Morgunblaðið - 07.12.1961, Page 23

Morgunblaðið - 07.12.1961, Page 23
Fimmtudagur 7. des. 1961 M O R C V TS B I 4 Ð 1 Ð 23 M usica IMova „Hús málarans44 Endurmiiinlngar Jóns Engil- berts listmélara Á TÓNLEIKUM „Musica nova“ að Hótel Borg í gærkvöldi voru flutt verk eftir þrjú af yngstu tónskáldunum, Magnús Blöndal Jóhannsson, Þorkel Sigurbjörns- son og Jón S. Jónsson, og eitt af eldri kynslóðinni, Jón Leifs. Eftir Magnús Bl. Jóhannsson yoru flutt tvö verk: 15 tóndæmi fyrir flautu óbó, klarinettu og fagott, og „Samstirni“, sem í jskýringum-segir að sé sambland af „elektrónískri“ og „konkret“ tónlist, og var flutt af segulbandi. í fyrrnefnda verkinu hefir hvert íhljóðfæri röð af 15 stuttum i,mótívum“, og eru öll mótívin ibyggð á sömu 12 tóna röðinni og afbrigðum hennar. Hverjum Ihljóðfæraleikara er í sjálfsvald sett hvar og hvenær hann byrj- ar á sirini mótívaröð, og þagnir jnilli mótívanna eru ekki fast- ákveðnar. Hinsvegar má ekkert mótív endurtaka fyrr en öll hin hafa verið leikin. Af þessu verð- ur ljóst, að mjög er undir hselinn lagt hver heildarútkoman verður hverju sinni, líkt og þegar horft er í þann töfrakíki sem kaleid- oskóp nefnist á útlendum mál- um, og börn hafa gaman af að horfa í. Þar má oft sjá fallegar og fjölbreytilegar myndir, en listaverk munu þær naumast geta talizt. Síðara verk Magnúsar,, „Sam- Stirni“, er ailt annars eðlis. Þar er raðað saman margvíslegum hljóðum og tónum, sem ýmist eru framleidd með rafmagnstækjum, hljóðfærum eða öðrum tilfær- ingum, og tekst með þessu öðru hverju að skapa visst „andrúms- loft‘ og jafnvel nokkra spennu. Kerhur manni til hugar, að svona músík muni geta orðið nytsöm til áhrifaauka, þegar sjónvarpið margumrædöa verður komið í gagnið hér hjá Okkur. Raddir jjeirra Knstínar önnu Þórarins- clóttur Og Þuriðar Pálsdóttur, sem þaina fluitu einhver óskiljanleg orð, voru gerðar svo torkenni- iegar með „tæknilegum aðferð- um“, að þær urðu naumast þekkt ar, a. m. k. rödd Kristínar Önnu. Verk Þorkels Sigurbjörnsson- ar, „Leikar nr. 3“, er svipaðs eðlis og „Samstirni“ Magnúsar. Einnig hér er um að ræða sam- bland af „elektrónískum" og „konkret" hljóðum, en einhvern- veginn virðist þetta verk þó vél- rænna en verk Magnúsar, e. t. v. vegna þess, að raddirnar í síðar- nefnda verkinu tengja það með nokkrum hætti manneskjunni, þótt torkennilegar séu. Þetta verk Þorkels mun naumast verða eins eftirminnilegt og verkið eft- ir hann, sem flutt var á tónleik- um „Musica nova“ í fyrra. Jón S. Jónsson er 27 ára gam- all ísfirðingur, sem hefir stund- að nám í Tónlistarskólanum á ísafirði og í Reykjavík og nú síð- ast við amerískan háskóla, þar sem hann mun vera að búa sig undir doktorspróf. Hér var flutt eftir hann Sónata fyrir fiðlu og píanó, sem Einar G. Sveinbjörns- son og Þorkell Sigurbjörnsson léku ágætlega. Sá, sem þessar lín ur ritar, átti þess kost í gær, að heyra á æfingu öll verkin, sem þarna voru flutt, nema þessa' són ötu, og verður þó að játa, að hún virðist forvitnilegri til nánari Leiðréttlng I FRÁSÖGN Morgunblaðsins í gær af frumvarpi um fram- lengingu nokkurra laga, var mishermt, að 8% viðbótarsölu- skattur félli niður af vörum þeim, sem frumvarp um lækk- un aðflutningsgjalda ýmissa vörutegunda náði til. Öll tolla- lækkun á vörum þessum hefur þegar komið til framkvæmda, hins vegar var ákveðið, að vör- ur þessar skyldu undanþegnar því, að tollar skyldu innheimt- ir af þeim með álagi árið 1962, enda var gert ráð fyrir því í frumvarpinu um lækkun að- flutningsgjalda, að þessi álög yrðu ekki innheimt. kynna en nokkurt hinna verk- anna. Þetta er hressilegt verk, hlaðið spennu, bæði í laglínum, hljómsetningu og hljóðfalli, og heldur athyglinni vakandi fró byrjun til enda. Síðast á efnisskránni var Kvint ett op. 50 fyrir flautu, klarinettu, fagott, víólu og celló eftir Jón Leifs. Þetta ver.k er í þrem þátt- um, og eru tveir hinir fyrri hægir og langdregnir og líkir að yfir- bragði, byggjast mjög á síendur- teknurn „þverstæðum" hljóma- samböndum, sem furðusnemma í verkinu glata áhrifamætti sín- um, ekki sízt vegna þess, að þær „formúlur", sem hér er byggt á, eru margkunnar úr öðrum verk- um Jóns. Síðasti þátturinn bætir þetta talsvert upp, hann er að nokkru í rímnalagastíl Og sumt í honum mætti skilja sem heldur þurran „húmor“. En samband hans við grafarstemmningu fyrri þáttanna er næsta óljóst, og jafn- vægi verður lítið í heildarformi verksins. Þótt hér hafi ekki verið höfð mjög lofleg ummæli um ein- stök verk á þessum tónleikum, vil ég Ie’ggja áherzlu á það stór- merka hlutverk, sem „Musica nova“ gegnir í tónlistarlífinu með því að skapa skilyrði til flutnings nýrra og tilrauna- kenndra tónsmíða, sem annars mundu sennilega liggja í þagn- argildi. Þetta er ómetanlegt, og það eins fyrir því, þótt ekki séu það eintóm meistaraverk, sem flutt eru. Framtak og fórn- fýsi þeirra ungu manna, sem hér eiga hlut að máli, verður ekki ofmetin. Þeir, sem fram komu á þessum tónleikum, voru, auk þeirra, sem nefndir hafa verið: Jósef Magnússon (flauta), Karel Paukert (óbó), Gunnar Egilson (klarinetta), Sigurður Markússon (fagott), Jón Sen (víóla) og Einar Vigfússon (óelló). Allir munu þeir hafa lagt mikla vinnu í æfingar þess ara erfiðu og vandfluttu verka, enda var árangurinn í heild í samræmi við það og engu lak- ari en bezt gerist á sambæri- legum tónleikum annarsstaðar. —, Kafanga Frh. af bls. 1 frá Elisabethville er líða tók á kvöldið og efcki vitað, nver orð- ið hefur þróun málánna síðustu klukkustundirnar. Frá Leopoldville berast þær fregnir að Katangahermenn hafi safnast umhverfis Kamina-her- stöðina í vesturhluta Katanga, en þar er fyrir fjölmennt herlið Sam einuðu þjóðanna. Ekkert hefur frétzt um bardaga þar, en skot heyrzt á stangli. Yfirstjórn SÞ í Leopoldville er bjartsýn um horfur herliðsins í Elisabethville þótt fátt sé um fregnir þaðan. Er bent á, að orrustuþotur sam- takanna hafi valdið miklu tjóni á samgöngum Katangahers svo vart verði þess vænst að þeir styrki lið sitt í borginni á næstunni. Á’ Bretar og Bandaríkjamenn ósammála Bandaríkjastjórn hefur lýst yf- ir stuðningi sínum við aðgerðir SÞ í Katanga og sendir nú tutt- ugu flutningavélar til herflutn- inga samtakanna. f dag voru 350 írskir hermenn fluttir til Elisa- bethville og á morgun verða sænskir hermenn fluttir þangað til liðsauka. Komið hefur fram, að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna eru ekki sammála um aðgerðir SÞ í Kongó, Edward Heath, aðstoðar- utanríkisráðherra Bretlands sagði í brezka þinginu í morgun, að hann teldi herlið SÞ aðeins hafa heimild til að verjast, ef á það væri ráðist. Væri öllum aðilum sæmst að leysa Katanga-deiluna með friðsamlegum hætti. Tals- maður bandarísku stjórnarinnar neitaði að segja álit sitt á af- stöðu brezku stjórnarinnar i dag í D A G kemur í bókabúoir bókin „Hús málarans“, en hún geymir endurminningar Jóns Engilberts listmálara, skráðar af Jóhannesi Helga. Bókin er skreytt fjölmörgum myndum úr persónulegu lífi listamannsins. Á Opinská bók Jón Engilberts hefur um árabil verið dáður málari og hlotið frægð, bæði hér og er- lendis. Sum af verkum hans hafa verið umdeild, en allir hafa viðurkennt Jón sem mik- inn málara. í lífi hans hafa velgengni og mótlæti leikið stór hlutverk. Frá þessu segir lista- maðurinn opinskátt í bók sinni. Það eru dregnar upp hispurs- er blaðamenn inntu hann eftir því. • Tshombe sækir ekki . . . Moise Tshombe er enn staddur í París. Hann hafði ákveðið að sækja þing Siðvæðingarhreyfing- arinnar í Brazilíu, en hefur nú hætt við ferðina. Ekki hefur hann sjálfur gefið upp ástæðu, en fregnir frá Rio de Janeiro herma, að yfirvöld Brazilíu hafi neitað honum um land'vistarleyfi. — Tshombe sagði á fundi með frétta mönnum í dag, að hann skildi ekki afstöðu Bandaríkjamanna til aðgerða Sameinuðu þjóðanna í Katanga. Kvaðst hann ekki sjá annað en þeir væru að fórna Katanga til þess að komast að samkomulagi við Rússa. — Ef til vill væru ráðamestir menn í utanríkisstefnu Bandaríkjanna einfaldlega kommúnistar. Að- spurður um mögulega málamiðl- un, sagði Tshombe að helzt væri það nú í valdi Frakka að miðla málum í Kongó. Ekki vildi hann tilgreina nánar, hvað Frakkar ættu til bragðs að taka til mála- miðlunar. NTB: — f tilkynningu, sem barst frá Leopoldville kl. 19 í kvöld segir, að loftárásir herliðs Sameinuðu þjóðanna á Kolwesi-flugvöllinn í Elisa- bethville (gamla flugvöllinn), sem Katangaher hafði á sínu valdi, hafi eyðilegt hann svo að tekið sé fyrir alla meiri- háttar notkun hans. Miklar skemmdir urðu af loftárás sænskra hermanna á flugvöll- inn í Jadotville og á leiðinni milli Jadotville og Elisabeth- ville voru margar brýr skemmdar Barizt er áfram í Elisabethvilie. Vitað er að einn sænskur maður úr liði SÞ særðist litillega. lausar myndir af samferða- mönnum og sagt frá gömlum kynnum í listaháskólanum í Kaupmannahöfn og Ósló. Koma þar við sögu fjölmargir þeirra manna sem hæst ber í íslenzk- um listum í dag. Það er fágætt að listamenn segi frá. Af þeim sökum er þessi bók forvitnileg og fróð- leg. — Hótað lokun hjá 9 brauðgerðar- húsum í FUNDARGERÐ heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur sem lögð var fram á fundi bæjarráðs í fyrradag kom það fram að 9 brauðgerðarhú* hafa fengið frest til 1 .janúar til að ljúka endurbótum á ýmsum göllum, sem starfmenn borgarlækhis höfðu knafizt *ð gerðar yrðu hjá þeim af hreinlætisástæðum. Hefur þessum 9 fyrirtækjum verið hótað lokun, ef ekki verð- ur ráðin bát á áður en frestur ; rennur út. — Keflavlkurvöllur Framhald af bls. 5. flotaforingjans voru fluttar hingað á þessu ári sem kunn- ugt er. Moore flotaforingi gat þess að kostnaður við Keflavíkur- fundnalandi, en aðalstöðvar flugvöll frá upphafi væri nú orðinn um 300 milljónir dollara og árleg starfræksla hans kost- aði 10 milljónir dollara, eða um 430 milljónir íslenzkra króna. Aðspurður um sjónvarpsstöð- ina á Keflavíkurflugvelli benti Moore flotaforingi á að varnar- liðsmenn, sem hér væru, dveld- ust hér í eitt ár. Á þessum tíma gæfist þeim kostur á að fara 3—4 sinnum til Reykjavíkur og fátt væri um skemmtanir handa þeim á Keflavíkurflugvelli. Hon um bæri því skylda til að reyna að stytta þeim stundir hér. — Hinsvegar væru engin tæki til stækkunar stöðvarinnar komin hingað enn og ekki vitað hve- nær hún yrði stækkuð. Þá sagði flotaforinginn að stækkunin yrði aðeins til þess að sjónvarp- ið sæist betur á sjálfum Kefla- víkurflugvelli, en hinsvegar mundi stækkun þessi ekki breyta svo ýkja miklu þegar fjær drægi. — Varðar - fundur Framh. af bls. 24. steyptra gatna í bænum hefur á s.í. ári aukizt um 35 þús. ferm. Malbikaðar götur hafa lengzt um 2,7 km, en steinsteyptar um tæpan 1 km. — Borgarverkfræð- mgi hefur verið falið að gera áætlun um fullnaðarfrágang allra malargatna í bænum á næstu 10 árum. — Á árinu 1962 verður 25 millj. kr. varið til gatnagerðar. Unnið ei^ að því, að þríset.n- ing í skólum bæjarins verði úr sögunni eftir næsta vetur. Á fundi hafnarstjórnaí s.l. þriðjudag var lögð fram verk- fræðileg rannsókn Almenna 'byggingafélagsins á framtíðar- ■hafnarstæði Reykjavíkur. Skýrði borgarstjóri frá því, að athygli manna beindist nú í vaxandi mæli að Sundahöfn vegna þess að við nánari rannsókn hefði komið í Ijós, að þar er hentugra botnlag og meira seltumagn, sem veldur þvi, að minni hætta er á, að Sundin leggi. Verkamannahúsið við höfnina verður væntanlega tekið í notk- un í marzbyrjun 1962. í undirbúningi er bygging nýrrar slökkvistöðvar við Reykja nesbraut og er þegar hafið að teikna hana. ★ Þá skýrði börgarstjóri frá því, að nú væri í atthugun, hvort ekki væri hægt að setja á stofn sam- eiginlega stofnun Reykjavikur- bæjar og ríkissjóðs, sem annað- ist innheimtu á ýmsum opinber- um gjöldum. Ef úr þessu yrði, og þá á miðju næsta ári, mundi þetta hafa í för með sér 1 millj. kr. sparnað á ári fyrir bæjarsjóð og mun meiri sparnað fyrir rlk- ið. Auk þess væri mikið hagræSi að þessu fyrir gjaldendur. Einnig væri i atthugun, sagði borgarstjóri, hvort ekki væri unnt að draga úr útgjöldum í sambandi við ræstingarkostnað í skólurn og framfærslumál. og sömuleiðis væri í afchugun, hvort efcki væri hægt að draga úr halla á rekstri ýmissa fasteigna bæj- arins. — ★ — Borgarstjóri kom víðar við í ræðu sinni og m. a. inn á fjár- hagsáætlun bæjarins 1962, sem rædd verður á bæjarstjórnar- fundi í dag. í lok ræðu sinnar benti hann á, að aðeins eitt miss- eri væri nú til bæjarstjórnar- kósninga. Sjáifstæðismenn væru nú sem _fyrf óhræddir við að benda á feril sinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og þeir óttuðust ekki niðurstöðu kjósenda, þegar þeir fcæru saman loforð og efnd- ir. Það er Von mín, sagði borg- arstjóri, að þeir komist að sömu niðursiöðu og áður. Það megin- sjónarmið Sjálfstæðismanna, að bæjarfélagið sé til fyrir borgar- ana, en þeir ekki fyrir það, hefur veitt þeim svigrúm til að byggja hér glæsilega og vaxandi borg. Að lokinni ræðu borgarstjóra tóku til máls þeir Sigurður Magnússon kaupmaður og Oscar Clausen rithöfundur. Fundar- stjóri var Höskuldur Ólafsson bankastjóri, formaður Varðar. — Vart fært Framh. af bls. 24. Á trukk og jarðýtu með mjólkina Öxnadalsheiðin er ekki talin mjög slæm, en þeim mun meiri snjór í öxnadalnum. Var gert ráð fyrir að tæki frá Vegagerð Akureyrar færu á móti bílum og voru þau eftir hádegi í gær á leiðinni upp Öxnadalinn. Frá Akureyri er fært inn að Grund og út að Möðruvöllum. Aðrar leiðir eru ekki farnar nema á bílum með drif á öllum hjólum. Þeir brjótast eitthvað áfram. í fyrradag var verið að flytja mjólk yfir Vaðlaheiði úr Fnjóskadalnum og það gert á trukkum sem jarðýta fór fyrir. Ekki eru nákvæmar fréttir af vegum þar fyrir austan en gert er ráð fyrir að allt sé lokað I Suður-Þingeyjasýslu, og eins á heiðunum fyrir austan. Jón Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.