Morgunblaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 1
20 slður Salazar hótar úrsögn úr SÞ Portúga’ar viðurl;enna ekki hernám Góa Lissabon, 3. jan. (NTB-AP) SALAZAR, forsætisráðherra Portúgals, hélt í dag ræðu í portúgalska þinginu. Álasaði hann Sameinuðu þjóðunum fyrir að láta afskiptalausa innrás Indverja í nýlendur Portúgals á Indlandsskaga, og sagði, að Portúgalar yrðu áreiðanlega ein fyrsta þjóð- in, sem segði sig úr samtök- unum. Einnig sakaði hann Breta um samningsrof og sagði að portúgalska stjórnin myndi endurskoða afstöðu sína til Breta. Viðurkennir ekki hernám Goa í ræðu sinni kvað Salazar portúgölsku stjórnina neita að viðurkenna hernám nýlendn- Salazar anna á Indlandsskaga, og líta á íbúa þeirra sem portúgalska borgara. Hann sagði ennfremur, að lipp frá þessu myndi Portúgal ekki hafa neitt samstarf við SÞ, nema því aðeins að um væri að ræða málefni, er væru í þágu landsins sjálfs. Hvað við kemur aðild okkar að SÞ, sagði Salazar, krefjumst við vitneskju um það hvort hún sé nú þegar gagnslaus. Eg veit ekki ennþá k ramhald á bls. 2. Hollendingar lýsa ábyrgö á hendur Indonesíu Haag og Jakarta, 3. jan. (AP-NTB). KRAFA Indonesíu um að Hollenzka Nýja Guinea sé hluti af índónesíu var til um- ræðu í hollenzka þinginu í dag, eftir að Sukarno forseti hafði í ræðu ítrekað kröfur sínar. Joseph Luns utanríkis- ráðherra Hollands flutti fram söguræðu í þinginu. Sagði hann kröfur Indónesíu vera Ge’mskoti frestað Kanaveraihöfða, 3. jan.(AP) TILKYNNT var á Kanaveral- höfða í dag að ekki yrði unnt að gera tilraun til að skjóta geimski'pi með manni á braut umhverfis jörðu fyrr en í fyrsta lagi hinn 23. janúar n.k. En áður mun hafa verið á- ætlað að gera tilraunina hinn 16. jan. Ekki var gefin nein ástæða fyrir frestuninni, en talið er að einhver bilun hafi komið í ljós í Atlasflauginni, sem átti að flytja geimskipið á braut. kúgunartilraun og ef Indónes- íustjórn gripi til valdbeitingar í Nýju Guineu hæri hún ein ábyrgð á afleiðingunum. — Hollendingar vilja gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að Indónesia beiti valdi í Vestur Nýju Guineu, sagði Luns, en við munum ekki gefast upp vegna stríðshótunar. Hollenzka stjórnin hefur ætíð verið, og er enn reiðúbúinn til að gera sitt ítrasta til að finna sanngjarna lausn á þessu deilu- máli. En sá sem gengur að samn- ingaborði þrátt fyrir það þótt gagnaðilinn hafi lagt hnífinn á borðið, fer ekjki til að semja held- ur til að gefast upp — og það vill Holland ekki gera. ÁFALL. Luns utanrikisráðherra sagði að ef Indónesía gripi til vald- beitingar, yrði stjórn landsins að taka afleiðingunum. Árás Indo- nesíu yrði ekki aðeins áfall fyrir Hollendinga og íbúa Hollenzku Nýju Guineu, heldur fyrir allan heiminn. Og Indonesía yrði yfir- lýstur árásaraðili. Þá vitnaði Luns í áskörun U Thants fram- kvæmdastjóra SÞ. á Indonesiu Og Holland um að leysa deiluna með samningum.. Lýsti forsætisráð- herrann trausti sínu á U Thant og kvaðst vona að hann yrði jafn ötull framfevæmdastjóri SÞ. og fyrirrennari hans, Dag Hamm- arskjöld. Þá benti Luns á að Hbllands- stjórn hafi lagt tii að fela al- þjóðasamtökum yfirumsjón með Nýju Guineu en þeirri tillögu verið hafnað. Engu að síður hafi Hollendingar áfram verið reiðu- búnir til samninga um málið, og haldið áfram leirt að friðsamlegri lausn. Frh. á bls. 19 NEFND sú, er fjalla á um, á hvern hátt verði með mestum áranigri komið á 8 stunda vinnudegi meðal verkafólks, Kom saman á fyrsta fund sinn í gær. Á myndinni sjást frá vinstri: Eggert G. ÞorsteinS' son ritari, Halldór E. Sigurðs son, Pétur Sigurðsson formað- ur, Björn Jónisson og Ingvar Viihjálmsson. — Pétur Sig- urðsson lét þe'ss getið, að áður en nefndin hefji störf sín, verði unnið að söfnun nauðsyn legra gagna. En> nefndin skal, sem kunnugt er, byggja til- lögur sínar á athugun á lengd vinnutuna, eins og hann er nú, og áhrifum hans á heilsu- far, vinnuþrek og affcöst; svo og hag atvmnurekstrar. (Ljósm. Mbl. Sv. ÞormóðsS.) Stuttur þingfundur í Katanga Tshombe var onnum kafinn Elisabetlhville, 3. jan. (NTB) KATANGAÞING kom saman í Elisabethville í dag og var það fyrsti fundur þess frá því hem- aðaraðgerðir hófust milli Kat- anga og Sameinuðu þjóðanna. En fundurinn stóð aðeins í 10 mínút- ur því þar mættu ekki nema 19 af 69 þingmönnmu. M.a. hinna fjarstöddu var Moise Tshomhe forseti, en hann var staddur í Jadotville þar sem hann reyndi að fá þigmenn staðarins til að mæta á þinginu. Auk þessa var þinghúsið rafmagnslaust og því erfitt að halda þar þingfund. NÝR FUNDUR BOÐAÐUR. Þingið var kvatt saman til að ræða samning þeinra Tshomibe og Adoula, sem gerður var í Kitona i í desember s.l. Samlkvæmt samn- inigi þessum á Kataniga að sam- einast Kongo og virða samlþykkt- ir SÞ. Tshombe hefur haldið þvi fram að samningur þessi taki ebki gildi fyrr en þingið 1 Kat- anga hefur staðfest hann. Boðað hefur verið til annars fundar á fimmtudag og er vonazt til að fleiri þingmenn verði bá komnir til Elisabetihville. Auk Tshömibe voru þeir fjar- staddir Charles Wa Dilomba for- seti þingsins og Godefroid Mun- ongo innanríkisráðherra. En þeir komu báðir til þings hálfum öðr- um tíma seinna og urðu undr- andi yfir að þingfundi hafði verið slitið, sagði Wa Dilomba að eng- inn annar en hann sjálfur hefði heimild til að setja eða slíta þing- fundi. vilja þeir tiiraunabann Moskvu, 3. jan. (NTB-AP) í D A G var birt í Moskvu yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, þar sem skýrt er frá því að stjórnin hafi lagt til að samn ingur um bann við tilraun- um með kjarnorkusprenging- ar í gufuhvolfinu, neðansjáv- ar og á jörðu verði undirrit- aður hið fyrsta. Yfirlýsing þessi verður send afvopnun- arnefnd Allsherjarþings SÞ. í yfirlýsingunni segja Rússar að nota megi fyrri tillögur stjórnar Sovétríkjana um bann við tilraunum sem grundvöll að væntanlegum samningi. -— Þá vísar stjórnin á bug þeirri stað- hæfingu Vesturveldanna að Sov- étríkin óski eftir afvopnun án eftirlits. Segir í yfirlýsingunni að Sovétríkin séu fylgjandi því að komið verði á víðtæku eftir- liti og hafi sjálf lagt fram til- lögur þar að lútandi. 1 yfirlýsingunni saka Sovét- ríkin Bretland, Bandaríkin og Frakkland um að hafa komið í veg fyrir að samkomulag næðist um bann við tilraunum. Meðan fulltrúar Breta og Bandaríkja- manna sátu á ráðstefnu í Genf um bann við tilraunum með kjarnorkutilraunum voru Frakk ar, sem eru bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu, að gera tilraimir með ,kjarnasprengjur á Saharaeyðimörkinni, segir í yf- irlýsingunni. Castro bann- færður Róm, 3. jan. (NTB) EINN af sérfræðingum Páfa- ríkis í kirkjurétti skýrir svo frá, að Fidel Castro, forsætis- ráðherra Kúbu, sé í banni ka- þólsku kirkjunnar. Hafi hann fallið sjáifkrafa í bann í haust er hann. visaði kaþólskum bisk upi úr lanui á Kúbu. Bannfæringin er sjálfsögð refsing við því að gera bisk- up landrækan. Þarf kirkjan ekki að gefa út sérstaka til- kynningu, þegar þannig er í pottinn buið. Auk biskupsins hefur Castro vísað 135 kaþólskum prestum frá Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.