Morgunblaðið - 04.01.1962, Side 13

Morgunblaðið - 04.01.1962, Side 13
Fimmtudagur 4. jan. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Guðmundur Hansson Mlinning 30. NÓVEMBER sl. var á Akra- nesi til grafar borinn Guðmund- ur Hansson frá Elínarhöfða við Akranes, sem kallað var í Vog- um. Hann kvaddi þennan heim eftir langa og hamingjusama ævi, sem einn af traustu fram- farastoðum þess bæjar, sem hann unni í starfi, þar sem hann byggði sitt ból og bjó líka langa ævi. Guðmundur var í heiminn borinn 6. júlí 1876 og því 85 ára. Hann var elztur af börn- um sinna foreldra, Ingibjargar Guðmundsdóttur og Hans Jörg- enssonar, sem bjuggu allan sinn búskap á ættarjörð sinni, Elín- arhöfða, en þar höfðu fimm ættliðir búið. Sá fyrsti var Hans Klingenberg, sem sendur var af dönsku stjórninni að kenna bún- aðarháttu. Kona Hans þessa var Steinunn Ámundsdóttir úr Grímsnesinu, og er stór ætt frá Elínarhöfða komin. Þar ólst Guðmundur upp með systkinum sínum, þeim Valgerði og Jörg- en, sem einnig fluttu út á Akra nes og bjuggu þar, en eru nú látin, í góðri minningu um sína ævi, frá góðum foreldrum og skylduliði þeirra. En viðhorfi uppeldismálanna mætti lýsa með þessum orðum: Þar hafaldan braut við Höfða- tún með hamförum stundi á kletta- brún heyrðist sú orka um byggð og ból en bratt var túnið á móti sól við áttum þar Elínarsæti. Svo lindin fagra með vatnið vígt og vegur norður að Blesa. Þar stendur hann ennþá stoltur og hár starir á hafið, sem er svo ríkt en hvetur til dáða, þó finnist hann fár; fjörgar æskunnar börn með alls konar gleðilæti. Svo Höfðinn stóri sem varði Vík með vogarsand, hún er gulli lík þar veiðiklappir, kuðung og skel við kunnum að notfæra mæta vel og byggðum þar hugmyndaheima. Þá blasir við útsýni Akrafjall og opinn er dalurinn mæti. En þarna spratt æska með at- hafnaþrá og öll vildu þekkingu finna, þess vegna hurfu þau heiman'frá með hugsun, þjóðlegu störfun- um sinna. En Guðmundur unni líka þessum æskuslóðum alla ævi og minntist oft góðra og glaðra leika okkar Vogabarna, með prúðmennsku hvort við annað. Nú er byggð þessi horfin og bæirnir líka, þó bera samt vogarnir einkenni sín. ! Þeir unglingar gáfu þá óskina slíka, önnur börn gleðjist, þá sólin hér skín. \ Svo var það með þessa Höfða- bræður að þeir voru dugmiklir á skútum og eftirsóttir sjómenn. Þeir voru þátttakendur að fyrstu mótorbátum, sem Akranes átti, Jörgen annar eigandi og véla- maður á „Laxáin“ en Guðmund- ur hluthafi að m.b. „Hegrinn". Sem víðast vildu þeir ryðja brautina fyrir Akraneskaupstað cg alla ævi vildu þeir starfa sem nýtir Akurnesingar. Þeir áttu góðvild í gleði og mikið snarræði á sjónum, sem kom sér oft vel, eins og að grípa menn úr sjónum sem duttu fyr- ir borð á hafi úti. En þeirra ævisaga verður ekki skráð hér með þessum línum. Árið 1903 giftist Guðmundur Marsibil Gísladóttir frá Kal- mansvík. Var hún af traustu og góðu fólki komin, fríð stúlka, prúð í framkomu, nokkuð hlé- dræg, en unni mikið manni sín- um og heimili. Þau eignuðust 7 börn sem öll eru mjög mann- vænleg, búsett á Akranesi, Reykjavík og ein dóttir, Ingi- björg, búsett í Danmörku. Guðmundur var glæsimenni, stór og beinn í baki til þess síðasta, en sjónin farin að dapr- ast. Þó bætti það um á undan- förnum árum, sá góðkunni vel- gerðarmaður, Kristján Sveins- son augnlæknir. En tryggð hans til æskustöðva og Voganna dapraðist aldrei og þar hafði hann útgerð á vorin og leið vel. Þegar Guðmundur giftist byggði hann snoturt hús á Akra nesi og nefndi Akurgerði. Þar bjuggu þau hjón allan sinn langa búskap og ólu upp böm sín, þar til Marsibal andað- ist 1950 eftir ástríka sambúð. Börn þeirra byggðu annað hús úr steini á þeirri lóð og heitir líka Akurgerði. Eins er nú gat- an heitin þar eftir. En að síðustu var útför hans gerð þaðan af miklum myndar- brag og hans minnzt að verð- leikum við fjölmenni, sem þátt- takanda til framfara þessa bæj- ar. Líka var hann kvaddur sem góður og reglusamur faðir barna sinna, hress í viðmóti, mann- þýður, hóglátur en glaður, svo minning hans lifir sem traustur þjóðfélagssonur síns héraðs. J. E. Helgason. Slys Boa Esperanca, Brasilíu, 2. janúar (AP). 28 MANNS biðu bana og 34 aðrir meiddust mikið er lang- ferðabifreið valt út af þjóðvegin- um í nánd við Boa Esperanca á mánudag. Bifreiðin fór marg- ar veltur niður bratta brekiku Hækkun launa án samsvarandi aukningar framieiðsiu gagniaus MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið sendan útdrátt úr ársskýrslu Efna hags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem fjallar um þróun efnahagsmála á íslandi árin 1960 og 1961 og þau verkefni sem framundan eru. Mikil verðbólga í skýrslunni segir m. a., að á árunum 1950—1960 hafi ríkt mikil verðbólga á íslandi, sem að verulegu leyti mátti rekja mikillar fjárfestingar. Stjórnar- völdin leituðust við að hamla á móti afleiðingum ofþenslunnar — stöðugum verðhækkunum innan- lands og miklum greiðsluhalla út á við — með flóknu kerfi niður- greiðslna, margfalds gengis og viðskiptahafta. Með þessum ráð- stöfunum reyndist kleift að halda uppi og auka útflutningsfram- leiðslu, þrátt fyrir ört hækkandi ti'kostnað. A hinn bóginn beind- ust þessar ráðstafanir ekki gegn uppsprettu verðbólgunnar, og þær leiddu til þess, að eðlileg verðmyndun fór úr skorðum og framleiðsla og erlend viðskitpi beindust inn á óeðlilegar brautir. Viðreisnin gekk vel Á þessu varð róttæk breyting, þegar íslenzka ríkisstjórnin lagði fram viðreisnaráætlun í þeim til gangi að draga úr of mikilli eftir- spurn, koma á jafnvægi í erlend- um greiðslum og taka aftur upp eðlilega skipun efnahagsmála. Vel gekk að framkvæma við- reisnaráætlunina árið 1960 og var þeirri framkvæmd haldið áfram árið 1961 með minniháttar breyt- ingum. Á fyrstu fimmtán mánuð- um áætlunarinnar mátti sjá af henni verulegan árangur: dregið hafði úr of mikilli eftirspurn, verðlag hafði Orðið stöðugra eftir óhjákvæmilegar breytingar af völdum gengislækkunarinnar, sparnaður innanlands jókst hröð- um skrefum og gjaldeyrisstaðan hafði batnað verulega. Nauðugur einn kostur Mikið af því,‘ sem þannig hafði áunnizt, fór hins vegar forgörðum vegna langvarandi verkfalla á fyrri hluta árs 1961 er að lokum enduðu með almennum launa- hækkunum, sem námu um það bil 16%. Þessar launahækkanir leiddu til stóraukinnar eftirspurn ar án samsvarandi aukningar framleiðslu. Afleiðingin gat því ekki orðið önnur en stóraukinn innflutningur, sem ómögulegt var | að greiða af samtíma tekjum af I útflutningi eða gjaldeyrisforðan- um, sem enn var lítill. Samtímis hafði framleiðslukostnaður út-’ flutningsatvinnuveganna aukizt svo mjög, að við blasti stöðvun reksturs, enda gátu þessir atvinnu vegir ekki hækkað söluverð af- urða sinna, sem ákvarðast af að- stæðum á heimsmarkaðinum. Rík isstjórninni var því nauðugur einn kostur að gera ráðstafanir til að gengið yrði lækkað á ný hinn 4. ágúst 1961. Þá segir, að hætta sé á, að áframhald viðreisnarinnar verði torveldað af nýjum tilraunum verkalýðsfélaganna til að auka laun að krónutölu með beitingu uppsagnarákvæðanna í hinum rýju samningum. Ekkert tæki- færi ætti að láta ónotað til að reyna að sannfæra almenning um það að hækkun íáuna í krónum án samsvarandi aukningar fram- leiðslu er gagnslaus. Betri skiln- ingur innan þjóðfélagsins gæti skapazt við það, að stjórnarvöldin hefðu yfirlýsta stefnu í launamál um, sem tengdi raunverulegar launagreiðslur við þróun fram- leiðslunnar. Aukin fjölbreytni í framleiðslu Loks segir, að einn aðaltilgang- ur viðreisnarinnar hafi verið að leggja trausta hornsteina að fram þróun íslenzks efnahagslífs. Slík íramþróun, er haldizt gæti til langframa er þó vart hugsanleg án mikilla breytinga í uppbygg- ingu þjóðar.búskaparins sem mið- uðu að aukinni fjölbreytni í fram leiðslu og utflutningi. Þetta krefst verulegrar fjárfestingar á kom- andi árum og með því að ráðstóf unarfé er takmarkað, er nauð- synlegt, að vandað sé mjög til vals fjárfestingarverkefna. Sér- fræðingar á vegum Framleiðslu- stofnunar Evrópu (European Produetivity Agency) vinna nú í Reykjavík að undirbúningi fram kvæmdaáætlunar. Efnahags- og framfarastofnunin er reiðubúin að kynna sér áætlunina þegar hún liggur fvrir, og taka til at- hugunar á hvern hátt hún gæti aðstoðað við framkvæmd hennar. Aígreiðs ! ustúlka Vantar stúlku til afgreiðslustarfa strax í tóbaks- og sælgætisverzlun. Upplýsingar í síma 34020 og eftir kl. 7 í síma 33932. Til lelgu Óinnréttaður kjallari til leigu í Hafnarfirði. Góður sem verkstæðispláss eða geymsla. Upplýsingar í síma 50984 kl. 12 og 1. Maður óskasf til verzlunarstarfa. Síld & Fiskur Austurstræti. Verkstjóri óskast í frystihús Norðanlands. Uppl. í Sjávarafurðadeild S.Í.S. Sambands- húsinu. Sími 17080. í Reykjavik Freyjugötu 41 (inngangur frá Mímisvegi. Sími 11990. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar. Hægt að bæta við nemend- um í kvölddeildir. Þá hefst nýtt námskeið í barnadeildum. Innritun daglega frá 8—9. Peningalán lánað 100—150 þús>. kr. til 10—15 ára gegn öruggu fasteignaveði. Þeir, sem hafa áhuga á þessu leggi nöfn, heimilisföng ásamt nánari uppl. um veð á afgr. Mbl. merkt: „Peningalán — 7290“ fyrir há- dégi n.k laugardag. Bnlletskólinn Tjnrnnrgötn 4 Kennsla hefst að nýju mánu daginn 8. januar. Endurnýjun skírteina fer fram fimmtudaginn 4. jan. kl. 4—7. Innritun og afhending skír teina fynr nýja nemendur fer fram íöstud. 5. jan. kl. 4—7 að Tjarnargötu 4, 5. hæð simi 16103. Munið okkar vinsælu kvenna og unglingatíma á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.