Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 6
e MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 5. jan. 1962 Jakob Jakobsson — ójafnar starfsaðstæður NORSKA hafrannsókmarstofnun- in hefur nú fengið Simrad til þess að smíða risa asdictæki í haf- rannsóknaskipin G. O. Sars og Johan Hjort. Norska blaðið Fisk- aren hefur skýrt svo frá að þessi Risa-asdictæki í norsk- um hafrannsóknaskipum S°á sfórar sðldartorfur í 5 km fjarlægð fiskifræðings, og innti hann eftir áliti hans á þessum nýju tækjum og tilraunum með þau. — Eg tel að hér sé um stór- merkilegan hlut að ræða, sem muni hafa mjög mikil áhrif á fiskileit Norðmanna, og þá sér- staklega Jakob. síldarleitina, sagði Ójafnar starfsaðstæður — Það má geta þess, að við Ingvar Hallgrímsson, fiskifræð- ingur vorum svo heppnir að fá í fyrsta sinn. Kom þá greinilega íram að tækin eru mun öflugri og langdrægari en asdictækin sem nú eru í Ægi. Ennfremur má geta þess, að þegar tækin í Ægi voru keypt fyrir níu árum voru þau hin fuli- kumnustu, sem völ var á, enda hefur reynzlan margsannað ágæti þeirra. En níu ár eru langur tími á sviði radíótækninnar þannig að ekki er að undra þótt nú hafi verið tekin i notkun fullkomnari tæki. Norska hafrannsóknarskipið Johan Hjort risa-asdictækjum frá SimradL tækl, sem ekki eiga sinn líka í heiminum varðandi stærð og notk unargildi, séu þegar komin í Johan Hjort og verði sett í G. O. Sars í vetur. Voru tækin reynd í Johan Hjort á sl. hausti og sáust þá litlar síldartorfur á 2,5 km. færi og eru vísindamenn ekki í vafa um að stórar torfur sjáist með tækjum þessum á allt að helmingi len.gra færi. Tækin í skipin kosta 1,5 milljónir n. kr. eða 750 þúsund hvort um sig. Morgunblaðið sneri sér fyrir nokkru til Jaköbs Jakobssonar, Gjöf til S.V.F.Í. HALLGRÍMUR Finnsson, vegg- fóðrarameistari_ Brekkustíg 14 Reykjavík, sem verður 70 ára í diag, hefur afhent Slysavarna- félagi íslands kr. 10.000,00, — tíu þúsund krónur í tilefni af afmælinu. og þá sérstaklega til minningar um son sinn Andrés sem var bátsmaður á b. v. Júlí og fórst með skipinu í ofviðrinu á Nýfundnalandsmiðum 7 febr. 1959, og er það ósk gefandans að þessu fé verði varið til aukinna slysavama. Hallgrímur Finnsson er kunn- Ur og mætur borgari í Reykjavík. Hann hefur verið forustumaður í samtökum veggfóðrara og framkvæmdastjóri Veggfóðrar- ans hf. um árabil. tækifæri til þess að sigla með Johan Hjort til Bergen þegar skip ið var á leið frá Austur-Græn- landi sl. september, en í þeirri ferð voru þessi nýju tæki reynd — Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því, að norskir starfsbræður okkar skuli fá svona góð tæki í hendur, enda þótt hætt sé við að eftir þetta verði starfsaðstæður ójafnar í keppninni um Norður- landssíldina. Þörf nýs rannsóknarskips — Hvað um möguleika á því að íslendingar fái svona tæki? — Því er fyrst til að svara að við eigum ekkert rannsóknaskip til þess að setja slík tæki í. Hing- að til hefur Ægir verið notaður til þeirra starfa, en hann er nú orðinn 32 ára gamall Og ekki kemur til greina að kosta til að setja ■svO dýr tæki í svo gamalt skip. Hinsvegar er augljóst að asdictæki af fullkomnustu gerð yrðu hluti af útbúnaði nýs rann- sóknarskips og þetta sýnir m. a. hina miklu þörf á því að nú þeg- ar verði hafizt handa um smíði slíks skips. — Asdictækin í Ægi hafa ver- ið mjög farsæl og hagnýt fjár- festing og munu þau fá tækin. sem endurgreitt hafa andvirði sitt svo Oft í aukinni sildveiði alls síldarflotans, sagði Jakob Jakobsson að lokum. Kammerfónleikar Á TÓNLEIKUM Kammermúsik- iklúbbsins, sem haldnir voru í samkO'muisal Melaskóla í fyrra- kvöld, léku þau Elísabet Haralds- dóttir og Árni Kristjánsson Són- ötu fyrir klarinettu og píanó í Es-dúr, op. 120 nr. 2, eftir Brahms, og Sónatínu fyrir sömu hljóðfæri eftir Arthur Honegger. Fyrrnefnda verkið er önnur af tveimur klarinettusónötum eftir Brahms, en þær eru meðal allra merkustu tónsmíða, sem samdar hafa verið fyrir þessa hljóðfæra- samstæðu, ef ekki merkastar ‘þeirra allra. Síðarnefnda verkið er samið skömmu eftir 19'20, þeg- ar ungu tónskáldin sum voru að byrja að líta jazzinn hýru auga, og gætir þess í sónatinunni, en hún er mjög aðgengileg og skemmtileg áheyrnar, hnitmiðuð í formi og hnittin í efnismeðferð. Þriðja verkið á efnisskránni var Tríó í B-dúr fyrir klarinettu, hnéfiðlu og píanó, op. 11, eftir Beethoven. Einnig hér er efnið tekið léttum tökum, og bjartur gleðisvipur er yfir verkinu. Elísahet Haraldsdóttir hefir jafnan verið aufúsugestur, þeg- ar hún hefir heimsótt ættland sitt, hvort sem hún hefir leikið fyrir okkur á klarinettu, eins og að þessu sinni, eða á píanó. Oll túlkun hennar nú sem fyrr bar vi-tni óvenjulegu tónnæmi, og að- alsmerki hennar er afburða skýr og listræn mótun hverrar tón- hendingar, án þess þó að heildin missi nokkurs í. Hafi hún þökk fyrir komuna. Árni Kristjánsson átti mikinn og góðan hlut að flutningi sónötunnar eftir Brahms, en virtist ekki alveg eins ánægður í jazz-'hljóðfalli Honeggers. í verki Beethovens var hann aftur fyllilega heima hjá sér. Milan Kantorek, tékkneskur cellóleikari, sem starfar í Sin- f óníuhlj ómsveitinni, var þriðji maður í triói Beethovens og fór snoturlega með sitt hlutverk. Þetta voru í heild fallegir og skemmtilegir tónleikar. Jón Þórarinsson. Og hér kemur framhald af þerriblaðs-vísum Hannesar Hafsteins, sem hann orti ,,eftir ýmsa íslenzka Ijóðasmiði á 19. öld“, og geta lesendur haldið áfram að geta upp á fyrir munn hvaða skálds hann gerði hverja vísu: IX Einn þerripappir, gljúpur, grár, hann gerir þurt, ef bleki er slett. Svo þerrar Drottinn tállaus tár og tekur burtu synda-tolett. Pappír pettaði penninn flughraði, hljóp of hugstaði hratt á blekv„ði. En í óðhlaði ei varð stórskaði, þv£ ég þurkaði á þerriblaði. XI „Ég á blaðið“. „Sei, sei, sei“. ,,Svei mér þá“. „Víst á ég það“. „Nei, nei, nei“. „Nei“. „Jú“ „Á“. Þannig rifust þegnar tveir um þerriblað, brýnt þvi þurftu báðir þeir að brúka það. XII Vér ^kulum ei æðrast, þótt eilítið blek, eða annað sumt gefi á bátinn. Nei, ég ráð sé við því, ég mitt þerriblað tek og þurka það upp. Það er mátinn. XIII Það tekur svo ákaft en öfugt við því orði; er á pappírinn festist, og erfi drekkur að íslenzkum sið þess alls, sem varð blautt og klestist XIV Ég vildi óska að það ylti nú blek í ærlegum straumi yfir blaðið hjá mér, svo ég gæti sýnt hve mín framkvæmd er frek og fá'dæma gott mitt þerriblað er. XV Það ber við tíðum hjá lenskum lýð, að letragjörðin vill þorna sið. Þerriblöð hafa því hlutverk að inna ef höfð eru rétt, verja klessu’ og blett. Og einatt úr huganum hugsjón má detta, ef hægt er ei blaðinu strax við að fletta og áfram halda og skrifa í skyndi þá skáldafjörið er best í lyndi. Vor fátæka þjóð má við minna en missa hugsjónir skáldanna sinna. ©PIB CQPENHAGíll XVI Frá Englum og Þjóðverjum gæfan oss gaf hin gagndræpu blöðin, sem þerra. Það blek, sem þau leirburði uppsugu af, það er ekki smáræði, herra. Sem Danskurinn útsýgur íslenzka þjóð og andann þurkar upp trúin, sem ígla sýgur upp sjúks manns blóð, svo sjúga þau. — Nú er ég búinn. Þerriblaðsvísur Hannesar voru 16 og eru þær nú allar komnar. Eftir nokkra daga mun ég biðja dr. Steingrím J. Þorsteinsson, prófessor, um að hjálpa okkur að ráða gátuna, eftir hverjum hermt var hverju sinni. En Hannes mun hvergi hafa gefið það upp á prenti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.