Morgunblaðið - 05.01.1962, Síða 23
Föstu^agur 5. jan. 1962
a
MORCTJNBL AÐIÐ
23
— Bréf sent Mbl.
Framh. af bls. 8.
komið auga á meginkjarnan í
gagnrýni minni. Málsgreinin,
sem um ræðir er þessi: „Kant
er fyrsti forystumaður heim-
spekinnar, sem gerist prófessor
við háskóla, og með honum
heldur heimspekin innreið
sína í háskólana og verð-
ur að atvinnu." Skyldi ég
þetta svo, að Gunnar* teldi, að
fyrir daga Kants hefðu menn
ekki haft heimspeki að atvinnu.
Nú skrifar hann í bréfi sínu til
Morgunblaðsins: „Ég ræddi að-
eins um atvinnukennara við
háskóla.“ Mér virðist enn, að
þetta sé ekki skýrt tekið fram
í bók Gunnars, því þar segir
hann að með Kant verði heim-
spekin að atvinnu. Ef við ger-
um ráð fyrir því, að Gunnar
hafi einimgis átt við þá, sem
hafa atvinnu af að kenna heim-
speki við háskóla, getur hann
varið mál sitt, því alltaf er hægt
að segja, að t. d. miðaldaspek-
ingar, sem við háskóla kenndu,
hafi ekki verið meðal forystu-
manna heimspekinnar, eða að
skólarnir hafi ekki verið há-
skólar í nútímamerkingu þess
orðs. Ég efast ekki um, að
Gunnar fari með rétt mál, en
hann segir okkur nú, hvað hann
hafi ætlað að scgja í bók sinni.
Má því vera, að hugsun hans
hafi verið réttlætanleg, en ég sé
enn ekki betur en eðlilegast hafi
verið að skilja orð hans á þann
veg, er ég gerði í ritdómi mín-
um.
Gunnar gefur í bréfi sínu í
skyn, að ég hafi gagnrýnt máls-
greinina, sem hér hefur verið
gerð að umtalsefni, vegna þess,
að ádrepan .á háskólaheimspeki,
sem í henni felst, hafi hitt á
mér viðkvæman blett. Orðrétt
segir hann: „Ég er hræddur um,
að ég hafi hér óafvitandi hitt
viðkvæman blett á Dr. Árdal,
þótt ég hefði hann sízt í huga
við samning ' þessarar ádrepu á
háskólaheimspekina.“ Það er að
sjálfsögðu fráleitt að láta sér
detta í hug, að Gunnar hafi haft
mig í huga, er hann samdi þessa
málsgrein. Get ég fullvissað les-
endur þessa bréfs um það, að
slíkt hvarflaði ekki að mér. Er
ég skrifaði ritdóm minn gerði
ég ekki ráð fyrir, að Gunnar
hefði heyrt min getið. Enn frem
ur var mjög ósennilegt á árinu
1956, að ég mundi fá fasta at-
vinnu sem kennari við háskóla.
Gunnar hefur því ekki neina
ástæðu til þess að væna mig
um að hafa látið stjómast af
persónulegum hvötum í dómum
þeim, sem ég felldi um verk
hans.
Ekki veit ég hvers vegna
Gunnar telur réttlætanlegt að
veita „ádrepu“ háskólaheim-
speki, en ef til vill stendur það
d einhverju sambandi við þá
andúð á fræðimönnum, sem mér
finnst sums staðar gæta í verk-
um hans. í bók sinni „Sókra-
tes“ segir hann: „Þales, eins og
fyrr segir, skrifaði aldrei neitt
sjálfur og gæti því auðveldlega
hafa verið freklega misskilinn
af ýmsum fræðimönnum síðari
tíma, því að eins og Bertrand
Russell segir einhvers staðar:
„Heinwkingjarnir (leturbr. mín)
fara aldrei rétt með orð viturs
manns“!“ Sjálfur er ég þeirrar
skoðunar að ekki sé ósennilegt,
að Gunnar hafi rétt fyrir sér í
ýmsu því, sem hann segir um
Þales. Þetta álit byggi ég ekki
á sjálfstæðum rannsóknum, þar
eð ég er ólæs á grísku og aust-
rænar tungur. En ýmsir fræði-
menn, svo sem Kirk and Raven
f bók, sem nefnist „The Preso-
cratie Philosophers“ (Cambridge
1957) eru á sama máli og Gunn-
ar, að skilningur Aristotelesar
á Þalesi hafi sennilega verið
rangur að ýmsu leyti og að
hann hafi líklega orðið fyrir
6terkum austrænum áhrifum. Ég
eetla ekki að gera „Sókrates“
Gunnars að umræðuefni hér, en
6Ú bók fannst mér skemmtileg
aflestrar og athyglisvert það
*em Gunnar segir um Þales.
Hins vegar finnst mér hann eigi
að temja sér að gagnrýna á-
kveðna einstaklinga frekar en
hóp manna, sem hann nefnir
„fræðimenn". Það er grunur
minn að þekking og skilning-
ur okkar Gunnars beggja væri
miklum mun rýrari, ef við hefð-
um ekki notið ávaxta starfa
þeirra fræðimanna, sem oft hafa
langa ævi sökkt sér í rannsókn
á verkum ýmissa þeirra hugs-
uða, sem okkur fýsir að kynn-
ast.
Svo hef ég þessi orð ekki
fleiri og mun ekki taka þátt í
frekari umræðum um þetta efni.
Edinborg 23. des. 1961.
Páll S. Árdal.
Fyrirtæki
Framh. af bls. 24.
sambandi við þróun fyrirtækis-
ins og örugga tæknilega stöðu
þess, að því er Jón sagði. Sig-
urður hafði verið svo forsjáll
að tryggja sér þetta hentuga
land í tæka tíð.
Jón Sveinsaon vann hjá
Burmeister & Wein í hálft
annað ár, áður en hann hóf
tæknifræðinám. — Þegar stefnu
skrá núverandi ríkisstjómar var
birt, sáum við að grundvöllur
var kominn undir slíka starf-
semi hér heima, segir hann. Og
það réði úrslitunum að við fór-
um af stað.
Empire State byggingin. Gamansamur New York búi hefur
komið fyrir spjaldi framan við hana og á því stendur: „Til
sölu — seld“.
Empíre State-bvggingin
setó fytir 65 miNj. dala
HIN fræga Empire State
byggin í New York hefur nú
verið seld fyrir 65 milljónir
dollara. Það var tryggingar-
félagið Prudential, sem
keypti bygginguna af fyrri eig
endum, Empire State Bulding
Associatas en það félag keypti
bygginguna fyrir 10 árum og
borguðu þá 51 milljón dollara
fyrir hana.
Það kostaði 40,9 mil'ljónir
dollara, að byggja Empire
State 19.31. Á meðan á bygg-
ingunni stóð, þótti hún ekki
vænleg til hagnaðar því að
aðeins einn þriðji hluti hús-
næðisins hafði verið leigður.
Nú er aðeins eitt prósent af
húsnæðinú óleigt, er því
plássi haldið lausu til þess
að gera núverandi leigjendum
kleift að færa út kvíarnar.
í Empire State byggingunni
eru nú 900 leigjendur sem
hafa 16 þús. menn í þjónustu
sirmi. Leigan er 10 milljónir
dollara á ári samanlagt.
Konungar, drottningar, for-
setar og önnur stórmenni hafa
skoðað bygginguna og auk
þess hafa 21.500.000 ferða-
menn borgað fyrir far með
lyftunni upp í útsýnisturninn.
Ferðamennirnir gefa af sér
tvær milljónir árlega.
Empire State byggingin er
102 hæðir og skagar 1250 fet í
loft upp og er, eins og áður er
sagt, hæsta bygging heims.
Næst henni koma bygging
Chryslerverksmiðjanna í New
York sem er 1046 fet, Eiffel-
turninn 934 fet og New York
bankinn á Manhattan 836 fet.
— Sukarno
Framh. af bls. 1.
kenndar okkar brennur og við
erum ákveðnir í að frelsa bræð-
ur okkar undan oki nýlendu-
valdhafanna. Ef Hollendingar
skilja þetta ekki mun indó-
nesíska þjóðin ráðast á Vestur-
Nýju-Guineu.
Sukarno sagði að það væri
ekki nýtt að Hollendingar
nefndu Indónesíu árásarþjóð. —
Þegar íbúarnir gripu til vopna
árið 1945 til að verjast Hollend-
ingum vorum við einnig nefnd-
ir árásaraðilar, sagði hann. —
Lauk hann máli sínu með því
að hvetja mannfjöldann til áð
syngja þjóðlega byltingarsöngva.
Mannfjöldinn hrópaði hvatn-
ingarorð í hvert skipti sem
Sukarno réðist á Hollendinga í
ræðu sinni og krafðist þess að
forsetinn gæfi fyrirskipun um
að hefja aðgerðir gegn Nýju-
Guineu. 1 miðri ræðu forsetans
gerði úrhellis rigningu. Skoraði
Sukamo þá á mannfjöldann að
leggja saman regnhlífarnar og
fara úr yfirhöfnum sínum til að
sýna karlmennsku sína.
Fyrr í dag sagði útvarpið í
J akarta, höf uðborg Indónesíu,
að 250.000 manna herlið stæði
nú reiðubúið í austurhluta
Indónesíu. Hefði herliðið leyni-
legar fyrirskipanir og væri við-
búið að snúast íyrirvaralaust
gegn herhði Hollendinga. ______
Hóta til-
raunum
New York, 4. jan. (NTB).
SOVÉTRÍKIN sendu í dag
orðsendingu til afvopnunar-
nefndar Allsherjarþings SÞ
þar sem þau hóta því að taka
upp að nýju tilraunir með
kjarnorkuvopn ef Vesturveld-
in haldi áfram tilraunum sín-
um.
í orðsendingunni segir að
Kennedy forseti og Macmillan
forætisráðherra Breta hafi á
fundinum á Bermuda fyrir
jól ákveðið að hefja tilraunir
með kjarnorkusprengingar í
gufuhvolfinu. Reyni þeir með
þessu að koma af stað nýju
kjarnorkuvopna kapphlaupi.
Kaupmannahöfn, 4. jan. (NTB)
ALLS fórust 622 manns í um-
ferðaslysum í Danmörku á árinu
1961. Er þetta nokikuð hærri tala
en árið 1960, en þá fórust 563.
Þá slösuðust 22.148 í umferðaslýs-
um á síðasta ári en 20.402 árið
áður.
— Kinverjar
Frh. af bls. 1.
Indverjar hafa áður sakað
rúmlega 30 þúsund ferkíló
metra svæði við Himalaya og
Pakistan um að halda ólöglega
1.100 þúsund ferkílómetra svæði
í Kashmir. En bæði ríkin segj-
ast hafa fullan rétt á þessum
héruðum.
Goa komin heim
Reddy sagði það hreina fá-
sinnu að halda því fram að Ind
verjar hefðu gert árás er þeir
tóku portúgölsku nýlendumar
Goa, Daman og Diu. Sagði hann
að með þessu hefðu Indverjar
aðeins verið að frelsa Indverja.
Varðandi yfirlýsingu Salazars,
forsætisráðherra Portúgals, um
að hann muni aldrei viður-
kenna yfirráðarétt Indverja yfir
portúgölsku nýlendunum, sagði
Reddy: Hvort sem Salkzar líkar
það betur eða verr hvort sem
hann viðurkennir það eða ekki,
þá er Goa nú komin heim til
föðurlandsins og því getur ekk-
ert breytt.
Þingheimur lusti upp fagnað-
arhrópi. ^
— Jólafri
Framhald af bls. 3.
— „Óskasteinninn hans
Óla“, segir Sigurður hlæj-
andi og horfir á Óla, félaga
sinn, sem stendur hjá hon-
um.
*
— Jæja, svo þú heitir
Óli, segjum við og snúum
okkur að næsta strák, sem
segist vera 11 ára, eiga
heima í Selbúð eins og hinir.
— Og ertu í Melaskólan-
um?
— Nei, ég er í heimavistar-
skólanum á Jaðri. Þar er
gaman að vera. Ég fer þang-
«ð á sunnudaginn kl. 7.
— Hvað gerir pabbi þinn?
— Hann er 1. vélstjóri á
Hafþóri.
— Eigið þið mörg systkin,
strákar?
Ragnar og Ólafur eiga 4
hvor en Sigurður litli 2.
Þeir segjast að lokum allir
ætla að verða sjómenn og
þess vegna tökum við mynd
af þeim um borð í Sæfara II.
— Eru stelpur stundum að
leika sér með ykkur hér um
borð í bátunum?
— Já, stundum, segir Ragn
ar. _
— Er það gaman?
— Já, stundum.
★
Vestur í Ánanausti hittum
við tvo stráka, sem sitja á
brún uppfyllingarinnar og
horfa á brimið. Þeir segjast
heita Steindór Steinþórsson
11 ára og Guðmundur Inga-
son 10 ára og báðir eiga þeir
heima á Reynimel 24.
— Við ætlum að taka
mynd af ykkur og briminu,
strákar. Er það ekki allt í
lagi?
— Jú, jú, segja þeir. —
Ætlið þið að taka mynd af
kassabílnum líka? spyr Stein
dór.
— Eigið þið þennan kassa-
bíl saman?
— Já.
— Er gaman að horfa á
brimið?
— Já, ægilega gaman.
Sjáðu tunmma þarna. Hún
hendist ví-í-í.
Og aldan kemur hvítfyss-
andi upp undir tærnar á
strákunum.
— Hlakkið þið til að fara
í skólann aftur?
— Nei, ekkert voðalega,
segja þeir.
— Fékkstu bækur í jóla-
gjöf, Steindór?
— Já, ég fékk 6 bækur.
— Og hver var skemmti-
legust?
— „Fimm á fornum slóð-
um“, ægilega mikið ævintýri.
— En hver fannst þér
skemmtilegust, Guðmundur?
— „Kalli flýgur yfir
Atlantsála".
Við yfirgefum strákana þar
sem þeir stara á brimsogið
og styðja sig við kassabílinn
sinn.
vig.
Serkir
Frh. af bls. 1.
^ reisnarmanna segir. að Evrópu-
,menn hafi drepið 127 Serki í
gær og mörg hundruð hafi særzt.
Óeirðirnar í Oran í dag hófust
með því að strax' eftir að út-
göngubanninu hafði verið aflétt
við sólarupprás, óku Evrópu-
menn um í bifreiðum og skutu á
Serki, sem þeir sáu á götunum.
Síðan sló í brýnu milli Alsír-
manna og Evrópskra unglinga og
margir særðust af grjótkasti.
ÖeirSir í Frakklandi
Þrír Alsírbúar féllu í bæ ein-
um í Norður-Frakklandi í morg-
un, er landar þeirra skutu á þá
úr bifreið. Árásarmennirnir
komust undan.
í gærkvöldi voru 30 Serkir
settir í gæzluvarðhald í Lyon
. eftir að árás hafði verið gerð á
Vtvo lögreglumenn.