Morgunblaðið - 05.01.1962, Page 8

Morgunblaðið - 05.01.1962, Page 8
8 MORCVNRT AÐ1Ð Fostudagur 5. jan. 1962 Bréf sent Mbl. Um Hannes Pétursson og Gunnar Dal flerra ritstjóri. ÉG BIÐ yður afsökunar á því, hve seint þetta bréf berst yður. Þau eru tildrög þess, að ég skrifa yður, að í bréfi til Morg- unblaðsins 19. nóv. 1961 vitnar Hannes Pétursson í ritdóm, sem ég skrifaði 1956 um bók Gunn- ars Dal „Þeir spáðu í stjöm- urnar.“ Hannes mun hafa átt í illdeilum við Gunnar um gildi skáldverka Kristmanns Guð- mundssonar. Notar Hannes glefs ur úr ritdómi mínum til þess að sýna fram á, að ekkert mark sé takandi á því, sem Gunnar Dal skrifar yfirleitt og allar líkur séu þess vegna fyrir því, að dómur hans um verk Krist- manns sé rangur. Ég vil leggja á það áherzlu, að ég er í engu sammála þess- ari röksemdafærslu Hannesar Péíurssonar. Þótt ég hafi talið Gunnar Dal sekan um vítaverða ónákvæmni í frumriti sínu um vestræna heimspeki, má vel vera, að hann hafi góðan bók- menntasmekk og, að dómar hans um sögur Kristmanns Guð mundssonar séu athyglisverðir. Annars þótti mér það einkenni- legt, að sá hluti lokagreina þeirra Gunnars og Hannesar, sem ekki snerist um ritdóm minn, fjallaði ekki um sögur Kristmanns heldur ummæli er- lendra bókmenntafræðinga um skáldið. Bókmenntagagnrýni, sem felst í því að vitna í sér- fræðinga er fánýt, en beinlínis er hjákátlegt að vitna í gamlan dóm minn um eitt verk Gunn- ars Dal til þess að sýna fram á, að hann hafi á röngu að standa, er hann metur mikils bók- menntagildi verka Kristmanns Guðmundssonar. I ritdómi mínum í tímarit- inu Birtingi 1956 geri ég hvorki tilraun til að meta hæfileika né heildarframlag Gunnars Dal til íslenzkra bókmennta. Tek ég þetta skýrt fram í upphafi rit- dómsins. Ekkert var fjær mér en það að reyna að fá Gunnar til að hætta að skrifa. Það eitt vakti' fyrir mér að benda á ýmsa galla á þessu verki Gunn- ars í þeirri von, að hann vand- aði betur til siðari verka sinna. En Gunnar sjálfur virðist álíta, að ég hafi í ritdómi mínum ein- ungis látíð stjórnast af löngun til þess að reyna að gera mik- ið úr sjálfum mér með því að gera lítið úr honum, helzt þagga alveg niður í honum. Gunnari farast svo orð: „Vonast Hannes til að geta það, sem Páli Árdal (höf. ritdómsins) mis tókst: að fá mig til að hætta að skrifa.“ Lokaorð bréfs hans hljóða svo: „Reynið að vera já- kvæðir, herrar mínir. Það er röng leið að reyna að verða stór, á því að gera aðra smáa.“ Ég geri ráð fyrir, að þetta loka- ávarp sé til okkar Hannesar beggja. Virðist það benda til þess, að Gunnar telji ritdóm minn hafa verið neikvæðan. Sjálfur mundi ég telja neikvæð- ustu ritdómana þá, sem byggj- ast á rakalausu hóli. Ég reyndi þó, og það játar Gunnar, að styðja gagnrýni mína rökum, þótt honum þyki þau lítilsigld. Ég get ekki gert að því þótt ég telji ósennilegt að Gunnar Dal verði heimspekingur á heimsmælikvarða, en mig minn- ir, að honum hafi verið spáð þeim frama í dómi um verk eft- ir hann. Það er leiðinlegt að vekja upp gamlar vofur hér, en þó lang- ar mig að fara nokkrum orðum um fáein atriði úr svari Gunn- ars til mín. Helmingur bréf hans til Morgunblaðsins 26. nóv. fjall ar um ritdóm minn og virðist Kristmann gleymdur, en um hann skilst mér styrrinn hafa staðið. Ég er Gunnari sammála um að fráleitt er að gera ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að ég hafi rétt fyrir mér í gagnrýni minni, á verki hans. Ennfremur er bæði ódrengilegt og heimsku- legt að núa honum prófleysi um nasir. Ýmsir góðir heimspeking- ar fyrr og síðar hafa ekki haft skólapróf í heimspeki og marg- ir lélegir hugsuðir hafa háa lærdómstitla. Um ádeilu mína á Tomlin fyrir að birta ranga mynd af David Hume í bók eftir sig seg- ir Gunnar: „Ekki eru þetta þó fullkomlega fræðimannlegar skammir hjá Dr. Árdal, þar sem hann rannsakar ekki, hvort hið enska forlag eða höfundurinn bar ábyrgð á vali mynda og frá- gangi bókarinnar." Hvernig veit Gunnar, hvort ég rannsakaði þetta? Um eigin ábyrgð í þessu máli, — en myndin í bók Gunn- ars er tekin eftir bók Tomlins, — segir Gunnar: „Sjálfur tel ég mig eingöngu bera ábyrgð á skrifum mínum, ekki þeim myndum, sem forlagið birtir með þeim.“ Ég er satt að segja dálítið hissa á þessari afsökun. Ég hef alla t.íð talið öruggt að höfundur verði að bera ábyrgð á slíkum hlutum nema annað sé sérstaklega tekið fram. Allir hérlendir menn, sem ég hef um þetta spurt, styðja þessa skoðun mína. Ég tel það mjög óheppilegt, ef um þetta gilda aðrar reglur á íslandi. Mér finnst Gunnar hefði ekki átt að leyfa myndskreytingu bókar sinnar ná þess að ganga úr skugga um, að réttar myndir væru birtar. Vonandi velur hann í framtíðinni útgefendur, sem vanda betur til myndavals, ef þeir eru láinir einir um að myndskreyta bækur hans. í rit- dómi mínum kalla ég mistök- in um myndina óafsakanleg. Ég er enn á sömu skoðun og get því ekki fallizt á réttmæti þeirra orða Gunnars, að ég sé þar „bamalega“ stórorður um þetta mál. Og ekki veit ég hverjum rökum hann styður þá skoðun sína, að ég hafi látið stjórnast af dálæti mínu á Hume, er ég hirti hann fyrir þá ónákvæmni að birta af honum ranga mynd. í ritdómi mínum í Birtingi 1956 gagnrýni ég Gunnar fyrir að segja: „I fornöld var heim- spekin andleg eign líkt og skáldgáfan.“ Skildist mér, að hann vildi halda því fram að heimspekin hafi verið „andleg eign“ af svipuðu tæi og gáfan til skáldverka er andleg eign. Skoðun mín er sú, að við verð- um að gera skýran greinarmun á t. d. heimspeki Platós, skoð- unum hans á eðli veruleikans og þeirri eðlisgáfu, sem gerði honum kleift að mynda sér þessar skoðanir. Ég tel því enn villandi að líkja heimspeki við skáldgáfuna. Miklu væri nær að líkja henni við skáldskap. Ann- ars skil ég ekki almennilega það, sem Gunnar segir um kenn- ingar Platós. Hann segir: „Hjá Plató t. d. er hin sanna heim- speki ekki skoðanir byggðar á ytri skynjunum, heldur eilífar óhagganlegar „Hugmyndir“ í ríki andans.“ Mér hefur alltaf skilizt, að ,,Form“ Platós, sem Gunnar kallar „Hugmyndir“, eigi sér tilvist óháða hugsun okkar. Hluti af heimspeki Platós =<Cr=<Q=^G=<Q=^cJ=<Q=*í<P,<Q=*4G=<Q=>iG=*Q= LlPIÐ lék við hinn 73 ára gamla milljónamæringi, Jos- eph P. Kennedy, föður Banda- ríikjaforseta. Sonur hans, sem var á leið til Washington eftir mjög árangursríka ferð til Suður-Ameríku, hafði koonið Bobby, Jackie og Jack á leið til sjúkrahússins. Veikindi Josephs Kennedys föður Bandaríkjaforseta við og heimsótt hann til Palm Beaoh. Jólin voru í nánd og Kennedy-fjölskyldan hugðist halda þau sam.an að venju. En áður en það gat orðið, lagðist Joseph Kennedy á sjúkrahús.eftir að hafa fengið slag. Það gerðist á fögrum, sól- ríkum degi. í fylgd með syni sínum, gekk gamli maðurinn út úr húsi sínu í bíl, er beið þeirra feðga. I sömu andrá birtist fjögra ára Caroline í húsdyrunum. „Ég er á leið til flugvallarins með föður þín- um,“ kallaði gatnli maðurinn. „Langar þig til að koma með?“ Og auðvitað langaði hana til þess. Hún klifraði upp í kjöltu afa síns og veifaði föður sínum, er hann bélt til Washington. Eftir að fórsetinn var farinn á brott, sneri Joseph og Car- oline heimleiðis. Ólmaðist hann síðan um stund við bamabörn sín, sem voru í heimsókn, og tók svo að leika golf við Ann Gargan, eftir- lætis frænku sína. En innan stundar settist hann niður í grasið og kvartaði yfir því, felst í því, að hann færir rök fyrir tilvist slíkra „forrna". Hins vegar er jafnrangt að segja, að „Formin“ séu heimspeki Platós eins og að halda því fram, að heimspeki sé einhvers konar gáfa. Ef Gunnar á við heimspeki Platós þekkinguna eins og hún mundi vera, ef kenningar Platós eru sannar, þá er það rétt, að Plató telur alla þekkingu vera þekkingu á þessum „eilífu" „Formum“. En „Formin“ eru ekki þekkingin á þeim og þau geta því ekki talizt hgimspeki. Vel má vera, að mér skjátlist í skoðun minni á merkingu orðsins „heimspeki", en ég læt ekki sannfærast af því, sem Gunnar segir í bréfi sínu. Gunnar viðurkennir tvær vill- ur í málsgreininni, sem ég taldi morandi í vitleysum. Hume er ranglega talinn hafa verið 16. eða 17. aldar hugsuður, þótt að sér liði ekki vel. Ann Gar- gan fylgdi honum þá heim- leiðis. Þegar þangað kom, ræddi hann stuttlega við Jackie Kennedy og Caroline, áður en hann gekk til hvílu. Hafði hann þá lagt bann við, að læknir yrði sóttur. En þessu banni gamla mannsins var ekki sinnt, þar eð hann leit svo illa út, og innan stund- ar var hann á leið til St. Mary's Hospital i einkasjúkra- vagni, þar sem honum var veitt hinzta sakramenti róm- versku kirkjunnar. Skömmu eftir að Kennedy förseti kom til Hvíta hússins, frétti hann um veikindi föður síns. Var hann þá rétt kom- inn inn á skrifstofu blaða- fulltrúans, Pierre Salinger. Hafði kviknað á „heitu lín- unni“ (þ.e. símalína sem ein- göngu ráðherrar og æðstu embættismenn hafa aðgang að) og var Bobby Kennedy í símanum. Innan stundar lagði forsetinn símtólið hrærður fí’a'sér og sagði: „Faðir minn er veikur.“ Síðar þetta kvöld frétti for- setinn nánar um veikindi föð- ur síns. Bermuda-ráðstefnan átti að hefjast innan 48 klukku stunda. Samt sem áður gat ekki leikið vafi á, að forsetinn myndi fara fyrst að sjúkra- beði föður síns. „Ég er á för- um,“ sagði hann við Salinger. „Ég ætla að biðja þig um að ganga frá öllu.“ Á meðan unnið var að un<Þ irbúningi fararinnar, sat for- setinn þriggja stundarfjórð- unga fund með öryggisráði Bandarikjanna. Síðan yfirgaf Caroline með afa sínum. hann væri uppi á 18. öld. Enn- fremur viðurkennir Gunnar, að hann hafi e.t.v. ekki talið há- skólaheimspeki yrði ........ of hefðbundin og bókstafleg, dræpi niður skapandi hugsun og gerði heimspekinginn steinrunninn í fornum jarðlögum andans“. Nú segir Gunnar: „En vitanlega skilur Dr. Árdal að hinir gömlu heimspekingar gátu ekki í ritum sínum tekið afstöðu til hugtaks, sem varð ekki til fyrr en eftir þeirra dag. Umrædda setningu verður því að skilja sem hugleiðingu mína, en ekki sagnfræðilega staðreynd“. Ég verð að segja, að mér finnst mér hafi verið nokkur vork- unn, þótt ég skildi orð Gunn- ars á annan veg, því hann seg- ir í bók sinni: „Háskólaheim- speki álitu þeir (leturbr. mín), yrði of hefðbundin og bókstaf- leg“ o. s. frv. Orðið „þeir“ á | 1 I I Ö 1 I I hann Hvíta húsið og hélt á- samt Bobby Kennedy, dóms- málaráðherra, og Jean Kenn- edy Smith til flugvallarins. Þrem mínútum eftir að þau komu um borð í hina stóru þotu forsetans, tók hún sig á loft áleiðis til Florida. í Palm Beaoh hitti forset- inn konu sína, móður. Ro.se, og aðra meðlimi fjölskyldunn- ar. Þeir þrír læknar, sem stundiuðu föður hans, upp- lýstu hann um einkenni sjúk- dómsins. Joseph Kennedy þjáðist af blóðtappa í heila- lífæðunum. Með því að sprauta litarefnum í aðalslag- æðina á hálsinum og fylgjast með því með X-geislum, hvernig þau breiddust um heilaæðarnar, kom í ljós, að blóðtappinn var vinstra meg- in í heilanum, þar sem ekki var hægt að ná til hans með uppskurði. Nokkurrar lömun- ar gætti hægra megin í líkam- anum, einnig var Joséph ó- fær um að tala. Á milli þess sem forsetinn dvaldist á sjúkráhúsinu atti hann viðræður við aðstoðar- menn sína og reyndi að anna skyldustörfum sínum. Harold J Macmillan, forsætisráðherra "(Q Bretlands, bauðst til að fljúga frá Bermuda til Palm Beach til viðræðna við forsetann eða aflýsa ráðstefnunni. En þegar læknarnir upplýstu, að ástand Josephs Kennedyes yrði ef til vill óbreytt svo vikum skipti, ákvað forsetinn að halda sig við Bermuda áætlunina. í vikulokin varð Joseph á ný fær um að geta talað. Og þegar Riohard Cushing kard- ínáli heimsótti hann og sagði honum, að hann mundi deyja, svaraði Joseph þreytulega: „Mér er kunnugt um það.“ 3 ,'Q=«J=<q=«j=«3—<o=^c | I Ö 1 1 I 1 I hér greinilega við Descantes, Locke, Berkely, Hume og aðra þá spekinga, sem Gunnar telur upp. Virðist því augljóst, að hann setur þetta fram sem sagn fræðilega staðreynd um afstöðu þessara manna. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að enginn þeirra hafi haft það álit á heimspekikennslu við háskóla, sem Gunnar eignar honum. Það sem ég benti á er, að þetta virðist ekki eiga við skoðun a. m. k. eins þeirra. Ég er að gagn rýna Gunnar fyrir ónákvæmni í ritdómi mínum og er skoðun mín óbreytt eftir lestur bréfs Gunnars. Svar Gunnars við þeirri at- hugasemd minni, að Kant hafi ekki verið fyrsti atvinnuheim- spekingurinn, virðist hafa við nokkur rök að styðjast. Þó veit ég ekki, hvort Gunnar hefur Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.