Morgunblaðið - 05.01.1962, Page 12
12
MORCUNfítAÐtÐ
F5studagur 5. jan. 196,
Otgeíandi: H.f. Arvakur. Reykjavíb.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: íVðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HIIM MSKLU VERKEFIMI
FRAMTÍÐARIIMIMAR
t’inn merkasti þátturinn í
starfi núverandi ríkis-
stjórnar, auk alhliða við-
reisnar efnahagslífsins, er
undirbúningur framkvæmda-
áætlunar um uppbyggingu
nýrra atvinnugreina og hag-
nýtingu auðlinda landsins.
Alþjóð er ljóst, að bjargræð-
isvegir okkar eru ennþá of
fábreyttir til þess að geta
tryggt þjóðinni eðlilegar lífs-
kjarabætur á komandi árum.
Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
minntist á þessa áætlun í
áramótagrein sinni hér í blað
inu á gamlársdag. Kvað hann
gífurlegt verk vera að semja
slíka framkvæmdaáætlun í
fyrsta skipti og taldi okkur
mikið happ að því að fá til
þess verks norska sérfræð-
inga, sem alvanir væru slíku
starfi úr heimalandi sínu.
Aðstæður í Noregi væri einn
ig um margt svo líkar, að til
mikillar leiðbeiningar væri
hér, og hið glögga gestsauga
hefði einnig komið að góðu
haldi, þannig að ætla mætti
að margt sé betur séð en
þótt íslendingar sjálfir hefðu
Unnið einir að verkinu.
Formaður Sjálfstæðisflokks
ins komst síðan að orði á
þessa leið:
„Athuganir þessara sér-
fræðinga hníga mjög í sömu
átt og okkar eigin íhuganir
tun, að til þess að styrkja
efnahagslíf okkar þurfum við
á fleiri undirstöðuatvinnu-
vegum að halda, og þá fyrst
Og fremst stóriðju, sem ger-
ir mögulega virkjun fallvatna
í stærri stíl en áður. _ Gæti
hún orðið undirstaða "margs
konar smærri iðnaðar, jafn-
framt því sem hér skapaðist
atvinnuvegur, sem veitti þjóð
inni allri meira öryggi held-
ur en þeir, sem fyrir eru.“
★
Núverandi ríkisstjórn á
miklar þakkir skildar fyrir
að hafa hafið undirbúning
fyrrgreindrar framkvæmda-
áætlunar. íslenzku þjóðinni
fjölgar ört. En land hennar
og auðlindir þess mega enn
heita lítt nýttar. Þess vegna
er ákaflega þýðingarmikið að
unnið sé að því af framsýni
og festu að renna fleiri stoð-
um undir afkomu hennar og
efnahag. Vitanlega verður
að leggja fullt kapp á að hag
nýta afkasta- og framleiðslu-
getu þeirra atvinnutækja,
sem við þegar eigum. Við
höfum á undanfömum árum
t. d. byggt upp stóriðju á
sviði fiskiðnaðarins. Sá iðnað
ur og sjávarútvegurinn í
heild stendur nú að langsam-
lega mestu leyti undir út-
flutningsframleiðslu okkar.
Allir sem til þekkja vita að
hægt er að auka þessa fram-
leiðslu að miklum mun með
betri nýtingu hraðfrystihúsa
og fiskiðjuvera um land allt.
Bætt hafnarskilyrði víðs veg-
ar um land myndu einnig
geta átt ríkan þátt í að auka
framleiðslu sjávarútvegsins
og að bæta hagnýtingu fisk-
iðjuvera og hraðfrystihúsa.
Allir þjóðhollir Islendingar
verða að sameinast undir
forystu ríkisstjórnarinnar í
því mikla og margþætta
uppbyggingarstarfi, sem nú
er hafið.
AUKIN SPARI-
FJÁRIHYNÐUN
F’itt glöggasta batamerkið í
íslenzku efnahagslífi er
hin aukna sparifjármyndun.
Fólkið hefur á ný trú á gjald
miðli sínum. Sú trú bauð að
vísu töluverðan hnekki við
verðbólguráðstafanir stjórn-
arandstöðunnar, Framsóknar
manna og kommúnista á sl.
sumri. En ríkisstjórnin og
flokkar hennar brugðu skjótt
við og gerðu nauðsynlegar
jafnvægisráðstafanir. — Þess
vegna heldur sparifjármynd-
unin áfram að aukast og trú
þjóðarinnar á íslenzka krónu
að styrkjast. Svartur mark-
aður með erlendan gjaldeyri
má heita úr sögunni og láns-
traust þjóðarinnar eykst út á
við.
★
Fleiri og fleiri íslendingar
gera sér ljóst, að án sparn-
aðar og sparifjármyndunar
eru nauðsynlegar fram-
kvæmdir í landinu að meira
eða minna leyti dauðadæmd-
ar. Til lengdar er ekki hægt
að byggja nauðsynlegar um-
bætur á erlendu lánsfé einu
saman. Þjóðin verður sjálf
að leggja fram sinn skerf til
þeirra.
Á miklu veltur að þessi
heilbrigða þróun í efnahags-
málum þjóðarinnar geti hald
ið áfram. Nýtt kapphlaup
milli kaupgjalds og verðlags
myndi ekki aðeins fela í sér
stórkostlega kjaraskerðingu
fyrir allan almenning, held-
Síðasta ófriðarmynd f rá Kongó?
„Týnd“ Etrúsko
•jröf fundln
n ný
Á 19. ÖLD fanst mjög vel
varðveitt Etrúskagrafhvelf-
ing í Monterozzi-héraði á
ftalíu, um 78 km. fyrir norðan
Rómaborg. í>ótti þetta mjög
merkur fundur — en gröfin
„týndist“ aftur. Rétt fyrir ára-
mótin fannst hún svo að nýju.
— ★ —
Fornleifafræðingurinn Ge-
orge Dennis, sem upphaflega
fann graflhvelfinguna á sl. öld,
skrifaði um hana bók — og
með samanbuxði við lýsingar
hans var auðvelt að sanna, að
gröf sú, er nú hefir fundizt,
er hin sama. Gröf þessi, sem er
frá fimmtu öld fyrir Krist, er
einkum talin mérkileg vegna
hinna vel varðveittu freskó-
málverka, sem þar er að finna,
og enn eru með lítt eða ómáð-
um litum. Verða málverkin nú
tekin úr grafhvelfingunn; og
sýnd opinberlega í Tarquinia,
sem er þarna skammt frá.
Af freskómálverkunum má
fræðast allmikið um líferni og
siði Etrúskanna. Á þeim eru
m.a. sýnd veizluhöld þeirra og
veiðiaðferðir.
MENN ERU að vona, að það^
sé annað og meira en stundar-
fyrirbæri, að nú virðist nokk
ur von til bess, að hið unga og
margsundraða Kongóríki fái
risið úr rústunum og samein-
azt með friði.
— ★ —
í>á þarf ekki framar að
senda þaðan svona myndir,
en þessi mynd var tekin um
miðjan desembér sl., þegar á-
tökin í Katanga stóðu sem
hæst. J árnbrautarvagnar á
brautarstöðinni í Elisabeth-
ville standa í ljósum logum
eftir árás hermanna Samein-
uðu þjóðanna.
— ★ —
>ótt friðvænlegra virðist nú
í Kongó en oftast áður, er
ekki auðvelt að spá um fram-
tíðina, þvi að það er langt frá
því, að vandamálin hafi verið
leyst til frambúðar. Þegar
þetta er skrifað, er t.d. ekki
vitað, hvað verður um stað-
festingu Katangaþings á samn
ingi þeirra Tshombes og Ado-
ula, sem gerður var í Kitona
fyrir hátíðirnar. Tshömbe
heldur því fram, að þingið
verði að fullgilda samninginn,
en hins vegar hafa talsmenn
Sameinuðu þjóðanna í Kongó
talið, að samningurinn væri
bindandi fyrir báða aðila,
eins og hann liggur fyrir.
HINN frægi leikari Charlie
Chaplin, sem nú er 72 ára,
og hin 36 ára kona hans,
Oona, eiga von á áttunda
barni sinu. — Talsmaður
f jölskyldunnar tilkynnti
þetta á miðvikudaginn og
sagði að hjónin væru mjög
ánægð og væntu barnsins
í sumar.
Oona, sem er dóttir
bandaríska leikritaskálds-
ins Eugene O’Neill, og
Chaplin eiga nú sjö börn á
aldrinum tveggja til 17
ára. Auk þeirra á Chaplin
tvo eldri syni.
ur myndi það brjóta niður
þann mikla árangur, sem
náðst hefur af hinu mark-
vísa viðreisnarstarfi sem
unnið hefur verið sl. tvö ár.
LAUSASKULMR
RÍKISSJÓÐS
FULLGREIDÐAR
F'unnar Thoroddsen, fjár-
^ málaráðherra, hefur skýrt
frá því, að lausaskuldir ríkis-
sjóðs liafi að fullu verið
greiddar við lokun ríkis-
reiknings fyrir árið 1961. í
árslok 1960 voru þær hins
vegar 43 millj. kr.
Frá því hefur einnig ver-
ið skýrt, að í árslok 1961
hafi ríkissjóður átt inneign í
viðskiptareikningi sínum í
Seðlabankanum og er það í
fyrsta skipti síðan árið 1945
að ríkissjóður skuldar ekki
Landsbankanum fé um ára-
mót. Inneign ríkissjóðs nem-
ur nú 39 millj. kr. en í árs-
lok 1960 var skuld ríkissjóðs
við Seðlabankann 28 millj.
kr. skv. ríkisreikningnum.
Þetta eru vissulega gleði-
leg tíðindi, sem bera þess
glöggan vott, hversu greini-
leg stefnubreyting hefur orð-
ið á fjármálastjórninni síðan
núverandi ríkisstjórn var
mynduð. I stað þess að safna
stöðugt lausaskuldum hafa
þær verið greiddar upp.
Það er einnig mikil og
þörf umbót að ríkisreikning-
ar eru nú tilbúnir á réttum
tíma og lagðir fyrir Alþingi
til samþykktar. Áður voru
reikningarnir oft mörgum ár-
um á eftir tímanum.