Morgunblaðið - 07.01.1962, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. jan. 1962
Ernest Heming-way var að vísu
ekki grínhöfundur, en hann gat
verið mjög kátur og kýminn í
daglegri umgengni. Nú eru
menn farnir að safna saman alls
konar skemmtilegum atlhuga-
semdam, er hann lét falla. T.d.
sagði hann einu sinni um fisk og
skáldskap: — Allir rithöfundar
ættu að borða mikið af fiski.
Þar sem hann inniheldur mikið
af fosfór, þá er það mjög örv-
andi fæða fyrir heilastarfsemina.
Sum skáld geta látið sér nægja
að borða nokkrar sardínur, en
önnur ættu aftur á móti að slá
sér á hvalina.
★
Á nýjársdag hafði Brigitte
Bardot 15 mínútna bátt í franska
sjónvarpinu, þar sem hún lék á
banjó. og guitar, söng tvö lög
og eitt með söngvurunum sem
kalla sig Frere Jaques og dans-
aði oharleston. Til þess þurfti
hún æfingar hálfan mánuð, en
fyrir þáttinn tók hún ekki græn-
an eyri, — þetta er bara nýárs-
gjöf frá mér til allra sjónvarps-
notenda, sagði hún. í þættinum
skipti Brigitte Bardot 6 sinnum
um föt, en lengst var hún í
strákafötum, eins og hljómlistar-
mennirnir. Hún virðist líta ljóm
andi vel út í þeim, ekki síður en
í bikini.
★
Píanóleikarinn frægi, Arthur
Rubinstein, sem er sjötugur og
enn í fullu fjöri, var nýlega á
langar þagnir, sem kunnugt er.
Þegar kom að fyrstu þögninni,
heyrði Rubinstein hvella kven-
mannsrödd niðri í salnum: —
Heyrirðu nú bara, Anna, hann
hefði í það minnsta getað leikið
lag sem hann kann almennilega.
Nú ríkir mikil ánægja í „Shaw
Corner", hinu ömurlega húsi
Bernards heitins Shaws í Her-
fordshire. Gamli maðurinn arf-
leiddi stofnun, sem nefnist
„National Trust“ að húsinu og
fyrir 10 árum opnaði leikkonan
fræga D a m e
Edith Evans
það fyrir almenn
ing. í fyrstu
vakti húsið
mikla forvitni og
18 þús. manns
komu þangað
fyrsta árið. En
svo fækkaði gest
unum smám sam
an og þar sem Sihaw hafði ekki
fréttunum
hljómleikaferð í Kaupmanna-
höfn. Þar sagði hann frá atviki,
sem kom fyrir hann í litlum
bandarískum bæ. Það var upp-
selt á hljómleika hans. Aðalvið-
fangsefnið var „La sonate a
Kreisler", sem í eru nokkrar
gefið neina peningaupphæð til
viðhalds því, þá var það orðið
ósköp hrörlegt. En nú er gæzlu-
kona hússins, frú Muriel Bouoher,
aftur glöð og kát. Síðastliðið ár
komu 7 þús. gestir og ferða-
mannastraumurinn heldur áfram
að aukast. Hvers vegna? Þá gátu
geta allir vafalaust ráðið, lausn-
in er My Fair Lady.
Um þessar mundir er verið að
sýna hér myndina „Bonjour
Tristesse", sem gerð er eftir sögu
Francoise Sagan, en í henni leik-
ur m.a. bandaríska leikkonan
Jean Seberg. Hún er nú 23 ára
gömul og mjög rótlaus. 17 ára
gömul var hún „uppgötvuð“ og
pínd til að leika heilaga Jóhönnu
og síðan bvert erfitt hlutverkið
af öðru. 1958 giftist hún frönsk-
um leikara, Francois Moreuil, en.
skildi við hann. Nýlega sagði hún
í viðtali við blaðamann: — Ég
hefi þörf fyrir að hægja ferðina,
Ég hefi lifað eins og 45 snúninga
plata, en nú vil ég aðeins snúast
með 33 snúninga hraða. Ég hefi
ekki fengið tíma til að læra neitt.
Nú ætla ég að reyna að bæta úr
því, Hér á myndinni sést Jean
með rithöfundinum fræga Roman
Gary í gondól í Feneyjum. Sagt
er að þau séu í hjúskaparhugleið-
| ingum. En Jean gefur lítið út á
það, enda er hvorugt endanlega
| skilið við fyrri maka sína.
Hefur aðdrattaraflið
strauma
Rvík, 25. nóv. 1961.
í TILEFNI af hinum miklu flóð
um á Norðurlandi þessa dagana
hefir mér komið til hugar, þrátt
fyrir allt, hvort lítilsháttar hlut
fallsbreytingar á aðdráttarafli
milli Jarðar og annarra hnatta
geti orsakað þannig storma og
flóð, hér á okkar slóðum, eða
stundum hér og stundum þar.
Það var síðastliðið sumar, að
ég las í blaði, að indverskir
stjörnufræðingar hefðu bent á að
afstaða hnattanna í sólkerfi okk
ar 4. febr. 1962 yrði slík, að vald
ið gæti ýmsri óáran í fólki og
náttúruöflum um það leyti. Ég
fór því að athuga þetta, og sá, að
sól, tungl, Mercur, Venus, Mars,
Jupiter og Saturnus verða þá öll
að heita má í beina stefnu, lá-
rétt og lóðrétt, í eina keðju út frá
Jörðu. En aðdráttaraflið, þótt
mikið sé, virðist þó ekki eiga að
trufla mikið frá því, sem oft hef
ir áður nálægt því verið, nema ef
lítill umfram kraftur í sömu
stefnu geti valdið miklu. Sól og
tungl er það, sem langsamlega
mest aðdráttarafl hefir til Jarðar
og er sífellt að toga bæði saman í
Jörð hverja 29,5 daga, ög Jupiter
er einnig svona árlega í sömu
stefnu. Þá er það Saturnus, sem
er 4. mesta aðdráttarveldið. Hann
var í sömu stefnu og Jupiter 13.
febrúar í ár, 1961, en Jupiter og
Saturnus hreyfast mjög hægt,
eins og sjá má af því, að það
verður ekki nema rétt einn
klukkutími á milli þeirra 4. febr.
1962, eða aðeins 1/24 af hring
umhverfis okkur. Annars er:
Afstaða hnattanna til Jarðar 4.
Nágranna Fjarlægð Efnismagn
himin- frá miðað við
hnettir: Jörðu: Jörð+Tungl
Sól 329390
Tung (0,01226)
Merkur ... 0,657233 0,05490
Venus 1,712078 0,80733
Mars 2,353405 0,10647
Jupiter 6,032115 314,5
Saturnus .... 10,950180 94,068
Uranus 17,37747 14,403
Neptunus .... 30,27311 17,0547
Pluto 32,80712 0,91498
Og flóö á
Jörðin án Tungls vegur:
5.975.000.000.000.000.000.000 tonn,
miðað við aðdráttarafl á yfir-
borði Jarðar.
Fjarlægðir eru miðaðar við
meðalfjarlægð Jarðar frá Sólu
1,0 = 149.504.199 km. á milli
miðdepla (centrum) hnattanna.
Efnismagn hnattanna er mið-
að við efnismagn Jarðar og
Tungls til samans = 1,0. Efnis-
magn Tunglsins er þó miðað við
sameign þess og Jarðar.
Aðdráttarafl er gagnkvsemt á
milli hnattanna, eftir efnismagni
hvers fyrir sig og fjarlægð, og
skiptir engu hvort aðrir hnettir
eru þar á milli eða ekki.
Allir hnettir eru á mikill hreyf
ingu, Jörðin okkar t.d. er á yfir
107000 km hraða á klst. umhverf
is Sól, og munar um 5 millj. km.
á ári þegar Jörð er fjærst eða
næst Sólu. Og Sólin okkar fer
með allt sitt hafurtask liðlega
einnar millj. km. hraða á klst. í
hringrás innan Vetrarbrautarinn-
ar.
Enda þótt aðdráttarafl á milli
Jarðar og Tungls sé miklu minna
en á milli Sólar og Jarðar þá
veldur þó Tunglið miklu meiri
flóðbylgjum á Jörðu en Sólin,
sem stafar af því, að bilið á milli
Jarðar og Tungls er svo stutt
samanborið við fjarlægð til Sól-
ar, að sá hluti Jarðar, sem fjær er
Tunglinu, dregur minna til sín
en sá hluti Jarðar, sem nær er
Tunglinu, en aðdráttaraflið
minnkar í öðru veldi eftir því
sem fjarlægðin er meiri. Þann-
ig verður flæði á Jörðu tvisvar
febr. 1962 kl. 23 eftir ísl. tíma.
Aðdráttarafl hnatt-
anna í Jörð talið Mið-
í tonnum þá stund- RA baugs-
ina (er breytilegt): t:m firð:
3.772.100.000.000.000.000 21:13 16°08’S
23.089.500.000.000.000 21:12 15'57'S
1.414.870.000.000 21:13 12°24’S
3.066.350.000.000 21:22 16*45,S
214.015.000.000 20:19 20”36’S
96.225.000.000.000 21:2S ÍS^’S
8.734.400.000.000 20:25 19’40’S
530.990.000.000 10:06 12933N
207.170.000.000 14:46 14®11'S
9.464.200.000 11:07 20"MN
á sólarhring, samtímis næsta og
fjærst Tunglinu, en þó að sjálf-
sögðu bundið óreglu eftir landa-
skipan. Ef Sólin hefði t.d. verið
í meðalfirð 1,0 í töflunni hér að
hennar ekki orðið nema —
3.667.100.000.000.000.000 tonn. —-
Jörðin okkar er þó um 1629 sinn
um þyngri.
Af töflunni má sjá, að 4. febr.
1962 verður Mercur einna næst
Jörðu á hringrás þeirra umhverf
is Sól; Venus verður þá einna
fjærst Jörðu og handan við Sól;
en ytri pláneturnar að sjálfsögðu
— til og með Saturnusi — einna
fjærst Jörðu og handan við
Sól í átt Sólar. Turiglið verður í
359100 km fjarlægð frá Jörðú
kl. 23; en það verður næst Jörðu
5. febr. kl. 21, þá í 358350 km
fjarlægð. Á sínum tæplega mán
aðar umferðum umhverfis Jörð
verður Tunglið á árinu 1962
næst Jörðu 356880 km 6. marz
og fjærst Jörðu 406660 km 29.
sept. Það gerir um 50 þús. km.
mun.
f dag, 25. nóv 1961, standa hnettirnir þannig, miðað við Sól:
Mercur ..... 0t48m vestan við Sól, í 1,3 meðalsolfirð frá Jörð, og fjarlægist.
Venus ...... It02m vestan við Sól, í 1,6 meðalsólfirð frá Jörð, og fjarlægist.
Mars ....... 0t23m austan við Sól, í 2,5 meðalsólfirð fár Jörð, og nálgast.
Jupiter .... 4t20m austan við Sól, í 5,5 meðalsólfirð frá Jörð, og fjarlægist.
Saturnus .... 3t50m austan við Sól, í 10,6 meðalsólfirð frá Jörð, og fjarlægist.
Allar plánenturnar í sólkerf- Tunglið á eftir að fara liðlega
inu umhverfis Sól, með Sólina á
vinstri hönd séð frá nbrður hluta^ ferðir umhverfis Jörð þar til
Jarðar. Til hægri séð frá suður
4 fphr
helmingi Jarðar.
Staða hnattanna í hringrás þeirra 4. febr. 1961, og nokkra daga
fyrir og eftir:
5./1. 15./1. 25./1. 30./1. 4./2. 9./2. 19./2. 1./3.
RA RA RA RA RA RA RA RA
Tungl 15-20 20-21 1-2
Sól 18,6 19,5 20,4 20,9 21,3 21,7 22,5 23,3 Tunglið
Mercur 19,9 21,0 21,6 21,6 21,3 20,9 20,6 21,0 breytir sér
Venus 18,6 19,6 20,4 20,9 21,3 21,7 22,5 23,3 í RA um
18,6 19,2 19,7 20,0 20,3 20,5 21,1 21,6 nálega klst.
Jupiter 21,0 21,1 21,2 21,3 21,4 21,5 21,6 21,8 á sólar-
Saturnus . 20,1 20,2 20,3 20,4 20,4 20,4 20,5 20,6 hring.
Uranus 10,2 10,1 10,1 10,1 10,1 10,1 10,1 10,0
Neptunus 14,7 14,8 14,8 14,8 14,8 14,8 14,8 14,8
Pluto 11,1 11,1 11,1 11,1 11,1 11,1 11,1 11,1
Leifur E. A. Slgurðssoa.
(Grein þessi hefur beðið birtingar vegna þrengsla í
blaðinu fyrir jólin).
Stúlkur óskast
helzt vanar saumaskap.
Upplýsingar í verksmiðjunni.
Eygló
Laugavegi 178.