Morgunblaðið - 07.01.1962, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
P Sunnudagur 7. jan. 1962
A T H U G I Ð ! hin margeftirspurðu
ítölsku ullarefni
eru komin.
Verð aðeins kr. 152.80 pr. m. breidd IV2 m.
Dömu og herrabúÖin
Laugavegi 55.
Flugfreyjustörf
Ákveðið er að ráða nokkrar stúlkur til
flugfreyjustarfa hjá félaginu á vori kom-
anda.
Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi
lokið gagnfræðapiófi eða öðru hliðstæðu
prófi. Kunnátta í ensku ásamt einu Norður
landamálanna er áskilin. Lágmarksaldur
umsækjenda skal vera 20 ár.
Umsóknareyðublöð verða afhent í af-
greiðslu félagsins, Lækjargötu 4, Reykja-
vík, frá 9. þ.m. og hjá afgreiðslumönnum
þess á eft.irtöldum stöðum: Akureyri, Fgils
stöðum, ísafirði og Vestmannaeyjum.
Eyðubiöð þurfa að hafa borizt félaginu
útfyllt og merkt: „Flugfrevjustörf“ oigi
síðar en 20. janúar.
Unglinga
vantar til að bera blaðið
BLÖNDUHLÍÐ
GRENIMEL
MEÐALHOLT
FÁLKAGÖTU
HJALLAVEGUR
GRETTISGATA (I)
FJÓLUGATA
1
- fjbíóp/a
Framhald af bls. 10.
nefndar háskólaiís, þakkaði
keisaranum hina höfðinglegu
gjöf. Hann rakti sögu þeirra
stofnana, sem mynda kjarna
hins nýja háskóla. Keisari
Haile Selassie hefur alltaf tal-
ið menntun þjóðarinnar vera
eitt megin viðfangsefni sitt.
Hinn fyrsti nýtizku ríkisskóli
landsins stofnaði hann 1928,
meðan hann var ríkisstjóri.
Fyrir þann tíma starfræktu
kristnitooðsfélög skóla í land-
inu, og hlaut keisarinn sjálfur
undirstöðumenntun sína í.
skóla kristniboðsfélags. Þegar
ftalir hurfu úr Landinu eftir
nokkurra ára hernám, var
fræðslukerfið í rústum. A her-
námstímanum var ekkert gert
til þess að sjá innfæddum
mönnum fyrir skólagöngu.
Menntaðir Bþíópar voru drepn
ir, nema þeir, sem náðu að
flýja landið. Þegar landið öðl-
aðist frelsi, þurfti að byggja
fræðslukerfið frá grunni.
Framfarir hafa verið hraðar á
undanförnum árum. Keisar-
inn hefur um 10 ára skeið
unnið að stofnun háskóla.
University College í Addis
Abeba var stofnaður 1950. Þar
nema nú um 450 stúdentar.
Öðrum æðri menntastofnun-
um hefur einnig verið komið
á fót til undirbúnings háskóla
stofnun. Má þar nefna Xmperi-
al College of Engineering,
The Ethio-Sweedish Institute
of Building Teohnology, The
Haile Selassie I Public Healtih
Training College í Gondar,
— The Imperial Ethiopian
College of Agriculture and
Mechanical Arts. f þessum
stofnunum, sem nú verða
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð annað og síðasta á eignarhluta
Sigurðar Sigurbjörnssonar á húseigninni nr 27 við
Smáratún í Keflavík fer fram á eigr.inni sjálfri mið-
vikudaginn 10. jan. n.k. kl. 2 e.h.
Bæjarfógetinn í Keflavík, 6. janúar 1962.
Eggert Jónsson.
Fasteignaskattar
Brunatryggíngariðgjöld
Hinn 2. janúar féllu í gjalddaga fasteigna-
skattar til borgarsjóðs Reykjavíkur árið
1962:
Húsaskattur
Lóðarskattur
Vatnsskattur
Lóðarleiga (íbúðarhúsalóða )
Tunnuleigi..
Ennfremur brun atryggin gariðgjöld
árið 1962.
Öll þessi gjöld eru á einum og sama gjald
seðli fyrir hverja eign, og hafa gjaldseðl-
arnir verið sendir í pósti til gjaldenda.
Framangreind giöld hvíla með lögveði
á fasteigiium og eru kræf með lögtaki.
Fasteignaeigendum er því bent á að hafa
í huga, að gjalddaginn var 2. janúar og að
skattana ber að greiða enda þótt gjald-
seðill haíi ekki borizt réttum viðtakanda.
Reykjavík, 5. janúar 1962.
Borgarritarinn.
deildir í háskólanum, nema
800 stúdentar.
Að ræðu fjármálaráðherra
lokinni hvarf keisarinn um
stund úr hásæti sínu inn í
höllina. Hann kom að vörmu
spori aftur fram íklæddur
skikkju háskólamanna. Sem
kanslari háskólans hélt hann
ræðu og lýsti aðdraganda
stofnunar háskólans, mark-
miðum hans og framtíðaráætl
unum. „Vér þökkum Guði,
sagði keisarinn, að í dag hefur
ræzt ævilöng ósk vor með
stofnun háskóla hér í Addis
Abeba..“ Eitt megin mark skól
ans er að standa vörð um
og fremia menningu þjóðar-
• innar. Háskólinn byggir á
fornri menningu vorri. Vér
skuldum feðrum vorum að
varðveita verk. þeirra frá
gleymsku." Keisarinn bar lof
á þá, sem árum saman hafa
þjónað þjóð hans við kennslu
störf og áunnið traust og virð-
ingu hans og þjóðarinnar. Hið
óeigingjarna starf þeirra ætti
að verða öllum, sem takast
störf á hendur í hinum nýja
skóla, hvatning til þess aS
liggja ekki á liði sínu, svo að
háskóli vor megi halda merki
sínu hátt á lofti. Kennaralið
hins nýja háskóla er að mestu
skipað erlendum menntamönn
um.
Þegar keisarinn hafði lokið
máli sínu, töluðu fulltrúar
kennara og nemenda. Fulltrú-
ar erlendra ríkja voru kynntir
keisaranum. Síðan fluttu gest
ir frá erlendum háskólum
kveðjur og færðu góðar gjafir.
Forseti og framkvamdastj.
hins nýja háskóla talaði síðast
ur ræðumanna. Dr. Harold W.
Bentley hefur starfað um ára-
bil við háskólann í Utah. Hann
hefur tekið að sér það vanda-
sama hlutverk, að sameina
þær' menntastofnanir, sem
mynda eiga kjarna háskólans,
undir eiha stjórn og marka
stefnuna fyrir þessa mikil-
vægu stofnun.
Margar vinveittar þjóðih
hafa stuðlað að stofnun háskól
ans. í október 1959 spurðist
menntamálaráðuneyti lands-
ins fyrir hvort Bandaríkin
vildu aðstoða við stofnun há-
skóla í Addis Abeba. Hug-
myndinni var vel tekið, þar
sem Bandaríkjamenn höfðu
þegar unnið nokkuð að því að
koma á fót háskóla, fvrir
stúdenta frá mörgum löndum
Afríku. í des. 1959 kom saman
7 manna sérfræðinganefnd frá
háskólanum í Utah undir for-
sæti Dr. Bentley. sem nú er
forseti hins nýja háskóla, eins
og áður getur. Nefndin skil-
aði áliti í maí 1960 og í ágúst
1960 lagði sendiherra Banda-
ríkjanna fram áætlun, sem
byggðist á bandarískri aðstoð
við stofnun og rekstur háskól.
ans fyrst um sinn.
Dr. Bentley sagði í ræðu
sinni, að háskólinn yrði ætíð
að þjóna þörfum þjóðarinnar.
Hann lýsti áætlunum og fram
tíðarhorfum skólans.
Áður en hans hátign keisar.
inn vék frá hásæti sínu ritaðl
hann nafn sitt í hina gullnu
bók skólans. Athöfninni lauk
með því, að háskólaborgarar
gengu fylktu liði út af hátíða-
svæðinu með keisarann í far-
arbroddi.
Addis Abeba 26 des. 1961,
Jóhannes Ólafsson.
TÆKIFÆRISKAUP
STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á NOKKRUM TEGUNDUM A F
KVENSKÓM
ALLT ÓGÖLLUÐ VARA
LÁRUS G. LUÐVÍGSSOIM
og TELPIMASKÓIVI
VERÐ: 7 0 — 2 0 0 KRÓNUR.
SKÓVERZLUN BAIMKASTRÆTI 5