Morgunblaðið - 05.01.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 05.01.1962, Síða 3
Föstudagur 5. jan. 1962 jfrtBrnvDr'inrfl I jólafríi á Grandagarði STAKSTEINAR FRÉTTA.MAÐUR og ljós- myndari blaðsins brugðu sér í efnisleit seinni hluta dags í gær og örkuðu vestur á Grandagarð. Efst á garðinum sáum við tvo krakka, sem voru að sulla í polli, stökkva út í hann og yfir hann og létu sig engu skipta gusugang, hríðarhraglanda og vest- anstrekkinginn. — Komið þið sæl, krakkar. Eruð þið systkin? spyrjum við. — Já, svarar telpuhnátan, sem er stærri og reglulega pattaraleg. — Hvað heitið þið? — Ég heiti Iris og hc.n heitir Davíð. — Hvað ertu gömul, Iris? — Ég er 9 ára. — En þú, Davíð? — 7 ára, segir Davíð litli, brosir undirleitur og rekur tána niður í pollinn. — Hvað heitir pabbi ykk- ar og hvað gerir hann? -— Hann heitir Vilberg Sig- urðsson. Hann á trillubát og er alltaf á trillubát, svarar Iris. — Á hann beituskúr hérna niður frá? — Já, þarna niður frá, segja þau bæði og benda okk ur niður á garð. Þar erum við oft að leika okkur. — Ertu duglegur að lesa, Davíð? — Svolítið. — Hvað lestu mörg at- kvæði? ■— Ég held ekki nema 6. •— Þú lest 8 eða 10, segir Iris og er henni sýnilega annt um heiður bróður síns í lestrarkunnáttunni. — Lesa sumir meira í bekknum þínum, Davíð? — Já, segir Davíð og horf- ir á Iris. — En lærirðu ekki fleira en að lesa? — Jú, reikna og skrifa, leggja saman og draga frá. — En hvað lest þú mikið, Iris? spyrjum við. — Ég les 112 atkvæði, segir Iris litla og brosir hreikin. — Svo læri ég að margfalda, draga frá og deila. — Er ekki gaman að vera í jólafríi? — Jú, jú, en við eigum að byrja 8. janúar aftur. — í hvaða skóla eruð þið? — I Ölduskólanum. — Hvar eigið þið heima? — í Selbrekkum á Vestur- götu 68. — Eruð þið búin að fara á jólaball? — Nei, segja þau bæði í einu. — Og ætlið ekki? — Nei, segir Iris, — kannske, segir Davíð. — Hefirðu lesið mikið um jólin, Davíð? — Nei, ekkert, svarar snáð- inn og heldur áfram að sulla í pollinum sínum. ★ Okkur Ól. K. M. er orðið kalt að norpa þarna við poll- inn. Krökkunum er líka dá- lítið kalt, en þau bera sig mun betur en við. Við tök- Steindór og Guðmundur: — Það er gaman að horfa á brimið, Ólafur, Sigurður og Kagnar ælla allir að verða sjonunn þcgar þeir eru orðnir stórir. (Ljósm. Mbl. Ó1 K. Mag.) Þis og Davíð: — Pabbi er alltaf á trillu. um til fótanna og hlaupum niður að kaffivagni, sem er raunar ekki vagn lengur heldur hið snotrasta hús. Þar inni er hlýtt og brenn- andi kaffi með brúntertu er ekki lengi að koma lífi í okkur. Á bekknum að baki okkar sitja þrir strákar og lesa í blöðunum. Þeir eru pattara- legir og nokkuð galsafengn- ir. Þegar við erum búnir að gleypa í okkur kaffið, eru strákarnir einmitt á leiðinni út. Við höfum engar vöflur á því. Biðjum þá um mynd og tökum að spyrja. — Ég heiti Ragnar Her- mannsson og á heima á Vest- urgötu 69 eða Selbúð eins og það heitir. Ég er 12 ára. — Hvað gerir faðir þinn? — Hann var sjómaður, en er nú dáinn. — I hvaða skóla ert þú? -— Ég er í Melaskólanum. — Ertu duglegur að læra? — Já, já, dálítið, segir Ragnar og glottir. Hann er hressilegur strákur og svar- ar skýrt og skorinort. — Hvað gerðirðu í sumar? — Ég var í sveit fyrir vestan. í Dölunum, Laxár- dal. Það var nú gaman. — Og lesið mikið um jól- in? —• Já. Mér fannst skemmti legast „Dularfulli húsbrun- inn“. Við hliðina á Ragnari stendur lítill hnokki sem seg- ist heita Sigurður Lárus Gíslason og vera 8 ára og hann á líka heima í Selbúð. Hann er einn af fimm systkin urh. — Hvað lestu mikið? — Ég man það ekki. — Ertu nokkúð lægstur í bekknum þínum? — 'Nei, nei. — Hvað gerir pabbi þinn? — Ekkert núna. Annars gerir hann hitt og þetta. Hefur verið á bát og unnið í steypiríinu. — Hvað heitir skemmtileg- asta jólabókin, sem þú last, Sigurður? Framhald á bls. 23. Sovét-Kína á eins og kunnugt er í landamæradeilum við Ind- land, Pakistan og Nepal. Stendur Indverjum hinn nr.esti stuggur af útþennslustefnu Mao Tse Tung. Telja sumir, aS hernaðarárás Indlands á Portúgal í Góa hafi m.a. verið framkvæmd með það fyrir augum að sýna Kínverj- um að Indland • , væri hernaðar- V lega sterkt og Mao Tse Tumg viðbúið. En nú hefur Mao einnig fært sig upp á skaftið við nágranna sína og bandamenn í Norður- Kóreu. Kínverjar gera nú kröf- ur til landssvæðis í ‘ Norður- Kóreu, sem nær 95 mílur inn í landið. Á því landssvæði er m.a. hæsti fjallstindur Kóreu, sem l frægur er úr styiýöldinni við l Japan. Um það þarf ekki að fara í j neinar grafgötur, að kommúnist- 5 ar í Kína reka nú markvísa land- l vinningastefnu í Asíu. Stafar | heinrofriðnum hin mesta hætta af | yfirgangi þeirra. 5 ií / Kviksögur um þingrof Stjórnarandstöðublöðin setja nú helzt traust sitt á allskonar kviksögur og furðufregnir. Eitt þeirra birtir t. d. nú fýrir skömmu ,,rosafrétt“ um það, að ef ti Ivill megi vænta þingrofs og almennra alþingiskosninga í sambandi við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Virðist af þessari frétt mega ráða, að stjórnarand- staðan telji að aðstaða ríkisstjórn arinnar sé nú svo sterk meðal þjóðarinnar að hún telji rétt augnablik upp runnið til þess að láta kosningar fram fara. Það er að vísu rétt, að að- staða stjórnarinnar og flokka hennar er vafalaust að styrkjast með hverjum mánuðinum sem líður og alir.enningi verður ljós- ari gagnsemi þeirra viðreisnar- ráðstafana, sem stjórnin hefur framkvæmt. Hitt er þó óhætt að fullyrða, að þingrof og alþingis- kosningar á þessu vori hafi alls ekki komið til orða innan her- búða stjórnarflokkanna, hvað þá heldur meira. Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa allt frá því að stjórnin var mynduð verið þess alráðnir að framkvæma stefnu sína og fara með völd í landinu út kjörtímabilið, en Ieggja síðan málstað sinn undir dóm kjósenda að því loknu. Er sá háttur og eðliiegastur og í fullu samræmi við lýðræði og þingræðisvenjur. Þingrof og tíð- ar kosningar eru sjaldnast til þess fallnar að treysta lýðræði og auka festu í stjórnarháttum. Vinstri stjórnin sálaðist á miðju kjörtímabili Til þess eru vítin að varast þau. Vinstri stjórnin sálaðist á miðju kjörtíir.abili sínu. Hermann Jón- asson, hinn mikli vinstri hertogi, kom fram fyrir þing og þjóð og varð að lýsa því yfir, að flokkar vinstri stjórnarinnar hefðu gef- izt upp við að stjórna landinu. Samvinna þeirra entist ekki nema í rúm tvö ár. Þá var það auðsætt orðið, að hinir þrír svo- kölluðu vinstri flokkar gátu ekki komið sér saman um neina raunhæfa lausn á helztu vanda- málum þjóðfélagsins. Flokkar núverandi ríkisstjórn- ar hafa hinsvegar verið mjög samhentir og unnið af heilindum og drengskap að framkvæmd sair.eiginlegrar og ábyrgrar stjórnarstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.