Alþýðublaðið - 08.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1920, Blaðsíða 1
ublaðið O-eflÖ tit af -A.lþýduflol£kxium. 1920 Fimtudaginn 8. júlí 153. tölubl. Steinolía. (Frh.) Af því, sem á undan hefir farið %ér í blaðinu um þetta, virðist eigi fjarri að draga þá ályktun að olíuverð Steinolíufélagsins sé í raun og veru of hátt, enda er það vel skiljanlegt, að hringur sem ér einvaldur á hvaða verzlunarsviði sem er, rioti sér aðstöðu sína til að raka saman sem mestu fé. Samkvæmt frásögn framkvæmdar- stjóra Steinolíufélagsins var inn- flutt steinolía síðasta ár (1919) -¦ca. 35 þús. tunnur. Megi gera ráð fyrir, og það má, að steinolíu- verðið hafi verið að meðaltali 100 kr. tunnan það ár, verður útsölu- verð allrat steinoliunnar 3 milj. og 500 þiís. Megi gera ráð fyrir að innflutningur verði eigi meira en 30 þús. tunnur í ár og meðal- verðið á olíu þessa árs verði 140 4 tunnu (því búast má við hækkun), verður verð , allrar olíu þessa.árs 4 milj. 200 þús. krónur. Þessar tölur eru eigi svo Iágar að menn ætti að gilda einu á hvern hátt ráðstafað er jafnmiklu af fé þjóð- arinnar og hvort mikið eða lítið af því rennur í vasa milliliðsins, og hvort það fé, sem rennur í hans vasa renni um leið í íslenzka vasa. Tií þess að reyna að skýra íþetta mál til hlítar höfum vér átt Annað Tiðtal við Eskildsen framkvæmdarstjóra Hins ísl. Steinolíufélags. Framkvæmdarstjórinn byrjar á ,pví að biðja oss að Ieiðrétta þá öii^sögn er verið hefði í fyrra við- talinu við hann að flutningsgjaldið á olíu til Noregs væri 12 kr. á tuanu. Það er eítir hans sögn 45 kr. á tonnið eða um 7 kr. á tunnu. Einnigi kveður hann Steinolíufé- 'ágið eigi fá andvirði olíunnar lánað >ÍJ Ameríku heldur í Dan- °iörku. Birtum vér auðvitað fús' Sajþessar leiðréttingar. Síðan spyrjum vér framkvæmd- arstjórann: Hve mikið er hlutafé Hins ísl. steinolíufélags? Hlutafjárhæðin er 600 þús. kr. Hve miklum ágóða var útbýtt síðasta ár? Því get eg ekki svarað. Hve mikill arður var borgðaður út árið 1918? Því get eg ekki svarað. Er mikill hluti hlutafjársins ís- lenzk eignf Þó nokkuð af hlutafénu er ís- lenzk eign. Er það nema að eins örlítill hluti, og hve mikið er eign íslend- inga? Því getum vér eigi svarað yður með vissu. Þér segið að Olíufélagið fái andvirði olíunnar eigi iánað í Ameríku. Fær það olíuna lánaða hjá D. D. P. A. (danska olíu- félaginu)? D. D. P. A. hefir einkaútsölu fyrir Norðurlönd. Það verður að borga olíuna í Ameríku og vér fáum lán í Danmörku tii að borga olíuna með. Standa D. D. P. A. og Standard Oil ekki í því sambandi hvort við annað, að danska félagið geti að minsta kosti yfirfært peningana með minna gengistapi, en gegnum banka á venjulegan hátt? Framkvæmdarstj. svarar að svo sé eigi. Borgar íslenzka steinolíufélagið D. D. P. A. eða Standard Oil nokkur ómakslaun (provisioner)? Nei, það borgar hvorugu því félagi ómakslaun. Útvegar D. D. P. A. þá fslenzka félaginu olíuna fyrir ekki neitt? Það fær sfn ómakslaun hjá þeim, sem það útvegar olíuna hjá, í Ameriku. (Vér viljum benda á, að greiðsla ómakslauna væri að taka úr einum vasanum og láta í hinn, ef gróði allra félaganna rennur f sameigin- legan sjóð, ef það er satt, sem almælt er, að. Standard Oil eigi nær öll hlutabréfin í D, D. P. A. og D. D. P. A. næ'r öll hluta- bréfin í Hinu íslenzkal steinolíu- félagi.) í sambandi við mismuninn á farmgjaldi á steinolíu hingað og til Danmerkur (mism. rúml. 20 kr. á tunnu; þangað er olían flutt með „tank"-skipum) spyrjum vér> framkvæmdarstjórann: Ætlar steinolíufélagið að setja hér upp olíugeyma („tanka") svo hægt sé að flytja olíuna hingað með „tank"-skipum? Það byst eg ekki við að hægt- verði. Vörumagnið er eigi nægi- lega mikið tii að bera allan þann kostnað, er af því mundi Ieiða.. Hér er heldur eigi að tala um að hægt væri að flytja olíuna út um landið á „tank"-járnbrautarvögnum. Eg býst þess vegna ekki við að hægt verði að koma hér'upp' olíu- geymum fyrst um sinn. í þessu viðtali voru við framkv.- stjórann höfum vér eigi fengið nema litlu af spurningum vorum beint svarað, og þykir oss það Ieitt, því almenningur á heimtingu á að fá að vita hve mikið Stein- olfufél. græðir á verzluninni árlega, og sömuleiðis á þvf, hvort sá gróði fari í íslenzkar hendur eða erlendar. En þó furðar oss á einu mest, og það er að framkvæmdarstjór- inn skyldi færast undan að svara spurningunni um það hve mikið af hlutafénu væri ísl. eign, þvi alla varðar engu síður um það. Hér á landi er enginn löggjöf að gagni um hlutafélög, svo vér eigum það í raun og veru undir heiðarleik verzlunarstéttar vorrar hvort hlutafélög eru heiðarleg eða hreinar og beinar svikamylnur. Lög heimta enga tryggingu fyrir þvf að hin talda hlutafjárhæð sé í raun og veru innborguð. Það er því, þvf hættulegra ef félögin eru í rsun og veru í útlendra marma höndum. Eigi steinolíufélaginu því: að leyfast að hafa verzlun með (Frh. á 3. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.