Morgunblaðið - 04.01.1962, Qupperneq 10
10
MORGlJTSBLAÐltí
Fimmtudagur 4. jan. 1962
CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átom.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: ft.ðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
IJ THAIMT VELLR
AÐSTOÐARMENN
¥ 1 Thant, settur fram-
kvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, hefur fyrir
skömmu tilkynnt, að hann
hafi valið sér átta aðstoðar-
menn við framkvæmdastjórn
samtakanna. Af þessum átta
mönnum eru þrír nýliðar í
starfsliði Sameinuðu þjóð-
anna. Er einn þeira frá Sam-
einaða Arabalýðveldinu, ann-
ar frá Tékkóslóvakíu og hinn
þriðji frá Nígeríu. Hinir
fimm, sem starfað hafa við
framkvæmdastjóm Samein-
uðu þjóðanna áður, eru frá
Bandaríkjunum, Sovétríkj-
unum, Indlandi, Frakklandi
og Brasilíu.
Með þesari ráðstöfun fram
kvæmdastjórans hefur á-
ákvörðun verið tekin í miklu
deilumáli. Eins og kunnugt
er kröfðust Rússar þess á
15. allshei jarþinginu að starf
framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna, sem þá var
Dag Hammarskjöld, yrði lagt
niður og í stað þess sett á
laggirnar þriggja manna
framkvæmdastjóm, þar sem
hver einstakur framkvæmda
stjóri hefði neitunarvald. —
Hinar vestrænu lýðræðis-
þjóðir og margar hinaf nýju
og hlutlausu þjóðir snerust
hart gegn þessari tillögu
Rússa og bentu á, að með
henni væru samtökin í raun
og veru gerð óstarfhæf. Þeg-
ar Rússar sáu að þeir höfðu
enga möguleika til þess að
fá þessa tillögu samþykkta,
breyttu þeir nokkuð um
stefnu og lögðu nú ýmist til
að ráðnir yrði 3 eða 5 að-
stoðarframkvæmdastjórar og
að aðalframkvæmdastjórinn
væri skyldur til að hlýða ráð
um þeirra að meira eða
minna leyti.
Þessi tilaga Rússa átti
heldur ekki hljómgrunn inn-
an samtakanna, nema hjá
fylgiríkjum Sovétríkjanna og
örfáum öðrum.
Niðurstaðan varð sú, að
þegar U Thant var ráðinn
framkvæmdastjóri til bráða-
birgða hélt hann því valdi
óskertu sem stofnskrá sam-
takanna gerði ráð fyrir.
Rússar höfðu því neyðzt til
að láta algerlega af kröfu
sinni um neitunarvald innan
framkvæmdastjórnar 'Samein
uðu þjóðanna. U Thant lýsti
því hins vegar yfir við em-
bættistöku sína, að hann
myndi fá „takmarkaðan
fjölda aðstoðarmanna“ til
þess að vera aðalráðgjafar
sínir. Myndi hann hafa nána
samvinnu við þá á grund-
velli gagnkvæms skilnings.
GIFTLSAIHLEG
MÐIJRSTAÐA
¥ T Thant hefur nú fram-
^ kvæmt þessa stefnuyfir-
lýsingu sína þannig, aðhann
hefur ráðið 8 menn sér til
aðstoðar við framkvæmda-
stjórnina. Er bersýnilegt að
hann hefur reynt að velja
þá þannig, að sem flestir
þjóða- og hagsmunahópar
innan samtakanna ættu þar
fulltrúa. Af hinum 8 aðstoð-
arframkvæmdastjórum er
einn Bandaríkjamaður, einn
Rússi, einn Suður-Ameríku-
maður, einn Indverji, einn
Afríkumaður, einn Arabi,
einn Frakki og einn fulltrúi
frá fylgiríkjum Rússa í Aust-
ur-Evrópu.
Þessar mannaráðningar
framkvæmdastjórans fela í
raun og veru ekki í sér ýkja
miklar breytingar. Þegar
Tryggvi Lie varð fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna hafði hann einnig
8 aðstoðarkvæmdastjóra, sem
mynduðu nokkurs konar
innri hring í framkvæmda-
stjórninni. Fimm þeirra voru
frá stórveldunum, sem eiga
fast sæti í Öryggisráðinu, en
hinir þrír voru frá Suður-
Ameríku, Austur-Evrópu og
Hollandi. Var sú starfsskipt-
ing ekki ósvipuð þeirri, sem
U Thant hefur nú gert.
Vegna aukinna áhrifa Asíu-
og Afríkuþjóða er þeirra þátt
ur þó gerður nokkru ríkari
en áður. Er nú einnig þann-
ig komið að 51 meðlimaþjóð
Sameinuðu þjóðanna af 104
eru í Asíu og Afríku.
Aðalatriðið er, að Sovét-
ríkjunum hefur ekki tekizt
að koma fram tillögu sinni
um neitunarvald innan fram
kvæmdastjórnarinnar. Aðal-
framkvæmdastjórinn heldur
óskertu því valdi, sem stofn-
skráin gerir ráð fyrir.
Ýmsar blikur eru hins veg
ar á lofti, sem benda til þess
að samtökin kunni að veikj-
ast verulega á næstimni,
enda þótt yfirgnæfandi meiri
hluti meðlimaþjóða þeirra
telji tilveru þeirra frumskil-
yrði friðar og öryggiís í heim-
inum. En fljótt á litið virð-
ist U Thant hafa tekizt giftu
samlega um val aðstoðarfram
kvæmdastjóra sinna og skipt
ingu þeira milli hinna ýmsu
hagsmunahópa og heims-
hluta. Mikið deilumál hefur
um skeið verið útkljáð þann-
nnrás í Nýju Guineu
áhugamál kommúnista
DEII.A HoIIendinga og Indó-
nesa um vesturhluta Nýju
Guineu (sem er hollenzk ný-
lenda) er stöðugt eitt helzta
fréttaefnið. Það er nú nýjast
í því máli, sem sagt var frá í
blaðinu í gær, að Hollending-
ar hafa fallið frá einu helzta
skilyrði sinu fyrir samning-
um við Indónesíustjórni um
framtíð hollenzku nýlendunn-
ar — þvi, að frumbyggjarnir
þar, Papúar, fái sjálfir að ráða
framtíð sinni. Hollenzki for-
sætisráðherran, Jan de Quay,
)ét svo um mælt í þessu sam-
bandi, að nú hefðu Hollend-
ingar hliðrað eins mikið til í
þessu máli og framast væri
unnt. Er þetta skref hollenzku
stjórnarinnar talið gefa nokkra
von um friðsamlega lausn deil
unnar — cn, þó virðist mörg-
um enn liklegast, að Sukarno
Indónesíuforseti reyni að finna
sér einhverja átyllu til þess
að ráðast á hollenzku ný-
lenduna og leggja hana undir
Indónesíu með valdi. Enda
þótt hann óttist nokkuð,, að
loo km-
/ PILlPSEYJAft.
'"■'M
" •) 1
■
SUKARNO — undir
komn'. ínískum áhrifum .
Hér á myndinnl sést afstaða hollenzku Nýju Gulneu tll
Indónesíu. Aðeins tiltölulega fámennt lið er til varnar, en
landið er hins vegar á.kaflega erfitt yfirferðar og engan
veginn fyrir fjölmennan her að sækja þar fram, þó að
landganga ætti aftur á móti að reynast fremur auðveld.
Ástralía og Bandaríkin kynnu
að veita Hollendingum virkan
stuðning, ef ráðizt yrði á hol-
lenzku Nýju Guinieu, virðist
hann setja traust sitt á yfirlýs-
ingu Rússa um „fullan stuðn-
ing“ við kröfu Indónesíu til
nýlendunnar.
Bandaríska fréttaritið „U. S.
News & World Report“ sagði
á dögunum, að það væri ekki
sízt fyrir stuðning og hvatn-
ingu frá kommúnistum, bæði
heima fyrir og ejjlendis (og þá
fyrst og fremst Rússum), að
Sukarno hefði nú gerzt svo
herskár. Enda væri það mála
sannast, að — enda þótt Suk-
arno haldi þvi fram, að hann
sé „vinstri-sinni“, en ekki
kommúnisti, þó hafi kommún-
istar æ meira að segja varð-
andi framtíð þeirra 90 millj.
manna, sem byggja Indónesíu-
ríki. „U. S. News” vekur at-
hygli á því, að Sukarno mundi
gjarna vilja, að deilan við Hol-
lendinga kæmi fyrir Samein-
uðu þjóðirnar, þar sem hann
gæti þar treyst á stuðning
ig, að flestir virðast sæmi-
lega við una.
RISKLPS-
BOÐSKAPtJR
Diskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson,
flutti samkvæmt venju ára-
mótapredikun í Dómkirkj-
unni á nýjársdag. Var ræða
hans eins og vænta mátti
þróttmikil og um ýmsa hluti
hin merkasta. Biskup hikaði
ekki við að taka hreina og
klára afstöðu til ýmissa nú-
tímafyrirbrigða. Meðal ann-
ars réðst hann einarðlega
gegn skurðgoðadýrkun síðari
áratuga og sýndi fram á,
hvernig ýmsum pólitískum
skurðgoðum hefði verið
steypt af stalli og hinum
hörðustu orðum farið um
verk þeirra og stefnu. Kvað
biskup tíma til þess kominn,
að við íslendingar gerðum
okkur betur ljósa þá hættu,
sem pólitísk skurðgoðadýrk-
un hefði í för með sér, og
settum í þess stað aukið
traust á þá guðstrú, sem
kristindómurinn boðaði og
aldrei brygðist þeim, sem
hana tileinkuðu sér.
Fyllsta ástæða er til þess
að vekja athygli á og taka
undir þessi orð og mörg önn
ur í áramótaboðskap biskups
ins. Má raunar segja með
nokkrum sanni, að íslenzk
kirkja og leiðtogar hennar
hafi oft á undanförnum ár-
um verið altof hikandi og
stefnulitlir gagnvart niður-
rifsiðju hinna pólitísku skurð
goðadýrkenda, sem ekki hafa
legið á liði sínu hér, frekar
en annars staðar.
kommúnistaríkjanna og asísk-
afrísrcu ríkjanna, sem ávaiit
eru á mót.i öllu og öllum, sem
hægt er að bendla á einhvern
hátt við nýlendustefnu. Þann-
ig mundi hann þykjast nokk-
uð öruggur um að fá fram ail-
víðtæsa fordæmingu á hinni
„hvítu nýlendustjórn“ Hollend
inga 4 Nýju Guineu — og teija
að Hollendingar teldu sér ekki
stætt á öðru eftir það en að
láta nýlendu sína eftir bar-
áttulaust Einnig er talið í
ritinu, að árás Indverja á
portúgölsku nýlenduna Goa,
sem þeir komust upp rr.tð
hindrúnarlaust, hafi Orðið
Sukarnö veruleg hvatning til
að láta til skarar skríða gegn
hollenzku Nýju Guineu. Vakin
er athygli á því, að landganga
á vesturodda eyjarinnar yrði
Indónesíumönnum tiltölulega
auðveld, þar sem nálega engar
varnir séu fyrir hendi — og
næsta eyjan í Indónesíuríki sé
aðeins um 50 mílur undan
landi. Hollendingar hafa ein-
ungis um 3000 manna lið til
varnar í nýlendu sinni, en
"landher Indónesíu einn telur
um 275 þús. manna — og
mundi Sukarno því örugglega
geta sent Ofurefli liðs á vett-
vang. Aftur á móti er vakin
athygli á því, hve landið er
ákaflega erfitt yfirferðar —
varla hægt að segja, að þar
fyrirfinnist vegarspotti, landið
allt sundurskorið af sprung-
um, mikið um mýrarfláka og
fen, auk annarra farartálma.
Af þessum sökum er mjög
erfitt að beita miklum liðsafla
svo, að hann fái notið sín til
fulls — og því ekki auðvelt
að spá um úrslit hernaðará-
taka. Alla vega má gera ráð
fyrir því, að ef Hollendingar
og Papúarnir (sem eru um
700 þúsund talsins) tækju
þann kost að berjast einbeitt-
lega gegn innrásarliði Indó-
nesa, þá gætu þeir gert mönn
um Sukarnos marga skráveifu,
hver svo sem lokaúrslitin
yrðu.
í sama hefti „U. S. News
& World Report“ og hér hefir
verið vitnað til er einnig birt
viðtal við hollenzka utanrík-
Frh. á bls. 19