Morgunblaðið - 04.01.1962, Síða 5
Fimmtudagur 4. jan. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
5
MENN 06
i= MLEPNI=
Smáríkið Sikkim liggur í
Himalajafjöllunum milli Nep
al (að vestan) og Buthan (að
austan). Að norðan liggur rík
ið að Tíbet og að sunnan að
Indlandi. Æðsti maðurinn í
Sikkim nefnist Maharajah og
sonur hans, ríkiserfinn, nefn-
ist Maharjkumar.
í desember s.l. trúlöfaðist
ríkiserfinginn Hope Cooke, 21
árs Bandaríkjastúlku. Stjórn
in í Sikkim hafði lengi rætt
um það hvort leyfa ætti, að
ríkiserfinginn kvæntist stúlk
unni, því að þetta er í fyrsta
sinn, sem Vesturlandabúi gift
ist inn í ættina, er ríkir í land
inu.
Trúlofunarveizlan var hald
in í konungshöllinni í Gang-
tok, höfuðborg Sikkim, en
hún liggur við rætur Himalaja
fjallanna. Salurinn var skreytt
ur villtum orkideum úr frum
skógum landsins, rósum og öðr
um blómum úr hallargarðin-
um. Veggir hans voru þaktir
silki, en á það eru málaðar
myndir, sem sýndu líf og starf
Buddha.
Maharajahinn -af Sikkim fað
ir hins tilvonandi brúðguma er
68 ára og hefur að mestu leyti
falið syni sínum stjóm rík-
isins, en íbúar þess eru 150
þúsund.
Maharajahin stóð við hlið
sonar síns, þegar hann dró
demantshring á fingur unn,-
ustu sinnar. Að því loknu
steig hann fram og rétti par-
inu hvítan sikliklút. Táknaði
það blessun hans.
Hope Cook er dóttir rikra
foreldra, en þau skildu. Var
telpunni þá komið í fóstur
hjá Selden Chapin, sem er
Kort þetta sýnir legu Sikkim.
starfsmaður bandarísku utan-
ríkisþjónustunnar. Hope gekk
í skóla í Bandaríkjunum þar
til hún var 15 ára, þá fluttist
hún með fósturforeldrum sín-
um til Iran. Þar fékk hún á-
huga á austurlenzkri list og
hóf hún nám í þeirri grein
þegar hún kom aftur til
Bandaríkj anna.
Ríkisarfinn í Sikkim var
kvæntur þariendri hefðar-
konu, sem lézt fyrir fjórum ár-
um. Þau áttu þrjú börn. Hann
lærði vélaverkfræði í Ind-
landi.
Hjónaefnin hittust fyrir
þremur árum á Indlandi og
Hope segir, að það hafi verið
ást við fyrstu sýn.
Þau geta ekki gift sig fyrr
en á árinu 1963, því að stjórnu
fræðingar í Sikkim segja að
þetta ár verði óheillaár fyrir
ríkiserfingjann, likt og fyrir
fjórum árum, þegar kona hans
dó.
íbúar Sikkim eru mjög á-
nægðir með val ríkisarfans, en
hann er mjög vinsæll með'al
þegna sinna og verkamaður
einn í Gangtok sagði: — Við
vonum að hún veiti hinum
góða ríkisarfa okkar ham-
ingju.
Ríkisarfinn í Sikkim.
Hope Cooke. Hin tilvonandi
brúður hans.
Stúlka Hafnarf jörður
Pökkunarstúlka óskast Vogaver — Sími 35390. til leigu forstofuherb. að Suðurgötu 21.
Stúlka óskast Stúlka óskar
strax. Uppl. í dag frá kl. 5—6. Prjónastofa Anna Þórðardóttir hf. Hallamúla 1 eftir atvinnu. Vön af- greiðslustörfum. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 19364.
Lítill bíll 4ra manna bíll óskast til kaups, ekki eldri en ’57 módel^ má vera ógangfær. Til'b. sendist Mbl. merkt „Staðgreiðsla — 7455“ Perkins Disel til sölu er Perkins Disel með gírkassa og öllu til- heyrandi, passar í Ford ’53 módel, hagstætt verð. Uppl í síma 18091.
Atvinna íbúð óskast
Konur, helzt vanar kápu- og buxnasaumi, óskast sem fyrst. Tilb. merkt „Mið- bær“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir laugardag. 1—2 herb. og eldhús óskast á leigu sem fyrst eða um næstu mánaðarmót. Fátt í heimili — Góð umgengni. Uppl. í síma 3-70-04.
1 stofa eða herbergi óskast fyrir reglusaman mann. Æskilegt að bílskúr fyígi. Ekki í úthverfi. Uppl í síma 35244. Sængur Endurnýjun gömlu sæng- urnar, eigum dún og fiður- held ver. Seljum gæsa- dúnssængur. Dún- og fiðurlireinsunin Kirkjuteit, 29. Sími 53301.
ATHUGIÐ
að borið saman að útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum biöðum. — 2 herb. og eldhús óskast. Uppl. í síma 37682.
Húshjálp óskast
Stúlka óskast í vist allan eða hálfan daginn.
Upplýsingar í síma I76l0.
...... "-v
— Hvert ætlarðu Jón? — —
Rolan þín ! .' !
Kaþólskur bílstjóri bað prest
að blessa bíl sinn. Presturinn
gerði það, en mælti síðan: En
blessunin nær ekki nema til 60
km hraða á klukkustund.
— x X x —
Maður nokkur kom í heimsókn
til kunningja síns sem ekki var
heima. Þykkt lag af ryki var á
píanpinu, svo að hann skrifaði:
GRIS með fingrinum þar á. —
Nokkru seinna kom hann aftur í
heimsókn og sagðist hafa komið
þangað fyrir nokkrum dögum. —
Já, ég sá það, sagði kunninginn,
þús skildir eftir nafnspjaldið þitt.
Fimmtudaginn 28. des. s.l. voru
gefin saman í hjónaband af séra
Jóni Thorarensen, ungfni Oddný
Sigurðardóttir, hjúkrunarkona,
og Gylfi Snær Gunnarsson, verzl
unarmaður.
Á gamlársdag opinberuðu trú
lofun sína ungfrú Hugrún Hall-
dórsdóttir Réttarholtsvegi 69 og
Ágúst Róbert Schmidt, Barma-
hlíð 16.
Á gamlársdag opinberðu trú-
lofun sína ungfrú Ástrós Þor-
©teinsdóttir, Heiðargerði 25, Rvík
og Ólafur Kristjánsson, verzlun
armaður, Stykkishólmi.
Á gamlársdag voru gefin taman
í hjónaband af séra Árelíusi Ní-
elssyni, ungfrú Anna Björg Jóns
dóttir, skrifstofumær og Guð-
mundur Garðar Þórarinsson,
stud. polyt. Heimili þeirra er að
Grettisgötu 40B.
Á gamlársdag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Guðný Hall-
dórsdóttir, Boghlíð 26 og Diðrik
Hjörleifsson, Holti, Garði.
Á aðfangadag opinberuðu trú
lofun sína, ungfrú Ester Vigdís
Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 44, Kefla
vík og Árni S. Guðmundsson,
Hjarðarholti, Sandgerði.
Á gamlársdag opinberðu trú-
lofun sína ungfrú Anna Sigurð-
ardóttir, skrifstofumær, Kambs-
vegi 34 og Erlingur Kristjánsson,
loftskeytamaður, Asgarði 75.
í dag, 4. jan. verða gefin saman
í hjónaband af séra Jóni Þor-
varðssyni í kapellu Háskólans
stud. phil. Erla Ófeigsdóttir,
Mávahlið 21, Rvik, og stud. polyt.
Ingvar Fálsson, Mánastíg 6, Hafn
arfirði. Heimili ungu hjónanna
verður fyrst um sinn í Stokk-
hólmi.
Á gamlársdag voru gefin saman
í hjónaband af séra Jóni Þor-
varðssyni ungfrú Guðlaug Sæ-
mundsdóttir frá Egilsstöðum í
Vopnfirði og Rolf Fougner Arna-
son, byggingafræðingur (Vil-
hjálmssonar, læknis). Hernili
þeirra verður að Austurbrún 4.
Trúlofun sína opinberðu á gaml
árskvöld ungfrú Hrefna Filippus
dóttir, skrifstofumær og Árni
Gunnarsson, blaðamaður.
30. desember voru gefin saman
í hjónaband í Dómkirlyunni ung
frú Sigrún Björnsdóttir (O.
Björnssonar) frá Akureyri og
Ragnar Björnsson, tónlistarmað-
ur, Túnsbergi við Starhaga. Faðir
brúðarinnar gaf brúðhjónin sam-
an.
Pennavinir
Bandaríska konu, frú Mary Hier-
holzer, langar til að eignast pennavin
á Islandi, Heimilisfang hennár er:
842 Mt. Pleasent St.
New Bedford, Mass. U.S.A.
26 ára Bandaríkjamann langar til
að skrifast á við íslenzka stúlku. Nafn
hans og heimilisfang er:
Carlton B. Smith,
3258 Acushnet Ave.
New Bedford, Mass. U.S.A.
Norskan frímerkj-.-afnara langar til
að komast í samband við frímerkja-
safnana hér á landi. Nafn hans og
heimilsfng er:
Arild Djupvik,
Boks 46,
Leknes í Lofoten,
Norway.
Frakka langar til að komast í bréfa-
samband við íslenzkan frímerkjasafn-
ara. Nafn hans og heimilisfang er:
Sabatier G.
\8, Bue JL-’ Val d’Aran,
Toulouse,
France.
Ungan Dana langar til að komast í
samband við íslenzkan frímerkjasafn-
ara og segir að ef einhver vilji senda
honum 50—100 mismunandi íslenzk
frímerki , vilji hann greiða það með
jafn mörgum frímerkjum frá Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi. Nafn hans
og heimilisfang er:
Carl Engel,
Langkærgaardsvej 32,
Birkeröd,
Danmark.
Annan Dana langar til að skipta á
frímerkjum við íslending. Nafn hans
og heimilisfang er:
Herman Cnristiansen,
Vesterborgade 79 II.
Köbenhavn V. Danmark.
Norskan dreng langar til að eign-
ast pennavin á íslandi. Nafn hans og
heimilsfang er:
Pál Biseth,
Carl Gröndahlsvei 24,
Oslo, Norge.
Pál safnar frímerkjum og sjald-
gæfum peningum, hann vill helzt
skrifa á norsku, en getur skrifað
ensku.
Winfried Prochaska, 14 ára dreng í
Vínarborg langar til að skrifast á við
íslenzkan ungling. Áhugamál hans eru
f rímerkj asöfnun, póstkortasöf nun,
sund og bækur. Hann skrifar ensku,
þýzku og dönsku. Heimilisfang hans
er:
Wien 10,
Wienerfeld West,
Soesergasse 141,
Austria.
ÓLÖF PÁLSDÓTTIR.
Föroyngafélagið
heldur trettandaskemtan friggjakvöldi
5. jan. kl. 9. í Tjarncafé.
Stjórnin.
Sendisveinn
óskast að Lyfjaverzlun ríkisins. Umsækjendur komi
til viðtals á skrifstofuna, Hverfisgötu 4—6, föstudag
5. janúar kl. 10—12.
Atthagafélag Sléttuhrepps
Munið jólatrésskemmtunina á föstud. 5. janúar í
Breiðfirðingabúð kl. 3. — Dansað á eftir fyrir full-
orðna kl. 9. Aðgöngumiðar fyrir börn kosta kr. 30.
Nefndin.
Húsmæðrðkennaraskóli Islands
heldur 6 vikna matreiðslunámskeið sem byrjar 16.
janúar. Uppl í síma 16145 frá kl. 12—4 næstu viku.
SKÓLASTJÓRI.
Heildsalar athugið
Verzlun út á landi óskar eftir vörum í umboðssölu.
Upplýsingar í síma 23344.