikar). 17:40 Framburðarkennsla í ésperanto og spænsku. 18:00 „I>á riðu hetjur um héruð“: Guð mundur M. Þorláksson talar um Hrafnkel Freysgoða. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétttr Tónleikar. — 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag). 20:05 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson), 20:35 Frægir söngvarar; VI.: — Nellie Melba syngur. 21:00 Upplestur: Einar M. Jónsson skáld les kvæði eftir nokkra höfunda. 21:10 Dönsk orgeltónlist: Jörgen Berg frá Kaupmannahöfn leikur á orgel Dómkirkjunnar í lteykja- vík. a) Fjórar stuttar prelúdíur úr op. 51 eftir Carl Nielsen. b) Prelúdía, pastoral og fúgato op. 11 eftir Leif Thybo. Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn eftir Kristmann Guðmunds- son; XXXIII. (Höf. les). Fréttir og veðurfregnir. Um fiskinn (Stefán Jónsson f réttamaður). Á síðkvöldi: Létt klassísk tón- list. a) Wolfgang Marschner leikur fiðlulög eftir Kreisler. b) Joan Sutherland syngur adur úr óperum eftir Thomas, Delibes og Meyerbeer. e) Konunglega fílharmomusveit* in í Lundúnum leikur norska dansa op. 35 eftir Grieg; — George Weldon stjórnar. 23:20 Dagskrárlok. 21:30 22:00 22:10 22:30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.