Alþýðublaðið - 08.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fundur verður haldinn í Ökufélagi Reykjavikur sunnud. il. þ. m. kl. 3 síðd. f Alþýðuhúsinu. — Áríðandi að allir ökumenn mæti. — Alvarleg mál til umræðu. Stjórnin. Nýkomnar islenzkar grammófónplötur í Hljóðfærahús RYÍkur. Tapast hefir á Frakkastíg eða Laugavegi, ef til vill á leið inn að Elliðaám, kringlótt blikk- askja með g-irni og áhnýttum laxaönglum. Skilist á Hvg. 64 A. Þessi úrslit eru mjög lík því sem búist hafði verið við, raunar höfðu menn búist við að íhalds- menn royndu tapa meiru en raun varð á, en þeir lifa sennilega enn- þá á þjóðernisæsingum sínum í Slésvíkurmálunum. Menn höfðu búist við því, að Jafnaðarmenn myndu tapa á verkfallinu, en sú hefir þó ekki orðið raunin á, og sýnir það vel hversu flokkur þeirra er sterkur. Æsingar auðvaldsblað- anna, sem þó eru geysivoldug í Danmörku, fá ekki blekt danska verkamenn. Bm dagmn og veginn. riskiskipin. Frá Englandi eru nýlega komnir Snorri goði og Egill Skallagrímsson, fullfermdir kolum. Þeir verða báðir gerðir út á síldveiðar í sumar. Hilmir er hættur öllum veiði- skap um tíma. Var skipshöfnin skráð úr skiprúmi í gær. Ingólfur Arnarson fór í gær- kveidi með ísfisk til Englands. Á honum fór skipshöfn á nýjan tog- ara, er Þorsteinn Jónsson frá Seyð- isfirði og fl. eiga. Skipstj. verður Aðalsteinn Fálsson; fór hann til Englands á Apríl nú í vikunni. Trúlofun. Bryndís Þórarinsdótt- ir (prests á Valþjófsstað) ög Árni Sigurðsson cand. theol. hafa ný- skeð opinberað trúlofun sína. Skjöldur fer aukaferð til Borg- arness á föstudaginn kemur kl. 11 árdegis. Fiskafli er nú á djúpmiðum við Eyjafjörð, þegar beita fæst. En síldveiðin er nú því nær um garð gengin á AkureyrarpoIIi, og beit- an því af skornum skamti. Ölinnflntningur hefir síðastlið- ið ár verið 24.7.311 Iftrar. Er það því nær 7 sinnum meira en næsta ár á undan, en allmikið minna en 1916; en þá hefir mest öl verið flutt inn f landið. Kaffl ©g sykur. Innflutningur á kaffi hefir aukist geysilega frá næsta ári á undan — þrátt fyrir alla vatnsdrykkjuna. — Hafa 1919 Laxastöng með hjóli fæst með tækifærisverði á afgr. Alþbl. Ódý* feven-dragt til sölu. Til sýnis á Lindargötu 15. verið flutt inn 754,810 kg. af kaffi. Kaffibætir var svipaður og áður, eða heldur minni en næsta ár á undan. Sykurinnflutningur er aftur á móti meiri en áður, eða 3,436 þús. kg. (írikkir og ítalir. Þess var um daginn getið, í grein í Aiþýðublaðinu, um tyrk- nesku friðarsamningana, að ítalir fengu Dovecan eyjarnar og höfn- ina Castellarizo, ásamt eyjunni. Eyjar þessar eru bygðar af Grikkjum og þykjast þeir þvf ranglæti beittir. Hafa Grikkir, sem eru bornir þar á eyjunum, en dvelja nú í Egiftalandi, mótmælt þeirri ákvörðun San-Remo-fundar- ins, að ítalir skyldu fá eyjar þess- ar. Er eigi ólíklegt, að vfðar sé kurr út af friðarsamningunum við Tyrkjann. 22 konur sitja á þýzka ríkis- þinginu. í hinu nýkosna rfkisþingi Þjóð- verja eiga 22 konur sæti. Þær skiftast nokkuð hlutfallslega eftir flokkum, en eru þó tiltölulega flestar í jafnaðarmanna flokkunum. í alþjóðarsamkundunni, er sat við völd fram að síðustu kosningum, áttu 36 konur sæti, en á þinginu eiga 460 alls sæti. Mjóiböruv nýjar til sölu á Grettisgötu 50 (uppi). Kartöflur og laukur ódýrast f Kaupfélagi Reykjavíkur (Gamla bankanum). Verzlunin »Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindla, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, email- leraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum-gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnffa, Starfhnífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrast er. jNlýkomriar nótur í Hljöðfærahús Rvíkur. Hrísgrjón fást í verzlun Hannesar Olafssonar Grettisgötu 1. — Sími 87Í. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Preutsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.