Morgunblaðið - 07.01.1962, Síða 13
Sunnudagur 7. jan. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
Óskaði eftir
að vera fluttur
r
til Islands
7 Sennilega er það einsdæmi, að
'erlendur sendimaður, sem engin
tengsl (hefur haft við ísland, óski
eftir því að vera fluttur hingað.
Svo var þó um brezka sendi-
herrann, Mr. Stewart, sem dvalið
hefur hér um rösklega tveggja ára
bil, en er niú á förum héðan til
að taka við sendiherraemibætti í
Libyu. Fyrir h.u.b. 12 árum var
hann suður í Indónesíu með Sir
Francis Sheperd, sem 1940 varð
aðalræðismaður Breta hér og gat
sér þá gott orð. Sheperd lýsti feg-
urð fslands á svo áhrifaríikan
Ihátt, að Mr. Stewart tók sig til
og óskaði eftir því að verða sjálf
ur sendur hingað. Venju sam-
kvæmt var sú ósk skrásett í
skjöl hans í brezka utanríkisráðu-
meytinu, en virtist lengi vel ekki
bera neinn árangur. Hún gleymd
ist þó ekki og þegar velja skyldi
Hvert stórhýsið öðru meira rís nú upp í Reykjavík.
um af 7. hæð Bændahallarinnar.
Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dög-
(Ljósm, Mbl.: Ól. K. M.)
REYKJAVÍKUSBRÉF
nýjan sendiherra til fslands 10
árum síðan fékk Mr. Stewart ósk
sína uppfyllta. Hann kom hing-
eð á erfiðum tíma í samskiptum
Breta og íslendinga. Landhelgis-
deilan stóð þá sem hæst. Við-
búið var, að þá og þegar yrðu
einihver óhöpp, sem enn ykju á
vandræðin. Mr. Stewart lagði sig
frá upphafi allan fram um að
skirra vandræðum, og þegar að
því kom, að samningar væru
teknir upp um lausn deilunnar,
lét hann einskis ófreistað til þess,
að hún mœtti leysast á viðun-
andi veg fyrir báða aðila. Það
tókst að lokum. Þessi leiða deila
er nú ekki lengur friðarspillir
milli tveggja þjóða, sem öldum
saman hafa haft vinsamleg sam-
skipti báðum til heilla Mr. Stew-
art á sinn þátt í því. íslendingar
eru honum þakklátir fyrir störf
hans hér og óska honum, frú
hans og fjölskyldu, fararheilla og
gæfu í framtíðinni.
Gæzkuríkt
ar a
enda
Þrátt fyrir nokur óhöpp, sum
af mannavöldum, eins og verk-
föllin fyrri hluta árs, þá mun
érsins 1961 verða minnzt sem
góðæris. íslenzk skip hafa aldrei
fengið meiri afla en á þessu ári.
Síldveiðarnar fyrir Norður- og
Austurlandi og Suðvesturlandi
skera þar úr. Aflabrestur togar-
anna er hins vegar alvarleg stað
reynd, vandamál sérstaks eðlis,
sem ráð verður að finna við, svo
að þessi mikilvægi atvinnuvegur
leggist ekki niður vegna bráða-
birgðaörðugleika. Að sögn bún-
aðarmálastjóra var árið hagstætt
fyrir landbúnaðinn. Iðnaður hef-
ur aldrei staðið með meiri blóma.
Viðreisnarráðstafanirnar hafa
m.a-s. skapað honum möguleika
til útflutnings, sem áður voru
ekki fyrir hendi. Vegna mikilla
tekna almennings var verzlun
óveniumikil, einkum undir árs-
lokin. Flestir una því hag sínum
ellvel, svo sem fregnir víðs veg-
ar að herma. Spádómar um sam-
drátt, atvinnuleysi og móðuharð-
indi af manna völdum hafa ræki-
lega orðið sér til skammar. Allt
sannar þetta, hversu mikilvægt
er að búa framleiðslunni örugg-
•n fjáihagsgrundivöll, svo sem
ríkisstjórnin leggur kapp á að
gert sé.
. Lauigard. 6. januar
Ólíkt
um að litast
Mjög er nú ólíkt um að litast
í þjóðlífinu, eða var eftir upp-
gjöf V-stjórnarinnar í árslok
1958. Það ár var mesta aflaár,
sem þangað til hafði yfir ísland
gengið. Engu að síður lá við alls-
herjarhruni og atvinnustöðvun
vegna óstjórnar í landinu. Sökum
ósamkomulags og úrræðaleysis
hafði V-stjórninni nærri tekizt að
snúa góðæri í upplausn og öng-
þveiti. Flótti hennar vegna eigin
dugleysis var sannarlega ekki
mikilmannlegur, en þó eina
happaverkið, sem hún vann ís-
lenziku þjóðinni. Eftir það var
snúið af óheillabrautinni. Síðan
hefur markvisst verið unnið að
því að reisa við og treysta þjóð-
félagsbygginguna, sem komin
var að því að falla í rústir. Slíkt
verður ekki gert átakalaust, og
einungis með því að menn geri
sér grein fyrir meinsemdunum
og hafi kjark til að lækna þær.
Enn er margt ógert, en mest
ríður þó á, að nú sé ekki aftur
rifið niður það sem upp hefur
tekizt að byggja.
Mikilvægt
viðfangsefni
í áramótaræðu sinni komst
Bjarni Benediktsson m.a. svo að
orði:
„Hættum þráteflinu og þeirri
gagnslausu kjarabaráttu, sem all-
ir flokkar hafa þegar þeir báru
ábyrgð á stjórn landsins, neyðzt
til að gera ráðstafanir gegn. Tök
um í þess stað upp heilshugar
braáttu fyrir þeim kjarabótum,
sem eins og nú til háttar einar
megna að verða að gagni og allir
hafa lýst sig samþybka.“
Áður hafði hann sagt:
„-------að vænlegasta ráðið
til raunverulegra kjarabóta fyrir
almenning væri betri vinnutil-
högun og þar með stytting þess
vinnutíma, sem þarf til að vinna
fyrir þeim tekjum, er allur þorri
verkafólks aflar sér nú---
Viðfangsefnið hlýtur að vera að
stytta þennan tíma án þess að
launþegar eða vinnuveitendur
missi nokkurs i. Ef marka má
reynslu annarra, hlýtur að vera
unnt að ná þessu marki í mörg-
um atvinnugreinum. En það
krefst góðvildar og einbeitts vilja
allra aðila til að ná árangri.“
„UmræSugrund-
völlur44
Viðbrögð stjórnarandstæðinga
við þessum orðum eru lærdóms-
rík. Þjóðviljinn reynir að hnika
þeim til og segir s.l. miðvikudag:
„Viðurkenning Bjarna Bene-
diktssonar: Tímakaup verka-
manna er að minnsta bosti 50%
of lágt.“
Þetta er bersýnilega töluvert
annað en það, sem Bjarni sagði.
Auðvitað væri æskilegt, að
tímakaup verkamanna gæti hækk
að um sem allra hæstan
hundraðshluta. En viðfangsefnið
er að finna þá vinnutilhögun,
sem geti gert vinnuveitendum
fært að greiða verkamönnum
sem hæst kaup fyrir skaplegan
vinnutíima. Eintföld hæklkun á
tímakaupi stoðar þar ekki. Þar
þarf ný vinnutilhögun, einkum
ákvæðisvinna, til að koma. Þessi
skilningur lýsti sér í tillögu
Björns Jónssonar og félaga hans,
sem samlþykkt var á Alþingi rétt
fyrir jólin. Vonandi hverfa for-
ráðamenn verkalýðshreyfingar-
innar ekki frá þeim skilningi,
þegar á reynir. Tal Þjóðviljans
um 50% hækkun á tímakaupi,
hlýtur að vekja nokkrar efasemd
ir. Engu að síður ber að fagna
því, að Þjóðviljinn skuli s.l.
fimmtudag segja, að hér „sé
vissulega umræðugrundvöllur".
AfbrotamaSur
leitar
á afbrotastað
Þó að viðbrögð Þjóðviljans séu
helzt til tvíbent,. þá eru þau
ólíkt manndómslegri en Timans.
Játa verður, að Tíminn er í af-
leitri klípu. Hann var svo óhepp-
inn að birta á gamlársdag ára-
mótaboðskap Hermanns Jónas-
sonar. Báglegri boðskapur hefur
sjaldan verið fluttur íslenzku
þjóðinni. Maðurinn, sem berastur
allra íslenzkra stjórnmálamgnna
hefur orðið að óorðheldni, gerir
það að aðaluppistöðu í grein
sinni, hver höfuðnauðsyn það sé,
að stjórnmálamenn standi við
orð sín og hversu illa hafi tekizt
fyrir andstæðingum hans í þeim
efnum. Slík skrif hljóta að rifja
upp fyrir mönnum þá kenningu,
að afibrotamaður hafi oft óvið-
ráðanlega freistingu til að vera á
flökti á eða umhverfis staðinn,
þar sem hann framdi afibrot sitt.
Engin ástæða er til að efa, að
Hermann vilji vel. Honum hefur
einur.gis tekizt raunalega illa um
framkvæmd áfiorma sinna að því
leyti, sem þau kunna að hafa
horft til góðs. Sjálfur gerir hann
sér þetta öðru hvoru ljóst. Það
sýnir, að samviskan lifir enn hið
innra. Vitnisburðurinn, sem hann
gaf V-stjórninni norður á Hólma
vik sumarið 1958, sannaði, að
hann taldi sig þá ekki hafa mik-
ið að hæla sér eða stjórninni fyr-
ir. Helzta lofið, sem hann gat
þá til tínt, var, að búið væri að
setja nær helming þjóðarinnar
„til hliðar“ — gera hann
áhrifalausan. Lélegra hrósefni er
vart hægt að ímynda sér. Út yfir
tók hinn 4. des. 1958, þegar
fiorsætisráðherrann hljóp í ofboðs
(hræðslu fyrir borð af stjórnar-
skútunni. Þá var hann búinn að
svíkja öll loforð, sem hann hafði
hátíðlega gefið áður en og þegar
V-s tjórnin tók við völdum í júlí
1956. Auðvitað rennur Fram-
sóknarmönnum öll þessi eymdar-
saga til rifja og er sannarlega
ekki furða, þótt hver höndin sé
uppi á móti annarri í flokki, sem
á við slíka fiorystu að búa. En
ástandið batnar ekki við það, þó
að formaður Framsóknar skrifi
hverja greinina eftir aðra til að
saka aðra um það, sem hann er
allra íslenzkra stjórnmálamanna
sekastur um.
vegna reynir hann aö sanna I
áramótagrein sinni, að íslenzkir
kommúnistar vilji þrátt fyrir allt
eittbvað annað en kommúnistum
hefur tekizt að framkvæma, þar
sem þeir hafa hrifsað völdin.
r
Alagahrmur
Afsökunartónninn er auðsær,
hvort sem það eru hyggindi eða
vaknandi samvizka, sem honum
ræður. Óákveðin afsökun dugar
þó ekki. Alger sinnaskifti og
hreinskilin játning á fyrri villu
eru óhjákvæmileg til að hrinda
af sér hinni hatrömu martröð.
Framsóknarmenn hafa ekki
sér til afibötunar brostna æsiku-
drauma- um nýtt og betra þjóð-
félag. Öllum öðrum íslenzkum
stjórnarmálaflokkum fremur hef
ur Framsókn lengi verið hreinn
valdstreituflokkur. Valdaþrátefl-
ið er og hefur verið hennar æðsta
hugsjón. Þess vegna hefur hún
aldrei megnað að vinna í sátt og
samlyndi með neinum öðrum
flokkum að lausn þjóðþrifamóla.
Deiluefni hefur ætíð þurft að
búh til og árásum á aðra aldrei
linnt, jafnvel þótt um sinn væri
með þeim unnið að lausn mikil-
vægra málefna. Þessi hugsunar-
háttur er ekki einungis ógæfa
fyrir Framsóknarflokkinn, held-
ur fyrir íslenzku þjóðina í heild.
Með þessu er efnt til óþarfrar
úlfúðar og sóað starfskröftum,
sem vissulega gætu orðið að
gagni, ef þeir fengju að njóta sín.
Því að vissulega eru margir
mikilhæfir menn í Framsóknar-
flokknum, þó að flokksstreitu-
'hugurinn hafi heltekið þá eins og
álagahamur.
Illindi eru
t>
eirra ær
og kýr
Ætla mætti, að þeir, sem eiga
þvílíka fortið, tækju því fegins
•hendi, þegar hinir segja: Hætt-
um að deila um það, sem liðið er
og það, sem reynslan hefur þeg-
ar sannað að með öllu er úrelt,
snúum okkur heldur að hinu,
sem er framundan, og reynum
að leysa það eins og efni standa
til. En slíkur boðskapur er eitur
í beinum Tímans. Hann telur
ráðagerðir um öruggara réttarfar
árás á dómarastétt landsins og
ráðstafanir til umbóta á útvarpi
frá Alþingi, skerðing á rétti Al-
þingis til gagnrýni á stjórnarat-
höfnum! Öllu er snúið við í heift
og óstöðvandi illinda—þró.
Um kommúnista vita menn
nokkurn veginn hvað fyrir þeim
vakir. Þeir eru þrælbundnir við
þá hégilju, sem þeir ungir létu
telja sér trú um, að kommúnism-
inn væri það, sem koma skal. Úr
þessum viðjum geta þeir ekki
brotizt, og er þó greinilegt, að
EinariOlgeirssyni dómar ekki allt
það, sem undanfarið hefur gerzt
í hinum kommúníska heimi. Þess
Vel skrifuð bók
Nú um jólin hafa margir lesið
hina stórmerku bók Kristjáns
Albertssonar um Hannes Hafstein
Að sjálfsögðu orkar sumt í henni
tvímælis og væri það vert sér-
stakrar umræðu. ef færi gefst til.
Um hitt verður ekki deilt, að
hún er í senn einhver bezt skrif-
aða, fjörlegasta og lærdómsrik-
asta ævisaga, sem út hefur komið
á fslandi. E.t.v. er lærdómsríkast
af öllu, hvernig miklihæfir menn
létu fjötrast í úreltar hugmyndir
og gömul illindí. Þess v«gna
áttuðu þeir sig ekki á þeim tæki-
færum, sem gáfust með nýjum
tímum og breyttum aðstæðum.
Þeir héldu áfram að deila eftir
að deiluefnið var úr sögunni og
Hannes Hafstein
voru þar með nærri búnir að
spilla möguleikunum til aukins
sjálfsforræðis og framfara í land
inu. Enginn skyldi ætla að fyrir
þessum mönnum hafi vakað ann-
að en gott. En þeir höfðu svo
lengi horft fram til þeirra mögn-
leika, sem þeirra eigin völd
mundu skapa landi og lýð til
heilla, að þeim varð óbærilegt,
að aðrir möguleikar sköpuðust.