Morgunblaðið - 04.01.1962, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.1962, Side 12
12 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. jan. 1962 G/er og lisfar Sandblásið gler, Polytox plastmálning. Undirbuiður margar gerðir. Ivler og listar h.f. Laugavegi 178 — Sími 36645. Sonur okkar Ó S K AR andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss, 31. des. — Jarðarförin fer fram frá heimili hins látna, Breiðamörk, Hveragerði laugardaginn 6. jan. og hefst með húskveðju kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Koíströnd. Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarni Tómasson Konan mín ANNA SIGCJRÐARDÓTTIR Grænuhlíð 6, Reykjavík, lézt 1. janúar. Jarðarförin ákveðin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 1,30. Guðbrandur Björnsson GUÐBJÓRG FINNSDÓTTIR frá Fossi, Arnarfirði andaðist 3. ianúar í Landakotsspítalanum. Fyrir hönd vandamanna. Guðfinnur Gíslason Systir mín REBEKKA HJÖRTÞÓRSDÓTTIR andaðist að heimili sínu 1. janúar. ída Hjörtþórsdóttir. Faðir minn Prófessor MATTHÍAS ÞÓRÐARSON fyrrverandi þjóðminjavörður andaðist 29. des. — Útför hans fer fram frá Dómkirkj- unni laugardaginn (5. jan. kl. 10,30 f.h. — Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur óskað að láta útvarpa kirkjuat- höfninni. Sigríður Matthíasdóttir Útför föður míns ÓLAFS SIGURÐSSONAR veggfóðrara, Mávahlíð 29, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 5. janúar kl. 10.30 og verður útvarpað. Eggert Ólafsson. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins mms, föður okkar, tengdaföður og afa GUÖBRANDAR JÓNATANSSONAR skipstjóra frá Patreksfirði. Kristín Haraldsdóttir. Anton Lundberg, Elín Guðbrandsdóttir, Haraldur Guðbrandsson, Lára Guðbrandsdóttir, Herbert Guðbrandsson, Kristinn Guðbrandsson, Jónatan Guðbrandsson, Sigurborg Eyjólfsdóttir, Arni Jónsson, Jónína Samsonardóttir, Jón Sigurðsson, Málfríður Einarsdóttir, Gyða Þórarinsdóttir, Guðmuuda. Guðmundsd. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns HALLDÓRS STEINSEN læknis og fyrrverandi alþingismanns. Lilja Steinsen. Jarðarför móður minnar JÓHÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR Laugavegi 80, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5 janúar kl. 1,30. Guðrún Gísladóttir. Þökkum auðsýnda sarnúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför JÓNS BÖDVARSSONAR Miðtúni 36. Börn, tengdabörn og barnabörn. Margrét Magnús- dóttir — minning HINN 23. dtsember s.l. lézt að Elliheimilinu Grund frú Mar- grét Magnúsdóttir. Margrét var fædd að Digranesi í Seltjarnar- neshreppi þann 22. april 1877. Hún var dóttir Magnúsar Guð- mundssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Jónsdóttir. Þar ólst hún upp í glöðum systkina- hóp, en þau voru sex börnin, þrjár dætur og þrír synir. Öll eru systkini hennar fyrir löngu látin og var Margrét þeirra síð- ust að kveðja þennan heim, enda orðin háöldruð. Strax eftir ferm- ingaraldur fór Margrét að vinna fyrir sér í vist á ýmsum heimil- um, bæði ner í bæ og víðar, enda voru á þeim árum ekki mörg önnur úrræði til sjálfsbjargar fyrir ungar stúlkur. Allsstaðar vann Margrét sér traust og vin- áttu húsbænda sinna fyrir hátt- vísi í allri framkomu, framúr- skarandi þrifnað Og lagni við öll heimilisstörf. Meðal annars má geta þess, að Margrét hafði um nokkur ár á hendi ráðskonustörf á heimili Benedikts Gröndals skálds og hjúkraði honum í veik- indum hans síðustu árin, sem hann lifði, af innilegri nærfærni BvHELGflS0N7 _ _AkllT SÖ0HRV0G 20 1« i/ I ■ L_ SÍMÍ 36177 / 1 leqsíeinap oq plö-tur og elsku, eins og henni var lagið. Alla tíð síðan átti Margrét þakk- læti og vinsemd ættingja hans og vina fyrir störf hennar og þjón ustu á heimili Gröndals. Síðustu árin, sem Margrét vann á heimili Gröndals kynntist hún Ólafi Jóns syni vélstjóra. Sú kynning leiddi til hjúskapar þeirra og samvista um mörg ár. Ólafur var einn þeirra íslendinga, sem fyrstir lærðu vélfræði og fengu réttindi til vélstjórnar á stærri gufuskip um. Margrét og Ólafur bjuggu sér strax eftir giftinguna fallegt heimili hér í bænum, en fluttust snemma að Laugalandi í Laugar- dalnum hér við Reykjavík, eftir að Ólafur hafði keypt þá jörð. Þar ráku þau um nokkur ár stórt kúabú. Ólafur vann þá jöfnum höndum, sem vélstjóri á togurum Og við búskaparframkvæmdir. Þá kom mikið til kasta Margrétar um alla stjórn og framkvæmdir við búreksturinn, þar sem maður hennar var oft langdvölum fjar- verandi við störf sín á sjónum, og fór það henni, sem allt annað vel úr hendi. Þetta voru gróskumikil og skemmtileg ár í lífi þeirra Margrétar og Ólafs og enn muna margir þau hjón frá þessum ár- um. Margréti og Ólafi varð ekki barna auðið. Síðar slitu þau sam- vistum. Nokkru þar á eftir kom Margrét sér upp húsi hér í bæn- um og átti þar heima þar til hún seldi það vegna heilsubilunar. Eftir það var Margrét lengst af Sigríður Minning Dáin 27. des. 1961. SIGRÍÐUR fæddist 28. júní 1898 að Tungu í Önundarfirði, elzta barn hjónanna Hinrikku Halldórs vistmanneskja á Elli og hjúkrun- arheimilinu Grund. Þar átti hún öruggt heimili og hæli til dauða- dags. Margrét var á sínum yngri órurn fríðleikskona, grönn og fallega vaxin og hafði alla tíð næman fegurðarsmekk bæði hvað snerti sjálfa sig í útliti og klæða- burði, svo og að hafa allt hreint og fágað í kring um sig. Mar- grét var sjálfstæð og ákveðin í skoðunum um menn og málefni og fylgdist alla tíð vel með öllu, sem varðaði heill og hag lands og þjóðar. Nú hefur þessi ágæta kona kvatt þennan heim. Hún þakkar starfsfólki Elliheimilisins ágæta hjúkrun og lijálp um mörg ár, svo Og öllum, sem litu inn til hennar og léttu henni lífið síð- ustu árin, eítu að heilsa og kraft- ar prutu. Hún er kvödd af ættingjum og vinum með bæn um Guðs fnð og Guðs líkn að leiðarlokum. Blessuð sé minning hennar. Jónsdóttlr dóttur og Jóns Sveinssonar, sem mest allan sinn búskap bjuggu að Innri-Veðrará við önundar- fjörð. Hún ólst upp hjá foreldr- um sínum í Guðsótta og góðum siðum, við fullt öryggi en ekki ríkidæmi, ásamt bræðrum sín- um Sveini, Bjarti og Magnúsi. Henni var kennt að gera kröfur til sín en aldrei annarra og að vera heldur veitandi en þiggj- andi. Sigríður giftist aldrei og eign- aðist ekki börn, en var alltaf með sínu fólki. Bjó fyrst með foreldrum sínum þar til þau önd- uðust og var þeim mikil stoð og stytta og þau henni. Síðan bjó hún með yngsta bróður sínum Magnúsi og hans konu og börn- um á óðali foreldra þeirra og er mér kunnugt um að þar ríkti gleði og samhugur í starfi og leik. Sterkustu eiginleikar Sigríðar voru dyggð og trúmennska í orði og verki og hún vildi alls staðar koma fram til góðs, en á engan halla, sízt þá er máttu sín minnst. Sigríður og Magnús bróðir hennar*hafa haft unglinga og börn á heimili sínu um lengri og skemmri tíma, sem nú munu minnast þeirra Jneð þakklátum huga fyrir allt og allt, sem þeim hefur verið gert. Bjart fannst mér yfir lífi Sig ríðar. Hún var svo gæfusöm að þurfa aldrei að vera einmana, átti fuila heilsu ög starfskrafta til hins síðasta, var fjárhagslega sjálfstæð og gat I ví frekar miðl- að öðrum, en pað var skapi henn ar næst. Eg vil votta bræðrum Sigríðar og öðrum skyldmennum innileg ustu samúð mína og uim leið þakka Magnúsi og Gróu konu hans og þeirra börnum fyrir þeirra órjúfandi tryggð og vin- áttu henni til handa. Að lokum þakka ég af alhug alla þá vinsemd og höfðingsskap sem mér og mínum hefur verið sýnd á liðnUm árum af Sigríði og hennar nánustu. Þar tignartindi á ég tjald vil gera. Þar góðum guði hjá er gott að vera. J. S. r—z* SniBkennsla námskeið 5 kjólasniði hefst 8. jan. Framhaldsnámskeið hefst 15. janúar. Nokkur plass Jaus . Sigrún Á. Sigurðardóttir Drápuhlíð 48 — Sími 19178. Kópavogsbúar Okkur vantar 3—4 herb. íbúð fyrir startmann okkar. Hlálfiing hf. Sími 22460. Afgreiðslustúlka óskast i Nýlenduvöruverzlun. Uppl. í verzluninni. Straufnnes Nesveg 33 — Sími 19832. Skrifsfofustúlka Útflutningsstofnum óskar eftir að ráða skrifstofu- stúlku. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Um- sóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 7. janúar merktar: „ABC — 7477“. Kjartan Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.