Morgunblaðið - 05.01.1962, Side 5

Morgunblaðið - 05.01.1962, Side 5
Föstudagm- 5. jan. 1962 MORCrNBL AÐIÐ 5 Sem kunnugt er, sýnir Lei'k- félag Reykjavíkur, um þessar mundir leikritið Kviksand eftir bandaríska leikritaskáld- ið Michael V. Gazzo. Sýningin hefur fengið mjög góða dióma og því m.a. verið haldið fram, að þetta sé áhrifaríkasta sýn- ing síðustu missera. Ekki sýn- ist því úr vegi, að hitta leik- stjórann, Helga SkúLason, að máli: — Leikrit þetta gefur leik- stjóra mjög frjálsar hendur vegna þess, að í hinum nýja beinskeytta og hvassa stdl, sem bandarísk leikritaskáld hafa tekið upp, virðist stefnt að því að sleppa öllum mála- lengingum og vinna tæknilega rétt. Einnig var mjög intersant að vinna að því, sérstaklega þó sem leikstjóri, vegna þess, að höfundur gefur litla sem enga vísbendingu um hreyf- ingar eða annað, sem er að gerast á sviðinu. Það kostar að vísu aukna og meiri vinnu að kryfja stykkið til mergjar fyrir vikið, — en sköpunar- gleðin verður líka þeim mun meiri. — Einnig eru ýmis nýmæli í sviðsbúnaði og sviðs- setningu, sem fólk virðist hafa garnan af og virðist koma því á óvart. — Eins og? — Þeir sem vilja, gea séð það. — Leikritið er vel sótt? — Yfirleitt er útselt um helgar og aðsókn því mjög góð. Eftir undirtektunum að Stúlka óskar eftir vinnu. Vön afgreiðslu störfum. — Simi 34060. 3ja—4ra herb. íbúð óskast ti'l leigu. — Uppl. í síma 18405 eftir kl. 4. Celia og Jonni Pope (Helga Bachmann og Steindór Hjörleifss.) J dæma má reikna með, að það geti enn gengið lengi. — Og allir virðast skemmta sér jafn vel? — Já, það er dálítið sér- stakt með þetta leikrit, að all- ir, ungir sem gamlir virðast jafn hrifnir. Sérstaklega virð- ist þetta ná óvenju vel til unga fólksins. Hins vegar er reynslan sú með dramatísk leikrit, að þau virðast ná betur til þessa hópsins heldur en hins. — Er nok'kuð þér sérstak- lega minnisstætt í þessu sam- bandi? — Já, ég get sagt til martks, að daginn eftir að maður nokkur, listmálari hér í bæn- um, sá leikritið, sagði hann mér, að leikritið hefði orkað svo sterkt á sig, að hann hefði ekki getað sofnað, — heldur gengið um bæinn alla nóttina og hugsað um það. ★ Blaðamaður Morgunblaðs- ins sneri sér til nokkurra manna og spurði, hvað þeir vildu helzt um leiikritið segja: Sigurður Sigurðsson land- læknir: Mér þykir mjög vel með leikritið farið og mér þykir það góð hugvekja, sem ég vil hvetja fól'k til að sjá. Þorsteinn ö. Stephensen leiklistarstjóri útvarpsins: Það er skemmst af að segja, að þetta er forláta góð og á- hrifamiikil sýning. Ólafur Sigurðsson kvik- myndagagnrýnandi: Það er gott, mjög gott. Eitthvert bezt leikna leikrit, sem hér hefur sézt lengi. Á gamlársdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Gréta G. Bjarnadóttir, Hofteig 4, og Pétur E. Aðalsteinsson, Hrefnugötu 10. Á gamlársdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Þórey Erlends dóttir, Langholtsveg 29 og Guð- björn Geirsson, Kárastíg 6. Á gamlárskvöld opinberuðu frúlofun sína Brynhildur Val- geirsdóttir Austurbæjarbarna- skóla og Ágúst Ágústsson Efsta- sundi 38. Á gamlársdag voru gefin sam an í hjónaband í kirkjunni i Vest mannaeyjum af séra Jóhanni Hlíðar, Pálína Ármannsdóttir Urðarstíg 8, Vestmannaeyjum, og Kristjón Sævar Pálsson renni- smiður, Skipasundi 19, Reykja- vik. Heimili ungu hjónanna verður í Skipasundi 19. Á gamlárs'kvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þuríður Guðjónsdóttir, bókari, Ránar- götu 14, og Páll Ólafssön, bygg ingaverkfræðingur, Rauðalæk 71. Á annan jól'adag voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni Ásthildur Jónsdóttir og Gunnar Líkafróns son, Kópavogsbraut 34. Á aðfangadag voru gefin sam- en í hjónaband af séra Ingiberg J. Hannessyni ungfrú Lára Sig- urveig Hansdóttir, Orrahóli, Fellsströnd og Trausti Valgeir Bjarnason, Á, Skarðsströnd. — Heimili brúðhjónanna verður að Á, Skarðsströnd, Dalasýslu. Á gamlársdag voru gefin í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni ungfrú Bára Kristín Guðmundsdóttir kennari og Jón Kristinn Gíslason stýrimaður. Heimili þeirra verður að Skers- eyrarvegi 3 c. Á jóladag opinberuðu trúlofun sina ungfrú Ólöf Guðnadóttir, þerna, Álfaskeiði 47, Hafnarfirði, og Gunnar Þór Gunnarsson, sjó- maður, öldutorgi 4, Hafnarfirði. Á nýjársdag voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni ungfrú Halldóra Elsa Erlendsdóttir, Arnarhvammi 3, Hafnarfirði, og Sigurður Gunn- arsson stýrimaður sama stað. Hinn 23. des. s.l. voru gefin saman af séra Jóni Auðuns ung- frú Hjördís Óskarsdóttir og Ragn ar Jóhannesson. Heimili þeirra verður að Litlu-Hlíð við Grens- ásveg. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Eiríksdótt- ir Víganesi, Strandasýslu, oig Lýður Hallbertsson, Djúpavík. Á aðfangadag jóla opinberuðu trúlofun sína ungfrú Díana Á- gústsdóttir, starfsstúlka á rönt- gendeild Landspítalans, Mela- braut 12, og Einar Þór Einarsson, gjaldkeri, Drápuhlíð 26. ís-íu * — Þú skalt bara setja á þig hattinn Eva • . , ég bíð eftir þér í bíilnum. Hugsaðu um það, hringa láð, hvað hlauzt af vilja þínum; köld eru jafnan kvenna ráð, kemur að orðum mínum. (Úr Reinallsrímum eftir Sigurð blind) I»að var högg hann Högni gaf, hinn þurfti ekki fleiri; sextán gaddar sukku á kaf, sú var skeinan meiri. (Úr Andrarímum eftir Sig. blind). Ég er votur vindandi, vóð í flóa syndandi, kom að eldi kyndandi, kulda hurtu hrindandi. Ég er votur jafnt sem þú. ég ber af því angur, ég vil fá að éta nú, ég er orðinn svangur. (Gamlar lausavísur). Kominn heim Kristjón Jónsson bifreiðastjóri Brekkustíg 6A Sími 23870. Keflavík — Njarðvík! Bandarísk hjón með 3 stálp uð böm vantar 3—4 herb. íbúð nú þegar, eða 1. febr. Uppl. í síma 6145 Keflavík- urflugvellL Til sölu vel með farinn Ford Taun- u« ’59. Uppl. í síma 14855. 2ja—3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Uppl. í síma 14455. Ung hjón óska eftir herb. helzt við Freyjugötu eða í nágrenni. UppL í sima 33170. Stúlka óskast til húsverka 2—3 tíma seinni hluta dags 5 daga vikunnar. íbúð fylgir. — Uppl. í síma 19523 frá kS. 9—17. SKIPAUTGERÐ RIKISINS: Hekla er á Vestfjörðum á suðurleið. Esja er á Norðurlandshöfnum. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 21. í kvöld til Vestmannaeyja. þyrill fór frá Rotter- dam í gær á leið til íslands. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er væntanleg til Kópaskers 1 dag á aust- urleið. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er á Siglufirði. Jökulfell fór 3. þ.m. frá Ventspils áleiðis til Horna- fjarðar. Dísarfell losar á Húnaflóahöfn- um. Litlafell kemur til Rvíkur í dag frá Austfjarðahöfnum. Helgafell er á Húna vík. Hamrafell fór 26. þ.m. frá Batumi áleiðis til Rvíkur. Skaansund er á Akra nesi. Zheeren Graght er vséntanlegt til Rvíkur í dag. H.f. Jöklar: Drangajökull kom til § Bremenhaven 1 gær, fer þaðan til I Grimsby, Amsterdam og Hamborgar. — 9 Langjökull er í Rvík. — Vatnajökull lestar á Vestfjarðahöfnum. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á Raufarhöfn. Askja er í Halifax. Loftleiðir h.f. — Leiguflugvél vænt anleg frá New York kl. *5,30, fer til Luxemburg kl. 7. Snorri Sturluson er væntanlegur frá Hamborg, Kaup- mannahöfn, Gautaborg og Osló kl. 22 og fer til New York kl. 23,30. í>or- finnur karlsefni er væntanlegur frá Luxemburg kl. 23 og fer til New York kl. 00,30. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.30 í dag. — Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 16.10 á morgun. — Millilandaflugvél- in Gullfaxi fer til Oslóar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 08.30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: — í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2ferðir), Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar klausturs og Vestmannaeyj. — Á morg- un er áætlð að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísa- fjarðar, Sauðárkróks og Vestmanna- eyja. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar foss fór fi?á Hamborg í gær til Reyjkavíkur. Dettifoss fór frá Dubl- in 30. f.m. til New York. Fjallfoss fór frá Leningrad 3. þ.m. til Reykja- víkur. Goðafoss fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmannaeyja, og þaðan austur og norður um land til Reykja- víkur. Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gær frá Hamborg. Lagar- foss er á Grundarfirði, fer þaðan til Akraness og Reykjavíkur. Reykjafoss er f Reykjavík. Selfoss fór frá New York 29. f.h. til Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá Rotterdam í gær til Ham- borgar. Tungufoss kom til Lysekil 2. þ.m. fer þaðan til Fur, Stettin og Reykjavíkur. Vegna mikillar aðsóknar verður haldinn J ólatrésfagnaður í Silfurtunglinu sunnudaginn 7. jan. kl. 3 e.þ. Tvær 13 ára stúlkur syngja með hljómsveit Magnúsar Randrup. Jólasveinninn kemur í heimsókn. Sala aSgöngumiða hefst kl. 10 daglega. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 30.00. Pantanir teknar í síma 19611. Osóttar pantanir að jólatrésfagnaðinum í dag verða seldar í dag. SILFURTUN GLIÐ. oClótdanóóhóli Guðnýjar Pétursdóttur Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 9. janúar. Nemendur frá fyrra námskeiði mæti á sömu tímum og áður. Innritun fyrir nýja nemendur í síma 12486. FIL FÍL Aðalfundtir félags islenzkra loftskeytamanna verður haldinn að Bárugötu 11 sunnud. 7. jan. kl. 16.00. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mái. STJÓRNIN. Skrifsf ofumaður Óska strax eftir reglusömum skrifstofumanni vönum bréfskriftum og verðútreikning. Tilboð merkt: „Heildverzlun — 7703“. Veiðimenn athugið Tilboð óskast í star.gaveiðiréttindi í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Tilboðin miðist við alla ána eða hluta hennar og afhendist Guðmundi Jónassyni, bónda, Ási, fyrir 15. febrúar 1962. Einnig veitir hann nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilbcði, sem er, eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.