Morgunblaðið - 05.01.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.1962, Qupperneq 1
24 siður MIKIL snjókoma var í Bret- Iandi um áramótin og stöðv- uðust allar flugferðir til Lon- don. Hefur ekki setzt jafn mik ill snjór á Lundúnaflugvöll frá því 1950. Annars staðar í Bretlandi urðu miklar um- ferðartruflanir vegna snjóa og ísa. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar verið var að sópa snjó af þotuvæng á Lundúna flugvelli um áramótin. Fleiri fréttamyndir og fréttir birt- ast á. bls. 13. Nýjar vopnahlésviðræður SÞ, New York, 4. jan. (AP) TILKYNNT var hjá Samein- uðu þjóðunum í dag að Bandaríkin og Sovétríkin hafi komið sér saman um að Sukarno hdtar með 250.000 manna her Jakarta, Indónesíu, 4- Jan- — (NTB) — SUKARNO forseti Indónesíu flutti í dag ræðu í borginni Macassar á Celebes og neit- aði tilboði Hollendinga um samningaviðræður um fram- tíð Hollenzku Nýju-Guineu, ef viðræðunum væru ekki fyrirfram takmörk sett. Fyrr í dag hafði útvarpið í Ja- karta skýrt frá því að 250.- 000 manna herlið væri nú • • Oldungur látinn Kartoum, Súdan, 4. jan (NTB) í DAG lézt 170 ára Súdanbúi, sem senoiilega var elzti maður heims. Hann lætur eftir sig stóra f jölskyldu, m. a. 50 barna börn, sem öll eru gift og eiga börn. Öldungurinn, Abdoulla Suli- man, var liðþjálfi í tyrkneska hernum þegar Súdan var hluti af Tyrkjaveldi. Hann kvæntist fyrstu konu sinni árði 1811 og hefur alte átt sjö konur. Síðasta eiginkona hans lézt rétt fyrir aldamótin. viðbúið í austurhluta Indó- nesíu að hefja árásir á Nýju- Guineu. Biður ekki um viðræður Ræðu sína flutti Sukarno for- seti á fjölmennum utifundi í Macassar. Þar sagði hann m.a.: Indónesía biður ekki um samn- ingaviðræður. Við viljum aðeins semja ef það er ætlunin að af- henda Indónesíu Nýju-Guineu. Þetta verða Hollendingar að skilja. — Eldmóður þjóðernis- Framhald á bls. 23. afvopnunarnefnd 18 þjóða skuli koma saman til ráð- stefnu í Genf hinn 14. marz nk. Þessi nýja nefnd tekur við af 10 ríkja nefnd, sem skipuð var fulltrúum frá 5 kommúnistaríkjum og 5 vest rænum ríkjum. Á nýja nefnd in að gefa SÞ skýrslu um störf sín fyrir 1. júní nk. Tíu ríkja nefndin hætti við- ræðum í júní sl. og sökuðu þá hvorir aðra um áhugaleysi. Nú hefur verið bætt í nefndina fulltrúum frá Burma, Indlandi, Arabíska sambandslýðveldinu, Eþíópíu, Nigeríu, Brasilíu, Mexí kó og Svíþjóð. □--------------------□ Krúsjeff veikur Moskvu, 4. jan. (NTB). Krúsjeff forsætisráðlherra ligg- ur nú rúmfastur með inflúensu að því er skýrt var frá í Moskvu í dag. Hefur hann því orðið að fresta fyrirhugaðri ferð til Hvita Rússlands um óákveðinn tíima. iVlikið mann fall hjá Serkjum Oran, 4. jan. (NTB) DAG sló í bardaga á göt- um Oran milli frönsku ör- yggislögreglunnar og als- írskra uppreisnarmanna. — Sagt er að níu hafi beðið bana og 28 særzt. — Ókyrrð ríkti á fleiri stöðum í borg- inni. — Bardagamir hófust með því a3 míu Serkir fóru með leynd inn i borgina ag gerðu árás á kaffihús nokkurt með vélbyssuskothríð. Franskir hermenn, sem voru á verði í nágrenninu réðust gegn þeim, en uppreLsnarimeanirir kom sér upp vígi í húsi einu. Vegfarendur flýðu í skelfin.gu. Franski herinn sendi brynvarða bifreið á vettvang og þegar einn uppreisnarmanna var fallinm gáfust þeir átta, sem eftir voru, upp. Tólf menn sem grunaðiir eru um aðstoð við uppreisnar- mennina voru handteknir. Skotið á Serki Mikil ólga hefur rikt í Oran í tvo daga og að minnsta kosti 19 hafa beðið bana. Óljóst er hve margir hafa fallið annars staðar í Alsír. Frakkar segja, að þeir föllnu séu alls 38, en stjóm upp- Framh. á bls. 23 Home til Rerlínar London, 4. jan. (AP) BREZKA utanríkisráðuneytið til kynnti í dag, að Home lávarður, utanríkisráðherra Breta, kæmi til Vestur-Berlínar í sólarhrings heimsókn að kvöldi 9. jan. n.k. Heimsækir hann borgina í boði Willy Brandt, borgarstjóra. Home flýgur til Berlínar frá Bonn, en þangað fer hann 8. jan. ásamt Macmillan, forsætis- ráðherra til viðræðna við Aden- auer, kanslara. Kínverjar næstir Indverjar aðvara Kina og Pakistan Patna, Indlandi, 4■ jan. (AP) ÁRSÞING Kongressflokksins á Indlandi, sem er flokkur Indlandsstjórnar, hófst í dag með aðvörun til kínverskra kommúnista og Pakistanbúa um að þeir yrðu að fara að dæmi Portúgala og yfirgefa indversk landsvæði. Einhuga með Nehru Það var Neelam Sanjiva Reddy, formaður flokksins, sem flutti þessa aðvörun. Var hann ákaft hylltur er hann lýsti því yfir að Indverjar væru ákveðn- ir í að binda endir á hersetu Kínverja og Pakistanbúa á ind- versku landsvæði. Sagði Reddy að öll þjóðin stæði einhuga með Jawaharlal Nehru for- sætisráðherra og stjóm hans til hverra ráða, sem gripið yrði til að endurheimta þau héruð er hertekin hafa verið. Framhald á bls. 23. Ársafli Víðis n var yfir 9 þús. iestir á árinu 1961 og er það meira en nokkurt isl. skip hefur veitt til þessa á jafn löngum tíma. Útflutningsverðmæti aflans er 25—30 millj. kr. eða 4—5 sinnum verðmæti skipsins. Eggert Gíslason, skipstjóri á Víði II, stendur hér við bát sinn á bryggjunni í Sandgerði. Þar hittu fréttamenn hann að máli í fyrradag. Sjá frásögn á bls. 10. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.