Morgunblaðið - 04.01.1962, Side 6
6
MORGVNBL4Ð1Ð
Fimmtudagur 4. jan. 1962
D'OIVl SIV'AL
NÝLEGA var kveSinn upp í
Hæstarétti d'ómur í máli, er frú
Þóra Borg, leikkona, höfðaði
gegn þjóðleikhússtjóra f.'h. Þjóð-
leikhússins til greiðslu skaðahóta
að upphæð kr. 120.944.01 ásamt
vöxtum og málskostnaði.
Stefnandi krafðist bóta af þeim
sökum, að henni hafði verið sagt
uipp leikstanfi við Þjóðleiíklhúsið
frá 1. septemiber 1957, en ólheimilt
Ihafi verið að slíta ráðningu henn-
ar þar fyrr en 30. júní 1958.
Þóra Borg réðist fastur leikari
til Þjóðleikhússins með ráðning-
arsamningi, svonefndum A-samn-
ingi, 20. okt. 1949. Samningur
þessi var síðar framlengdur,
þannig, að skv. ákvæðum hans
skyldi hann renna út 1. sept. 1957.
Þ. 29. maí 1957 barst stefnandi
bréf, þar sem tekið var fram, að
samningur hennar rynni út 1.
sept. 1957. Hinn 12. sept. reit
stefnandi.stefnanda bréf er segir,
að eins og hann hafi áður tjáð
henni munnlega, verði samskon-
ar samningur og hún hafi haft
undanfarin ár við Þjóðleikhúsið
ekki framlengdur, en minnir
hana jafnframt á, að til'boð sitt
um að gera við hana svonefndan
B-samning standi til 25. sept.
sama ár, en kjör skv. þeim samn-
ingi eru lakari en skv. s.n. A-
samningi. Þessu tilboði þjóðleik-
hússstjóra hafnaði Þóra Borg
með bréfi og taldi sig ekki geta
fallizt á, að samningur sinn við
Þjóðleikhúsið væri fallinn úr
gildi. Reyndi frú Þóra síðan án
árangurs með bréfaskriftum og
ennfremur fyrir tilstilli Pélags
ísl. leikara að ná mein.tum rétti
sínum. Höfðaði hún því mál fyr-
ir Bæjarþingi Reykjavikur í maí
1959.
Kröfur sínar í málinu reisti
stefnandi á 7: gr. laga um Þjóð-
leikhús. þar sem segir: Leikár.
telst frá 1. júlí til 30. júní. Ráðn-
ingu starfsmanna Þjóðleikhúss-
ins skal miða við leikár. Enn
fremur á 13. gr. reglugerðar, sem
sett var með stoð í þjóðleikhús-
lögunum, en þar segir, að ráðn-
ingarsamningar miðist við leikár
eða frá þeim tíma er þeir ganga
í gildi til loka leikársins, nema
um ráðningu í einstök hlutverk
341 vistmaður á
Grund og í Asi
f ÁRSLOK 1961 vöru alls 317
vistmenn á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund og 24 vistmenn
á Elli- og dvalarheimilinu Ás í
Hveragerði; samtals 341 vistmað-
ur á báðum heimilinum.. Á Grund
voru 243 konur og 74 karlar, en
í Ási 15 konur og 9 karlar. Á
árinu létust 59 konur og 31 karl,
41 kona og 18 karlar fóru, Og
102 konur og 44 karlar komu.
sé að ræða. Hvor aðili, þjóðleik-
bússstjóri og fastráðinn leikari,
geti sagt upp samningi, enda sé
það gert eigi síðar en þremur
mánuðum áður en ráðningar-
tíminn sé útrunninn.
Þjóðleikhússtjóri krafðist sýknu
og reisti sýknukröfur sínar á því,
að umrædd 7. gr. væri frávíkj-
anlegt ákvæði og því unnt að
semja við einstaka leikara um
annan starfstíma en þar segir.
Allt frá stofnun Þjóðleikhússins
hafi verið föst venja að miða við
1. september í ráðningarsamning
um fastráðinna leikara. Stefn-
anda geti ekki reist kröfur sín-
ar á þessu, þar sem hún hafi svo
lengi af frjálsum vilja samið um
1. sept. sem lokatíma ráðningar
sinnar. Þá sé og viðurkennt, að
stefnda hafi verið tilkynnt með
rúmlega þriggja mánaða fyrir-
vara, að samningar hennar rynnu
út 1. sept. 1957. Þá hélt Þjóð-
leilkhússtjóri því fram, að stefn-
andi hafi fyrirgert öllum fjár-
kröfum á hendur sér með því að
hafna tilboði hans um að gera við
hana svonefndan B-samning.
Úrslit málsins í héraði svo og
fyrir Hæstarétti urðu á sömu
leið, að frú Þóra Borg ætti rétt á
bótum úr hendi þjóðleikhús-
stjóra.
Segir í forsendum H*staréttar-
dómsins, að ljóst sé af ákvæðum
þjóðleikíhúslaganna, að fastráðn-
ir leikarar séu opiniberir starfs-
menn og því gildi um ráðningu
þeirra og kjör reglur opinbers
réttar. Síðan er vitnað í áður-
nefnda 7.' gr. þjóðleikhússlag-
anna, svo og í 13. gr. ofangreindr-
ar reglugerðar.
Síðan segir: Þegar gagnáfrýj-
andi (frú Þóra Borg) réðst fastur
leikari til Þjóðleikhússins með
ráðningarsamningi dags. 20. okt.
1949 urðu framangreind ákvæði
laga og reglugerðar þáttur af
kjörum hennar, þar á meðal fyr-
irmælin um, að ráðningu skyldi
miða við leikárið 1. júlí til 30.
júni að undanteknum upphafs-
tíma fyrsta starfsárs. Það frávik
í samningum, að eftirleiðis
skyldi upphaf og lök ráðningar-
tímabilsins miðað við 1. sept.,
hafði því ekki gildi. Þar sem
ráðningarsamningur gagnáfrýj-
anda var síðan framlengdur, fyrst
um tveggja ára tímabil hverju
sinni, en síðar frá ári til árs og
uppsögn skv. 13. gr. reglugerðar
fór ekki fram fyrir 1. apríl 1957
þ. e. þriggja mánaða uppsagn-
arfresti ekki sinnt) framlengdist
starfsráðningin skv. síðasta málsl.
13. gr. um tímabilið frá 1. júlí
1957 til 30 júní 1958. Ber því
samkvæmt þessú að staðfesta þá
úrlausn héraðsdóms, að gagn-
áfrýjandi eigi rétt til bóta úr
hendi aðaláfrýjanda (þjólðleik-
hússtjóra)
Um upphæð bótanna komst
Hæstiréttur að sömu niðurstöðu
og héraðsdómur, þ.e. að þjóð-
leikhússtjóri skyldi greiða frú
Þóru Borg kr. 70.944.01 í skaða-
bætur með 6% vöxtum frá 30.
júní 1958 til greiðsludags auk
málskostnaðar fyrir báðum rétt-
um samtals að upphæð kr.
21.000,00.
JóSaumferðin í New York
ÞETTA er svipmynd af um-
ferðinni í milljónaborginni
New York nú um hátíðirn-
af. — Myndin var tekin 27.
desember frá 41. stræti norð-
ur eftir Ninth Avenue. Það
virðist ekki árennilegt fyrir
fótgangandi að komast yfir
götuna.
Hesturinn okkar
kominn út
TÍMARIT LANDSSAMBANDS
HESTAMANNAFÉLAGA, Hest-
urinn okkar, er komið út, að
vanda prýtt fjölda mynda og á
forsíðu litmynd. í þessu hefti
eru greinar um fræga hlaupa-
garpa eftir Einar E. Sæmundsen,
íslenzka hesta á Grænlandi eftir
Vigni Guðmundsson, um skeið
AP-fréttastofan segir, áð
hin gífurlega umferð í New
York á almennum frídögum
valdi borgaryfirvöldunum
miklum áhyggjum og erfið-
leikum. Menn geta varla undr
azt það eftir að hafa séð þessa
mynd.
eftir Kristin Hákonarson um
Blesastaða-Blesa eftir Bjarna
Bjarnason, um hestaþing Loga
og Trausta, um sinabólgur o.fl.
Hestavísnaþátturinn er að þessu
sinni langur og þar margar
skemtilegar hestavísur, þ.a.m.
nokkrar um Gunnar Bjarnason.
Gamla myndin nær yfir heila
opnu og sýnir stofnendur Frí-
múrarareglunnar á hestbaki 1915
eða 1916.
Heftið er 48 síður að stærð Og
vandað að frágangi.
• Þerriblaðsvísur
Hannesar
Fyrir nokkrum dögum fékk
ég bréf frá G. Ág. sem byrjaði
þannig: „Vegna aldarafmælis
Hannesar Hafsteins finnst
mér ástæða til að rifja upp
eitt skemmtilegt uppátæki
hans, sem skálds og mann-
þekkjara, en það eru „þerri-
blaðs-vísurnar“ svonefndu.
Eins og flestum af eldri kyn-
slóðinni a. m. k. er kunnugt,
lék hann sér þar að því að
gera þekktustu skáldunum ís-
lenzku upp orðin með einni
vísu um ómerkilegt efni, svo
að öllum yrði gert jafnhátt
undir höfði, hvað efnisval
snerti. Valdi hann því þerri-
blað að yrkisefni.
Síðan hefi ég komizt að þvi,
að furðu fátt af ungu fólki og
jafnvel miðaldra kann þessar
skemmtilegu vísur.“ Síðan
stingur bréfritari upp á þvi,
að Velvakandi birti vísurnar,
fiásögn af „fæðingu" þeirra
eða upphafi, svo unga fólkið
fái tækifæri til að keppast um
að þekkja stílinn.
• Eftir hvaða höfundi
er hermt
f ljóðabók eftir Hannes
Hafstein, sem ég hefi undir
höndum, eru þessar vísur birt
ar og er yfirskriftin: Þerri-
blaðs-vísur. Eftis ýmsa ís-
lenzka ljóðasmiði á 19. öld
(Stælt í gamni. Ritað á þerri-
pappír).
Blaðið góða, heyr mín hljóð,
hygg á fregnir kvæða mínar,
minna Ijóða blessað blóð
blætt hefur gegn um
æðar þínar.
II
Því var þerriiblað
í þegna heimi
oft í eld hrakið
að entu starfi,
að það aldregi,
sem önnuT blöð,
dugði til kamars-
né kramar-húsa.
III
Þurkutetur, þægðar'blað,
þú, sem ástarklessur drekkur.
Ljúít þú unir þér við það,
þurkutetur, gljúpa blað.
Hverf.ur þér að hjartastað
hver einn lítill pennaflekkur,
þurkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur
IV
Hvar sem hnígur hortittur,
hlussum mígur ritvargur,
brátt upp sýgur blekdrekkur
bull, sem lýgur mannhundur.
V
Síðasti slagurinn er hann
sló —
settist á blaðið klessa.
En með blaðinu þerri þó
þurkaði ’ann vætu þessa.
Rennvotar þerrar það rúnar
VI
Á himinskýjum skáldsins
andi flaug
sem skrítinn bláfugl
eða apótek,
og himinljósa-leiftur
í sig saug
líkt eins og þerripappír
drekkur blek.
VII
Þerripappír þóknast mér,
því hann drekkur, eins og ég.
Blekaður því hann einatt er.
Allt er þetta á sama veg.
VIII
Þerripappír, satt eg segi,
sýgur, frá ég, ár og síð.
Meir þó bergði Boðnar legi
Bragi gamli á fornri tíð.
Vísurnar eru 16 alls. Ekkl
er rúm fyrir fleiri í dag. En
nú geta lesendur byrjað aS
ráða gátuna um eftir hverjum
sé hermt í þessum fyrstu 8.
Hinar birtast einhvern næsUl
Þjóðleikhúsið dæmt til oð
greida Þóru Borg skaöabætur