Morgunblaðið - 04.01.1962, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. jan. 1962
Sjö Islendingar kynntust
frðnskum atvinnuvegum
S/óí'/róð/eg /erð í ðoð/ Frakka
AÐ TILHLUTAN franska sendi-
herrans í Reykjavík, M. Jean
Brionval Og franska vararæðis
mannsins M. C. Cocheret, bauð
franska ríkisstjórnin 7 íslending-
um í vikuferð til Frakklands
dagana 1.—7. október sl. til að
kynnast ýmsum greinum fransks
iðnaðar. Þátttakendur í ferðinni
voru Aðalsteinn Júlíusson, vita-
málastjóri, Guðmundur Halldórs
son, fulltrúi Landssambands Iðn-
aðarmanna, Gunnar Guðjónsson,
skipamiðlari, formaður Verzlun-
arráðs íslands, Hjálmar R. Bárð-
arsön, skipaskoðunarstjóri, Hjört
ur Eiríkssón, ullarfræðingur hjá
Gefjuni á Akureyri, Sigurður Jó-
hannsson, vegamálastjóri og
Sveinn Valfells, forstjóri Félags
ísl. iðnrekenda.
Var hópurinn samferða til Par-
ísar og tók þar m. a. á móti
honum Jean Marie Delgove full-
trúi í „Centre National du
Commerce Exterieur“, en sú stofn
un skipulagði heimsóknina. Eft-
ir það dreifðist hópurinn, þann-
ig að þátttakendur heimsóttu þau
iðnfyrirtæki og skoðuðu þær
framleiðsluvörur, sem áhugi var
sérstakur á að kynnast.
• Skipasmíðastöðvar
Hjálmar R. Bárðarsón, skipa-
skoðunarstjóri fór milli skipa-
smíðastöðva meðfram allri Atl-
antshafsströnd Frakklands, suð-
ur til La Röchelle-Pallice og
skoðaði 7 skipasmíðastöðvar. Seg
ir hann, að ekki sé vafi á, að þær
skipasmíðastöðvar, séu vel færar
um að byggja fiskiskip, auk
þeirra annarra verkefna, sem
þær taka að sér, t. d. vöru-
flutningaskip. Togarar þeir sem
eru þar í smíðum eru annað hvort
mjög stórir skuttogarar eða litl-
ir togarar, langsamlega flestir af
líkri stærð og 250 brl. austur-
þýzku skipin, sem íslendingar
keyptur fyrir nokkru. En þessi
frönsk skip eru eingöngu byggð
til togveiða. önnur fransk
byggð fiskiskip eru túnfiskskip-
in, sem eru allstór frambyggð
fiskiskip og svo sardínuveiðiskip-
in. Við túnfiskveiðarnar eru not-
aðir sjógeymar fyrir iifandi beitu,
en sömu geymar eru siðan notað-
ir til að frysta túnfiskinn í pækli
til heimsiglingarnar, enda veið-
arnar stundaðar við Afríkustrend
ur.
Hjálmar segir að flest fiski-
skipanna, sem Frakkar hafa í
smíðum, séu fyrir franska kaup-
endur. Þó eru 7 línuveiðarar, 29
m. á lengd fyrir „Ognarfélagið" í
Færeyjum. Kom eitt þeirra skipa,
„Havörnin" til Reykjavíkur í
sumar á leið til Grænlands. Og
langt er komið smíði á öðru,
„Columbus“. í Le Havré eru
Frakkar að byggja stóran diesel-
rafknúinn skuttogara með frysti
búnaði fyrir ísraelsmenn og í
Nantes er 1 smíðum nýstárlegur
68 m langur skuttogari, sem mun
verða um 1800 brúttólestir. Seg-
ir Hjálmar að svo virðist sem
franskar skipasmíðastöðvar séu
vanar að fara að óskum hvers
emstaklmgs, enda Frakkar sér-
hyggjumenn. Væri því sennilega
vel hægt að fá smíðuð skip eftir
íslenzkuin óskum og kröfum í
Frakklar.di. En hins vegar sé
erfitt að gera sér grein fyrir verð
lagi, þar eð ekkert þeirra fiski-
skipa, sem nú eru í smíðum,
myndu licnta við íslenzkar að-
stæður óbreytt.
• Ný bilabraut glæsilegt
mannvirki
Sigurður Jóhannsson, vegamála
stjóri i-æddi við yfirmenn vega-
mála í Frakklandi, skoðaði ný-
tizku vegagerðartæki, mulnings-
og hörpunartæki Og stórar mal-
bikunarstöðvar. Á fyrsta degi
skcðaði hann m. a. hina ný-
byggðu bílabraut suður frá Par-
ís. Vegur þessi hefur nú verið
byggður 41 km og er með 3 ak-
brautum í r.vora átt. Hann er
steinsteyptur og hið mesta mann-
virki, að sögn vegnamálastjóra, og
nær allar brýr er yfir hann liggja
eru úr förbentri steypu. Vegur
þessi liggur m. a. að hinum nýja
flugvelli við Orly, sem einnig er
hið glæsilegasta mannvirki. Einn
ig skoðaði hann Tancarvillebrúna
yfir Signu, sem er lengsta hengi-
brú í Evrópu, 608 m milli turna,
og sjálf er brúin 1400 m. löng.
Segir vegamálastjóri, að öll þau
fyrirtæki og framkvæmdir, sem
honum gafst færi á að skoða á
þessari stuttu kynnisför hafi bor-
ið vott um mikla verkkunnáttu
og háþróaðan iðnað og enginn
vafi á því að við íslendingar get-
um margt af Frökkum lært í þess
um efnum.
• Frakkar framarlega í
ullariðnaði
Hjörtur Eiríksson, ullarfræð-
ingur, segir að Frakkar standi
mjög framarlega í ullariðnaði,
aðeins Bretar og Bandaríkjamenn
séu stærri á því sviði, en hvað
kvenfataefni snertir standi engir
þeim framar. Hann notaði tím-
ann í Frakklandi, til að skoða
sölusamtök ullarverksmiðja,
stsérstu fyrirtæki í framleiðslu
kambgarnsvéla og véla til að
hnykla prjónagarn og fleiri verk
smiðjur. Hann segir að eitt af því
sem var mjög gagnlegt og gam-
an að sjá hafi verið efnin sjálf.
Franska tízkan sé ákveðin og
leiðandi. í loðbandsefnum bæði
fyrir dömur og herra ber afar
mikið á skrauthárum og glanshár-
um. Hvað liti snertir, sé brúnt að-
altízkuliturinn, súkkulaðibrúnt og
koniakbrúnt mest blandað svörtu
eða dökk-olíugrænu. Grunnur-
inn í efnunum er dökkur, en
glanshárin lýsa efriin og gefa
þeim sérstakan blæ. í prjóna-
garni er sama tízkan og sögðu
framleiðendur honum að sprengt
prjónagarn væri langmest selda
garnið í Frakklandi í dag. Það
er blandað einum eða fleiri lit-
um af skrauthárum saman við
ullina og spunnið saman.
• Hafnar- og vitamál
Aðalsteinn Júlíusson, vitamála-
stjóri, ræddi við franska vita-
málastjórann, hafnarmálastjóra,
o. fl. en allar franskar hafnir að
’.veimur undanteknum eru ríkis-
eign og reknar af ríkinu og verzl-
unarráðum í viðkomandi borg-
um. Þá heimsótti hann ýmis fyr-
irtæki verktaka, og ræddi verk-
fræðilegan undirbúning og fram-
kvæmdir, ef til kæmi að leitað
yrði til erlendra fyrirtækja um
aðstoð við hafnarbyggingar á ís-
landi. Einnig kynnti hann sér
framleiðslu og vinnu við stálþil.
Var vitamálastjóri mjög ánægður
með þessar viðræður, kvað alla
hafa verið boðna og búna til að
veita sér þær upplýsingar, sem
hann óskaðí eftir.
• Verksmiðjuframleidd hús
Sveinn Vaiíells kaus að kynna
sér þrjár greinar fransks iðnað-
ar, niðursuðu fiskjar, verksmiðju
fi amleiðsiu og samsetningu-húsa-
hluta og sútun og vinnslu sauð-
skinna. Sveinn skoðaði m. a. tvær
sardínuverksmiðjur. í stað þess
að sardínurnar væru reyktar,
sem hér er venja, voru þær
steiktar og því næst lagðar í
olivenolíu með nokkru kryddi og
sneið af sítrónu, og fannst Sveim
það ómarksins vert fyrir ísl. niður
suðuverksmiðjur að athuga þá
verkunaraðferð.
Þá kynntist Sveinn fyrirtækj-
um, sem hafa fjöldaframleiðslu
á „standard“ húsahlutum í verk-
smiðju og samsetningu slíkra
húsahluta á byggingarstað og
tekst þannig að framleiða íbúð-
arhúsnæði á ódýrari hátt en með
eldri byggingaraðferðum. Verk-
smiðjan Societe Coignet er skipu-
iögð til framleiðslu á 1000 tiJ
1200 íbúðum á ári og eru heilir
húsveggir steyptir og teknir full-
gerðir úr steypumótum 3%
klst. eftir að steypunni hefir ver-
ir rennt í mótið og er um þessar
mundir verið að reisa „standardis
eruð“ fjölbýlishús, 6 hæða há. —
Fljótt á litið telur Sveinn, að slík
verksmiðia myndi kosta of mikið
fyrir íslenzkar aðstæður, enda
afköst rr.eiri en íslenzkar þarfir
krefjast. Aftur á móti telur hann
að önnur og minni verksmiðja
Bonnet Calad, sem ekki er með
eins vélrænum útbúnaði og fram
iejðir 300 íbúðir á ári, mundi
henta betur,
Þá skoðaði Sveinn fyrirtæki
sem súta og meðhöndla skinn
bæði þar sem unnið var með stór-
um vélum, of afkastamiklum fyr-
ir íslenzkar kringumstæður og.
þar sem fínni vinna er og meira
handunnin.
• Fiski landað beint í
vinnslustöðvar
Gunnar Guðjónsson kaus að
kynnast hraðfrystihúsastarfsemi
“lisSÉiÉis
Bolivía
ERFIÐASTA þjóðfélagsvanda-
mál Bolivíu er ólæsi — og hafa
stúdentar þar beitt sér fyrir víð
tækum aðgerðum • til úrbóta.
Ekki eru fyrir hendi nákvæmar
tölur, en láta mun nærri að
70—80% af íbúum landsins, sem
alls eru rúmlega 3,3 milljónir,
séu ólæsir. Öllum má vera ljóst,
hvílíkum erfiðleikum svo al-
mennur skortur á frummennt-
un veldur. Og það eru fleiri
ríki Suður-Ameríku, sem eiga
við sams konar vandamál að
stríða. í álfunni búa um 7 millj.
Indíána, sem telja má í hópi
frumstæðustu þjóðflokka verald
ar, sem m.a. lýsir sér í þeirri
staðreynd, að um 80% þeirra
munu vera ólæsir með öllu. Þeir
hafast einkum við á hásléttum
Andes-fjallanna og í dölum
Cordilleras-fjalla,, og mynda
verulegan hluta af íbúafjölda
bæði Ecuador, Peru og Bolivíu.
Það er til fólksins í þessum hér
uðum, em hinar skipulögðu að-
gerðir stúdentanna í Bolivíu
taka — og eru stúdentarnir
fremstir i flokki um slíkar ráð-
stafanir til umbóta og fram-
fara meðal afkomenda hinnar
fornu indíána-menningar á þess-
um slóðum.
og fiskiðnaði, svo ög skipasmíða-
stöðvum, sem hann skoðaði í
fylgd með Hjálmari Bárðarsyni.
í Boulogne-sur-Mer skoðaði hann
hafnarmannvirki, en verzlunar-
ráðið í borginni sér um rekstur
hafnarinnar. Segir Gunnar, að að-
allega hafi verið lærdómsríkt að
kynnast öllu fyrirkomulagi fisk-
hafnarinnar, sem er alveg aðskil-
in frá farþega- og farmskipa-
höfninni. Uppboðsskálar, fiskiðju
ver, frystihús og geymslur standa
þar öll við hafnarbakkann og
hafa rúmt athafnasvið. Er því
öllum fiski landað beint inn í hús
in auk þess sem séð er fyrir beinu
járnbrauta- og vegasambandi frá
byggingunum, til mikils hagræð-
is og sparnaðar fyrir þessa að-
ilja. I fiskiðjuverum Frakka
vakti vinnsla á síld einkum at-
hygli Gunnars, en hún var bæði
soðin niður Og reykt á margvís-
legan hátt. Sögðu forstöðumenn
fiskiðjuversins „Pecheries de la
Morine“ geysilegan markað fyr-
ir hinar ýmsu tegundir reyktrar
síldar, en töldu hráefnisskort há
sér mjög, þar eð svo virtist sem
afli sildveiðiflota þeirra færi si-
minnkandi. Gæti því virzt sem
hér sé um óplægðan akur að ræða
fyrir sölu á frystri Faxaflóasíld.
Voru þeir ferðafélagarnir sam
mála um að ferðin hefði opnað
augu þeirra rækilega fyrir þeirri
staðréynd, að Frakkar eiga sér
glæsilegan iðnað og háa tækni-
þróun á öllum sviðum, og að
oss beri að gefa iðnaðarfram-
leiðslu þeirra miklu ríkari gaum
en fram til þessa.
I. O. G. T.
Stúkan Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 20..30.
Kosning embættismanna
og innsetning.
Önnur mál.
Æt.
Stúkan Frón nr. 227.
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Venjuleg fundarstörf. Kosning
embættismanna.
Ingimar Jóhannesson: Sjálf-
valið efni.
Kaffi eftir fund.
Mætið vel á fyrsta fund nýja
ársins.
Æt.
Félagslíf
Eska — Danska
Kennsla hafin. Nokkrir tímar
lausir.
Kristín Ólad.
Sími 14263.
Knattspyrnufélagið Valur
Knattspyrnudeild
4. flokkur.
Skemmtifundur verður í félags-
heimilinu að Hlíðarenda í kvöld
kl. 8. Bingó, kvikmyndasýning
o. fl. Allir sem ætla að æfa í vet-
ur og næsta sumar eru beðnir að
mæta stundvíslega.
Stjórnin.
Greiðsla utflutningsbóta
samkvæmt lögum nr. 4/1960
Það tilkynnist, að skrifstofa útflutnings-
sjóðs að Klapparstíg 26 hefur verið lögð
niður og að greiðsla bóta úr sjóðnum fer
nú fram í gjaldeyriseftirliti Seðlabankans.
Frestur til þess að leggja fram bótakröf-
ur er til 1. júlí 1962.
Reykjavík. 2. janúar 1962.
SEÐLABANKI ÍSLANDS.
Vélstjárar
Vélstjórafélag íslands
og Mótorvélstjórafélag íslands
JÓLATRÉSSKEMMTUN
vélstjóra verður haldinn fyrir börn félagsmanna
í Tjarnarcafé sunnud 7. jan. 1962 kl 15.
Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu félaganna
að Bárugötu 11 og Gissuri Guðmundssyni Rafstöð-
stöðinni við Elliðaái.
Skemmtinefndin.
Knattspyrnu félagiö Valur
Knattspyrnudeild
5. flokkur.
Skemmtifundur verður í félags-
heimilinu að Hlíðarenda á sunnu
dag kl. 3. Bingó, kvikmynda-
sýning o. fl. Munið æfingarnar
hjá D og C kl. 1 og hjá A og B
kl. 1.50. — Mætið allir á æf-
ingarnar og fundinn.
Stjórnin.
Knattspyrnufélagið Valur,
Knattspyrnudeild.
Meistara- og 1. flokkur.
Fundur verður í félagsheimilinu
að Hliðarenda á föstudagskvöld
kl. 8.30. Allir sem ætla að æfa
í vetur og næsta sumar eru
beðnir að mæta á fundinn.
Stjórnin.
Mf?INGUNUM.
fa/uairtuf& 9